Morgunblaðið - 30.05.2012, Qupperneq 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2012
Sendum
frítt
hvert á land sem
er
Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is
✝ Már Hall-grímsson
fæddist í Hafn-
arnesi við Fá-
skrúðsfjörð 2.
ágúst 1939. Hann
andaðist á Land-
spítala í Fossvogi
20. maí 2012.
Foreldrar hans
voru Valgerður
Sigurðardóttir, f.
1.10. 1912, d. 12.10.
2000, og Hallgrímur Bergsson,
f. 4.5. 1904, d. 23.3. 1975. Már
var næstyngstur sex systkina.
Bergur var elstur, en hann lést
1998, þá Svava, Jóhanna, Guð-
mundur og Jóna.
vann hann ýmis störf. Hann
eignaðist hlut í vörubifreið sem
hann ók, ásamt að vinna í Kaup-
félaginu á Stöðvarfirði. Árið
1963 tók hann þátt í að stofna
Söltunarstöðina Hilmi og ári
síðar Pólarsíld hf. Lengstan
hluta starfsævinnar var hann
bankamaður. Hann byrjaði í
Sparisjóðinum á Fáskrúðsfirði,
sem síðar varð Landsbanki Ís-
lands og var útibústjóri til
margra ára. Hann var for-
stöðumaður afurðarlánadeildar
sama banka í Reykjavík frá
1981 þar til hann lét af störfum.
Már var virkur í stjórnmála-
starfi á vegum Sjálfstæð-
isflokksins á tímabili og var
oddviti Búðarhrepps 1969.
Útför Más verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag, 30. maí
2012, og hefst athöfnin kl. 13.
Fyrrverandi eig-
inkona Más er
Hildur Kristjáns-
dóttir. Dóttir
þeirra er Sigríður,
f. 1969, gift Gunn-
ari Auðólfssyni.
Synir Sigríðar og
Gunnars eru Auð-
ólfur Már, Árni
Karl og Ásgeir
Hrafn.
Már stundaði
nám fyrst á Eiðum og svo við
Samvinnuskólann á Bifröst.
Hann fór síðar í viðskiptanám
fyrst á Englandi og seinna við
Handelshöjskolen í Kaup-
mannahöfn. Frá unga aldri
Már tengdafaðir minn var
Austfirðingur. Hann fæddist í
Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð
og þar sleit hann barnsskónum.
Fjórtán ára fluttist hann til
Keflavíkur í atvinnuleit. Þegar
hann hitti verkstjóra á Kefla-
víkurvelli sagðist hann vera
sextán ára til að auka líkurnar
á ráðningu. Ekki hefur það ver-
ið sannfærandi þar sem hann
stóð þar mjór og með brotna
framtönn, því verkstjórinn
sagði um leið og hann réð hann:
„Hvað segirðu, ég hélt þú værir
tólf ára.“ Seinna settist hann á
skólabekk á Eiðum, tók lands-
próf og fór í Samvinnuskólann.
Að námi loknu vann hann í
Kaupfélaginu á Stöðvarfirði
samhliða því að aka vörubíl sem
hann átti með Bergi bróður sín-
um. Þeir bræður stofnuðu með
öðrum söltunarstöðina Hilmi
hf. og ári seinna Pólarsíld. Már
var sparisjóðsstjóri á Fá-
skrúðsfirði til haustsins 1971
þegar hann fór til Kaupmanna-
hafnar að læra við Handels-
höjskolen. Eftir það vann hann
hjá Landsbankanum, fyrst sem
útibússtjóri á Fáskrúðsfirði,
seinna sem forstöðumaður af-
urðalána í Reykjavík. Már hafði
mikinn áhuga á íþróttum og
stundaði þær af kappi á sínum
yngri árum. Hann fylgdist með
ensku knattspyrnunni og ef
Arsenal var að keppa ríkti al-
gert sambandsleysi við um-
heiminn. Seinni árin stundaði
hann mest golf og synti nánast
daglega. Synir okkar hjóna
nutu góðs af íþróttaáhuganum,
fengu oft að fara með í sund og
þeir eldri lærðu sundtökin hjá
afa sínum. Hann fylgdi Árna
syni okkar á allar fótboltaæf-
ingar og mót. Spígsporaði á
hliðarlínunni, studdi hann með
ráðum og dáð. Afadrengirnir
voru honum hugleiknir. Hann
dekraði við þá og varði miklum
tíma með þeim. Það verður tóm
í lífi þeirra nú. Már tók mér vel
þegar ég tók saman við einka-
dóttur hans. Við fluttum ekki
löngu síðar af landi brott til að
fara í framhaldsnám og sam-
verustundir urðu færri fyrstu
árin eftir það. Seinni árin
breyttist það til hins betra.
Már var viljugur að ferðast og
eftir að hann hætti að vinna var
mögulegt að koma oftar í heim-
sókn og dvelja lengur. Hjá okk-
ur voru mörg verk sem þurfti
að vinna, standsetja hús og lóð.
Þar dró Már ekki af sér. Ók
stórum förmum af sandi og
mold í hjólbörum og sagaði nið-
ur í eldivið heilu trén með
handsög. Yfirleitt með fyrsta
barnabarnið ofan á hlassinu eða
hangandi í söginni. Í heimsókn-
um hans sátum við gjarnan á
síðkvöldum að spjalli um menn
og málefni úti í garði eða við
arineldinn. Ég hugsa með hlýju
til þessara stunda nú. Þegar við
fluttum heim til Íslands leit
Már oft inn hjá okkur. Það
leyndi sér ekki þegar hann var
að kominn á útidyratröppurnar
því þá upphófust alltaf hróp og
köll hjá drengjunum okkar,
ekki síst eftir að sá þriðji bætt-
ist í bræðrahópinn. Hann leit á
afa sem sinn einkavin og vildi
ekki að hann drollaði við að tala
við annað heimilisfólk þegar
það lá fyrir að fara að leika.
Már var glettinn öndvegis-
maður sem vildi öllum vel. Ég
mun sakna hans og vona að
synir okkar erfi mannkosti
hans.
Gunnar Auðólfsson.
Elskulegur bróðir minn er
fallinn frá.
Það er erfitt að sætta sig við
það. Hann hringdi í mig á
Stöðvarfjörð kvöldið áður en
hann veiktist og skiptumst við
á fréttum og glensi eins og
venjulega. Endaði hann símtal-
ið með kveðjunni „bless elsk-
an“.
Við áttum góða æsku í Hafn-
arnesi við leik og störf. Allir
gerðu út trillubáta í Hafnar-
nesi, þar á meðal faðir okkar,
og voru bræðurnir teknir með á
sjóinn þegar þeir höfðu þroska
til. Var oft mikið að gera við
höfnina þegar bátarnir komu
að. Þá voru unglingarnir sem
heima voru búnir að skera úr
skel í beitu fyrir næsta róður.
Fiskinum var landað ýmist á
Stöðvarfirði eða á Búðum. Oft
tókum við krakkarnir fyrsta
bátinn á Fögrueyri í berjamó
og síðasta bát heim með full
ílát af berjum. Þá var oft sung-
ið hátt á heimleiðinni. Túnin
voru slegin með orfi og ljá og
var Már ungur farinn að fylgja
þeim eldri eldsnemma á morgn-
ana á engjarnar að slá.
Það var spennandi á vorin
þegar unga fólkið kom af ver-
tíð. Þá fjölgaði í Nesinu og var
farið í leiki og íþróttir á kvöldin
því nóg var af íþróttaáhöldum
sem Bergur bróðir hafði komið
með. Voru þeir bræður og
frændfólk duglegt við íþrótta-
æfingar og oft keppt í ýmsum
greinum frjálsíþrótta. Bræð-
urnir tóku þátt í mörgum
íþróttamótum og vorum við
voða stolt af okkar hópi úr
Ungmennafélaginu Skrúði.
Ekki síst þegar Bergur bróðir
kom heim með flottan útskor-
inn bikar úr víðavangshlaupi.
Már var duglegur að læra og
samviskusamur og góð fyrir-
mynd fyrir aðra. Hann tók
fullnaðarpróf úr barnaskóla 13
ára og fór 14 ára með bræðrum
og frændum til Keflavíkur til
vinnu. Þar var hann í eitt ár.
Veturinn eftir fór hann í Eiða-
skóla og lauk þaðan landsprófi.
Hann vann ýmsa vinnu á sumr-
in til að fjármagna skólavistina,
kenndi sund á Eiðum, vann við
byggingu Grímsárvirkjunar og
við vörubílaakstur í vegagerð.
Í jólafríum stunduðu þeir
bræður rjúpnaveiðar til fjáröfl-
unar. Hann fór í skóla til Eng-
lands og fannst vistin svo köld
þar að hann lét senda sér dún-
sængina út. Hann kvæntist
Hildi og þau eignuðust gullmol-
ann hana Siggu. Bjuggu þau á
Fáskrúðsfirði þar sem hann tók
við Sparisjóðnum og síðar
Landsbankanum en einnig áttu
þau heimili í Garðabæ.
Eftir að hann fluttist suður
kom hann á haustin til laxveiða.
Þeir Kjartan fóru í marga
veiðitúra á þessum árum og
seinna tók golfið við. Áttu þeir
margar samverustundir þar og
gjarnan var sest með koníaks-
staup við sjónvarpið og slakað á
eftir daginn. Þeir voru svo nán-
ir að oft voru þeir hringja hvor
í annan á sama tíma. Már var
alltaf svo glaður og góður.
Hann var svo stoltur af drengj-
unum hennar Siggu og naut
þess að hafa þau svona nærri
sér eftir Svíþjóðardvöl þeirra.
Hann hafði svo gaman af því að
taka þátt í daglegu lífi drengj-
anna.
Fjölskyldan er afar þakklát
fyrir allar stundirnar sem hann
eyddi hjá Kjartani veikum. Við
áttum svo margar stundir sam-
an sem ég þakka af alhug og
kveð ég hann með bænir í
huga.
Elsku Siggu og fjölskyldu
sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur. Guð blessi ykkur öll.
Jóna systir.
Elsku Már, það er erfitt að
hugsa til þess að þú sért farinn
frá okkur. Þú hefur verið stór
partur af lífi okkar alveg frá
því ég man eftir mér fyrst. Eft-
ir að ég varð eldri fór ég að
kynnast þér meira og meta
hversu gaman það var að vera í
kringum þig. Það var alltaf
stutt í brosið og smitandi hlát-
urinn. Undanfarin haust höfum
við fjölskyldan farið í berjaferð-
ir út á land og alltaf var tíndur
aukaskammtur af krækiberjum
til að búa til krækiberjasaft
fyrir þig. Þú fékkst þér alltaf
saft á hverjum morgni og full-
yrtir að þetta gæfi þér orku
fyrir daginn. Þú varst okkar
allra mesti stuðningur eftir að
pabbi veiktist og kíktir eins oft
og þú gast til hans og okkar.
Þangað komstu með gleðina og
hressileikann og lífgaðir upp á
annars erfiðar aðstæður. Þar
var mikið rabbað saman og rifj-
að upp, talað um golf og fót-
bolta og horft á golf, fótbolta
og Útsvar eða hvaðeina sem
áhugavert var í sjónvarpinu. Þú
getur ekki ímyndað þér hvað
við metum mikils allan stuðn-
inginn. Þú varst kletturinn okk-
ar í gegnum þetta allt.
Þú varst í gegnum tíðina
ómissandi þáttur í gleðiatburð-
um í fjölskyldunni, hvort sem
það var skírn, ferming, útskrift,
brúðkaup eða afmæli. Börnin
mín ólust upp við það að þekkja
þig og líta upp til þín og ef eitt-
hvað stóð til í fjölskyldunni
spurðu þau: Kemur ekki Már
líka? Þú tilheyrðir okkar hópi
svo sannarlega. Þú varst trúr
uppruna þínum, varst sannur
Hafnarnesingur.
Þú hafðir gaman af því að
fylgjast með enska boltanum,
varst harður Arsenalmaður.
Eitt var það sem átti sér-
staklega hug þinn og hjarta,
það var Sigga dóttir þín og fjöl-
skyldan hennar. Strákarnir
hennar voru þínir gullmolar og
naustu þín vel þegar þú varst
samvistum við þá. Í ferðinni
okkar austur í haust sem leið
fóruð þið Sigga út í Hafnarnes
þar sem þið áttuð góðar stund-
ir, þar varst þú á heimavelli. Þú
varst mikill golfari og sinntir
þeirri íþrótt af kappi. Gaman
var að því að þegar þér gekk
illa á mótum varstu alltaf ann-
aðhvort búinn að henda settinu,
selja það eða hafðir bara hrein-
lega skilið það eftir! Undir það
síðasta hjá þér hafði máttur
þinn minnkað dálítið og þú áttir
erfiðara með að ganga golfvöll-
inn. Ég hef trú á að þú sért
hressari núna og þið félagarnir
getið leikið golf saman án þess
að þurfa að henda kylfunum.
Elsku Már, ég og fjölskylda
mín viljum þakka þér fyrir
þann góða tíma sem við áttum
saman, þín verður sárt saknað.
Elsku Sigga og fjölskylda,
systkini Más og aðrir aðstand-
endur, við sendum ykkur inni-
lega samúðarkveðju og megi
Guð styðja ykkur í sorginni.
Kveðja, þín frænka
Oddný Vala og fjölskylda.
Fallinn er nú frá kær frændi
minn og vinur Már Hallgríms-
son. Minningarnar um þennan
móðurbróður minn streyma
fram. Þær eru samofnar lífs-
hlaupi mínu í rúma hálfa öld og
einkennast af gáska, gleði,
ræktarsemi og kærleika. Á
bernskuárum mínum austur á
Stöðvarfirði var ávallt tilhlökk-
unarefni þegar Már var vænt-
anlegur í heimsókn. Glaðværð
ríkti og jafnvel bíltúr tekinn í
gljáandi eðalvagni. Farið var í
silungsveiðitúra í Breiðdalsá og
í Hamarsá og glaðst yfir góðum
afla og dramatískum uppákom-
um.
Árin líða og samfundir okkar
bindast við gleði- og sorgar-
stundir ættingja og vina. Í
seinni tíð áttum við skemmti-
lega daga saman þar sem „allt“
var lagt undir til þess að fylla
allar flöskur af dýrindis berja-
saft og ná í gómsæta jólasteik-
ina. Í þessum ferðum urðu til
magnaðar afla- og veiðisögur
og margir sigrar unnir í brött-
um fjallshlíðum. Alltaf var hug-
urinn fyrir hendi þó að þrekið
færi þverrandi með lakari
heilsu. Vert er að minnast þess
hversu ómetanlegt framlag þitt
og hjálpsemi var í veikindum
föður míns um árabil og stuðn-
ingur þinn við móður mína. Hér
skilur leiðir um sinn, þín verður
sárt saknað. Stórfjölskyldan í
Borgarfirðinum sendir dóttur
þinni Sigríði og hennar fjöl-
skyldu svo og aðstandendum
öllum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Hvíl þú í Guðsfriði
frændi sæll.
Guðjón Kjartansson (Guji).
Okkar yndislegi Már frændi
er fallinn frá.
Söknuðurinn er mikill og
sorgin rífur upp ógróin sár frá
undangengnu ári.
Á kveðjustund fyllist ég
djúpu þakklæti fyrir að hafa
alla mína tíð átt hann að og
verið umvafin elsku hans og
vináttu í blíðu og í stríðu.
Már móðurbróðir minn var
glæsimenni, með sitt fallega
skegg og heillandi glettnisblik í
augum. Volvoinn hans aðals-
merki. Hann var órjúfanlegur
hluti af okkar lífi og ómissandi
þátttakandi í öllum helstu við-
burðum í fjölskyldunni.
Elstu minningarnar tengjast
búsetu hans á Fáskrúðsfirði og
man ég glettnisleg símtöl á
milli fjarða þar sem hann fal-
aðist eftir uppskrift að „frigga-
dellum“ eða spjallaði um hvers-
daginn. Alltaf leyfði hann
viðmælandanum að njóta sín,
alveg sama hvort hann var
smár eða stór, og sýndi áhuga
öllu því sem maður helst tók
sér fyrir hendur.
Upp í hugann kemur minn-
ing um páskaegg sem laumað
hafði verið á hurðarhúninn í
Heiðmörkinni þegar brunað var
í gegnum litla þorpið á leið til
Reykjavíkur. Engin leið var að
toppa þennan frænda – hann
var alveg með þetta.
Óendanlegt magn fallegra
minninga stendur eftir áratuga
samveru. Þær endurspegla all-
ar hjartalag hans og gæsku í
okkar garð. Ég brosi þegar ég
rifja upp öll samtölin sem við
áttum í gegnum tíðina um golf
og fótbolta. Oft spurði ég hann
um gengið á golfvellinum og
var svarið iðulega á þá lund að
hann sagðist ekkert vilja tjá sig
um það en hann hefði hent golf-
settinu! Glettnislegur hlátur
fylgdi þessum ummælum enda
alltaf stutt í grínið og glensið.
Golfíþróttin var honum hugleik-
in og naut hann þess að spila í
góðra vina hópi. Rjúpnaveiði
var einnig hans áhugamál og í
seinni tíð fóru þeir gjarnan
saman til rjúpna, hann og Guji
bróðir. Mikil og einlæg vinátta
var alla tíð á milli Más og
pabba og af draumförum fjöl-
skyldumeðlima síðustu vikuna
mætti ætla að pabbi hafi beðið
með kaffið tilbúið fyrir vininn
sinn. Golfsettið sjálfsagt innan
seilingar.
Orð fá ekki tjáð þakklæti
mitt fyrir þá elsku, virðingu og
það trygglyndi sem Már sýndi
foreldrum mínum í erfiðum
veikindum pabba. Hann var
kletturinn hennar mömmu og
hennar besti vinur, sem hún
gat alltaf reitt sig á.
Enginn hefur þó misst meira
heldur en einkadóttir hans, sem
hann var svo óendanlega stolt-
ur af, tengdasonur og afa-
drengirnir þrír. Að snúast í
kringum litlu fjölskylduna sína
og fylgja afastrákunum í þeirra
daglegu verkefnum var mikil-
vægasta hlutverkið hans í líf-
inu. Brosið og blikið í augunum
sem fylgdi frásögnum hans af
þeirra samskiptum sagði meira
en þúsund orð.
Elsku Sigga, Gunnar, Auji
Már, Árni Karl og Ásgeir
Hrafn. Við fjölskyldan vottum
ykkur dýpstu samúð. Guð gefi
ykkur styrk til að takast á við
sorgina og leiði ykkur á lífsins
vegum. Systkinum Más og öðr-
um aðstandendum sendum við
einnig innilegar samúðarkveðj-
ur.
Guð blessi minningu Más
Hallgrímssonar.
Halla Kjartansdóttir
og fjölskylda.
Már Hallgrímsson, fyrrver-
andi mágur minn, kvaddi
snögglega, flestum að óvörum,
þrátt fyrir að hann hefði átt við
vanheilsu að stríða um langt
árabil. Hann var íþróttamaður
að upplagi, hafði ungur stundað
hlaup og síðar sund og golf af
miklum þrótti. Hann tók þátt í
golfmótum innanlands og spil-
aði á golfvöllum víða erlendis,
síðast í apríl á Spáni. Hófsemi
var honum í blóð borin og holl
hreyfing var alla tíð hluti af
lífsstíl hans.
Þrátt fyrir fjölmörg heilsu-
farsáföll lét hann það ekki
aftra sér frá því að sinna af
krafti því sem honum þótti
vænst um og átti hug hans all-
an. Þar var í fyrsta sæti Sigga,
einkabarn hans, og síðar bætt-
ust við afadrengirnir þrír.
Þeim elsta, Auðólfi Má, kenndi
hann að synda og ganga á fjöll,
og miðstráknum sínum, Árna
Karli, fylgdi hann á fótboltaæf-
ingar og mót, og gladdist yfir
hverjum sigri. Með þeim
yngsta, Ásgeiri Hrafni, fór
hann í bílaleiki. Óku þeir þá um
vegleysur og vegi sem þeir röð-
uðu saman og var ekki að sjá
að sjö áratugir skildu þá að í
aldri.
Má kynntist ég fyrir um það
bil hálfri öld þegar hann og
systir mín kynntust en þau
voru skólafélagar úr Samvinnu-
skólanum að Bifröst. Leiðir
þeirra skildi eftir u.þ.b. 18 ára
hjúskap en bæði nutu þess að
sjá dóttur sína giftast öndveg-
ismanni, Gunnari, halda með
honum til framhaldsnáms í Sví-
þjóð og sjá synina koma í
heiminn. Með þeim fór Már í
fjölda ferða utanlands og inn-
an, og bar þá hæst ferðir á
æskuslóðir hans á Austurlandi,
einkum í Hafnarnes þar sem
hann sleit barnsskónum. Missir
þeirra er mikill en minning um
góðan og ástríkan föður, afa og
tengdaföður er ómetanlegur
fjársjóður. Að leiðarlokum vil
ég þakka Má fyrir vináttu og
góð kynni.
Karla Kristjánsdóttir.
Það stefndi sannarlega í gott
golfsumar hjá okkur félögunum
og þá ekki síður í góðan golf-
dag á sunnudaginn fyrir rúmri
viku, en þá vorum við skráðir
til leiks.
En þá kom kallið og reyndist
það vera lokaútkallið hjá Má
vini mínum. Vitað var um veik-
indi hans um nokkurn tíma, en
samt kom það á óvart hversu
stutt var í endalokin.
Már var Austfirðingur að
ætt og með sterkar taugar til
sinna heimahaga. Hann starf-
aði um hríð fyrir austan en á
áttunda áratugnum flutti hann
suður og hóf störf hjá Lands-
banka Íslands, þar sem hann
starfaði við góðan orðstír uns
starfslokum var náð. Hann var
heiðursmaður í hvivetna, orð-
var og dulur um sína einka-
hagi, en ætíð glaður á góðri
stund. Hann var vinsæll, vel að
sér og viðræðugóður. Þegar ár-
in líða metur maður æ meir að
vera í félagsskap góðra vina og
slíkur var Már.
Genginn er góður drengur.
Hans verður sannarlega sakn-
að af öllum, sem til hans
þekktu, einkum afabörnunum
og nánustu ættingjum. Þeirra
er missirinn mestur.
Ólafur Huxley Ólafsson.
Már Hallgrímsson
Fleiri minningargreinar
um Má Hallgrímsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.