Morgunblaðið - 30.05.2012, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2012
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Ásumarnámskeiði fyrirbörn leiðir listmálarinnHulda Hlín Magn-úsdóttir, sem kallar sig
Chroma, börn inn í töfraheim lit-
anna. Þar munu börnin meðal ann-
ars læra að blanda liti og búa til
fjólubláan, grænan og appels-
ínugulan með töfrasprotanum, það
er að segja penslinum sem skapar
alla liti regnbogans.
Merkingarfræði litanna
„Ég nota litafræðina með
krökkunum og kenni þeim grunn-
atriði við að blanda liti. Ég blanda
alltaf mína liti sjálf út frá örfáum
litum. Þannig verða litirnir per-
sónulegri og maður fær þann tón
sem maður vill. Ég velti mikið fyrir
mér litafræði og litapælingum. Það
stendur upp úr náminu mínu og í
meistaraprófsritgerðinni ákvað ég
að dýpka litafræðiþekkinguna,“
segir Hulda Hlín sem lauk
meistaranámi í listfræði frá Háskól-
anum í Bologna. En við háskólann
er litafræðin tengd við merking-
arfræði og merkingarfræði hins
sjónræna kennd innan listfræð-
innar. Áður hafði Hulda Hlín lokið
fjögurra ára námi í málaralist frá
Listaakademíunni í Róm en námið
fór að hluta til fram í Feneyjum.
Andstæður ljóss og skugga
„Ég var mjög heilluð af Ítalíu
sem unglingur og langaði að fara
þangað í nám. Listhefðin þar er jú
sterk en einna hrifnust er ég af
ítalska listmálaranum Caravaccio
Uppáhaldsliturinn á
frönsku og ítölsku
Á sumarnámskeiðinu Töfraheimur litanna fá krakkar á aldrinum 3-9 ára innsýn
í starf listmálara og heim listarinnar. Listmálarinn Chroma, Hulda Hlín Magn-
úsdóttir, kennir námskeiðið en hún kennir börnunum meðal annars að blanda
sína eigin liti og tengir námskeiðið að hluta við tungumálakennslu. Námskeiðið
verður aldursskipt í tvo hópa.
Litríkt Þessar ungu stúlkur vönduðu sig við að mála fallegar myndir.
Tilsögn Námskeiðið fer fram á vinnustofunni og í skoðunarferðum.
Nú þegar allt er orðið grænt, hitastig-
ið að hækka og skilyrðin fyrir lifandi
plöntum í garðinum að verða góð,
getur komið sér vel að kíkja á heima-
síðu Félags garðplöntuframleiðenda,
www.gardplontur.is. Þar er til dæmis
reitur sem heitir plöntuleit og þar er
hægt að slá hina ýmsu þætti til að
finna jurtir, hvort sem þær eru fjöl-
ærar eða sumarblóm, og ýmist er
hægt að leita undir íslenska heitinu
eða á latínu. Einnig er hægt að setja
inn flokka eins og blómlit, vindþol og
skuggaþol. Á síðunni er svo hægt að
finna ýmsan fróðleik um fjölmargt
sem hægt er að rækta í görðum, til
dæmis ávaxtatré, berjarunna, mat-
jurtir og kryddjurtir. Einnig er hægt
að lesa sér til um handverkið sem
viðkemur jurtunum, trjáklippingar,
jarðveg, gróðursetningu, skjólbelti
og ótal margt fleira sem fólk þarf að
kynna skil á sem ræktar sinn garð.
Vefsíðan www.gardplontur.is
Morgunblaðið/Ómar
Allt í blóma Hér er hunangsfluga að athafna sig í skógarlyngrós.
Allt um garðplönturnar fínu
Í dag kl. 17.30 ætlar Arna Valsdóttir
að leiða gesti um sýningu sína sem
nú stendur yfir í Gerðubergi, en það
er myndbands- og hljóðinnsetning
sem er hluti af sýningaröðinni Stað-
reynd. Arna vinnur með tiltekið rými
eða hús, reynir að hlusta eftir eigin-
leikum þess og þeim áhrifum sem
hún verður fyrir. Í Gerðubergi vísar
Arna í gamlar minningar sem leit-
uðu hana uppi frá þeim tíma þegar
hún vann þar með Kviksjána. Hún
endurbyggði verkið í speglasalnum
og vann þar þau tvö myndbandsverk
sem hún nú sýnir í salnum á efri
hæðinni.
Endilega...
...farið á sýn-
ingarleiðsögn
„Við ætlum að fagna afmælinu með
því að hafa opið hús í dag milli
klukkan hálf fimm og hálf sjö, í okk-
ar ágæta kvennahúsi, Hallveigar-
stöðum við Túngötu,“ segir Hervör
Jónasdóttir, varaformaður Banda-
lags kvenna í Reykjavík en það á 95
ára afmæli í dag. „Það verður heil-
mikið um að vera, Stórsveitin Öð-
lingar ætlar að koma fram og spila
tónlist, en í þeirri sveit eru eldri
hljóðfæraleikarar. Síðan ætla konur
sjálfar að troða upp og skemmta
hver annarri. Þetta verður mjög
skemmtilegt.“
Hervör segir að nú séu fjórtán fé-
lög innan Bandalags kvenna í
Reykjavík og fimm starfandi fasta-
nefndir sem starfi að hinum ýmsu
málefnum eins og til dæmis Starfs-
menntunarsjóður ungra kvenna og
Mæðrastyrksnefnd. „Konur vinna
ómetanleg sjálfboðastörf innan allra
þessara félaga og nú þurfum við að
halda uppi merkjum fyrirrennara
okkar og vinna að velferðarmálum
og reyna að koma góðu til leiðar.
Kraftur kvenna er mikill og hann
magnast þegar bandalög eru stofn-
uð og við getum verið fleiri saman
um að bæta þjóðfélagið. Konur eru
duglegastar af öllum við að láta eitt-
hvað gerast.“
Hervör segir að vissulega sé
staða kvenna og samfélagið ólíkt því
sem var þegar félagið var stofnað
fyrir 95 árum. „Nú eru konur komn-
ar út á vinnumarkaðinn og þær eru
vel menntaðar, en upphaflega vann
Bandalag kvenna mikið að því að
auka menntun kvenna og var ekki
vanþörf á því þá. En félagið hefur
líka staðið fyrir alls konar menning-
ar- og fræðslustarfsemi. Við viljum
nýta kraft kvenna sem best í nýju
og breyttu samfélagi.“
Söfnuðu fé til að byggja spítala
Í tilkynningu segir að Bandalag
kvenna hafi verið stofnað á heimili
Hólmfríðar Árnadóttur í Iðnskól-
anum 30. maí 1917 og að markmið
bandalagsins hafi verið að efla
kynningu og samstarf milli aðild-
arfélaganna sem og að stuðla að
aukinni menntun kvenna og vinna
að velferðar- og fjölskyldumálum.
Fyrsti formaðurinn var Steinunn H.
Bjarnason kennari en skörungurinn
Bríet Bjarnhéðinsdóttir stýrði
fundi.
Fyrsti fundur fulltrúa allra sam-
bandsfélaganna var að beiðni KRFÍ
þann 15. janúar 1918 í söngsal
Barnaskóla Reykjavíkur til að ræða
bæjarstjórnarkosningarnar með það
í huga að fá konur á framboðslista.
Bandalagskonur voru ötular að
safna fé til alls konar góðgerðamála
og tóku þátt í söfnun fyrir byggingu
Kraftur kvenna er mikill
Bandalag kvenna í
Reykjavík 95 ára í dag
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 & Strandgata 25 • Akureyri • sími 456 1185 • www.tonastodin.is
Tónastöðin
býður upp á mikið úrval
hljóðfæra og nótnabóka
fyrir allar tegundir tónlistar
og leggur áherslu á góða
og persónulega þjónustu.
Hjá okkur færðu
faglega þjónustu,
byggða á þekkingu
og áratuga reynslu.