Morgunblaðið - 30.05.2012, Page 2

Morgunblaðið - 30.05.2012, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Hólmfríður Gísladóttir Andri Karl Lítill hiti var í mönnum og fátt um gífuryrði þegar eldhúsdagsumræð- ur fóru fram á Alþingi í gærkvöldi. Ræður þingmanna leiddu þó ber- sýnilega í ljós að á þinginu hafa menn afar ólíka sýn á ástand efna- hagsmála og leiðina fram á við. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðis- flokks, tók fyrst til máls og sagði m.a. að á meðan heimilin næðu ekki endum saman og fyrirtækin gætu ekki vaxið, legði ríkisstjórnin áherslu á pólitíska hugmyndasigra. Ólöf sagði yfirgang framkvæmda- valdsins gagnvart löggjafarsam- kundunni hafa náð nýjum hæðum á yfirstandandi kjörtímabili en á síð- ustu þremur árum hefðu mál hrúg- ast inn á síðasta mögulega degi, þar á meðal grundvallarmál. „Við slíkar aðstæður er það skylda þingsins og stjórnarandstöðunnar að grípa í taumana og stöðva þessa frekju framkvæmdavaldsins,“ sagði Ólöf. Þá sagðist hún enn einu sinni vilja rétta fram sáttarhönd og sagði Sjálf- stæðisflokkinn tilbúinn til að ná fram þverpólitískri sátt um þau mál sem sneru að því að bæta hag heim- ila og fyrirtækja. Magnús Orri Schram, þingflokks- formaður Samfylkingar, sagði að eitt brýnasta verkefnið sem lægi fyrir væri að leiða til lykta viðræður um aðild að ESB. Það gæti orðið til þess að ungt fólk myndi ekki lengur þurfa að greiða 24 milljónir kr. fyrir 10 milljóna lán. Ungt fólk væri í skuldafangelsi og basl hefði raunar verið veruleiki þess um árabil. Hann sagði jafnaðarmenn telja það bestu leiðina til að losna úr baslinu að sækja um aðild að ESB og að ís- lenska þjóðin myndi fá að kjósa um aðild á grundvelli upplýsinga en ekki hræðsluáróðurs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði við umræðurnar að allir þeir þættir sem haldið hefðu Íslandi á floti efnahagslega eftir bankahrunið hefðu orðið skotmörk ríkisstjórnar- innar. „Reynt var að færa tap bank- anna yfir á almenning, ráðherrar vega hvað eftir annað að gjaldmiðli eigin lands og stöðugt er höggvið í innviðina sem tryggt hafa verð- mætasköpun og velferð,“ sagði Sig- mundur. Um leið hefði tækifærum til að vinda ofan af áhrifum geng- isfallsins á skuldsett heimili og til að nýta innviðina til að skapa útflutn- ingsverðmæti sem þjóðin þyrfti á að halda verið kastað á glæ. „Skringilegt samfélag“ Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG, sagði hins vegar markvert að á Íslandi væri hagvöxtur með mesta móti samanborið við önnur þróuð hagkerfi og þvert á svartssýnisspár hefði tekist með blandaðri leið tekju- öflunar og aðhalds að komast hjá tvöfaldri dýfu í hagkerfinu. Þá færi atvinnuleysi minnkandi, ólíkt þróun- inni í öðrum Evrópulöndum. Hvað þingstörf varðaði sagði hann að þjóðin myndi ekki vorkenna þing- mönnum þótt þeir þyrftu að vinna inn í sumarið né myndi hún fyrirgefa þeim færu þeir heim frá ókláruðum störfum. „Þetta er skringilegt samfélag sem við búum í. Við erum hér á Al- þingi í eilífum bútasaum, að reyna að koma í veg fyrir að þegnar landsins reyni að svindla á lögunum sem við setjum. Mig langar ekki að búa í svona samfélagi,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingar- innar, við umræðurnar. Hún hvatti almenning til að taka þátt í um- ræðum um nýja stjórnarskrá en hún væri tækifæri til að ræða það hvern- ig samfélag þjóðin vildi búa við og í. Morgunblaðið/Árni Sæberg Umræður Eldhúsdagsumræður á Alþingi í gærkvöldi voru með rólegra móti, enda þingmenn hér flestir heldur daufir í dálkinn og þreyttir. Lítill hiti í eldhúsumræðu  Eldhúsdagsumræður á Alþingi endurspegluðu afar mismunandi sýn á stöðu mála  Efnahagsmál, ESB-umsókn og dagskrá þingsins í brennidepli Enn hefur ekkert samkomulag náðst um þing- frestun en forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, átti í gær óformleg samtöl við for- menn þingflokka um framhald þingstarfa. Samkvæmt starfsáætlun þingsins ætti síðasti þingfundur að fara fram á morgun en mörg mál eru hins veg- ar óafgreidd, bæði mál sem ágrein- ingur er um og mál sem samkomu- lag ríkir um. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðis- flokks, sagði í gær að erfitt væri að semja um þinglok á meðan stór mál væru enn í nefnd en sagðist eiga von á því að forseti þingsins boðaði til formlegs fundar með þingflokks- formönnum í dag. Sjávarútvegsfrumvarpið er meðal stórra mála sem eru óafgreidd, svo og rammaáætlun og Vaðlaheiðar- göng. Þá liggja nokkur frumvörp fyrir þinginu sem innihalda dagsetn- ingar sem miða við gildistöku 1. júní. Þinglokin eru ennþá í óvissu Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardóm- ari hefur ákveðið að stefna Þor- valdi Gylfasyni prófessor fyrir dómstóla vegna greinar sem Þor- valdur skrifaði í ritröð háskólans í München í Þýskalandi og birt var í mars sl. Jón Steinar upplýsir þetta í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann m.a. að Þorvaldur hafi verið með aðdróttun í sinn garð í greininni, um að hann hafi misfarið með vald sitt sem dómari við Hæsta- rétt með því að semja fyrst með leynd kæruskjal til réttarins og stjórna síðan afgreiðslu þess. Er vís- að þar til kæru vegna framkvæmdar kosninga til stjórnlagaþings árið 2010. »21 Stefnir Þor- valdi fyrir dóm Jón Steinar Gunnlaugsson Í dag gefst há- skólanemum aft- ur kostur á því að tryggja sér iPad-Moggann og nýja iPadinn á 2.990 kr. á mán- uði en þegar Morgunblaðið auglýsti tilboðið fyrst 10. maí síð- astliðinn, seldust spjaldtölvurnar upp á einum degi. „Við höfum nú náð samningum við Apple í Danmörku og Epli á Ís- landi um að fá aðra sendingu og er tilboðið óbreytt; háskólastúdentum gefst kostur á að gerast áskrif- endur að Morgunblaðinu á iPad og fá iPad-spjaldtölvu afhenta með, fyrir 2.990 kr. á mánuði,“ segir Ósk- ar Magnússon, útgefandi Morgun- blaðsins. Umfram væntingar Óskar segir að viðtökurnar við tilboðinu hafi verið langt umfram væntingar og að eftirspurn hafi ver- ið mun meiri en framboðið. Því hafi strax verið leitað eftir því að fá þá viðbót sem nú hafi borist en einnig standi til að gera fleirum kleift að nýta sér iPad-áskrift að Morgun- blaðinu. „Það er unnið að því að útfæra áskriftarleiðina fyrir núverandi og nýja áskrifendur og mun afrakstur þeirrar vinnu líta dagsins ljós á næstu vikum og mánuðum,“ segir Óskar. Tilboðið hljóðar upp á iPad- áskrift að Morgunblaðinu og nýja iPadinn fyrir 2.990 kr. á mánuði í 30 mánuði, sem gerir 89.700 kr. í allt. Það gildir aðeins fyrir háskólanema sem geta skráð sig fyrir tilboðinu á www.mbl.is/mogginn/ipad en tak- markað magn er í boði. Hafa samið um nýja sendingu af spjaldtölvum  Háskólanemar fá aftur iPad-Mogga-áskriftartilboð Morgunblaðið/Styrmir Kári Tilboð Löng biðröð síðast í Epli.Óskar Magnússon „Allir sem maður hitti voru í góðu skapi, það var góð tilbreyting,“ sagði Ögmundur Jónasson innan- ríkisráðherra um sólríka hvíta- sunnuhelgina í ræðu sinni við eld- húsdagsumræðurnar í gær. Ráðherrann fjallaði m.a. um ESB og sagði stækkunarstjóra sambandsins hafa staðfest það sem margir vissu, að hægt yrði að ljúka aðildarviðræðum á stuttum tíma. Þá gæti þjóðin gengið til þjóðaratkvæða- greiðslu en það ætti ekki að henda Íslendinga sem gerðist í Noregi. „Ég vil ekki að við hlaupum frá þessu verki, en við verðum að knýja á um nið- urstöðu,“ sagði hann m.a. Vill ekki hlaupa frá verkinu ÖGMUNDUR UM EVRÓPUSAMBANDIÐ Ögmundur Jónasson Virkjaðu þjónustu- kortið og þér opnast nýr heimur tilboða! Taktu þátt í happdrætti HEKLU með því að virkja þjónustukortið þitt á www.hekla.is fyrir 1. júní ÞÚ GÆTIR UNNIÐ: 2x ferð út í heim með Smurþjónustu fyrir bílinn Umfelgun Laugavegi 170–174 • 590 5000 • hekla@hekla.is • umboðsmenn um land allt Reynslan er góð!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.