Morgunblaðið - 30.05.2012, Síða 44

Morgunblaðið - 30.05.2012, Síða 44
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 151. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Átti hún barn fyrir 10 dögum? 2. Þrjú kíló fuku á tveimur vikum 3. Konan fannst látin 4. Missti 50 lítra af blóði »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Myndlistarkonan Karólína Lárus- dóttir á verk á sumarsýningu Royal Academy í Lundúnum sem opnuð var í fyrradag. Karólína sýnir þar æting- una Fjölskylduna. Er þetta í áttunda sinn sem hún tekur þátt í sumarsýn- ingu akademíunnar. Morgunblaðið/Dagur Karólína sýnir verk í Royal Academy  Rithöfundurinn Einar Kárason verður með hús- lestur á þýsku í Iðnó í dag kl. 17. Tveir höfundar til viðbótar munu bjóða upp á hús- lestur á þýsku, Yrsa Sigurðar- dóttir á morgun að Selbraut 80 og Kristín Marja Baldursdóttir í Iðnó 1. júní. Húslestrarnir eru hluti af dag- skrá Listahátíðar í Reykjavík. Húslestrar þriggja rithöfunda á þýsku  Sailcloth, stuttmynd Elfars Aðal- steinssonar, hlaut í fyrradag tvenn verðlaun á verðlaunahátíðinni Los Angeles Movie Awards, fyrir fram- úrskarandi stuttmynd og bestu kvikmynda- töku en henni stýrði Karl Óskarsson. Leikarinn John Hurt fer með aðal- hlutverkið í myndinni en hún hefur nú hlot- ið fern verð- laun. Hlaut tvenn verðlaun í Los Angeles Á fimmtudag, föstudag, laugardag, sunnudag (sjómannadag- inn) og mánudag Hæg breytileg átt eða hafgola og víða léttskýj- að, en sums staðar þokuloft við sjávarsíðuna. Hiti 11 til 20 stig, hlýjast inn til landsins en svalara í þokunni. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg austlæg eða breytileg átt og yfirleitt léttskýjað. Þokubakkar við sjóinn. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast inn til landsins en svalara í þokuloftinu. VEÐUR Þýsku meistararnir Turbine Potsdam leystu í gær Mar- gréti Láru Viðarsdóttur, landsliðskonu í knatt- spyrnu, undan samningi en hún fagnaði með þeim þýska meistaratitlinum í fyrradag. Bernd Schröder þjálfari Potsdam staðfesti þetta við netmiðilinn Frauenfussball en ljóst er að þrálát meiðsli Mar- grétar eru ástæðan fyrir þessu. »1 Margrét leyst undan samningi Lagerbäck segist ekki í neinum hefndarhug Íslandsmeistarar Stjörnunnar lögðu bikarmeistara Vals að velli á Hlíðarenda í gærkvöld, í fjórðu um- ferð Pepsi-deildar kvenna í fót- bolta. Þar með hefur Valur aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum sínum en Stjarnan vann þriðja leik- inn í röð. Breiðablik komst hins- vegar í toppsætið með stórsigri á Selfyssingum. »3 Stjarnan sigraði Vals- konur á Hlíðarenda ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is „Við finnum fyrir miklum meðbyr og eftirvæntingu,“ segir Rúnar Krist- jánsson sem opnar bráðlega keilu- höll í Egilshöllinni í Grafarvogi. Í tengslum við keiluhöllina verður á sama tíma opnað 50 manna kaffihús, 80 gesta sportbar og 170 manna veit- ingastaður. Rúnar segir ekki mögu- legt að segja til um nákvæman opn- unardag. „Það er þó víst að mjög stutt er í opnun, fáeinar vikur.“ Rúnar er eigandi Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð og mun sú í Grafarvogi bera sama nafn, „enn er unnið að nafngiftum á kaffihúsið og matsölu- staðinn, en yfirheitið verður einfald- lega Keiluhöllin Egilshöll,“ segir Rúnar. Að hans sögn verður hin nýja keiluhöll með svipuðu sniði og sú í Öskjuhlíð, „nema færð í nútímabún- ing,“ en í nýju keiluhöllinni verða 22 brautir eins og í Öskjuhlíðinni. Íþróttin eflist Hann segir fólk á öllum aldri sækja í keilu, enda sé íþróttin þess eðlis að hún henti ungum sem öldn- um. „Þetta er mjög gott fjölskyldu- og hópeflissport sem er ekki bundið við ákveðinn aldur.“ Að sögn Rúnars mun opnun nýrr- ar keiluhallar efla íþróttina umtals- vert. „Við ráðgerum að íþróttin sem slík muni eflast verulega með til- komu hallarinnar,“ segir Rúnar en Íslendingar eiga landslið í keilu sem náð hefur prýðilegum árangri á al- þjóðlegum mótum og Norðurlanda- mót ungmenna í keilu var haldið í keiluhöllinni í Öskjuhlíð í nóvember á síðasta ári. „Landsliðið hefur alltaf æft í Öskjuhlíðinni og æfingarnar munu að hluta til færast í Egilshöll- ina eftir að við opnum þar.“ Rúnar segist einnig vænta þess að fleiri byrji að stunda íþróttina í framhald- inu. „Það eru um 300 iðkendur á landinu og ég vænti þess að þeim muni fjölga um rúmlega helming á næstu tveimur árum.“ Rúnar segir að lengi hafi verið þörf fyrir veitingastað þar sem þjón- að er til borðs í Grafarvoginn, en hann býst við að viðskiptavinir komi mestmegnis úr nágrenni Egilshall- arinnar. „Í kringum Egilshöllina búa 45.000 manns. Gegnumstreymið í húsnæðinu er 3.000 manns á dag, fólk sem sækir sér afþreyingu á borð við bíó, íþróttir, skauta og ýmsa aðra starfsemi, og við vonumst til að eitt- hvað af þessu fólki geri sér ferð í keilu í leiðinni.“ Ljóst er að ýmissa grasa kennir í Egilshöllinni. „Þetta er orðin allsherjar afþreyingar- miðstöð og mikil lyftistöng fyrir hverfið sem slík.“ Keiluhöll rís í Grafarvogi  Vonar að keilu- iðkendum fjölgi um helming Morgunblaðið/Ómar Bætt aðstaða 22 brautir verða í nýju keiluhöllinni, en að sögn Rúnars Kristjánssonar eiganda standa vonir til þess að tilkoma hallarinnar muni efla íþróttina til muna hér á landi og fjöldi iðkenda tvöfaldast. Veglegt Kaffihús, sportbar og veitingastaður verða einnig í Egilshöll. Lars Lagerbäck, hinn sænski lands- liðsþjálfari Íslendinga í knattspyrnu, segist ekki vera í neinum hefndarhug gagnvart löndum sínum fyrir lands- leik þjóðanna í kvöld. „En ég myndi elska að vinna Svíþjóð,“ segir þjálf- arinn sem er að mestu leyti ánægður með frammistöðuna gegn Frökkum síðasta sunnudag. »4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.