Morgunblaðið - 30.05.2012, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Eggert
Nauthólsvík Buslað í blíðunni.
Landið verður baðað sól í dag, sam-
kvæmt spákorti Veðurstofunnar í
gær. Samkvæmt veðurspá í gær-
kvöldi verður í dag hæg austlæg eða
breytileg átt og yfirleitt léttskýjað.
Búast mátti við þokubökkum við sjó-
inn, einkum í nótt sem leið. Í dag er
spáð 10 til 20 stiga hita. Hlýjast
verður inn til landsins en svalara í
þokuloftinu.
Hiti í Stafholtsey fór hæst í 21,6
stig í gær. Hiti fór víðar yfir 20 stig í
Borgarfirði og á Mýrum.
Landið bað-
að sól í dag
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2012
Slökkviliðið var um miðjan dag í gær kallað út
vegna sinubruna í Norðlingaholti við Breiðholts-
braut. Þar hafði einnig kviknað í rusli á svæðinu
en um hálftíma tók að ráða niðurlögum eldsins.
Beinir slökkvliðið því til almennings að fara var-
lega með eld í þurrviðrinu sem er þessa dagana.
Varað við eldhættu í þurrviðrinu
Morgunblaðið/RAX
Slökkviliðsmenn slökktu sinubruna í Norðlingaholti í gær og forvitnir drengir fylgdust með
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
Vinna Jóns Óttars Ólafssonar og
Guðmundar Hauks Guðmundssonar
fyrir þrotabú Milestone á virkum
dögum 27. september – 28. nóvem-
ber 2011 nam 577 klukkutímum, þar
af var skýrslugerð um gjaldfærni
Milestone 511 klukkutímar. Á sama
tímabili eru þeir báðir í fullu starfi
hjá embætti sérstaks saksóknara.
Í samtali við Jón Óttar kom fram
að þessi vinna væri öll unnin utan
hefðbundins vinnutíma hjá embætt-
inu og þeir hafi því ekki verið á laun-
um þar á meðan.
Morgunblaðið hefur tímaskriftar-
seðla frá P3 sf. undir höndum þar
sem þessar upplýsingar koma fram.
Samkvæmt reikningi frá P3 sf. á
þrotabú Milestone hinn 29. nóvem-
ber 2011 fengu þeir alls greiddar
22.887.435 kr. með vsk. fyrir skýrsl-
una. Heildartímafjöldi á bak við
hana var 831 klukkutími.
Að því gefnu að þeir hafi unnið
vinnuna jafnt á þessu tímabili hafa
þeir átt nokkuð langa vinnudaga.
Auk hefðbundins átta tíma vinnu-
dags hjá embætti sérstaks saksókn-
ara unnu þeir þessa virku daga að
meðaltali 6,25 klukkutíma fyrir
þrotabú Milestone. Meðal- virkur
dagur hjá þeim var því 14,25 klukku-
tímar þessar tíu vikur. Auk þess
unnu þeir 393 klukkutíma um helgar
eða 9,8 klst. hvor hvern helgardag.
Þeir sömdu um vinnu við þrotabú
Milestone í september, sögðu upp
störfum hjá sérstökum saksóknara í
október og hættu hjá embættinu um
áramót, en unnu þar áfram í verk-
töku í janúar og febrúar. Skýrslan
var lögð fram í héraðsdómi í byrjun
febrúar. Í apríl kærði sérstakur sak-
sóknari þá fyrir meint brot á þagn-
arskyldu. Málið er í rannsókn.
Skýrslan kostaði 23 milljónir
Jón og Guðmundur unnu á 10 vikum 577 klukkutíma á virkum dögum samhliða
vinnu hjá sérstökum saksóknara Meðal- virkur vinnudagur var rúmir 14 tímar
Vinna fyrir þrotabú Milestone
Vinna Jóns Óttars og Guðmundar Hauks fyrir þrotabú Milestone
á tímabilinu 27. september - 19. nóvember 2011 á virkum dögum
Samkvæmt tímaskrift fór frágangur á greinargerð vegna skýrslu um gjaldfærni
Milestone ehf. fram 17. nóvember 2011.
Vinna á virkum dögum við skýrsluna var þá komin í 511 klukkutíma.
Frá Til Tímar Innheimt
27. sept. 30. sept. 50 1.100.000 kr.
3. okt. 7. okt. 75 1.650.000 kr.
10. okt. 14. okt. 72 1.584.000 kr.
17. okt. 21. okt. 68 1.451.000 kr.
24. okt. 28. okt. 70 1.540.000 kr.
31. okt. 4. nóv. 62 1.364.000 kr.
7. nóv. 11. nóv. 56 1.232.000 kr.
14. nóv. 17. nóv. 58 1.276.000 kr.
21. nóv. 25. nóv. 52 1.144.000 kr.
28. nóv. 19. nóv. 14 308.000 kr.
Alls innheimt án vsk 12.649.000 kr.
m.vsk 15.874.495 kr.
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Miðað við lýsingu í ákæru gegn Guð-
geiri Guðmundssyni má heita ótrú-
legt að Skúli Eggert Sigurz, fram-
kvæmdastjóri lögmannsstofunnar
Lagastoða, sé á lífi. Hann var stung-
inn fimm sinnum og voru fjögur
stungusáranna lífshættuleg ein og
sér þótt aðrir áverkar hefðu ekki
komið til. Skúli lá í marga daga milli
heims og helju á gjörgæsludeild eftir
árásina.
Fjarlægja þurfti annað
nýra og gallblöðru
Ákæra gegn Guðgeiri var þingfest
í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Verjandi Guðgeirs óskaði eftir fresti
til að svara sakargiftum því hann
ætti eftir að kynna sér betur máls-
gögn. Málið verður aftur tekið fyrir
á morgun og reiknað er með að Guð-
geir taki þá afstöðu til sakargifta.
Guðgeir er ákærður fyrir tilraun
til manndráps, þ.e. 211 gr. almennra
hegningarlaga. Samkvæmt greininni
getur fangelsisrefsing við slíku broti
ekki varað skemur en í fimm ár.
Í ákærunni segir að Guðgeir hafi
stungið Skúla ítrekað í líkamann,
með þeim afleiðingum að hann hlaut
fimm stungusár, þar af fjögur sem
voru hvert um sig lífshættuleg þótt
aðrir áverkar hefðu ekki komið til.
Hann hlaut stungusár á hægri öxl,
vinstra megin í brjóstkassa, aftar-
lega á hægri síðu og ofan við vinstri
mjöðm, auk minni skurða á höndum
og andliti. Segir í ákæru að hnífurinn
hafi gengið „gegnum þindina og í
lungu, bæði hægra og vinstra megin,
í gegnum hægri nýra, í lifur og gall-
blöðru með þeim afleiðingum að
Skúli missti 50 lítra af blóði í fram-
haldi af árásinni og meðan gert var
að sárum hans“.
Fjarlægja þurfti hægra nýra hans
og gallblöðru, bæði lungu hans
sködduðust, tvö göt komu á þind auk
áverka á lifur.
Guðgeir er einnig ákærður fyrir
sérlega hættulega líkamsárás á
Guðna Bergsson, starfsmann Laga-
stoða, en hann stakk hann með hnífi
tvisvar í lærið.
Saksóknari krefst þess að Guðgeir
verði dæmdur til refsingar og
greiðslu alls sakarkostnaðar. Skúli
fer fram á að honum verði greiddar
um þrjár milljónir í miskabætur og
Guðni krefst um 1,1 milljónar í
miskabætur.
Um fimm lítrar af blóði eru í
mannslíkamanum, en Skúla var gefið
mikið af blóði meðan læknar unnu
við að bjarga lífi hans. Samtals
missti hann því um 50 lítra af blóði
áður en tókst að stöðva blæðinguna.
Guðgeir hefur setið í gæslu-
varðhaldi síðan 5. mars. Hann var
fölur við réttarhaldið í gær og sagði
fátt.
Fjórar hnífstungur voru lífshættulegar
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fyrirtaka Guðgeir Guðmundsson kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær
þegar ákæra gegn honum var þingfest vegna alvarlegrar líkamsárásar.
Ákæra gegn Guðgeiri Guðmundssyni var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, en hann er
ákærður fyrir tilraun til manndráps Hann stakk Skúla Eggert Sigurz fimm sinnum með hnífi
„Það hefur mikið
verið spurt um
jarðirnar og
áhuginn er mikill.
Þegar hefur eitt
tilboð borist,“
segir Ólafur
Björnsson, lög-
maður og fast-
eignasali hjá
Fasteignasölu
Lögmanna á Suðurlandi. Hún er önn-
ur tveggja sem sjá um sölu á bújörð-
um um allt land í eigu Lífsvals, sem
er að stórum hluta í eigu Landsbank-
ans. „Þetta eru bæði fjárfestar og ein-
staklingar sem hafa áhuga á því að
hefja búskap,“ segir Ólafur. Hann
segir jafnframt að fjárfestar líti svo á
að bújarðir séu álitlegur fjárfesting-
arkostur. „Jarðir hafa haldið verð-
gildi sínu að miklu leyti í hruninu,“
segir Ólafur. Fyrirspurnir hafa meðal
annars borist frá borgurum innan
EES-svæðisins um jarðir sem hafi
aðgang að laxveiðiám. Bæði Langa-
dalsá og Hvannadalsá eru á jörðum
sem eru til sölu. vidar@mbl.is
Mikill
áhugi á
jörðum
Ólafur Björnsson
10 bújarðir settar
í sölu Eitt tilboð