Morgunblaðið - 30.05.2012, Síða 35

Morgunblaðið - 30.05.2012, Síða 35
ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2012 2000 og hefur verið eigandi þess fyrirtækis frá 2007. Suðurflug ann- aðist upphaflega kennsluflug og út- sýnisflug en hefur í seinni tíð einbeitt sér að þjónustu við ferjuflug, sjúkra- flug og vélar vegna viðskiptaferða. Davíð viðurkennir engin sérstök áhugamál önnur en þau sem tengjast starfi hans, flugvélum, flugsögu og flugsamgöngum. Hann hefur verið dómari í flugkeppnum, vann t.d. við undirbúning flugdagsins á Reykja- víkurflugvelli á annan í hvítasunnu, er einn stofnenda Vélflugsfélags Ak- ureyrar sem stofnað var árið 1975 og virkur í félagsstarfi þess og hefur komið töluvert að Flugsafni Íslands á Akureyri. Auk þess hefur Davíð verið virkur í frímúrarareglunni frá 1986. Fjölskyldan skipar þó stóran sess í lífi Davíðs og hann leggur mikið upp úr því að hitta börn sín, tengdabörn og barnabörn reglulega þótt þau séu nú sjaldnast innan seilingar. „En ég hef einnig verið mjög hepp- inn með samstarfsfólk mitt í gegnum tíðina. Gott samstarfsfólk er mik- ilvægt og alls ekki sjálfgefið.“ Fjölskylda Sambýliskona Davíðs er Þórdís Ósk Sigtryggsdóttir, f. 19.10. 1954, bókari hjá Suðurflugi ehf. Hún er dóttir Sigtryggs Þórhallssonar, f. 2.3. 1917, d. 13.1. 2008, bókara, og Bryn- dísar Bjarnadóttur, f. 1.10. 1923, hús- freyju. Börn Davíðs frá fyrra hjónabandi eru Berglind Hólm, f. 9.9. 1969, d. 1.9. 1973; Bergdís Hólm, f. 21.9. 1971, iðjuþjálfi í Danmörku en maður hennar er Styrmir Haraldsson vél- stjóri og eru börn þeirra Erna Sjöfn og Davíð; Einar Hólm, f. 21.7. 1974, kerfisfræðingur á Akureyri en kona hans er Auður Kristinsdóttir við- skiptafræðingur og eru börn þeirra Ólafía Klara og Atli Hrannar; Nanna Hólm, f. 29.3. 1981, myndlistarnemi á Akureyri. Stjúpbörn Davíðs eru Sigtryggur Ari Jóhannsson, f. 15.6. 1974, ljós- myndari í Reykjavík en kona hans er Linda Vilhjálmsdóttir og er dóttir þeirra Þórdís Anna; Erla Jóhanns- dóttir, f. 23.5. 1983, háskólanemi í Reykjavík. Bræður Davíðs: Sigurður Óskar Jóhannsson, f. 4.7. 1935, d. 23.2. 1959; Kristinn G. Jóhannsson, f. 21.12. 1936, fyrrv. skólastjóri og listmálari, búsettur á Akureyri; Arngrímur B. Jóhannsson, f. 7.4. 1940, flugmaður og fyrrv. framkvæmdastjóri Atlanta í Mosfellsbæ; Ingi Þór Jóhannsson, f. 26.9. 1944, fyrrv. framkvæmdastjóri á Akureyri. Foreldrar Davíðs voru Jóhann Sig- urðsson, f. 2.10. 1910, d. 19.5. 2001, húsasmiður á Akureyri, og k.h., Brynhildur Kristinsdóttir, f. 17.6. 1915, d. 16.11. 2003, húsfreyja á Ak- ureyri. Davíð verður með opið hús á Ljós- utröð 2, Hafnarfirði, Frímúrarahús- inu, bak við N1, frá kl 17.00 til 20.00, hinn 9. júní nk. Í boði verða léttar veitingar en það er engin formleg dagskrá þannig að fólk getur komið hvenær sem er og getur gert hvað sem er. Gjafir eru afþakkaðar en fyrir þá sem vilja er bent á gjafasjóð til minn- ingar um dóttur Davíðs, Berglindi Hólm. Gjafasjóður FSA kt. 451089- 2699 reikn.: 0566-26-123456, merkt Davíð Jóhannsson, móttaka einnig á staðnum. Úr frændgarði Davíðs Jóhannssonar Sigurpáll Kristjánsson sjóm. í Flatey Dóróthea Jónsdóttir húsfr í Flatey Bjarni Davíðsson b. á Snæbjarnarstöðum Kristín Jónsdóttir húfr. á Snæbjarnastöðum Þuríður Hallgrímsd. húsfr. á Gönguskörðum Páll Halldórsson b. í Efrakoti Steinunn Davíðsdóttir frá Dæli Davíð Jóhannsson Jóhann Sigurðsson húsasm. á Akureyri Brynhildur Kristinsdóttir húsfr. á Akureyri Guðrún Bjarnadóttir á Húsavík Kristinn Sigurpálsson fiskverkandi á Húsavík Ósk Pálsdóttir á Gönguskörðum Sigurður Jónsson b. á Gönguskörðum Jón Sigurðsson b. á Gönguskörðum Steinunn Sigurðardóttir Jón Sigurðsson Sigurður Jónsson slökkviðliðsstj. á Dalvík Óskar Valdimarsson húsasmíðam. í Rvík Steinunn Valdís alþm. Tilbúin í valsinn Davíð og Þórdís Ósk á síðkjólaballi Flugsafnisins á Akureyri. 85 ára Vilhjálmur Grímur Skúlason 80 ára Ólöf Friðriksdóttir Vilhelm Þór Júlíusson 75 ára Halldóra Guðmundsdóttir Kolfinna Bjarnadóttir Kristmann Magnússon Magnús Gíslason 70 ára Árni Guðmannsson Gunnar Jónsson Ingibjörg Björgvinsdóttir Katrín Árnadóttir Kristjana V. Björgvinsdóttir Loftur Þorsteinsson Ragnheiður Þorgeirsdóttir Sigrún Halldórsdóttir 60 ára Davíð Jóhannsson Einar Óskarsson Guðbjörg E. Kristófers- dóttir Guðrún Jakobína Ólafs- dóttir Gunnlaugur Magnússon Hallveig Halla Hilm- arsdóttir Helga Pálína Harðardóttir Jan Kondracki Kristján Gunnlaugsson Margrét Reynisdóttir Ólafía Ingólfsdóttir Valdís Guðmundsdóttir Vilhjálmur Kjartansson Þór Valdimarsson 50 ára Arinbjörn Snorrason Einar Þór Jónsson Elína Hrund Kristjánsdóttir Elín Hrönn Pálsdóttir Filippía Ásrún Eðv- ardsdóttir Fjölnir Lúðvígsson Jón Magnús Kristjánsson Kristinn Þór Kristinsson Lárus Ingi Friðfinnsson Magnús Árnason Margrét Björg Hilmisdóttir Óskar Már Tómasson Ragnheiður Sigurgeirs- dóttir Zbigniew Brzozowski 40 ára Anna H. Gunnarsdóttir Anna Maria Arnarson Eygló Peta Gilbertsdóttir Eyjólfur Andrés Björnsson Gian Franco Pitzalis Guðjón Ingi Viðarsson Guðlaug Björgvinsdóttir Hilmar Kristinn Frið- þjófsson Linda Björk Ragnarsdóttir Magnús Daði Magnússon Ólafur Þór Ólafsson Ólafur Örn Svansson Sigurður Heiðar Ásgeirs- son Svava G. Sigurðardóttir Vilberg Sverrisson Þórður Orri Pétursson 30 ára Árni Guðmundsson Hafsteinn A. Björnsson Krzysztof Syty María Ósk Bender Sigmundur V. Sæmunds- son Teitur Þór Ingvarsson Valgerður G. Halldórsdóttir 40 ára Ævar er borinn og barnfæddur Akureyringur. Hann er verslunarstjóri hjá Flugger. Kona Anna Soffía Braga- dóttir, f. 1978, hjúkrunarfræðingur. Börn Hildur Marín, f. 1995, Egill Már, f. 1996, Trausti Gabríel, f. 2002 og Ævar Breki Ottesen, f. 2007. Foreldrar Jón Trausti Björnsson, f. 1947, húsa- smíðameistari og Álfhild- ur Vilhjálmsdóttir, f. 1950, skrifstofumaður. Ævar Jónsson 30 ára Óðinn ólst upp í Vík í Mýrdal og er búsett- ur þar. Hann vinnur sem verktaki. Kona Phatharawadee Sa- ithong, f. 1985, vinnur á dvalarheimilinu Hjallatúni. Börn Tara Karitas Sait- hong, f. 2004, Kristófer Ek Saithong, f. 2007 og Róbert Gísli Saithong, f. 2011. Foreldar Gísli Daníel Reynisson, f. 1957, verk- taki og Guðrún Ólafs- dóttir, f. 1959, verkstjóri í Víkurprjóni. Óðinn Gíslason Pétur Eggerz, sendiherra og rit-höfundur, fæddist 30. maí1913, í Vík í Mýrdal. Hann var sonur Sólveigar Kristjánsdóttur og Sigurðar Eggerz ráðherra. Faðir hans og afi voru í hópi fyrstu ráðherra Íslands. Pétur kvæntist Ingibjörgu Eggerz listmálara og eignuðust þau Sólveigu Eggerz og Pál Ólaf Eggerz. Pétur nam lögfræði og hóf starfs- ferilinn sinn sem ríkisstjóraritari Sveins Björnssonar. Hann starfaði lengst af sem sendiherra Íslands víða um heim. Hann var skipaður sendi- ráðsritari í London 1945, og var einn af fyrstu sendimönnum Íslands. Hann var sendiherra á árunum 1945 til 1968, í Lundúnum, Washington D.C., Bonn og sem sendiherra Íslands við Evrópuráðið í Strassburg. Frá 1968 til 1978 var hann prótókollmeistari í utanríkisráðuneytinu og fór svo út aftur sem sendiherra Íslands til Bonn frá 1978 til 1983. Eftir Pétur liggja sjö bækur: Minn- ingar ríkisstjóraritara, 1971, Létta leiðin ljúfa, 1972, Hvað varst að gera öll þessi ár?, 1975, Sendiherrann frá Sagnalandi og samferðamenn hans, 1984, Ævisaga Davíðs, 1986, Myndir úr lífi Péturs Eggerz, fyrr- verandi sendiherra, 1990, Ást, morð og dulrænir hæfileikar, 1991. Fimm bókanna byggja á upp- lifun hans á sendiherradvölinni. Nefnist ein bókanna, Létta leiðin ljúfa, 1972, sem vísar í þá mýtu að slíkt líf sé dans á rósum, titillinn lýsir kímnigáfu hans vel. Á þessum tíma þekktist ekki að menn í slíkri stöðu skrifuðu um starf sitt á þennan máta. Myndir úr lífi Péturs Eggerz, fyrr- verandi sendiherra, 1990, er end- urminningabók sem ber undirtitilinn gaman og alvara. Sagan er krónólóg- ísk í byggingu; hefst þegar Pétur er lítill drengur í Tjarnargötunni í Reykjavík og fram til starfa í utanrík- isráðuneytinu. Dregnar eru upp svip- myndir af samferðamönnum hans m.a. Ólafi Thors, Vilhjálmi Þór, Jó- hanni Sæmundssyni lækni, Jónasi Thoroddsen og fleiri. Í verkum Péturs má sjá hvernig sérþekking hans á hinum ýmsu borg- um, m.a. Bonn, tvinnast inn í sögusvið verka hans. Pétur Eggerz lést 12. maí 1994. Merkir Íslendingar Pétur Eggerz 30 ára Kristín Bára ólst upp á Seltjarnarnesi og er búsett þar. Hún starfar sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum. Maður Bogi Hall- grímsson, f. 1980, nemi í tómstunda- og félags- málafræði við HÍ. Börn Pétur Arnar Pét- ursson, f. 2003 og Bóas Myrkvi Bogason, f. 2008. Foreldrar Bryndís Bára Garðarsdóttir, f. 1961, og Jóhannes Geir Benja- mínsson, f. 1962, húsa- smiður. Kristín Bára Bryndísardóttir Til hamingju með daginn KEVIN.MURPHY HÁRSNYRTIVÖRUR www.kevinmurphy.com.au fást á hársnyrtistofum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.