Morgunblaðið - 30.05.2012, Side 41

Morgunblaðið - 30.05.2012, Side 41
AF LEIKHÚSI Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Það var lítill ljótur andarungisem breyttist í fallega álft ásviði sem vakti fyrst áhuga minn á verkum Bernds Ogrodniks. Með brúðum náði þessi einstaki listamaður að framkalla bæði hlát- ur, trega og hlýjar tilfinningar á barnasýningunni Klaufar og kóngsdætur. Stuttu seinna lærði ég að hægt var að varpa ljósi á ljót- leikann með brúðuleikhúsi en inn- koma Bernds í Koddamanninum er ein sú eftirminnilegasta í íslensku leikhúsi. Sýningin Metamorphosis eða Umbreyting sem sýnd var í Kúlunni 2006 var fyrsta brúðusýn- ingin sem ég sá sem eingöngu var ætluð fullorðnum. Þessi sýning var vægast sagt stórkostleg og er enn á lista yfir topp tíu leiksýningar sem ég hef séð í gegnum tíðina.    Nú hefur Bernd Ogrodnikráðist í nýja brúðusýningu í Kúlunni ætlaða fullorðnum. Egill Ólafsson ljær rödd sína og Þórhall- ur Sigurðsson leikstýrir. Verandi aðdáandi þessa einstaka lista- manns sem bæði með verkum sín- um og persónuleika heillar hvern þann er á vegi hans verður þá verður að viðurkennast að vænt- ingarnar voru gífurlegar, sumir gætu jafnvel sagt að þær væru óraunhæfar. Í menntaskóla var ég beðin um að lesa bæði Gamla manninn og hafið eftir Ernest Hemingway og Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson og fékk ég það verkefni að bera þær saman og draga fram líkindin. Það var auðvelt hlutverk. Það er líka auðvelt að bera starfsvettvang og sögu Bernds við sögu þessara tveggja gömlu manna. Menn sem berjast fyrir lífsviðurværi sínu og hafa óbilandi trú á því.    Sýningin byrjar á því að sjáv-arniður ómar um salinn, sjáv- arniður sem helst út alla sýn- inguna. Það passar að sjálfsögðu vel við sýninguna en minnti á Áferðarfalleg en of hæg Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson Listamaðurinn Þeir eiga óneitanlega sameiginlega baráttuna fyrir lífs- viðurværi sínu, Gamli maðurinn og Bernd Ogdrodnik. stundum á slökunartónlist á nudd- stofu. Sagan er hæg en boðskap- urinn er fallegur. Það fer vel á að láta gamla manninn stækka þegar líður á sýninguna og færa hann og sögu hans þannig nær áhorfendum. Og víst er ánægjulegt að fá að fylgjast með lífinu neðansjávar.    Þó að það sé kærkomið aðfara á leiksýningu eða kvik- myndir þar sem senurnar fá að lifa þá var of mikið af því gert hér. Það hefði mátt þétta sýninguna tölu- vert og hafa hana allt að fimmtán mínútum styttri þó að stutt sé. Maður velti því óneitanlega fyrir sér hvort sýningin væri fullbúin, örlítið fleiri uppbrot með fuglunum eða fiskunum hefði í það minnsta verið þakklátt. Ég vil alls ekki þurfa að berjast við að halda mér vakandi á sýningu hjá meistara Bernd Ogdrodnik. Ég verð því að neyðast til að viðurkenna að ég varð fyrir vonbrigðum með þessa áferðarfallegu sýningu. » Þó að það sé kær-komið að fara á leiksýningu eða kvik- myndir þar sem sen- urnar fá að lifa þá var of mikið af því gert hér. MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2012 Sigyn Jónsdóttir sigyn@mbl.is Tónlistarhátíðin MATA var haldin í New York í apríl síðastliðnum. Há- tíðin hefur verið haldin frá árinu 1996 þegar hún var sett á laggirnar af þeim Philip Glass, Elonor Sand- resky og Lisa Bielawa til að skapa vettvang fyrir tónskáld undir fer- tugu. Í ár var verkið „Matins“ eftir tónskáldið Huga Guðmundsson flutt á hátíðinni en verkið var flutt af hin- um virta JACK strengjakvartett sem er einn af fremstu kvartettum Bandaríkjanna í dag. Með stjörnur í augunum „Það var allt öðruvísi að koma á þessa hátíð en þær sem ég hef sótt á Norðurlöndunum,“ segir Hugi sem er búsettur í Danmörku og hefur átt verk á hinum ýmsu tónlistarhátíðum á Norðurlöndunum frá því að hann útskrifaðist sem tónskáld árið 2007. „Bandaríkjamenn eru svo opnir og það var einhvern veginn sjálfsagt að allir töluðu við alla, ólíkt því sem tíðkast á Norðurlöndunum,“ segir hann um reynslu sína af fyrri tónlist- arhátíðum. „Svo þótti mér alveg sér- staklega gaman að hitta stofnendur hátíðarinnar, þeirra á meðal er ein- mitt goðsögnin Philip Glass. Það var alveg ótrúlegt að sitja svona nálægt þessu merka tónlistarfólki,“ segir Hugi sem hefur skiljanlega verið með stjörnur í augunum er hann hitti hinn virta Philip Glass enda þar á ferðinni eitt af áhrifamestu tón- skáldum 20. aldarinnar. „Nú hefur verið ákveðið að JACK kvartettinn mun flytja kvartettinn á tónleikum sínum víða um heim en þau eru bók- uð langt fram í tímann svo það yrði kannski einhvern tímann á næsta ári. Svo nefndu þau einnig mögu- leikann á að fá að panta sérstaklega kvartett frá mér,“ segir Hugi spenntur fyrir þeim tækifærum sem fylgja í kjölfar MATA-hátíðarinnar. Tónskáld í fullu starfi Hugi hefur unnið sem sjálfstætt starfandi tónskáld í fimm ár bæði í Danmörku ásamt því að taka að sér stöku íslensk verkefni. „Undanfarið hef ég verið að starfa með Hamra- hlíðarkórnum og erum við hálfnuð með plötu sem kemur vonandi út fyrir jólin. Svo lauk ég nýlega við að gera tónlist við tölvuleik fyrir CCP svo það er nóg um að vera,“ segir Hugi og bendir á að það sé alls ekki algengt að hafa svo mikið fyrir stafni í tónsmíðunum. „Það göptu allir þegar ég sagðist starfa ein- göngu sem tónskáld á MATA- hátíðinni, flestir þurfa að kenna eða starfa við eitthvað annað samhliða. Ég gleymi því oft hvað ég er í raun lánsamur að hafa fengið öll þessi tækifæri.“ Virtur kvartett leikur verk Huga  Matins flutt á hátíðinni MATA Tónskáldið Hugi Guðmundsson. Kolabrautin er á 4ðu hæð Hörpu – Borðapantanir 519 9700 info@kolabrautin.is – www.kolabrautin.is HAPPY HOUR Allir kokkteilar og valið léttvín 17.00-19.00 EGILSHÖLL 16 16 VIP 1212 12 12 12 L 10 10 10 12 12 ÁLFABAKKA TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á 12 L 10 AKUREYRI 16 16 16 YFIR 50 ÞÚS. BÍÓGESTIR !SPRENGHLÆGILEGMYND. Total film Variety SNOWWHITEANDHUNT.. KL. 5:20 - 8 - 10:40 2D SNOWWHITEANDHU.. VIPKL. 5:20 - 8 - 10:402D THERAVEN KL. 5:40 - 8 - 10:20 2D THEDICTATOR KL. 6 - 8 2D THE LUCKYONE KL. 8 - 10:10 2D SAFE KL. 10:50 2D DARKSHADOWS KL. 5:40 - 10 2D THEAVENGERS KL. 8 3D UNDRALAND IBBAM/ÍSL.TALIKL. 6 2D SNOWWHITEANDHUNT.. KL. 5:20 - 8 - 10:40 2D THERAVEN KL. 10:30 2D MEN INBLACK3 KL. 5:30 - 8 - 10:30 2D THEDICTATOR KL. 6 - 10:40 2D DARKSHADOWS KL. 8 2D THEAVENGERS KL. 5:20 - 8 3D 16 16 KRINGLUNNI 12 12 10 THERAVEN KL. 8 - 10:20 2D THE LUCKYONE KL. 5:50 - 8 2D SAFE KL. 10:10 2D DARKSHADOWS KL. 5:40 2D THEAVENGERS KL. 6 - 9 3D MÖGNUÐ SPENNUMYND FRÁ LEIKSTJÓRA V FOR VENDETTA KEFLAVÍK 16 12SNOWWHITEANDTHEHU.. KL. 8 - 10:40 2D SAFE KL. 8 - 10 2D RAVEN KL. 10:10 2D THEAVENGERS KL. 5:10 3D THE LUCKYONE KL. 8 2D UNDRALAND IBBA ÍSLTAL KL. 6 2D SAFE KL. 8 - 10:10 2D JOHN CUSACK ER EDGAR ALLAN POE EMPIRE EMPIRE JOHNNY DEPP FRÁ MEISTARA TIM BURTON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.