Morgunblaðið - 30.05.2012, Side 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2012
✝ GuðmundurKarl Erlings-
son fæddist 17.
október 1954. Hann
andaðist á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 20. maí 2012.
Foreldrar hans
voru Hulda Karls-
dóttir, f. 28. mars
1922 og Jón Erling-
ur Guðmundsson f.
18. mars 1916, d. 3.
júní 1976. Systkini hans eru
Karen Erla Erlingsdóttir, f. 16.
október 1955 og Ástvaldur Ant-
on Erlingsson, f. 23. desember
1957.
Hinn 14. ágúst 1982 kvæntist
Guðmundur Margréti Alberts-
dóttur, f. 8. nóvember 1959. Þau
skildu árið 2003. Þau eignuðust
þrjá syni, Jón Erling Guðmunds-
son, f. 12. júní
1989. Albert Guð-
mundsson, f. 21.
febrúar 1991 og
Friðrik Guð-
mundsson, f. 20.
september 1993.
Guðmundur
lauk stúdentsprófi
frá Mennta-
skólanum á Ak-
ureyri 1974. Hóf
nám í flugumferð-
arstjórn 1976 og starfaði sem
flugumferðarstjóri til ársins
1986, er hann var ráðinn til
Flugleiða þar sem hann starfaði
sem flugmaður og síðan flug-
stjóri til ársins 2002.
Úför Guðmundar fer fram frá
Seltjarnarneskirkju í dag, 30.
maí 2012 og hefst athöfnin kl.
15.
Í minningu bróður.
Guðmundur Karl var eldri
bróðir minn, tæpu ári eldri en
ég . Við vorum reyndar þrjú
systkinin því við áttum líka
yngri bróður. Við Gummi vorum
saman í bekk í barnaskólanum á
Fáskrúðsfirði. Það ríkti auðvit-
að samkeppni á milli okkar.
Stundum var hann hærri en ég
á prófum en stundum ég. Hann
var samt miklu klárari, gat allt
og vissi allt betur en ég. Ég lét
yfirleitt allt flakka en hann
skrifaði aldrei neitt á prófum
nema að hann væri hundrað
prósent viss um að það væri
rétt. Þannig var Gummi, með
allt á hreinu, skarpgreindur og
nákvæmur í því sem hann gerði.
Við fórum í Eiðaskóla en síð-
an skildi leiðir því við völdum að
fara hvort í sinn menntaskólann
hvorn í sínum landshlutanum.
Við hittumst þó af og til í gegn-
um árin og áttum góðar sam-
verustundir. Þeim fór hins veg-
ar fækkandi og þær urðu
erfiðari og sársaukafyllri eftir
að Gummi lenti í klóm áfeng-
isbölsins.
Fyrir þremur vikum dreymdi
mömmu svo draum. Hana
dreymdi að Guðmundur bróðir
væri að tína blóm í líkkistu sína.
Við systkinin höfum oft gert
góðlátlegt grín að draumum
mömmu, en nú var okkur ekki
skemmt. Draumurinn kom ekki
á óvart. Hann Gummi var búinn
að tína blóm í líkkistu sína svo
allt of lengi. Þegar hann byrjaði
að drekka brennivín gerði hann
það eins og hann gerði allt ann-
að, af fullum krafti – og það sem
meira er, hann leit aldrei um
öxl.
Nú er hann látinn, eftir erf-
iða lífsbaráttu, langt um aldur
fram. Lokabaráttan var stutt en
hann naut umönnunar góðs
fólks, í faðmi drengjanna sinna
og sinna nánustu. Fyrir það er
ég þakklát.
Gummi, ég sakna þín. Ég
sakna ekki þess lífs sem þú lifð-
ir, ég sakna þess sem hefði get-
að orðið. Hvíldu í friði.
Drengjunum hans og móður
okkar sendi ég samúðarkveðjur.
Karen systir.
Ég minnist hér bróður míns
Guðmundar Karls í nokkrum
orðum. Við ólumst upp í for-
eldrahúsum ásamt systur okkar
við gott atlæti á Fáskrúðsfirði.
Ég var yngstur. Guðmundur
Karl var strax ungur ljúfur og
góður í allri umgengni. Hann
vildi allt fyrir alla gera. Hann
var einhvern veginn góði gæinn
í systkinahópnum. Við vorum
öll rauðhærð og eilítið freknótt
og það var mikil orka í hópnum.
Mamma vildi að við stunduðum
andlega og líkamlega menn-
ingu, sætum við píanóið og æfð-
um okkur. Það gekk illa, það
var einhvern veginn svo að við
höfðum áhuga á allt öðru, hlut-
um sem útheimtu meiri orku.
Auðvitað hafði Guðmundur Karl
mestu hæfileikana þar, eins og
á öllum öðrum sviðum. Honum
gekk mjög vel að læra, hann var
handlaginn, mjög áræðinn og
duglegur.
Bróðir minn var minn besti
vinur. Við höfðum báðir mikinn
áhuga á veiðum, margar okkar
bestu stundir sem ungir menn
voru við veiðar. Við fórum oft á
hreindýraveiðar í Loðmundar-
firði með vinum. Á veiðum, eins
og alls staðar annars staðar,
naut Guðmundur Karl sín.
Hann var framúrskarandi veiði-
maður, nákvæmur og bar alltaf
virðingu fyrir því sem við vor-
um að gera. Við þráðum úti-
veruna og í Loðmundarfirði
notuðumst við oftast við tvo
jafnfljóta. Oft veiddum við efst
uppi við tinda og bárum veiðina
niður. Þetta var skemmtilegur
tími og við nutum okkar vel. Ár-
in liðu og smátt og smátt tóku
önnur áhugamál hug hans og
okkar samverustundir urðu
færri. Auðvita skynjaði ég þá
breytingu eins og margir aðrir.
Ég man að fyrir 12 eða 13 árum
hafði ég heyrt að hann sæti
gjarnan inni á kaffihúsi sem
nefnt var Kaffi Skítur. Einn
seinnipart var ég á fundi í mið-
bænum. Ég hafið ekki séð bróð-
ur minn lengi og labbaði inn á
fyrrnefndan stað. Þarna sat
hann með nýjum vinum sínum
sem allir áttu við sama vanda-
mál að stríða, en eiginkonan og
strákarnir hans þrír sátu heima.
Eiginmaðurinn, fjölskyldufaðir-
inn, flugumferðastjórinn og
flugstjórinn hafði fengið nýtt
hlutverk. Bakkus hafði fundið
sér fasta bólfestu. Ég gekk út í
Austurstræti, það var haust,
það var dimmt og ég grét. Árin
liðu með misdramatískum uppá-
komum og samverustundum en
gata hans var þyrnum stráð.
Þessari vegferð lauk svo að
morgni sunnudagsins 20. maí á
Borgarspítalanum. Þar sem ég
stóð við dánarbeð hans, hálf-
stjarfur og starði á lífslínur
hans sléttast út, þá sá ég sýn.
Það fór hrollur um mig, Bakkus
var að yfirgefa hann. Bakkus
var ekki dauður, hann kvaddi
ekki, hann var bara að fara á vit
nýrra ævintýra og finna sér ný
fórnarlömb. Á sama augnabliki
létti yfir bróður mínum, húð
hans varð slétt og hvít. Ég sá þá
að honum leið vel, óværan var
farin. Ég hafði fengið bróður
minn til baka eitt augnablik.
Ágætu lesendur, það er eng-
inn tilgangur með þrautagöngu
og vanlíðan bróður míns síðustu
árin nema einhver gæti notað
sögu hans sem áminningu og
lært. Ég skora á alla, sem gætu
látið sér detta í hug að Bakkus
gerði tilraun til að krækja í þá,
að gæta sín.
Mínar dýpstu samúðarkveðj-
ur sendi ég sonum hans Jóni,
Alberti og Friðriki og mömmu
Huldu.
Ástvaldur Anton
Erlingsson.
Kæri Guðmundur Karl. Nú
þegar komið er að kveðjustund
og jarðvist þinni lokið að sinni,
streyma minningarnar fram,
enda margs að minnast eftir
áratuga kynni. Minningarnar
eru bæði ljúfar og sárar. Ljúft
er að minnast, ótal ánægjulegra
samverustunda hér á árum áð-
ur, ómældrar hjálpsemi þinnar
og gæsku, dugnaðar og hressi-
leika þess sem jafnan einkenndi
þig. Sárt er hins vegar að minn-
ast þess hvernig áfengisbölið
náði heljartökum á lífi þínu í
seinni tíð, svo föstum tökum að
þú fékkst ekki aftur snúið og
hvernig það hamlaði heilbrigð-
um samskiptum og tengslum
við drengina þína. Þrátt fyrir
minnkandi samskipti okkar
seinustu ár, hringdir þú alltaf
reglulega og þá áttum við oft
langt spjall.
Síðustu misseri fór heilsa þín
hratt þverrandi og vonin um
bata, sem maður bar ávallt í
brjósti, varð veikari. Nú ert þú
laus úr viðjum hörðum og sálin
fráls á ný. Eftir skilur þú gull-
mola þrjá, drengina ykkar
Möggu, sem allir eru einstak-
lega góðir og efnilegir. Ég
þakka þér fyrir allt sem þú hef-
ur verið mér í þessu lífi, góður
mágur, vinur og kennari og
kveð með söknuði þann mann,
sem þú hafðir að geyma.
Elsku Jón Erlingur, Albert,
Friðrik, Hulda, Karen og Ást-
valdur, ég votta ykkur og öðr-
um aðstandendum, mína inni-
legustu samúð. Megi góður Guð
vernda ykkur og styrkja.
Kristín B. Albertsdóttir.
Guðmundur Karl andaðist á
Landspítalanum í Fossvogi að
morgni 20. maí. Hann kvaddi í
kyrrð við sólaruppkomu á ein-
um fegursta degi þessa árs með
son og bróður sér við hlið. Við
vissum að hverju stefndi, en
andlát ástvinar kemur manni
alltaf í opna skjöldu.
Samleið okkar Guðmundar
spannar allt mitt minni og því
margs að minnast og þakka á
kveðjustund. Við ólumst upp á
sama stað og fengum því okkar
mótun úr sama umhverfi.
Heimabær okkar Fáskrúðs-
fjörður var lítið samfélag þar
sem allir þekktu alla og á marg-
an hátt líkt einni stórfjölskyldu.
Fyrsta minning mín um Guð-
mund er frá heyskap með afa
mínum. Ég um 5-6 ára gömul og
hann fimm árum eldri. Við vor-
um mörg að leik í nýslægjunni
en ég man lítið eftir öðrum en
Guðmundi. Man hvað hann var
góður við alla, skemmtilegur og
þolinmóður. Ekki minnkaði
hrifning mín þegar ég skynjaði
hve miklar mætur afi hafði á
piltinum. Líklega hefur strax þá
verið tendraður sá neisti sem
leiddi okkur síðar saman. Við
vorum ung þegar við byrjuðum
sambúð sem varði í aldarfjórð-
ung. Saman áttum við margar
yndislegar stundir, en það dýr-
mætasta sem við eignuðumst
saman eru synirnir þrír og fyrir
þá verður aldrei fullþakkað.
Guðmundur var gæddur
miklum mannkostum, úrræða-
góður, fórnfús og óeigingjarn,
alltaf boðinn og búinn öðrum til
aðstoðar meðan kraftar og geta
voru til staðar.
Fyrir um tveimur áratugum
fór að bera á veðrabrigðum í lífi
Guðmundar. Dökk ský áfengis-
fíknar fóru að hrannast upp.
Lengi vel gat hann haldið velli,
staðið upp eftir föll en að lokum
náði Bakkus yfirtökunum og
tortímdi góðum dreng.
Um leið og ég þakka fyrir
samleiðina með Guðmundi vil
ég þakka aðstandendum okkar
beggja, vinum og vandamönn-
um sem alltaf voru boðnir og
búnir til að rétta hjálparhönd,
uppörva og styrkja.
Það er trú mín að Guðmund-
ur okkar hafi nú fengið engla-
vængi og svífi um í ríki kær-
leika og birtu.
Elsku Hulda mín, Karen,
Ástvaldur, synir mínir og aðrir
ástvinir, Guð gefi okkur öllum
styrk og æðruleysi til að sætta
okkur við það sem við fengum
ekki – og fáum ekki breytt.
Blessuð sé minning Guð-
mundar Karls Erlingssonar.
Margrét.
Ættarmót á Syðralóni sum-
arið 1977: Fjöldi manns er
mættur, gleðin við völd en treg-
inn ekki langt undan. Tveir fjöl-
skyldumeðlimir nýfallnir í val-
inn, mágarnir Jón Erlingur og
Björn Óli. Á heimleiðinni gist-
um við hjá Huldu, ekkju Jóns
Erlings. Börnum okkar bjó hún
sæng í hjónarúminu og morg-
uninn eftir færði hún þeim
súkkulaði í rúmið í mávastelli.
Við þrjú vöktum hins vegar og
spjölluðum til sólarupprásar.
Fáskrúðsfjörður skartaði sínu
fegursta. Hulda rifjaði upp lið-
inn tíma. Sögur af börnum
hennar, Guðmundi Karli, Ást-
valdi og Karen Erlu flutu með.
Hún lýsti börnunum sem kraft-
miklum og kátum karakterum
en jafnframt þýðum. Þau
reyndust þannig við nánari
kynni.
Oft er eitthvað geðfellt, hlýtt
og viðkvæmnislegt við rauð-
hært fólk. Rauður lubbinn og
freknurnar á Guðmundi Karli
gerðu það að verkum að hann
var stundum góðlátlega kallað-
ur Rebbi. Nafnið bar hann þó
síst með rentu því að lundin var
hrein. Hann opnaði faðminn
sinn í hvert sinn sem fundum
bar saman, þar fannst ekki fals
heldur ósvikinn kærleikur og
vinátta.
Leiðir lágu saman á Nesinu
vegna búsetu okkar. Þar reistu
Margrét og Guðmundur sér fal-
legt heimili. Flestar konur supu
hveljur yfir eldhúsinu og
þvottahúsinu þar sem hann
hafði hugvitsamlega komið fyrir
draumaþægindum hverrar hús-
móður, s.s. borði undir sauma-
vélina þannig að gera mætti við
flíkurnar um leið og þær kæmu
úr þvotti. Smekkvísi, hagleikur,
hugkvæmni og vandvirkni
blöstu við hvar sem auga festi.
Þrír ungar skriðu úr eggjum,
vel af Guði gerðir, léttir í lundu,
ljúfir og elskulegir eins og for-
eldrarnir. Lífið var hamingja.
Það var gott að njóta sam-
vista við Guðmund Karl og fjöl-
skyldu hans. Þakklæti fyrir
minningar um samfundi á björt-
um vorkvöldum og ljósum sum-
arnóttum fylla hugann. Þá ríktu
heiðríkja og heilindi, húmorinn
sjaldan langt undan. En örlaga-
nornir hafa löngum spunnið
mönnum misjafnan vef og ekki
ævinlega sanngjarnan. Verð-
andi villir sýn og Skuld heimtir
sitt. Veraldargengið er valt og
margir viðhlæjendur reynast
litlir vinir. Bakkus getur verið
harður húsbóndi. Þeir sem ját-
ast yfirráðum hans eiga sjaldn-
ast sjö dagana sæla. Sumir eru
þó fæddir undir heillastjörnu og
sleppa ótrúlega vel en aðrir
þurfa að greiða óafturkræft
lausnargjald, þyngra en tárum
taki.
Guðmundur Karl var vinsæll
maður, bæði innan fjölskyldu og
utan. Hann var hvers manns
hugljúfi en var sjálfum sér
verstur. Það er heiður að hafa
talist til vina hans. Hann faðm-
ar engan hér lengur og segir:
„Komdu sæl, elskan mín“ eða
„Komdu sæll, frændi“ en við
biðjum þess að hann verði nú
sjálfur sæll í æðri veröld. Hug-
urinn er hjá sonunum, Margréti
og Huldu. Megi fagrar minn-
ingar lina sorgina og fylla hug-
ann birtu. Far í friði, frændi og
vinur!
Kristín og Haukur.
Komið er að hinstu kveðju
vinar míns og frænda, Guð-
mundar Karls Erlingssonar.
Guðmundur var fæddur
Keflavík en ólst upp í foreldra-
húsum á Fáskrúðsfirði til ung-
lingsára, æskuslóðum okkar
beggja. Margs er að minnast
þótt sameiginlegur tími okkar
þar væri ekki langur. Í þá daga
voru afþreying og leikir barna í
formi eftirlíkinga af starfi full-
orðna fólksins. Leikir voru upp-
færðir af krökkunum sjálfum,
enda tölvur ekki uppfundnar og
afþreyingarefni í því formi skilj-
anlega ekki heldur.
Snemma kom í ljós að Guð-
mundur var til forystu fallinn.
Stýrði hann oftast leikjagengi
jafnaldranna. Þessi leiðtogaeig-
inleiki hélst lengi vel á meðan
hann hafði fulla heilsu. Á ung-
lingsárum sínum, einkum á og
eftir námsáfanga, vann Guð-
mundur ýmist til sjós eða lands,
m.a. á síldveiðiskipum og tog-
urum. Eftir grunnskólanám
settist hann í Menntaskólann á
Akureyri og lauk þar námi vorið
1974. Í framhaldi af því lærði
hann flugumferðarstjórn. Hann
lauk því námi einnig og vann
um 10 ár sem flugumferðar-
stjóri. Síðar fór hann í flugnám.
Var hann í nokkur ár flugmaður
hjá Flugfélagi Íslands og síðar
flugstjóri hjá Icelandair í milli-
landaflugi. Framtíðin var björt,
bæði í starfi og í fjölskyldulífi
en síðan fór að halla undan fæti.
Bakkus fór að gerast nærgöng-
ull og læsti klónum í góðan
dreng. Hvergi var gefið eftir.
Nú fóru í hönd erfiðir tímar,
viðsnúningurinn var algjör. Það
var sorglegt að sjá hvernig lífs-
glaður og góður drengur, öllum
velviljaður, hjálpsamur og
greiðvikinn, breyttist á tiltölu-
lega skömmum tíma í einstak-
ling sem leið sálarkvalir. Hann
taldi sig um tíma eiga von um
betri tíð, en sú von brást. Að
lokum gerði heiftarleg lungna-
bólga vart við sig. Þetta varð
honum ofviða.
Það er huggun harmi gegn að
nú hefur Guðmundur vinur
minn fengið langþráða hvíld og
betri líðan. Aldraðri móður,
sonunum þremur, systkinum og
öðrum ættingjum og vinum
sendi ég mínar samúðarkveðj-
ur.
Ágúst Karlsson.
Guðmundur Karl
Erlingsson
Fleiri minningargreinar
um Guðmund Karl Erlings-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegs föður ok-
kar og tengdaföður,
PÁLS SÖLVASONAR
frá Bíldudal.
Pálína Margrét Bjarnadóttir, Torbjørn Wilhelmsen,
Bjarni Matthías Bjarnason, Þórdís Jónsdóttir,
Sölvi Steinberg Pálsson, Ragnheiður Ólafsdóttir,
Hafdís Pálsdóttir, Óli Már Eyjólfsson
og fjölskyldur.
✝
Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför
sonar okkar og bróður,
SÆVARS ÞÓRS KRISTÞÓRSSONAR,
Krókamýri 54,
Garðabæ,
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki í
Krókamýri fyrir hlýhug og góða umönnum.
Erna Þórðardóttir, Kristþór Sveinsson,
Sigríður Guðbjörnsdóttir,
Guðmann Kristþórsson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÁSBJÖRN PÉTURSSON
prentari,
lést á Landspítalanum laugardaginn 19. maí.
Útförin fer fram frá Hjallakirkju fimmtudaginn
31. maí kl. 15.00.
Jóhanna Sigurjónsdóttir,
Pétur Ásbjörnsson, Lára Borg Ásmundsdóttir,
Guðlaug Ásbjörnsdóttir, Birgir Ásgeirsson,
börn og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SÓLEY ODDSDÓTTIR,
Hrísmóum 1,
Garðabæ,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð,
Vífilsstöðum, miðvikudaginn 16. maí verður
jarðsungin frá Garðakirkju í Garðabæ fimmtu-
daginn 31. maí kl. 13.00.
Sigurveig Sæmundsdóttir, Halldór Snorrason,
Oddur Sæmundsson, Jónína Guðumundsdóttir,
Jóna Sæmundsdóttir
og fjölskyldur.