Morgunblaðið - 30.05.2012, Side 17
FRÉTTIR 17Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2012
samskipti@tonaflod.is | www.tonaflod.is
Vantar þig heimasíðu?
Fyrirtæki með yfir 20 ára reynslu
Meðal þess sem við bjóðum upp á:
• Heimasíðugerð
• Rafbækur/fléttibækur
• Apps fyrir ipad
• 360 gráðu hringmyndir
• Hönnun og prentun
...eða er kominn tími til að hressa upp á þá gömlu?
Í tilefni þess að fyrirtækið er nú komið á þrítugsaldurinn og hefur aldrei verið ferskara
bjóðum við lesendum Morgunblaðsins 20% afslátt af öllum heimasíðupökkum
ef vísað er í auglýsinguna. Tilboðið gildir til 15. júní 2012.
Sími 553 0401
BAKSVIÐ
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
„Google og Facebook notast orðið
eingöngu við svona hátíðir þegar þau
fyrirtæki eru að ráða forritara,“ segir
Stefán Örn Einarsson, frumkvöðull,
þegar hann lýsir hakk-hátíðinni sem
haldin var af Háskólanum í Reykja-
vík í gær í samstarfi við ráðstefnuna
Startup Iceland sem haldin verður í
Ásbrú í Reykjanesbæ í dag. En hakk-
hátíð fer þannig fram að fyrirtæki í
netbransanum leggja fram vandamál
sem þau eru að glíma við og er öllum
heimilt að taka þátt og sá sem vinnur
keppnina þegar hún fer fram í
Bandaríkjunum fær 10.000 dollara í
verðlaun auk starfs hjá viðkomandi
fyrirtæki. En á Íslandi eru verðlaunin
1000 dollarar.
Fjöldi verkefna lögð fram
Á hakk-hátíðinni í gær lögðu þrjú
fyrirtæki fjöldann allan af verkefnum
fyrir þátttakendur. Fyrirtækin voru
GreenQloud, Videntifier og Clara. Í
samtali við Eirík Hrafnsson, fram-
kvæmdastjóra GreenQloud, voru
verkefnin margskonar og mörg
þeirra illútskýranleg fyrir almenning.
„En sem dæmi um eitt sem venjulegt
fólk ætti að skilja, þá gekk það út á að
búa til streymisþjónustu sem notar
gagnageymslu kerfið okkar og miðl-
ara en notar myndgreiningarkerfi
Videntifier,“ segir Eiríkur.
Aðspurður hvort hann haldi að þeir
muni nota svona hakk-hátíðir til að
ráða starfsfólk í framtíðinni notar Ei-
ríkur hið afgerandi orð: algjörlega!
„Málið er að það líta allir vel út á fer-
ilskránni, en þetta reynir á hæfileik-
ana. Þetta byrjaði úti í Bandaríkjun-
um með því að Google var að leggja
þrautir fyrir þá sem sóttu um störf.
Síðan varð þetta að opinni hakk-há-
tíð.
Það eru svo miklir möguleikar í
þessum bransa að ef við lítum til
Dropbox sem er nú komið með um 50
milljón notendur, þá ætti að vera auð-
velt að hefja samkeppni við það fyr-
irtæki með lausn sem væri byggð á
StorageQloud-vörunni okkar.“
Ráðstefnan verður árleg
Aðspurður hvaða gildi svona Star-
tup Iceland hátíð hefur segir Eiríkur
að það sé þrennskonar. Í fyrsta lagi
að vekja athygli þessara stórmenna
úr bransanum sem koma á ráðstefn-
una á nýsköpun á Íslandi. Í öðru lagi
munum við geta lært margt af þeim
og í þriðja lagi er það möguleiki okkar
á að ná til fjárfesta. Það háir okkur á
Íslandi hvað það er verið að fjárfesta
lítið í þessum bransa á meðan ferða-
mannaiðnaðurinn fær mörg hundruð
milljónir á ári. Það þyrfti ekki mörg
svona fyrirtæki einsog CCP hér á Ís-
landi til þess að við þyrftum ekki að
stóla á neitt frá ferðamannaiðnaðin-
um meira. Með erlendum fjárfestum
opnast möguleikar þessara fyrir-
tækja og það er kannski dæmigert að
það þurfti erlenda fjárfestinn Bala
Kamallakharan til þess að þetta yrði
að veruleika. Hann hefur innsýn í ís-
lenska markaðinn og hafði metnað til
að kynna markaðinn erlendis og er
að gera það þrátt fyrir lítinn stuðning
íslenskra stofnana. Þetta er mjög
mikilvægt fyrir okkur,“ segir Eirík-
ur.
Fyrsta hakk-hátíðin á Íslandi
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Tölvunördar Á hakk-hátíðinni í dag kom fjöldi manna til að taka þátt í henni og einnig til að fylgjast með.
Góð þátttaka forritara í fyrstu hakk-hátíðinni á Íslandi Hátíðin haldin samhliða Startup Iceland-
ráðstefnunni sem er í dag Framkvæmdastjóri GreenQloud segir mikla möguleika í þessum bransa
Startup Iceland
» Ráðstefna frumkvöðla alls-
staðar að úr heiminum
» Hugmyndin er að hún verði
haldin árlega og að þetta verði
nokkurskonar Iceland Airwa-
ves-hátíð frumkvöðla
» Á ráðstefnuna kemur fjöldi
þekktra frumkvöðla einsog
fjárfestirinn Brad Feld, Matt
Wilson frá Under30CEO og
Brad Burnham hjá Union
Square Ventures
» Samhliða ráðstefnunni var
haldin hakk-hátíð