Morgunblaðið - 30.05.2012, Side 34

Morgunblaðið - 30.05.2012, Side 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2012 Séra Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Reykhóla-prestakalli, fagnar fimmtugsafmæli sínu í dag. Öllum veislu-höldum í tilefni dagsins verður þó stillt í hóf um sinn en Elína Hrund er nú stödd í heimsókn hjá starfsbróður sínum í Holti í Ön- undarfirði. Með henni í för er elsta systir hennar Sigríður. Í stað fjölmennar veislu, líkt og tíðkast gjarnan á stórafmælum sem þessu, stendur til að afmælisbarnið snæði sérstakan afmælis- morgunverð á prestsetrinu því til heiðurs. „Það verður morgun- matur hér á prestsetrinu í Holti,“ segir Elína Hrund og bætir við að prestsynirnir fjórir hafi boðist til að sjá um afmælissönginn. Elína Hrund kveðst alla tíð hafa verið mikið afmælisbarn enda ber að fagna þeim tíma sem fólki er gefinn. Fjölmenn veisluhöld hafa þó aldrei átt hug hennar og ákvað hún því snemma að hætta að halda sérstaklega upp á afmælisdag sinn. „Mér hefur alltaf fundist gaman að eiga afmæli en ég hef voða sjaldan haldið upp á þau. Ég hætti að halda upp á afmæli mitt eftir að ég varð átta ára því ég nennti ekki að taka til eftir gestina,“ segir Elína Hrund og heldur áfram: „Ég hélt reyndar upp á þrítugsafmæli mitt ásamt vinkonu minni með glæsibrag og svo bauð ég í súpu þegar ég varð fertug.“ Elína Hrund stefnir þó að því að bjóða ættingjum og vinum til sín síðar í sumar og verður þá haldin einskonar síðbúin afmælisveisla. Elína Hrund Kristjánsdóttir er 50 ára í dag Séra Elína Hrund mun halda síðbúna afmælisveislu síðar í sumar. Afmælismorgun- verður á prestsetrinu D avíð Jóhannsson fædd- ist á Akureyri, var í Oddeyrarskóla og Gagnfræðaskóla Ólafs- fjarðar, lauk síðar einkaflugmannsprófi 1977 og at- vinnuflugmannsprófi 1978. Davíð hóf ungur störf hjá KEA, var verslunarmaður hjá Herradeild KEA og starfaði síðar í Vöruhúsi KEA og hjá Vátryggingadeild KEA til l981, starfaði hjá VÍS, Brunabóta- félagi Íslands 1981-85, og var fram- leiðslustjóri og sölumaður hjá Plast- iðjunni Bjargi hjá Sjálfsbjörg á Akureyri, vernduðum vinnustað, 1985-94. Fór síðan suður í flugið Davíð flutti til Reykjavíkur og starfaði hjá Atlanta í Mosfellsbæ 1994-97 og fyrir Atlanta í Keflavík 1997-2000. Hann varð fram- kvæmdastjóri Suðurflugs ehf. árið Davíð Jóhannsson framkvæmdastjóri 60 ára Bræðurnir Davíð ásamt bræðrum sínum. Frá vinstri: Davíð, Ingi Þór, Arngrímur og Kristinn. Tíminn flýgur í fluginu Með börnum og barnabörnum: Efri röð frá vinstri: Erna Sjöfn, Bergdís Hólm, Nanna Hólm, Einar Hólm. Neðri röð frá vinstri: Davíð, Atli Hrannar og Ólavía Klara. Afmælisbarnið er svo augljóslega í miðjum hópnum. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Hvolsvöllur Bryndís Arna fæddist 17. júlí kl. 4.15. Hún vó 3.570 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Berg- lind Matthíasdóttir og Haraldur Blön- dal Kristjánsson. Reykjavík Sigríður Petra fæddist 9. ágúst kl. 12.44. Hún vó 5.050 g og var 55 cm löng. Foreldrar hennar eru Gerður Guðmundsdóttir og Jón Pétur Jónsson. Nýir borgarar GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ -ÞAÐ ER TENGI Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • tengi@tengi.is Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 HREINSIEFNI FYRIR HEITA POTTA „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.