Morgunblaðið - 30.05.2012, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Hvernigstendur áþví, að
þeir sem staðið
hafa fyrir því að
Ísland sæki um að-
ild að Evrópusam-
bandinu forðast upplýsta um-
ræðu um þá gjörð eins og
heitan eld? En frasinn „upp-
lýst umræða“ er þó einn af
þeim sem þeir hinir sömu
tuggðu oft hér áður. Annar,
sem var einnig tugginn, var
um nauðsyn þess að „kíkja í
pakkann“.
Nú er þekkt að aðildarum-
sókn var byggð á veikum
grunni fyrir þremur árum. Það
var ekki einu sinni fullnægj-
andi stuðningur í þinginu við
aðildarumsókn, þótt ljósatafl-
an á vegg þingsalarins gæfi
það til kynna. Allmargir þing-
menn, sem greiddu aðildar-
umsókn atkvæði sitt, gáfu um
leið þá skýringu að þeir væru
alfarið á móti aðild, en vildu
ekki standa í vegi fyrir því að
könnunarviðræður færu fram.
(Hið sanna var að þeir vildu
kosta því sem til þurfti fyrir
stjórnaraðild). Þetta var stað-
an þá. Veikari gat hún naum-
ast verið.
Síðan hefur andstaða al-
mennings við hið undarlega
aðildarbrölt, sem svo illa fór af
stað, vaxið mánuð eftir mánuð.
Og sérhver sem fylgist með
sér glöggt að nú er allt á öðr-
um endanum í ESB. Ekki
nokkur maður sem mark er
takandi á telur að evran geti
lifað af við óbreytt skilyrði.
Jafnvel æðstu prestar búró-
kratanna í Brussel leyna ekki
þeirri skoðun sinni. Síðast í
gær lýsti Barroso, formaður
framkvæmdastjórnar ESB,
því yfir að ljóst væri orðið að
myntbandalag eitt og sér fengi
ekki staðist. Ríki evrunnar
yrðu að lúta samræmdri efna-
hagslegri stjórn
ætti myntsam-
starfið að standast.
Formaðurinn
sagði að vísast
yrðu ýmsir óróleg-
ir við að standa
frammi fyrir þessari stað-
reynd og samræmdri efna-
hagsstjórn yrði ekki komið á
eins og hendi væri veifað. En
því fyrr sem menn gerðu sér
grein fyrir nauðsyn hennar því
betra.
Enginn getur velkst í vafa
um að ríki sem fer ekki lengur
með efnahagslega stjórn eigin
mála er ekki lengur sjálfstætt
ríki nema í orði kveðnu. Sam-
band ríkja, með eigin fána, eig-
in sendiráð, eigin mynt og yf-
irstjórn efnahagsmála
ríkjanna á sinni hendi er ekki
lengur samband ríkja heldur
ríkjasamband.
Það er sjálfsagt hárrétt mat
hjá Barroso formanni ESB að
evran fái ekki staðist nema ríki
myntarinnar stígi hið af-
drifaríka skref að afhenda
Brussel lokaorðið um stjórn
fjármála þeirra. En þá er ESB
orðið eitt og evruríkið annað.
Umsóknarríkið Ísland á
ekkert val. Núverandi um-
sóknarríki á aðeins einn kost.
Komi til aðildar verður það að
taka upp evruna. Undanþágur
frá því eru ekki leyfðar. Fyrir
fáeinum árum var evran eina
afsökun margra fyrir því að
styðja kröfu um aðild að ESB.
Fáir eru eftir í þeim hópi. En
nú er orðið eins skýrt og verða
kann að samþykkt Alþingis,
jafn veikluð sem hún var,
beindist að allt öðru en því sem
nú er staðið frammi fyrir. En á
þeirri sérkennilegu samkundu,
sem Alþingi Íslendinga hefur
smám saman verið að breytast
í, fer ekki fram nein upplýst
umræða um þessa stöðu. Það
er ömurleg niðurlæging.
Allar forsendur hafa
breyst eða brugðist
og þeir sem ábyrgð
bera bregðast mest}
Niðamyrkur hinnar
upplýstu umræðu
Undarlegt erhve mjög
hinn ungi þing-
maður Samfylk-
ingarinnar, Magn-
ús Orri Schram,
hljómaði eins og gömul plata í
eldhúsdagsumræðunum í
gærkvöldi.
Í umfjöllun um efnahags-
mál og „árangur“ ríkisstjórn-
arinnar háði hann harða
keppni við Steingrím J. Sig-
fússon og óvíst er hvor hafði
betur í veruleikafirringunni.
Mest sláandi var þó að þeg-
ar hann horfði til
framtíðar komst
ekkert annað að
en Evrópusam-
bandið. Ljóst má
vera að þessi
þingmaður telur einu von Ís-
lands vera í Evrópusamband-
inu og evrunni og situr þannig
enn við sama heygarðshornið
án þess að taka nokkurt tillit
til veruleikans. Hvað ætla
ungir þingmenn Samfylking-
arinnar að gera þegar þetta
eina mál þeirra rennur þeim
endanlega úr greipum?
Það er erfitt fyrir
unga menn að festa
sig í úreltum málum}
Gömul plata
Þ
egar kirkjuklukkurnar hringdu níu
sinnum að morgni annars í hvíta-
sunnu vöknuðu húseigendur
Freyjugötu 25 B í Reykjavík eftir
aðeins fjögurra stunda svefn.
Það var samt ekki klukknahljómurinn sem
truflaði svefninn heldur traustabrestir í húsinu,
sem hafði mátt þola fremur harkalegan um-
gang þá um nóttina, enda blásið til veislu þar
sem fjöldi gesta var nokkurn veginn á pari við
fermetrana. Húsið virtist timbraðara en við
gestgjafarnir þennan morgun, ekki bara í bók-
staflegri merkingu, og þótt undirrituð væri
þakklát fyrir að vakna heil heilsu var ekki laust
við að samviskubit gerði vart við sig gagnvart
blessuðu bárujárninu. Það var víst áreiðanlega
ekki byggt með það í huga að verða dansgólf,
enda kveinkaði það sér undan okkur.
Auðvitað er það þannig að ég á þetta fallega litla hús að
Freyjugötu 25 B, stimplaðir pappírar frá sýslumanni geta
vottað það, og þess vegna ræð ég svo sem hvað ég geri við
það, innan húsverndunarmarka. Samt er ekki laust við að
mér líði svolítið eins og gesti í húsinu mínu, því þótt ég hafi
búið þar í sjö ár veit ég að svo ótal margir hafa kallað húsið
sitt á undan mér og aðrir munu vonandi gera það á eftir
mér líka. Það er þannig með hús að þótt þau séu úr dauðu
efni geta þau verið afskaplega lifandi, líkt og líf allra
þeirra sem dvalið hafa innan veggja þess skilji eftir sig
svolítinn neista og sögu. Það er engin tilviljun að talað er
um gömul hús með sál. Húsið mitt tilheyrir fyrstu kynslóð
húsa sem reist voru með miklu basli í jaðri
byggðar efst á Skólavörðuholti við lok fyrra
stríðs. Guðlaug Jónsdóttir ekkjukona reisti
það samkvæmt skrám árið 1921. Ég veit ekki
hver hún var en kann henni þakkir fyrir að
vanda til verksins. Þá var mikill skortur á bæði
húsnæði og byggingarefni í Reykjavík og eng-
in skipulagslög í gildi. Nú 90 árum síðar er fólk
enn að villast inn í portið í leit að öðrum hús-
númerum. Þótt húsið mitt sé aðeins 38 fm að
grunnfleti á tveimur hæðum skilst mér að á
tímabili hafi íbúðirnar verið fjórar umhverfis
stóra skorsteininn, sem hélt hita á fólkinu þá
en er í daga bara skrautmunur og minnisvarði
um fyrri tíð. Nú búum við bara tvö í húsinu.
Lífskjör Reykvíkinga hafa sannarlega batnað.
Grúsk í gömlum dagblöðum leiddi í ljós að
árið 1927 var hægt að fá gert við kjöt- og slát-
urílát eða smíðuð ný hjá einum íbúanna í húsinu. 1930 var
auglýst eftir einhleypum karli til að leigja herbergi í hús-
inu, en árið 1937 var það á lista í Þjóðviljanum yfir óhæfar
kjallaraíbúðir í Reykjavík. Þökk sé umhyggju þeirra sem
á undan fóru er húsið þó hér enn og kjallarinn langt frá því
að vera óhæfur. Þar sofnuðu núverandi húseigendur vært
eftir þrítugsafmælið á sunnudag en hrukku sem fyrr segir
upp þegar hið níræða hús gerði vart við sig með brestum.
Ég gat ekki að því gert að klappa veggjunum svolítið
þegar ég fór á fætur og lofaði því í hljóði að skila húsinu
mínu fallegu og með sál til næstu kynslóðar Reykvíkinga.
una@mbl.is
Una
Sighvatsdóttir
Pistill
Gamlar sálir Reykjavíkur
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Aðalfundur Krabbameins-félags Íslands samþykktinú í maí áskorun til heil-brigðisyfirvalda um að
hefja sem fyrst skipulega leit að rist-
ilkrabbameini. Skimun á því meini,
sem er það þriðja algengasta hér á
landi og önnur algengasta orsök
dauða af völdum krabbameins, hefur
lengi verið í umræðunni en hefur enn
ekki komið til framkvæmda.
Árið 2007 var samþykkt þings-
ályktunartillaga um að hefja und-
irbúning að skimum ristilkrabba-
meins og ári síðar kom út skýrsla
ráðgjafahóps heilbrigðisráðherra.
Þar var meðal annars mælt með að
skimað yrði eftir meininu hjá fólki á
aldrinum 60-69 ára.
„Síðan lögðu menn aldrei fram
það fjármagn sem þarf til að hefja
verkið. Það sem við höfum bent á er
að leitin kostar kannski um hundrað
milljónir á ári en meðferðin vel yfir
milljarð. Því er nokkuð fljótt að spar-
ast fé fyrir utan allt annað sem kom-
ið er í veg fyrir með henni,“ segir
Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri
Krabbameinsfélagsins.
Krabbamein í ristli er eitt af
þeim krabbameinum sem hægt er að
finna á forstigum og segir Ragnheið-
ur að ef það greinist strax sé það
auðmeðhöndlanlegt. Margar þjóðir,
þar á meðal nágrannaþjóðir Íslend-
inga, séu nú að hefja undirbúning að
skimun eftir því. Flestar þjóðir miði
við sextíu ára aldur í því sambandi
enda herjar ristilkrabbamein helst á
eldri einstaklinga.
Lækkar dánartíðni
Ásgeir Theódórs, læknir og sér-
fræðingur í meltingarsjúkdómum,
tekur undir áskorun Krabbameins-
félagsins. Hann telur að þörf sé á
sérfræðingahópi til að fara yfir und-
irbúning að skimun þar sem aðrar
leitaraðferðir og niðurstöður hafi
komið fram frá því ráðgjafahópur
ráðherra starfaði og hann átti sæti í.
Með því að skima eftir sjúkdómnum
sé hægt að lækka dánartíðni þeirra
sem gangast undir slíka leit um allt
frá 15 til 40% eftir því hvaða rann-
sóknum sé beitt.
„Við erum að reyna að fá fólk til
að viðurkenna að skimun sé nauð-
synleg. Það er gríðarlegur kostnaður
þegar tilfellin greinast seint. Með því
að greina sjúkdóminn fyrr er hægt
að beita einfaldari og áhrifaríkari
meðferðum.“
Ein af stóru ákvörðunum
Að sögn Geirs Gunnlaugssonar
landlæknis hefur ýmislegt gerst frá
því að skýrsla ráðgjafahópsins kom
út árið 2008 og hingað til hafi ekki
verið talið mögulegt að setja slíka
skimun í gang. „Ristilkrabbamein
hefur verið hátt á lista varðandi
hugsanlegar skimanir en það liggur
ekki fyrir nein ákvörðun um það
hvað verður gert. Svo er því heldur
ekki að leyna að það eru skiptar
skoðanir um árangur ristilskimana,“
segir Geir.
Skimun sem tæki í heilbrigðis-
þjónustu sé í sjálfu sér stór spurning
að sögn Geirs. Menn þurfi að setjast
yfir hver ávinningurinn sé, hvernig
skimunin yrði skipulögð og hvað hún
myndi kosta.
Geir segir enga formlega vinnu í
gangi núna á vegum embættisins
varðandi skimun á krabbameini í
ristli en þetta sé eitt af því sem sé
stöðugt í umræðunni. Fjögur
ár séu liðin frá því að starfs-
hópurinn skilaði sinni
skýrslu og skoða þyrfti
þessi mál aftur. „Þetta er
ein af þeim stóru ákvörð-
unum sem þarf að taka,“
segir hann.
Skimun gæti lækkað
dánartíðni verulega
Morgunblaðið/Þorkell
Skimað Ásgeir Theódórs meltingarlæknir (t.h.) skoðar ristilholsjá á Land-
spítalanum. Sjáin er notuð til skimunar á krabbameini í ristli og endaþarmi.
Í svari Guðbjarts Hannessonar
velferðarráðherra við fyrirspurn
á Alþingi fyrr í mánuðinum kem-
ur fram að meginástæðan fyrir
því að ekki hafi þegar verið ráð-
ist í reglubundna skimun fyrir
krabbameini í ristli og enda-
þarmi hafi verið kostnaðurinn.
Hann hafi átt að vera á bilinu 67-
75 milljónir á ári skv. mati ráð-
gjafahópsins frá 2008.
Ráðherrann sagði málið þó
alls ekki af dagskrá og að full
ástæða væri til að fylgja eftir
hugmyndum Krabbameins-
félagsins, m.a. um kynn-
ingarátak og end-
urnýjun leiðbeininga
landlæknis um
krabbameinið.
Hann treysti sér þó
ekki til að segja
til um hvenær
hægt yrði að
hefja skimun
á ristil-
krabba-
meini.
Kostnaður
aðalástæðan
VELFERÐARRÁÐHERRA
Guðbjartur
Hannesson