Morgunblaðið - 30.05.2012, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2012
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Landsbankinn hf. var síðastliðinn
fimmtudag dæmdur af Hæstarétti
til þess að greiða sænska Hand-
elsbankanum AB 42.389.611 sænsk-
ar krónur, eða því sem nemur tæp-
um 780 milljónum íslenskra króna,
auk dráttarvaxta vegna samnings
um bakábyrgð Landsbankans á
skuldbindingum vegna húsaleigu-
samnings Baugs Group hf. í Sví-
þjóð. Snéri þar með Hæstiréttur
við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur
sem hafði sýknað Landsbankann af
kröfum Handelsbankans.
Málið á rætur sínar að rekja til
þess að árið 2003 opnaði Baugur
Group hf. Debenhams-verslun við
Drottningargötu í Stokkhólmi, höf-
uðborg Svíþjóðar. DBH Stockholm
AB, dótturfélag Baugs, gerði 10
ára húsnæðisleigusamning við fyr-
irtækið Fastighets AB Certus um
húsnæði Debenhams-verslunarinn-
ar. Sænski Handelsbankinn veitti
fimm ára bankaábyrgð fyrir
greiðslum Baugs vegna húsaleig-
unnar en Landsbankinn samþykkti
síðan að veita Handelsbankanum
bakábyrgð fyrir umræddum húsa-
leigugreiðslum.
Ekki um prófmál að ræða
Í málinu var deilt um það hvort
hinn nýi Landsbanki (Landsbank-
inn hf.) bæri þessa bakábyrgð þó
svo að Fjármálaeftirlitið hefði tekið
ákvörðun þess efnis að ábyrgðin
ætti ekki að færast yfir til hans.
„Ég held að þetta sé langt því frá
að vera prófmál. Þetta var einstakt
mál, eftir því sem ég best veit,“
segir Einar Baldvin Axelsson,
hæstaréttarlögmaður hjá LOGOS
og lögmaður Handelsbankans, að-
spurður út í fordæmisgildi dómsins.
Hann bætir við að dómurinn
byggist á því að þarna hafi orðið til
samningur á milli nýja Landsbank-
ans og Handelsbankans áður en
menn vissu hvað varð um Baug.
„Nýi bankinn gerði samning, þ.e.
hann lýsti því yfir á skuldbindandi
hátt að hann tæki yfir þessa
ábyrgð og í málinu var ekki undir
hvort FME hefði þessar heimildir
eða neitt álíka,“ segir Einar Bald-
vin.
Dráttarvextir frá 2009
Samkvæmt dómi Hæstaréttar
mun Landsbankinn þurfa að greiða
Handelsbankanum 42.389.611
sænskra króna auk dráttarvaxta
sem skulu reiknaðir frá 7. ágúst
2009 og til greiðsludags. Að sögn
Einars Baldvins má því reikna með
að um 20 milljónir sænskra króna
bætist við upphæðina og því mun
heildarupphæðin líklegast nema
rúmlega einum milljarði íslenskra
króna.
Greiða rúman
milljarð vegna
bakábyrgðar
Landsbankinn dæmdur til að greiða
u.þ.b. 60 milljónir sænskra króna
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Vextir Landsbankinn þarf að greiða
dráttarvexti af kröfunni frá 2009.
Landsbankamál
» Landsbankinn þarf að
greiða Handelsbankanum því
sem nemur rúmum milljarði ís-
lenskra króna vegna bak-
ábyrgðar fyrir húsaleigu-
greiðslum Baugs.
» Dráttarvextir vegna málsins
nema um 20 milljónum
sænskra króna.
» Lögmaður Handelsbankans
segir að ekki hafi verið um
prófmál að ræða.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Félag prófessora við ríkisháskóla
hefur sent frá sér ályktun vegna um-
kvörtunar Vantrúar á hendur
Bjarna Randveri Sigurvinssyni,
stundakennara við guðfræðideild
HÍ. Í ályktuninni segir að í máli
Vantrúar gegn Bjarna hafi akadem-
ískt frelsi háskólakennarans ekki
verið virt sem skyldi en það sé
grundvallarþáttur í háskólastarfinu.
Málið hófst í febrúar 2010 þegar
Vantrú kærði kennslugögn Bjarna
til siðanefndar skólans. Félag pró-
fessora gagnrýnir að stjórn Vantrú-
ar hafi beint kvörtunum sínum til að-
ila utan námskeiðsins en ekki til
kennarans sjálfs. Þá er siðanefnd HÍ
gagnrýnd fyrir að hefja formlausar
og óljósar viðræður við fulltrúa
Vantrúar í mars 2010 án þess að
leita eftir upplýs-
ingum, sjónar-
miðum og rök-
semdum frá
kennaranum og
fyrir að hafa ekki
gengið úr skugga
um hvort og þá
með hvaða hætti
umrætt mál varð-
aði siðareglur
Háskólans. „Að-
koma siðanefndar HÍ að málinu
leiddi til trúnaðarbrests sem að mati
óháðrar rannsóknanefndar um málið
var meginástæða þess að ekki tókst
að ljúka málinu,“ segir í ályktuninni.
Hún styður niðurstöðu óháðu rann-
sóknarnefndarinnar sem var skipuð
af háskólaráði og falið að skoða störf
siðanefndar HÍ í þessu máli. Nið-
urstaða rannsóknarnefndarinnar
var áfellisdómur yfir siðanefndinni.
„Ég er í alla staði mjög ánægð-
ur með þessa ályktun. Hún stað-
festir meginröksemdarfærslu mína í
kærumálinu gagnvart siðanefnd-
inni,“ segir Bjarni um ályktun Fé-
lags prófessora við ríkisháskóla.
„Það kemur fram í ályktuninni að fé-
lagið líti svo á að það er ekki bara
formaður siðanefndarinnar sem er
ábyrgur, heldur allir siðanefndar-
fulltrúarnir. Þetta var meginatriði í
minni röksemdarfærslu um vanhæfi
allrar siðanefndarinnar, að hún
þyrfti að víkja í heild og skipa nýja
til að taka á þessu máli,“ segir
Bjarni. Tveir þriðju hlutar siða-
nefndarinnar sem tók á máli Bjarna
eru enn starfandi.
Ekki brotlegur í starfi
Félag prófessora við ríkishá-
skóla harmar málsmeðferðina í máli
Vantrúar gegn Bjarna Randveri
Sigurvinssyni. Þá segir: „Stjórnin
leggur á það þunga áherslu að
stjórnsýsla HÍ innan deilda, sviða og
miðlægrar stjórnsýslu virði grund-
vallargildi háskóla um akademískt
frelsi háskólakennara.“
„Mér finnst gríðarlega mikil-
vægt að það hafi verið dregið fram
að akademískt frelsi mitt sem kenn-
ara hafi verið skert í málsmeðferð-
inni. Þetta er staðfesting á því sem
ég hélt alla tíð fram,“ segir Bjarni.
Engin efnisleg niðurstaða
fékkst í málið af hálfu siðanefndar
HÍ og dró Vantrú kæruna til baka
eftir að fjörutíu háskólakennarar
höfðu kært siðanefndina til há-
skólaráðs í apríl 2011. Í febrúar í ár
sendi rektor Háskóla Íslands bréf til
starfsfólks skólans vegna málsins
þar sem kom fram að ekkert hafi
komið fram í meðferð máls Bjarna
sem benti til að hann hafi gerst brot-
legur í starfi.
„Ég var mjög ánægður með
hvernig háskólayfirvöld tóku á þessu
þegar upp var staðið,“ segir Bjarni.
Akademískt frelsi kennarans ekki virt
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Háskólinn Félag prófessora
gagnrýnir vinnubrögð siðanefndar.
Félag prófessora við ríkisháskóla gagnrýnir vinnubrögð siðanefndar Háskóla Íslands í máli
Vantrúar gegn kennara við guðfræðideild „Ég er í alla staði mjög ánægður með þessa ályktun“
Bjarni Randver
Sigurvinsson
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Stjórnarliðar í atvinnuveganefnd
lögðu í gær fram tillögu um breyt-
ingar á frumvarpi um veiðigjöld. Nái
breytingartillagan fram að ganga
verða veiðigjöld um 15 milljarðar á
ári, þ.e. sérstakt veiðigjald 11 millj-
arðar og almennt veiðigjald fjórir
milljarðar. Samkvæmt frumvarpinu
voru tekjur af þeim áætlaðar 19,5
milljarðar á næsta fiskveiðiári.
Lækkunin mun einkum koma litlum
og meðalstórum útgerðum til góða.
Útgerðin greiðir um 4,5 milljarða
veiðigjöld á þessu fiskveiðiári. Í
tengslum við fjárlög var gert ráð fyr-
ir 1,5 milljarða viðbót á síðari hluta
ársins. Með því yrðu veiðigjöld alls
um sex milljarðar á þessu ári. Því er
um talverða hækkun að ræða.
Björn Valur Gíslason, framsögu-
maður málsins í atvinnuveganefnd,
sagði að mest hefði verið tekist á um
forsendur veiðigjaldanna, þ.e. út-
reikningana. Til að koma til móts við
það legði meirihlutinn til að veiði-
gjaldsnefnd, sem frumvarpið kveður
á um, verði falið að vinna úr því og
leggja fram tillögur. Útreikningar á
veiðigjaldi fyrir fiskveiðiárið 2013/
2014 muni grundvallast á þeim for-
sendum.
Á næsta fiskveiðiári (2012/2013)
verði sérstaka veiðigjaldið innheimt
þannig að lagt verði kílóagjald á
hvert þorskígildi, annars vegar í
botnfiski og hins vegar í uppsjávar-
fiski. Þá er miðað við að sérstaka
veiðigjaldið verði um 50% af stofni til
útreiknings á gjaldinu en ekki 70%
eins og frumvarpið kveður á um.
Björn Valur sagði að samkvæmt því
verði gjaldið nálægt 30 krónum á
kíló.
Ekki grundvöllur sáttar
Einar K. Guðfinnsson, sem sæti á í
atvinnuveganefnd, kveðst ekki telja
að breytingartillagan geti orðið
grundvöllur að sátt um veiðigjalda-
málið. Verið sé að þrefalda veiðigjald-
ið frá því sem var og gjaldtakan verði
eftir sem áður mjög torskiljanleg.
Einar segir að með tillögunni sé
stjórnarmeirihlutinn að viðurkenna í
raun stóran hluta af gagnrýninni sem
frumvarpið varð fyrir, það er að veiði-
gjaldið hafi verið of hátt, að forsend-
urnar, hugmyndirnar og aðferða-
fræðin á bakvið það hafi ekki staðist
og að ekki hafi verið tekið tillit til sér-
stakra hagsmuna þeirra sem eru nýj-
astir í greininni.
„Stjórnarmeirihlutinn viðurkenn-
ir það með því að ákveða að setja öll
þessi álitamál til veiðigjaldsnefnd-
ar, sem annars á að annast fram-
kvæmd veiðigjaldsins,“ segir Ein-
ar.
Atvinnuveganefnd mun
funda aftur um veiði-
gjaldafrumvarpið og
frumvarp um stjórn fisk-
veiða í dag.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Gjaldstofn Veiðigjald gæti orðið um 30 krónur á hvert kíló þorskígildis verði breytingartillagan samþykkt.
Leggja til lækkun
á veiðigjaldstillögu
Ágreiningsefni til veiðigjaldsnefndar
„Til lengri tíma litið þá er þetta
nánast sama eyðileggingin á ís-
lenskum sjávarútvegi og fólst í
veiðigjaldafrumvarpinu sem
upphaflega var lagt fram,“
sagði Friðrik J. Arngrímsson,
framkvæmdastjóri LÍÚ, um
breytingartillögu meirihluta at-
vinnuveganefndar.
„Þegar þetta verður komið
að fullu til framkvæmda eftir
fjögur fiskveiðiár á að skatt-
leggja um 65% af metnum
hagnaði sjávarútvegsins í heild,
bæði útgerðar og vinnslu, í
stað 70% áður,“ sagði Friðrik.
„Við ætlum að vera í sjávar-
útvegi næstu áratugina. Breyt-
ingar fyrir næsta fiskveiðiár
skipta engu í því samhengi.“
Friðrik sagði að yrðu þessi
áform að veruleika þá
myndi skattlagning sjáv-
arútvegsins margfaldast.
„Hún verður meiri en
allur hagnaður út-
gerðarinnar því
þetta nær líka til
vinnslunnar. Þetta
getur ekkert
gengið.“
„Þetta getur
ekki gengið“
SKATTLAGNING Á SJÁVAR-
ÚTVEG MARGFALDAST
Friðrik J.
Arngrímsson