Morgunblaðið - 30.05.2012, Side 16
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bala Kamallakharan Íslensk-indverski fjárfestirinn sem stendur að Start-
up Iceland-ráðstefnunni í Reykjanesbæ í dag hefur búið hér frá árinu 2006.
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
„Það er uppselt á ráðstefnuna, við er-
um búnir að selja yfir 300 miða og ég
held að ljóst sé að þetta verður árleg-
ur viðburður,“ segir Bala Kamallak-
haran, íslensk-indverskur fjárfestir
sem er upphafsmaður alþjóðlegu
frumkvöðlaráðstefnunnar Startup
Iceland sem haldin er á Ásbrú í
Reykjanesbæ í dag. Um tíma leit út
fyrir að ekki yrði af hátíðinni þarsem
innlendar stofnanir vildu ekki taka
þátt, „en þá komu einstaklingar fram
og lönduðu verkefninu,“ segir Bala
glaðlega, „þetta er það Ísland sem ég
þekki og vil kynna fyrir frumkvöðlum
í Bandaríkjunum.“
Bala er kvæntur íslenskri konu
sem hann kynntist í Houston í Texas
og ákvað að flytja með henni til Ís-
lands árið 2006. Hann vann fyrst í
Glitni til ársins 2008 en hefur fjárfest í
fjölda nýsköpunarfyrirtækja og unnið
með íslenskum frumkvöðlum síðan
þá.
Lykilmenn í bransanum mæta
Á ráðstefnuna lukkaðist honum að
ná heimsfrægum fyrirlesurum í fyr-
irtækjum sem einbeita sér að nýsköp-
un, net- og tölvufyrirtækjum. Í þeim
hópi eru menn einsog Brad Feld sem
á stóra hluti í Foundry Group og
Zynga sem meðal annars framleiðir
hinn þekkta facebook-leik: Farmville.
Feld er samt líklegast þekktastur fyr-
ir að vera fyrsti fagfjárfestir í Twitter
en hann kom inní það árið 2006. Þá
verða nöfn einsog Ted Zoller á ráð-
stefnunni, hann er frá fyrirtækinu
Kauffman Foundation Senior Fellow
sem á stóran hlut í Clara, og Matt
Wilson, sem er einn eigenda Un-
der30CEO sem eru samtök forstjóra
undir 30 ára aldri í Bandaríkjunum en
stór hópur frá þeim samtökum mun
mæta á ráðstefnuna auk þess að fara
síðan í margra daga ævintýraferð um
landið í framhaldinu.
Að sögn Bala myndi hann frekar
sækja forritara hingað heldur en til
dæmis til Indlands þar sem er mjög
mikið af þeim vegna þess að þeir ís-
lensku séu svo góðir. „Þeir byrja svo
ungir,“ segir Bala. „Ég fjárfesti fyrir
skömmu í fyrirtæki hér þarsem frum-
kvöðullinn hafði byrjað um tíu ára
aldur þegar mamma hans var að
reyna að gera heimasíðu. Hann lærði
það og gerði þetta fyrir hana.“
Uppselt hjá
frumkvöðlum
Alþjóðleg ráðstefna um nýsköpun
16 FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2012
Svalaskjól
-sælureitur innan seilingar
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í 28 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Frábært skjól gegn vindi og regni
Yfir 40 litir í boði!
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
Viðskipti | Atvinnulíf
Væntingar Vaxa með hækkandi sól.
● Væntingar íslenskra neytenda jukust
lítillega í maímánuði, en væntinga-
vísitala Gallup, sem Capacent Gallup
birti í morgun, hækkaði um tvö stig frá
fyrri mánuði og mælist nú 73,3 stig.
Þetta er annar mánuðurinn í röð sem
væntingar landsmanna glæðast milli
mánaða. Á sama tíma í fyrra stóð vísi-
talan í 66,3 stigum og fara landsmenn
því mun bjartsýnni inn í sumarið nú
heldur en fyrir ári, en frá þessu er
greint í Morgunkorni Greiningar Ís-
landsbanka.
Væntingar Íslendinga
aukast lítillega í maí
● Vörusala á Spáni dróst saman um
9,8% í apríl, borið saman við sama
mánuð í fyrra. Samdrátturinn er mun
meiri en reiknað hafði verið með. Þetta
er 22. mánuðurinn í röð þar sem vöru-
sala dregst saman á Spáni.
Lítið hefur verið um góðar fréttir af
efnahagsmálum á Spáni. Atvinnuleysi
eykst enn og mælist nú 24%. Bankarnir
standa höllum fæti og mikill niður-
skurður í ríkisútgjöldum er í vændum.
Hrun í vörusölu á Spáni
● Arion banki hefur fengið láns-
hæfiseinkunnina B+ frá íslenska
matsfyrirtækinu Reitun, en einkunn
bankans byggist helst á því að hann
er með sterkt eigin- og lausafjárhlut-
fall ásamt öflugri markaðsstöðu og
því að hafa Seðlabankann sem bak-
hjarl. Meðal helstu áskorana sem
bankinn stendur frammi fyrir, að
mati Reitunar, er einsleit fjármögnun
þar sem Arion treysti of mikið á inn-
lán.
Arion hefur unnið að útgáfu sér-
tryggðra skuldabréfa sem hluta af
langtímafjármögnun bankans og fær
sú útgáfa matið A hjá Reitun.
Arion fær matið B+
STUTTAR FRÉTTIR
!"# $% " &'( )* '$*
+,-./-
,0,.-1
+,1./+
,+.2+/
,+.34,
+2.0/1
+4/.-3
+.1,11
+-1.+2
+1,.+,
+,-.2
,04./3
+,1.52
,+.252
,+.3-3
+2.0--
+43.44
+.14+/
+-1.51
+1,.35
,,3.+/44
+40.++
,04.-/
+,5.+3
,+.-/,
,+.132
+2.+3,
+43.5+
+.141,
+-5.4/
+14.0,
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Stjórn tölvu-
leikjaframleið-
andans CCP
leggur til fyrir
aðalfund félags-
ins, sem fer fram
12. júní næst-
komandi, að taka
skuldabréfalán
upp á allt að 20
milljónum
Bandaríkjadala,
jafnvirði ríflega
2,5 milljarða
króna, til fimm ára. Þetta kemur
fram í dagskrá fyrir aðalfund CCP
sem var auglýstur í dagblöðum í
gær. Skuldabréfið yrði með breyti-
rétti sem gerir þeim sem kaupir
bréfið kleift að breyta því í hluta-
bréf á tilteknum kjörum.
Í auglýsingu stjórnar CCP vegna
komandi aðalfundar kemur einnig
fram sú tillaga stjórnar að hún fái
heimild til að hækka hlutafé þess
um allt að 625 þúsund að nafnvirði
með útgáfu nýrra hluta. Útgáfan er
tengd skuldabréfaláninu. Þá er lagt
til að hluthafar hafi ekki rétt til
áskriftar að þessum nýju hlutum.
Ársreikningur CCP fyrir árið
2011 liggur ekki fyrir, en þó hefur
komið fram að velta fyrirtækisins í
fyrra hafi numið um 66 milljónum
dala, jafnvirði ríflega 8,3 milljarða
króna, sem er veruleg aukning frá
árinu 2010, þegar veltan nam 57
milljónum dala.
Samkvæmt samþykktum félags-
ins fyrr í þessum mánuði nam
hlutafé CCP ríflega 9,3 milljónum
króna að nafnvirði. Í árslok 2010
var eigið félagsins um 50 milljónir
dala, jafnvirði 6,5 milljarða króna.
Frá því hefur verið greint í fjöl-
miðlum að nýjasti tölvuleikur CCP,
Dust 514, muni formlega vera gef-
inn út síðar á þessu ári. Hjá CCP
starfa rúmlega 500 manns. EVE
Online, flaggskipsleikur CCP, er
einn vinsælasti leikur sinnar teg-
undar í heiminum. Áskrifendur í
dag eru rúmlega 350 þúsund.
Vill taka 2,5
milljarða
króna lán
Aðalfundur CCP
haldinn 12. júní
Tölvuleikir Hilmar
Veigar Pétursson,
framkvæmdastjóri
CCP.