Morgunblaðið - 30.05.2012, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2012
S HELGASON
steinsmíði síðan 1953
SKEMMUVEGI 48 ▪ 200 KÓPAVOGUR ▪ SÍMI: 557 6677 ▪ WWW.SHELGASON.IS
SAGAN SEGIR SITT
Nú, þegar fullveldi
íslensku þjóðarinnar
virðist vera í hættu
gagnvart ESB, er vert
að tína til trúarleg rök
fyrir áframhaldandi
sjálfstæði okkar.
Þá er ég ekki fyrst
og fremst að hugsa
um kristin rök; vegna
þess að kristnin er
svo fjölþjóðlega sinn-
uð, að hún er ekki einu sinni til
þess fallin að hindra að gervöll
Evrópa verði jafnvel að einu alls-
herjar lénsskipulagsbákni. (En þó
að væri hún kannski brúkleg sem
þröskuldur gegn ásælni asískra
ríkja á Vesturlöndum?)
Heldur er ég að hugsa um hin
forkristnu heiðnu trúarbrögð Evr-
ópu; sem endurspeglast í svæð-
isbundnum afbrigðum fyrst og
fremst; svo sem í vættatrúnni á Ís-
landi.
Ef við vildum safna saman slík-
um trúarlegum rökum um Ísland,
færi vel á að benda á
álfatrúna sem hefur
fylgt íslensku lands-
lagsumhverfi frá upp-
hafi byggðar. En af
þjóðsögum okkar má
kannski ráða að for-
feður vorir hafi verið
gjarnir á að hugsa um
landið allt sem eitt
sameinað konungsríki
álfa; ef marka má að
þar er sums staðar
vikið að álfakon-
ungum. (Sjá t.d.
Vættatal eftir Árna Björnsson
þjóðfræðing). Slíkt ætti að vera
boðlegt sem sjálfstæðisrök: ef
hugsað er um landið allt sem órofa
álfakonungsríki frá náttúrunnar
hendi; og mennsku íbúa þess sem
nokkurs konar leiguliða þeirra.
Hvaða rétt ættum við þá svo sem
til að selja land álfanna til ESB?
Þá myndu einnig umhverfismálin
blandast inn í málið; því ábyrg um-
gengni við náttúruna færi saman
við að raska ekki búferlum nátt-
úruvættanna; svo sem álfanna,
huldufólksins, dverganna og tröll-
anna. Þetta yrði þá að rökum fyrir
því að fara ekki offari í ferða-
mannaiðnaðinum þar sem Íslend-
ingar létu af hendi ráðstöfunarrétt
sinn yfir ferðamálaauðlindum til
útlendinga og erlendra fjárfesta
(svo sem kínverskra skálda og at-
hafnaskálda).
Þessa þætti væru ásatrúarfélags-
menn gjarnir á að árétta; sem og
að náttúruvættirnir hafi að fornu
og nýju tengst trúnni á hinum him-
neskari vættum; nefnilega goð-
unum. Og sýn Íslendinga á goðin
hefur óhjákvæmilega verið mótuð
af okkar sérstöku landsháttum:
Þannig hefur hinn íslenski bóndi
séð Þór sem veðurguð með öðrum
augum en starfsbróðir hans í Nor-
egi. Halda mætti því að það gæti
verið kappsmál fyrir Íslendinga að
halda því þjóðlega sjónarhorni á
trúmálin, frá árekstrum við erlend
þjóðabandalög.
Um leið er ljóst að íslensk heiðni
sækir styrk í sína evrópsku fortíð;
eins og hún birtist í öðrum öngum
hennar, svo sem í goðafræði Hell-
ena, Rómverja, Kelta; og jafnvel
fornþjóðarinnar Hittíta í Litlu-
Asíu; og víðar; er þykja tengjast
hinum meinta sameiginlega menn-
ingararfi indó-evrópskra tungu-
mála-þjóða. Því beri okkur um leið
að dýpka skilninginn á okkar þjóð-
lega trúararfi með því að skírskota
einnig til þeirra.
Í þessu sambandi má minna á að
við setningu Alþingis Íslendinga er
farið að færast í vöxt að sumir al-
þingismenn vilji þá ekki taka þátt í
að ganga til Dómkirkjunnar við
hlið Alþingishússins, af því þeim
ofbýður svo einhæf spyrðing
stjórnmála við þjóðkirkjuna. Í stað-
inn sting ég upp á því að þeir
gangi til ýmissa heiðinna stytta í
nágrenni Alþingishússins, og
skreyti þær blómsveigum. Má þar
nefna hinn heiðna landnámsmann
Ingólf Arnarson, á Arnarhóli, sem
og styttuna af riddaranum með
hinn Eddukvæðalega dreka við
vesturhlið Tjarnarinnar. Einnig
koma til greina styttan af Pallas-
Aþenu fyrir framan Mennta-
skólann í Reykjavík, styttan af
Adónisi; ástmanni Afródítu; við
Suðurgötu, og svo lengra áfram;
styttan af rómversku eplagyðjunni
Pómónu, við Hringbraut norðan
BSÍ.
Nýlega veitti Ásatrúarfélagið
myndarlegan styrk til þyrlukaupa
Landhelgisgæslunnar, minnugt
þess að skip þess hafa borið nöfn
Ásanna. Sýnist mér að þar hafi
þeir verið að árétta að guðirnir og
íslenska ríkið þurfi að standa
áfram saman að því að vernda
heiður og sjálfstæði íslensku þjóð-
arinnar; svo sem hefur verið.
Einn væntanlegra frambjóðenda
okkar til embættis forseta Íslands,
hefur það á stefnuskrá sinni að
þiggja lág laun fyrir þann vænt-
anlega starfa sinn. Væri þá ekki
þjóðlegt ef hann bæri því við að
forseti Íslands þægi í raun vald sitt
frá íslenska álfaveldinu Túle og
væri sem slíkur aðeins umboðs-
maður álfakonungsins í Túle og að
sá væri í raun konungur konungs-
veldisins Íslands? Yrði ekki Íslend-
ingum þannig að ósk sinni að hafa
bæði kóng og forseta yfir landi
sínu? Og frambjóðandinn gæti þá
jafnvel lofað að útvega nafn-
greindum vættum Vættatalsins ís-
lenska kennitölu?
Ég vil ljúka þessari hugleiðingu
minni á því að birta upphafið á
ljóði mínu úr einni af mínum
mörgu ljóðabókum; en það nefnist:
Ég brynni Músum; og fjallar það
um nálgun mína að áðurnefndri
styttu af Pómónu, með forn-
eskjulegu trúarlegu hugarfari:
Hef næstum, í æsingi / gengið
framhjá. / Sný við og paufast upp /
snjóbjartan stíginn í leiðslu. / „Fyr-
irgef þú oss Guð / að við blótum þín
lægri goð.“ / Tek fram ílát með hun-
angi. / Augun og eyrun þanin / er
ég gaumgæfi þrusk í myrkrinu. / Tek
til við að sprauta hunanginu / við
fætur hennar. / Augun mín sérlega
ljósnæm. /
Sjálfstæðið og trúmálin
Eftir Tryggva
V. Líndal »Ef við vildum safna
saman slíkum
trúarlegum rökum um
Ísland, færi vel á að
benda á álfatrúna sem
hefur fylgt íslensku
landslagsumhverfi frá
upphafi byggðar.
Tryggvi V. Líndal
Höfundur er skáld og mannfræðingur.
Hvað er að vera
þjóðernissinnaður?
Hvað er þjóðern-
iskennd? Hvað er ras-
ismi? Það er ekki
hægt að halda áfram
nema að minnast á þá
hugmyndafræði sem
kölluð er nasismi.
Nasisminn var mjög
öfgafullur og herskár
þjóðernissósíalismi og
telst vera ein tegund af fasisma.
Heilbrigð þjóðerniskennd venjulegs
fólks var misnotuð til hins ýtrasta
og notaðar voru til þess úthugsaðar
blekkingar og háþróuð áróð-
urstækni.
Jarðvegur nasismans var meðal
annars niðurlæging Þjóðverja eftir
fyrri heimsstyrjöldina og upp-
gangur kommúnisma sem kallaði á
hörð viðbrögð ýmissa afla í þýsku
þjóðfélagi. Nasisminn var hrein-
ræktaður öfgafasismi og það þekkja
allir afleiðingarnar af fasismanum
og þeim hörmungum sem hann olli.
Það er því eðlilegt að þjóðern-
iskennd og það að vera þjóðern-
issinni yrði að skammaryrði í Evr-
ópu í áratugi og væri litið hornauga.
Þetta hefur verið að breytast mjög
hratt síðustu tvo áratugina. Það er
ekki lengur skamm-
aryrði að vera þjóðern-
issinnaður, heldur
þvert á móti. Að því
tilskildu að hófsemin
sé höfð í hávegum.
Þetta er augljóst af
hröðum uppgangi til-
tölulega hófsamra
þjóðernisflokka í Evr-
ópu.
Þeir flokkar sem ná
árangri eru yfirleitt
hófsamir eða til-
tölulega hófsamir, en
þeir öfgafullu sitja á jaðrinum. Hóf-
semin er ávallt vænlegust til árang-
urs og helst í hendur við heiðarleika
og réttsýni. Við í Bjartsýnis-
flokknum erum hófsamir þjóðern-
issinnar og við ætlum að feta þá
braut vandlega.
Það er misskilningur að þjóðern-
issinnar séu alltaf yst til hægri í
stjórnmálaskoðunum. Þeir geta líka
aðhyllst vinstristefnu eða hófsama
miðjustefnu. Það að vera þjóðern-
issinni hefur ekkert að gera með
vinstri eða hægri í stjórnmálum þó
vissulega séu þeir oftast á hægri
væng stjórnmálanna.
Þjóðerniskennd virðist mann-
inum eðlislæg þó misdjúpt sé á
henni hjá fólki. Stór hluti fólks hef-
ur heilbrigða þjóðerniskennd og
stóran hluta fólks má skilgreina
sem hófsama þjóðernissinna. Þetta
er fólk sem lítur svo á að þjóðin og
þjóðríkið sé hornsteinn mannlegra
samfélaga. Það vill halda í menn-
ingu og hefðir síns lands og það vill
hægfara þróun í samfélagsgerð, en
ekki byltingar. Það finnur sam-
kennd með þjóð sinni og landi sínu.
Maðurinn er frumstæður í eðli
sínu og hefur lengst af búið í litlum
og einsleitum samfélögum sem
kalla má ættbálkasamfélög. Áður
fyrr voru þjóðir tiltölulega fámenn-
ar og einsleitar. Fólk sem tilheyrði
hverri þjóð eða ættbálki fyrir sig
hafði svipaðar rætur og svipaðan
menningarlegan bakgrunn. Sam-
heldnin var mikil og samkenndin
var sterk.
Maðurinn hefur lítið breyst frá
því á steinöld. Við stjórnumst af
sálrænum og tilfinningalegum þátt-
um. Við erum frumstæð inn við
beinið. Mikil fjölmenning þar sem
öllum kynþáttum er blandað saman
er órökrétt og hentar illa flestu
fólki. Ef mikil fjölmenning á að
ganga upp snurðulaust, þá verður
mannlegt eðli að breytast.
Þegar ég tala um mikla fjölmenn-
ingu þá meina ég þjóðfélag þar sem
enginn kynþáttur er í meirihluta og
þjóðin er í raun samsafn margra
þjóðarbrota sem mynda eina rík-
isheild með sameiginlegri stjórn.
Þegar á næstu öld verður ástandið
þannig hjá flestum þjóðum Evrópu
og er Ísland þar ekki undanskilið.
Það mun þó varla ganga snurðu-
laust fyrir sig að breyta einsleitum
þjóðum Evrópu í þjóðir sem eru í
reynd samsafn margra þjóðarbrota.
Sæluríki fjölmenningarsinna er
blekkingin og martröðin ein eins og
er að koma í ljós í Evrópu. Úlfúð,
spenna og sundrung ræður þar
ríkjum og er ástandið síversnandi
þrátt fyrir heilaþvott og áróður fjöl-
menningarsinna.
Það eru í gangi þjóðflutningar til
ESB frá fátækum löndum utan
Evrópu. Landamæri ESB eru hrip-
lek og inn streyma ólöglegir inn-
flytjendur í stórum stíl. Þeim sem
þykjast vera flóttamenn fjölgar
einnig gríðarlega og sumir þeirra
bjóða sig velkomna í frítt uppihald
og dekur á Íslandi.
Fólk sem er þjóðernissinnar eða
hefur heilbrigða þjóðerniskennd
verður oft fyrir fordómum og er
ásakað um að vera rasistar. Það er
erfitt að skilgreina rasisma og eru
margar skilgreiningar í notkun, en
oft er notuð þröng skilgreining sem
segir að rasismi sé heift og for-
dómar sem beinist að öðrum kyn-
þáttum, mismunun fólks eftir kyn-
þáttum og að öðrum kynþáttum sé
sýnd lítilsvirðing. Þeir sem eru á
móti þjóðernissinnum nota oft mjög
víða skilgreiningu og eru oft mjög
fordómafullir og fljótir að ásaka
venjulegt fólk með heilbrigða þjóð-
erniskennd um rasisma.
Fjölmenningarsinnar eru oft
mjög óraunsæir, illa jarðtengdir og
skortir hæfileikann til að horfa til
framtíðar. Þeir nota óspart heima-
tilbúnar skilgreiningar á rasisma til
að koma höggi á þá sem ekki eru
þeim sammála.
Ég vill benda á upplýsandi og at-
hyglisverða grein um rasisma á vef
Los Angeles Times. Sjá vefslóðina á
bloggi Bjartsýnisflokksins á blog.is.
Það má lesa á milli línanna í grein-
inni að það eru tilfinningaleg og sál-
ræn rök fyrir því að mikil fjölmenn-
ing þar sem öllum kynþáttum er
blandað saman getur aldrei gengið
upp í sátt og samlyndi. Hún hentar
manninum illa sökum andlegrar
uppbyggingar hans og eðlislægra
viðbragða.
Eftir Einar Gunnar
Birgisson » Fólk sem er þjóðern-
issinnar eða hefur
heilbrigða þjóðernis-
kennd verður oft fyrir
fordómum og er ásakað
um að vera rasistar.
Einar Gunnar Birgisson
Höfundur er formaður
Bjartsýnisflokksins.
Þjóðernissinnar og rasistar