Morgunblaðið - 30.05.2012, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2012
Rúmlega 100 reiðhjól verða boðin
upp hjá óskilamunadeild lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu laug-
ardaginn 9. júní nk. klukkan 13.
Þetta eru reiðhjól sem hafa fund-
ist í óskilum víða í umdæminu og
enginn hefur hirt um að sækja.
Uppboðið verður haldið í húsnæði
Vöku í Skútuvogi 8 í Reykjavík.
Væntanlega verður líf og fjör á
uppboði lögreglunnar enda á það
sér langa sögu og á þeim er jafn-
an múgur og margmenni.
Á síðasta ári voru tilkynningar
um stolin reiðhjól tæplega 650 hjá
lögreglunni á höfuðborgarsvæð-
inu. Ekki er ljóst hvað verður um
meirihluta þeirra enda berst að-
eins hluti hjólanna til óskil-
amunadeildar. Lögreglan bendir
fólki á mikilvægi þess að geyma
reiðhjól á eins öruggum stað og
unnt er og alls ekki skilja þau eft-
ir ólæst.
Reiðhjól boðin upp
Landvernd og Náttúruverndar-
samtök Suðvesturlands (NSVE)
efna til opins fundar til bjargar
náttúruperlum í Reykjanesfólk-
vangi og nágrenni. Að loknum
framsöguerindum verða pallborðs-
umræður með fulltrúum stjórn-
málaflokkanna þar sem fundar-
gestum gefst færi á að spyrja
þingmenn spurninga. Fundurinn
fer fram í Tjarnarbíói miðviku-
dagskvöldið 30. maí kl. 20-22.
Erindi flytja Sigmundur Einars-
son jarðfræðingur, Ellert Grétars-
son, stjórnarmaður í NSVE, og
Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur.
Fundarstjóri verður Guðmundur
Ingi Guðbrandsson, fram-
kvæmdastjóri Landverndar, og
stjórnandi pallborðs Sigríður Þor-
geirsdóttir, prófessor í heimspeki
við Háskóla Íslands.
Málþing haldið um
Reykjanesfólkvang
Borgarbókasafnið efnir til viku-
legra kynningarfunda um forseta-
embættið og frambjóðendur til
embættisins. Fundirnir verða á
miðvikudögum kl. 17.15-18.15 í
aðalsafni Borgarbókasafns,
Tryggvagötu 15.
Í dag, 30. maí kl. 17.15-18.15,
munu frambjóðendurnir Ari
Trausti Guðmundsson, Hannes
Bjarnason og Þóra Arnórsdóttir
kynna sig og áherslur sínar.
Fundirnir eru öllum opnir.
Framboðskynning
Miðvikudaginn
30. maí heldur
Helga Hilmis-
dóttir fyrirlestur
á vegum Ís-
lenska málfræði-
félagsins og Mál-
vísindastofnunar
Háskóla Íslands.
Erindið nefnir
hún Tengsl
tíðarmerkingar og áherslu: Notk-
un orðræðuagnarinnar nú í ís-
lensku talmáli. Það fer fram í
stofu 423 í Árnagarði og hefst kl.
16:00.
Í fyrirlestrinum verða kynntar
niðurstöður rannsóknar sem fyrir-
lesari gerði á notkun orðanna nú
og núna í íslensku talmáli. Við
rannsóknina var stuðst við kenn-
ingar og aðferðafræði samskipta-
málfræðinnar.
Tengsl tíðarmerk-
ingar og áherslu
Helga Hilmisdóttir
STUTT
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Þrír af þeim 15-20 hellum sem
Hellarannsóknafélag Íslands vill að
verði lokað eru á svæði sem nýtur
sérstakrar verndar samkvæmt lög-
um. Umhverfisstofnun hefur sent
erindi félagsins um lokun hellanna
til umsagnaraðila og verður
ákvörðun um lokun ekki tekin fyrr
en umsögnin liggur fyrir, að sögn
Ólafs A. Jónssonar, sviðsstjóra á
sviði náttúruauðlinda hjá Umhverf-
isstofnun.
Á valdi landeiganda
Ólafur bendir á að verndarstaða
hella sem eru utan friðlýstra svæða
sé ekki góð. Dropsteinar og
hraunstrá séu reyndar friðlýstar
minjar sem ekki megi skemma en
hellarnir sem slíkir njóti almennt
ekki verndar. Utan friðlýstra
svæða sé það á valdi landeiganda á
hverjum stað hvort hellar eru frið-
lýstir.
Ólafur segir að hjá stofnuninni
deili menn áhyggjum af ástandinu
með Hellarannsóknafélaginu.
Eitt af því sem hafi aukið umferð
um hella sé að upplýsingar um
staðsetningu margra þeirra hafi
verið gerðar aðgengilegar. Áður
hafi staðsetning þeirra verið á
fárra vitorði og það hafi stuðlað að
verndun.
Þrír hellar hafa verið friðlýstir til
að koma í veg fyrir að þeir spilllist
af mannavöldum; Árnahellir, Jör-
undur og Kalmannshellir.
Bíða umsagnar vegna lokunar
Verndarstaða hella utan friðlýstra
svæða er ekki góð Þrír friðlýstir
Ljósmynd/Guðni Gunnarsson
Friður Úr Árnahelli en hann er frið-
lýstur og af ærnu tilefni.