Morgunblaðið - 30.05.2012, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 30.05.2012, Qupperneq 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2012 ✝ Karitas JónaFinnbogadóttir fæddist að Látrum í Aðalvík 29. októ- ber 1926. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Hlévangi sunnudaginn 20. maí sl. Foreldrar henn- ar voru Finnbogi Friðriksson, sjó- maður og verka- maður frá Látrum í Aðalvik, f. 1.12. 1901, d. 9.11. 1968, og kona hans Guðrún Jóna Jóns- dóttir frá Látrum, f. 10.12. 1900, d. 27.12. 1967. Systkini Karitasar eru: Kjartan Henry f. 28.5. 1928, d. 25.2. 2005, Grétar f. 28.5. 1928, d. 9.12. 2002, Ragna Stefanía f. 12.1. 1930, d. 10.9. 2003 og Þóra (Lilla) f. 6.7. 1933. Karitas bjó að Látrum í Að- alvík með fjölskyldu sinni til 16 ára aldurs en flutti þá með sínu fólki í Hnífsdal, þar sem hún Davíð Orri f. 2006. María (ætt- leidd) f. 1969, Gunnar Þór f. 1974 og Tinna Karen f. 1980. 2. Laufey Auður f. 1956 eig- inmaður Sigurbjörn Gúst- avsson f. 1955, synir þeirra eru: Kristján f. 1977, unnusta hans er Jóhanna Hildur Hauksdóttir, þau eiga þrjú börn, Gústav f. 21.3. 1983, d. 21.5 1985, Gústav Adolf f. 1985 kvæntur Kristínu Magn- úsdóttur, þau eiga tvær dætur, Freyr f. 1987, hann á eina dóttur, Arnar f. 1987. 3. Ingi- björg Guðrún f. 1960 eig- inmaður Páll Fanndal f. 1965, dóttir þeirra: Karitas Guðrún f. 1998, synir Páls af fyrra hjónabandi eru Andri Már f. 1983 og Sigurður Ingi f. 1989. Kaja, eins og hún var ætíð kölluð, vann ýmis þjón- ustustörf í Keflavík. Þegar starfsferli hennar lauk vann hún hjá Kaupfélagi Suð- urnesja við mötuneyti þess. Kaja var meðlimur í Systra- félagi Keflavíkurkirkju og for- maður um árabil. Einnig söng hún í kór kirkjunnar í rúm 20 ár. Kaja verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag, 30. maí 2012, og hefst athöfnin kl. 11. bjó um tíma. Á Patreksfirði kynn- ist hún eiginmanni sínum Kristjáni Hákoni Þórðarsyni f. 1.12. 1922, þau gifta sig í desem- ber 1947 og flytja síðar til Keflavík- ur. Kristján lést 14.12. 1975. For- eldrar hans voru Þórður Valdimar Marteinsson f. 1879, d. 1929 og Ólafía Ingibjörg Elíasdóttir f. 1885, d. 1970 frá Barðastrand- arhreppi. Dætur Kristjáns og Karitasar 1. Þórdís Jóna f. 1950, eiginmaður Þórður Gunnar Valdimarsson f. 1950. Þau slitu samvistum. Eig- inmaður Magnús Jónsson f. 1953, d. 2006. Börn Þórdísar og Þórðar Gunnars eru Hildur Björk f. 1967. Eiginmaður Tryggvi Tryggvason f. 1963. Þeirra synir eru: Stefán Þór f. 1989, Tryggvi Snær f. 2000 og Seztu hérna hjá mér, systir mín góð. Í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð. Í kvöld skulum við vera kyrrlát af því, að mamma ætlar að sofna rökkrinu í. Mamma ætlar að sofna. Mamma er svo þreytt. – Og sumir eiga sorgir, sem svefninn getur eytt. Sumir eiga sorgir, og sumir eiga þrá, sem aðeins í draumheimum uppfyllast má. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Takk, elsku mamma mín, fyrir samfylgdina og hvíl þú í friði. Þín dóttir, Ingibjörg. Í dag kveð ég móður mína og bið góðan Guð að vísa henni leið- ina heim. Heim til horfinna ást- vina og frændgarðsins stóra, heim í ljósið og friðinn. Leyfa henni að hvílast smá því hún var orðin örþreytt og ekki lengur lík glaðværu en um leið ákveðnu konunni sem við munum best eft- ir. Mig grunar þó að hún verði fljót að safna kröftum og taka gleði sína á ný, jafnvel fá sér góða skó til að dansa á í sumarlandinu eilífa. Mamma var að eðlisfari lífs- glöð kona. Oft brá þó fyrir óþol- inmæði, stjórnsemi og skaphita. Hún lá ekki á meiningu sinni og það gat gustað af henni eins og sagt er, þá hélt maður niðri í sér andanum en augnabliki síðar var allt búið og gleymt og næsta mál komið á dagskrá. Hún var rækt- arsöm við vini og vandamenn og vildi öllum vel. Mamma var líka mikil félagsvera, elskaði að dansa og syngja, vera í kórum og fé- lögum, ferðast, láta sólina skína á sig og svo lofsöng hún Aðalvík sem hlaut að vera himnaríki á jörðu. Ef hægt hefði verið að dansa burt leiðindi, vandamál, rigningar og bakverki, þá væri hún dansari með prófskírteini í kjólvasanum. Hún hafði mikinn metnað fyrir hönd okkar systra, vildi að við værum duglegar og iðnar við nám og störf, kynnum að bíta á jaxlinn og spýta í lófana þegar á móti blési og gefast aldrei upp. Hún lagði mikið upp úr að við værum vel til fara og við vönd- umst því sem börn að sofna við suðið í saumavélinni. Ég var orð- in tvítug þegar ég keypti fyrsta kjólinn minn úr verslun. Fáeinum dögum eftir andlát mömmu sat fimm ára dótturson- ur minn niðurlútur og hljóður í stólnum sínum og sagði allt í einu upp úr eins manns hljóði: „Mamma, ég er eitthvað svo nið- urdreginn.“ Hann var búinn að vera mikið hugsi dagana á undan yfir fréttunum af langömmu sinni og var að reyna að skilja hvað hefði gerst. Þannig líður okkur núna. Nú eru báðir foreldrar farnir og komið að næstu kynslóð að bera áfram það besta frá báð- um. Elskulegur faðir okkar kvaddi þetta líf óvænt og skyndilega 14. des. 1975. Þá vorum við systurn- ar ungar og vissum fátt um lífsins ólgusjó. Áfallið var gífurlegt og við gátum ekki lyft penna af sorg. En hann er jafnnálægt okkur í huga og hjarta eftir öll þessi ár, sumt breytist aldrei og umhyggja hans fyrir okkur systrunum gleymist aldrei. Mikið er gott að eiga þá trú og sannfæringu að öll hittumst við á ný að lokum. Sú trú fleytir manni yfir svo ótalmarga erfiðleika og færir okkur styrk, von og til- hlökkun um endurfundi. Með þessa vissu kveð ég mömmu í dag, þakka henni fyrir mig og börnin mín og sérstaklega fyrir hvað hún var góð við og hugsaði vel um hana Hildi Björk mína. Þórdís. Við ysta Dumbshaf er Aðalvík, fagurlega skorin inn í nyrsta hluta Vestfjarðakjálkans sem í daglegu tali er kallað Horn- strandir. Þarna höfðu kynslóð- irnar háð sína baráttu við ein- angrun og miskunnarlaus náttúruöfl sem mótað hafa þær og merkt. Í þessari vík var hún Karitas Jóna Finnbogadóttir tengdamóðir mín, sem borin verður til grafar í dag, fædd og uppalin. Aldrei heyrði ég Kaju tala um að einhver hefði ekki átt til hnífs og skeiðar eða skortur hefði hrjáð Aðalvíkinga, þar kemur án efa til samhjálp samfélagsins þar sem máltækið að enginn verði fá- tækur af því sem hann gefur var ofarlega í huga fólks. Þannig upp- lifði ég Kaju, sífellt gefandi, jafn- vel gjafir sem henni voru gefnar á jólum eða afmælum enduðu oftar en ekki í gjafapappír til einhvers sem henni fannst frekar þurfa á viðkomandi gjöf að halda og var skondið að sjá sjal, vettlinga, hálsmen eða eldfast mót sem henni hafði verið fært að gjöf í höndum einhvers skyldmennis eða vinar. Kaja var fædd á Látrum í Að- alvík, þar sleit hún barnsskónum, gekk í Látraskóla og hefur sóst námið vel eins og sést á vitnis- burði hennar dagsettum 28. apríl 1940 þar hún lýkur fullnaðarprófi með aðaleinkunn upp á 9,4. Árið 1942 ákváðu foreldrar hennar að flytja í Hnífsdal. Kaju var minnisstætt ferðalagið í Hnífsdal á opnum mótorbát og ferðafélaginn var kýrin af bæn- um þær höfðu ekki komist með bátnum sem fór með aðra fjöl- skyldumeðlimi og þar sem Kaja var elst 5 systkina sinna kom það í hennar hlut að koma á eftir. Dvölin varð ekki löng í Hnífsdal, og lá leiðin til Patreksfjarðar þar hún kynntist eiginmanni sínum Kristjáni Þórðarsyni er lést um aldur fram í desember 1975. Frá Patreksfirði lá leið hinna nýgiftu hjóna til Keflavíkur þar sem Kristján hóf nám í múrara- iðn en Kaja vann almenn verka- kvennastörf. Leiðir okkar Kaju lá saman 1994 þegar Ingibjörg hennar yngsta dóttir kynnti mig fyrir þessari smávöxnu konu með skarpa andlitsdrætti og hvasst augnaráð þar sem skærblá augu mældu og mátu þennan tilvon- andi tengdason. Það tók okkur Kaju nokkur ár að átta okkur hvort á öðru en eft- ir að okkur Ingibjörgu fæddist dóttir 1998 sem við skírðum Kar- itas Guðrúnu voru mér allir vegir færir í okkar samskiptum, reynd- ar hafði Kaja orð á því að henni þætti ótrúlegt að við gætum átt svona fallega og vel gefna „dömu“. Kaja tók strax miklu ástfóstri við nöfnu sína sem hún kallaði ýmist „elska“ eða „daman mín“ Kaja flakkaði með nöfnu sína á milli ættingja og vina í Keflavík en það var eitt af einkennum Kaju að halda sambandi við sam- félag burtfluttra Aðalvíkinga og ættingja, við þetta ólst Karitas Guðrún upp og var til þess tekið á leikskólanum hennar að hún tal- aði snemma eins og gamla fólkið. Þegar Elli kerling sótti á Kaju og minnið fór að verða gloppótt og heilsunni hrakaði var það nafna hennar sem sýndi ömmu sinni einstaka þolinmæði, ást og um- hyggju og uppskar Kaja þar eins og hún sáði til. Kaja lifði tímana tvenna, kynntist gæfu og gjörvileika og skilur eftir sig ríkan arf sagna og reynslu. Þinn tengdasonur Páll Fanndal. Elsku amma mín. Mér þykir svo óskaplega vænt um þig. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá þér síðustu stundirnar og geta haldið í hönd þína, þennan sólríka morgun 20. maí. sl. En það var sárt að kveðja þig. Ég veit í hjarta mínu að þú ert komin heim og brátt munt þú hitta afa á ný, systkini þín og fjöl- skyldur frá Aðalvík. Þú varst svo sterk og sjálf- stæð. Þér leið best í margmenni því þú varst svo félagslynd. Þér þótti líka svo gaman að syngja og dansa, fara í veislur og afmælis- boð. Þú hafðir þann eiginleika að geta spjallað við alla. Þú varst einstaklega dugleg að fara í heimsóknir til vina og ætt- ingja því þér fannst mikilvægt að hugsa um aðra, vildir allt fyrir alla gera. Þú varst mér mjög góð og hugsaðir vel um mig þegar ég bjó hjá þér í Keflavík. Við áttum vel saman. Þú kenndir mér margt um lífið og tilveruna. Vildir að ég væri sjálfstæð og dugleg. 10 ára var ég farin að bera út Morgun- blaðið í afleysingum eitt sumarið og þú passaðir vel upp á að ég sinnti þessari vinnu vel. Á þeim tíma þurfti ég sem blaðberi að ganga í hús og rukka fyrir áskriftina, en það gekk nú misvel. Þá bað ég þig að koma mér í eitt skipti og náðum við að rukka allt saman á einu kvöldi. Fólk komst nú ekki upp með neitt múður ef þér mislíkaði eitthvað. Eftir að ég flutti til Reykjavík- ur og eignaðist fyrsta barnið mitt, Stefán Þór, varstu dugleg að koma til mín og hjálpa mér. Þú passaðir hann oft ef það var frí í leikskóla eða þegar hann var las- inn, bara svo ég gæti komist í vinnuna. Oft komum við til þín um helgar til Keflavíkur og gist- um hjá þér. Ég man eftir að þú varst búin að kaupa eða fékkst gefins notaðan barnavagn eða svalavagn eins og þú kallaðir hann, svo að Stefán Þór gæti sof- ið úti í vagni á svölunum hjá þér. Á tímabili voru til 2 eða 3 svala- vagnar sem þú varst búin að sanka að þér. Við hlógum mikið þegar við vorum að rifja upp þennan tíma fyrir nokkrum ár- um. Það voru mikil viðbrigði fyrir þig að þurfa að hætta að keyra. Þér fannst erfitt að þurfa biðja aðra um að skutla þér. Á þeim tíma þegar ég var heimavinnandi þá komstu til okkar Tryggva og strákanna í heimsókn og gistir hjá okkur. Oft sátum við með kaffibolla úti á palli þegar veðrið var gott eða við eldhúsborðið þar sem þú last blöðin í rólegheitum. Svo fannst þér voða gott að leggja þig aðeins og hlusta á út- varpið. Þetta eru svo margar góðar stundir sem við áttum saman. Mikið á ég eftir að sakna þín. Ég vil þakka þér fyrir að hugsa svona vel um mig og fjölskyldu mína. Bið góðan Guð að vera með þér og hvíl þú í friði, elsku amma. Hildur Björk og fjölskylda. Elsku amma mín. Þegar ég hugsa til baka ert þú með fyrstu manneskjum sem ég man eftir. Þegar þú sóttir mig fyrr á leik- skólann, gafst mér uppáhaldið mitt, núðlusúpu, sem ég borða ennþá með bestu lyst, við lögðum okkur í sófanum þínum, þú slóst létt á lærið á mér og puffaðir svo framan í mig á meðan við sváfum, fórst með mig á rúntinn til Guggu og Jóa, Ástu „ömmu“ eða Kjart- ans og Gauju og keyrðir mig svo alsæla heim. Mamma var nú ekki sú ánægðasta með lúrinn því ég sofnaði aldrei fyrr en um mið- nætti en þú sagðir alltaf að „dam- an sín“ hefði verið svo þreytt og ég kinkaði kolli með. Þú leyfðir mér alltaf að dingla á milli fram- sætanna í engu belti og ég gleymi því aldrei þegar löggan kom og ætlaði að stoppa okkur, þú keyrð- ir bara áfram og alla leið heim þar sem löggan skammaði þig en ég hvarf undir sætið af hræðslu. Samt hélt ég áfram að dingla í engu belti þangað til þú hættir að keyra. Þú montaðir þig á öllum stöð- um af mér og nafninu mínu og eitt sinn þegar við fórum í veislu spurði Bjarni frændi: „Er þetta hún Kaja litla?“ Þú hristir haus- inn, leist á mig og ég svaraði: „Ég heiti ekki Kaja, ég heiti Karitas,“ og setti í brýrnar og fólk hlær enn að þessu í dag. Mér fannst yndislegt þegar það kom sólríkur sunnudagur og ég kom að húsinu þínu og sá bíl- inn hans Kalla afa, en hann var góður vinur þinn sem ég kalla enn þann dag í dag „Kalla afa“. Ég hoppaði inn og rauk í fangið á honum og kyssti þig á kinnina. Svo sóttuð þið mig stundum um tólfleytið á leikskólann á föstu- dögum og við brunuðum upp á Kiðjaberg í sumarbústaðinn hans afa. Við komum alltaf við í Eden og ég fékk ís og talaði við brand- araapann Bóbó. Ég var alltaf svo hrædd við kjallarann í bústaðnum og ímyndaði mér að þar ætti Glanni glæpur heima. Í eitt skiptið fór- um við afi þangað niður og ég há- grét af hræðslu, jafnvel þótt öll ljósin væru kveikt og ekkert væri þar nema ein sturta. Þá fóruð þið með mig út í berjamó og ég kom inn aftur berjablá í framan skelli- hlæjandi. Þú talaðir alltaf fallega um Kristján afa og mér þykir svo vænt um það. Þú sagðir að hann hefði verið myndarlegur og flott- ur karlmaður sem hefði dáð mig og elskað hefði hann náð að lifa og ég vildi óska að það hefði gerst. Þegar þú fórst svo á elli- heimilið fyrir tveimur árum leið þér svo illa að þurfa að fara af Sunnubrautinni, en ég huggaði þig og kom eins oft og ég gat til þín í heimsókn að fá kaffi og mola og veitti þér eins mikla þolin- mæði og þú þurftir. Það sem ég mun alltaf muna um þig er að þú hefur sagt síðan ég fæddist, sem eru 14 ár, að þú ætlaðir að lifa ferminguna mína og þú gerðir það að sjálfsögðu, þú gerðir hana fullkomna. Þetta var algjört kraftaverk, þú veiktist rétt fyrir hana og svo mánuði síðar kvaddir þú þennan heim. Elsku amma, ég gæti ekki átt betri minningar um þig og þú verður alltaf yndi mitt og stolt. Hvíldu nú í friði og vakið þið Kristján afi yfir mér alla mína ævi. Ég elska þig og ber nafnið þitt með stolti. Þín dama, Karitas Guðrún. Karitas Jóna Finnbogadóttir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGÞÓRA GUNNBJÖRT KRISTINSDÓTTIR, Þykkvabæ 5, Reykjavík, andaðist þriðjudaginn 22. maí á hjúkrunar- heimilinu Skjóli. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 1. júní og hefst athöfnin kl. 15:00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. Svava Benediktsdóttir, Guðmundur Birgir Salómonsson, Ágúst Benediktsson, Sigríður Margrét Sigurðardóttir, Gréta Benediktsdóttir, Kristján Knútsson, Ásta Benediktsdóttir, Sigmar Arnar Steingrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDA ÓLAFSDÓTTIR húsmóðir, Víðivöllum 26, Selfossi, lést á krabbameinsdeild Landspítalans föstudaginn 25. maí. Útför hennar fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 1. júní kl. 13.30. Jón Viðar Guðjónsson, Carola Ida Köhler, Steinþór Guðjónsson, Sigríður Garðarsdóttir, Reynir Guðjónsson, Soffía Stefánsdóttir, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Sigurður Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR STEFÁNSSON, Skipholti, Hrunamannahreppi, lést á Kumbaravogi sunnudaginn 27. maí. Sigrún Guðmundsdóttir, Jónas Guðgeir Hauksson, Úlfar Guðmundsson, Brigitte Brugger, Sigþrúður Guðmundsdóttir, Gunnar M. Sandholt, Karl Guðmundsson, Valný Guðmundsdóttir og barnabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL RAGNAR GUÐMUNDSSON frá Mið-Mói, Forsæti 10 A, Sauðárkróki, er látinn. Jarðarförin auglýst síðar. Sigríður Pálsdóttir, Guðmundur Óli Pálsson, Guðrún Kristín Kristófersdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.