Morgunblaðið - 30.05.2012, Side 23

Morgunblaðið - 30.05.2012, Side 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2012 Ultimate Greens: Spirulina pakkað af næringaefnum sem gefa mikla orku. Barley Grass kemur á réttu pH gildi og gerir líkamann basískan. Chlorella hreinsar líkamann af auka– og eiturefnum, þungmálmum og geislunum. Fæst í Lifandi Markaður, Lyfjaver, Yggdrasil. www.celsus.is lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar Fáðu heilsuna og orkuna upp! Kraftmesta ofurfæði jarðar Fyrir nokkru birtist hér í blaðinu pistill eftir höfund þessarar grein- ar um hinar miklu fisk- ræktarframkvæmdir á sviði laxastigagerðar í ám hér á landi á sein- ustu öld. Mig langar til að ljúka þessari um- fjöllun með því að greina frá tveimur til- vikum af þessu tagi sem skiluðu óvenju glæsilegum árangri í fiskrækt í viðkomandi vatnakerfum. Straumvötn þessi eru á Vest- fjörðum og Austurlandi. Það skemmtilega er að árnar eru í lands- hlutum þar sem laxinn átti fyrr á ár- um erfitt uppdráttar þegar á heildina var litið. Árnar yfirleitt stuttar og kaldar og langflest straumvötnin sil- ungsár. Af 54 fiskihverfum vatnsfalla á Vestfjörðum eru 17 laxveiðiár. Af hliðstæðum 27 fiskihverfum á Aust- urlandi eru 8 laxveiðiár. Laugardalsá var laxlaust fiskihverfi Í Laugardalsá var ófiskgengur Einarsfoss neðst í ánni en vatnakerfi árinnar er 16 km að lengd með tvö lít- il stöðuvötn ofarlega í kerfinu. Árið 1936 var sleppt kviðpokaseiðum í ána af hrognum sem klakið var út á Ísa- firði, fengin úr Elliðaárlaxi. Nokkrum árum síðar veiddust um sex tugir laxa í ánni neðan við Einarsfoss. Eigendur við ána stofnuðu Fiskræktar- og veiðifélag um ræktun árinnar 1940 og hafist var handa um að ryðja laxi leið um fossinn jafnframt því að sett voru næstu árin árlega laxaseiði í ána. Á ýmsu gekk í þeirri glímu sem reynd- ist erfið á köflum en skilaði árangri þannig að laxastofninn byggðist upp í ánni. Það er loks 1969 að byggður er fullkominn laxastigi við Einarsfoss. Árleg meðalveiði í ánni 1974-2010 var 368 laxar (Veiðimálastofnun) en besta árleg veiði var 703 laxar 1978. Selá í Vopnafirði Í Selá í Vopnafirði var byggður fullkominn laxastigi hjá Selárfossi 1967 en hann er 7 km frá sjó. Við það opnaðist göngufiski ríf- lega 30 km langt svæði ofar í ánni. Árleg með- alveiði í ánni á árunum 1947-1967 var um 160 laxar en árleg með- alveiði 1981-2000 var hins vegar 882 laxar. Sýnir þetta vel hversu slík framkvæmd í fisk- rækt getur skilað frá- bærum árangri. Í op- inberri skýrslu Búnaðarfélagsins 1945 segir að lax- reytingur sé í ánum 3 í Vopnafirði. Á seinni hluta síðustu aldar hafa orðið mikil umskipti til aukinnar laxgengd- ar og veiði, einskonar laxveiðibylting í ánum í Vopnafirði. Stjórnun og rannsóknir í veiðimálum Að lokum má geta þess að veiði- málastjóri hafði lögum samkvæmt umsjón með gerð fiskvega (laxastiga) varðandi leyfisveitingu og fyr- irkomulag þeirra. Árið 1946 kom loks til framkvæmda ákvæði laga frá 1932 um embætti veiðimálastjóra þegar Þór Guðjónsson var skipaður í emb- ættið og gegndi því til 1986. Þá varð Árni Ísaksson veiðimálastjóri en sinnir nú stjórnunarverkefnum á lax- og silungsveiðisviði sem er hluti af Fiskistofu. Innan embættisins þróaðist með árunum, auk Laxeldisstöðvar rík- isins, Veiðimálastofnun með vaxandi rannsóknarverkefnum m.a. fyrir veiðifélögin um fiskihverfin í landinu og opinbera aðila. Enn síðar var með lögum skilið sundur með þessum að- ilum og embættið var áfram stjórn- unaraðili en veiðimálastofnun rann- sóknarstofnun. Forstjóri hennar er Sigurður Guðjónsson.. Sérfræðingar hennar hafa alla tíð skilað merkilegu og mikilvægu framlagi til veiðimála og gera enn með faglegum hætti. Árangursríkt landnám laxastofna Eftir Einar Hannesson »Mikilvægi laxastiga í ræktun laxastofna. Einar Hannesson Höfundur hefur unnið að veiðimálum í 57 ár. Á fundi bæjarráðs Akraness í febrúar voru lögð fram gögn um tilboð Landsbank- ans til Akraneskaup- staðar um hugsanleg kaup bæjarfélagsins á Suðurgötu 57, húsi sem oftast er nefnt Landsbankahúsið. Á tímum meirihluta sem kenna vill sig við opna stjórnsýslu er forsaga málsins hins vegar athyglisverð og hún hefur kom- ið í ljós eftir því sem fleiri gögn koma fram í dagsljósið. Hinn 30. júní 2011 sendi Árni Múli Jónasson bæjarstjóri bréf til Lands- bankans þar sem hann lagði fram til- boð í húsið að fjárhæð 35 milljónir króna. Hinn 2. september komu Landsbankamenn í heimsókn til Akraness og hittu þá m.a. forsvars- menn bæjarfélagsins og við það tæki- færi var málið aftur tekið til umræðu og nú varð niðurstaðan sú að bærinn sendi formlegt erindi vegna kaupa á húsinu. Það erindi sendi bæjarstjóri bankanum 26. september. Eru þar nefndar ýmsar hugmyndir um nýt- ingu, allt frá aðstöðu fyrir eldri borg- ara til reksturs kaffihúss. Málið var rætt áfram meðal ákveð- inna stjórnenda bæjarins og á fundi sem haldinn var hinn 6. janúar 2012 tilkynntu forsvarsmenn Landsbank- ans þeim Sveini Kristins- syni, Guðmundi Páli Jóns- syni, Árna Múla Jónas- syni og Guðjóni Stein- dórssyni að bankinn væri tilbúinn að láta húsið af hendi fyrir 35 milljónir króna auk þess sem bankaviðskipti Lands- bankans og bæjarins yrðu framlengd um fjögur ár og það sem meira væri, bankaviðskipti Höfða hjúkrunar- og dvalar- heimilis og gjafasjóðs heimilisins. Það vekur sérstaka athygli að banka- viðskipti, sem meirihluti bæjarstjórnar lofaði að bjóða út, skuli blandast í möguleg húsakaup og einnig viðskipti Höfða, sem rekið er af Hvalfjarðarsveit auk Akraneskaupstaðar. Svo virðist sem forsvarsmenn meiri- hluta bæjarstjórnar líti á það með vel- þóknun að umrædd bankaviðskipti verði gjaldmiðill með þessum hætti því undirbúningur að útboði bankaþjón- ustu hefur verið stöðvaður þó að ákvörðun um slíkt hafi ekki verið tekin fyrir opnum tjöldum. Frá því að bæj- arstjóri skrifar fyrsta bréfið um meint- an áhuga bæjarstjórnar Akraness hinn 30. júní líða sjö og hálfur mánuður þar til málið kemur í dagsljósið með form- legum hætti í bæjarráði. Er þetta opna stjórnsýslan sem sífellt er verið að boða? Að kaupa Landsbankahúsið undir starfsemi bæjarins er ákvörðun sem taka þarf að yfirlögðu ráði og skýrri stefnu til hvers nota á húsið. Í okkar huga er það skoðunarverð hugmynd að þar verði í framtíðinni skrifstofur bæjarins. Kaup á húsinu verða þá að tengjast makaskiptum á núverandi skrifstofuhúsnæði bæjarins. Húsið er afar illa farið og kunnugir telja að endurnýjun þess muni ekki kosta undir 200 milljónum eigi að koma því í boðlegt stand og mat fram- kvæmdastjóra Framkvæmdastofu er að lágmarksviðgerðir svo nota megi húsið til bráðabirgða kosti ekki minna en 22 milljónir króna. Ábyrgðarlaust er því að leggja í fjárfestingu sem þessa án þess að hafa skýra sýn til hvers á að nota húsið, ekki bara kaupa það til að aðrir kaupi það ekki. Að bæjarfulltrúar meirihlutans séu hins vegar tilbúnir til þess að braska með bankaviðskipti bæjarfélagsins með því að hætta við útboð þeirra eru tíðindi sem vart verður trúað eftir öll þau stóru orð sem fallið hafa um út- boðsmál á undanförnum árum. Þar fara orð og athafnir greinilega ekki saman. Braskað með bankaviðskipti Eftir Gunnar Sigurðsson Gunnar Sigurðsson » Að kaupa Lands- bankahúsið undir starfsemi bæjarins er ákvörðun sem taka þarf að yfirlögðu ráði ... Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akranesi. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl 4, fimmtudaginn 24. maí. Spilað var á 12 borðum. Ár- angur N/S: Örn Ingólfsson - Örn Isebarn 258 Jón Lárusson - Ragnar Björnss. 253 Ingib. Stefánsd. - Ingveldur Viggósd. 246 Þorsteinn Sveinss. - Matthías Helgas. 231 Árangur A/V: Bergur Ingimundars. - Axel Láruss. 251 Albert Þorsteinss. - Bragi Björnsson 246 Ægir Ferdinandss. - Helgi Hallgrímss. 244 Ásgr. Aðalsteinss. - Ólafur Ingvarss. 224

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.