Morgunblaðið - 30.05.2012, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 30.05.2012, Qupperneq 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þegar þú veist hvað þú átt að gera er ekki um annað að velja en að framkvæma strax. Njóttu þess að tala við aðra, jafnvel þá sem þú hittir úti á götu. 20. apríl - 20. maí  Naut Ef samband á að haldast þurfa báðir aðilar að leggja sig fram um að hlúa að því. Hálfnað er verk, þá hafið er. Sambönd við maka og aðra koma þér að gagni núna. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það væri upplagt að fara út að borða í hádeginu ásamt félögunum og ræða málin. Ekki skuldbinda þig til neins. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Til þess að sambönd þín gangi upp þarft þú að sýna jafn mikla fórnfýsi og aðrir sýna þér. Njóttu tilbreytingarinnar sem fríið skapar og komdu svo endurnærður heim og til starfa á ný. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Gættu þess að eigingirnin nái ekki um of tökum á þér því það eru fleiri en þú sem eiga hrósið skilið. Ef ástvinir eru hjá þér er allt í þessu fína að þínu mati. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur lagt hart að þér að und- anförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag og gera aðeins það sem þig langar til. Undravert hvað lítil atvik reynast afdrifarík. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þar sem þú átt erfitt með að slappa af í dag skalt þú ekki reyna það. Ekki halda áfram að gera og segja hluti endurtekið ein- ungis vegna venjunnar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þetta er góður dagur til að breyta og bæta í vinnunni. Með réttu hug- arfari getur þú snúið málunum þér í hag. Farðu nú í klippingu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vinnuaðferðir þínar mæta nú skilningi manna og þú getur reiknað með því að árangurinn láti ekki á sér standa. Láttu ekkert trufla þig á meðan þú ferð í hár- greiðslu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Farðu varlega í öllum viðskiptum og þá sérstaklega fasteignaviðskiptum. Forð- astu það eftir fremsta megni að reita aðra til reiði. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Samræður fara fram um hátt- setta vini. Hikaðu ekki því þú hefur allt sem til þarf í verkefnið þitt. Vinnan er góð en þú átt líka að gefa þér tíma til að eiga áhuga- mál. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vertu á varðbergi gagnvart orkusug- um og hleyptu þeim ekki nálægt þér. Þú slærð í gegn ef þú ferð í karókí. Hagyrðingar nærast hver á öðr-um og nota hvert tækifæri sem gefst til að mynda samfélög. Eitt slíkt ber yfirskriftina Boðn- armjöður og er á fésbókinni. Són og Boðn eru sem kunnugt er þau ker sem skáldskaparmjöðurinn er geymdur í. Eins og segir í Skáldskapar- málum Snorra-Eddu mótuðu guð- irnir Kvasi úr hráka sínum og svo vitran „að enginn spyr hann þeirra hluta er eigi kann hann úrlausn“. Hann kunni þó ekki að varast vél- ráð Fjalars og Galars, „sem kölluðu hann á einmæli og drápu hann, létu renna blóð hans í tvö ker og einn ketil, og heitir sá Óðrerir en kerin heita Són og Boðn. Þeir blendu hunangi við blóðið og varð þar af mjöður sá er hver af drekkur verð- ur skáld eða fræðimaður.“ Boðnarmjöður er því sjálfur skáldskapurinn eins og Kvasis dreyri, dverga skip, dverga mjöður, jötna mjöður, Suttunga mjöður, Óð- ins mjöður, ása mjöður og föður- gjöld jötna. Og áfram er talið í Skáldskaparmálum: „Lögur óðreris og Boðnar og Sónar og fyllur, lögur Hnitbjarga, fengur og fundur og farmur og gjöf Óðins.“ Pétur Stefánsson bergdi á Boðn- armiði í gær og sótti innblástur í einsemdina: „Konan fór í sveitina að kíkja í sauðburðinn, og ég er einn heima. Ósköp á ég bágt. Dapur söngla ég sorgarstefin, sé ég hvergi gleðivott … Nú er ég 1 og yfirgefinn, eiginkonan fór á brott. Hver á að skúra og þvo minn þvott?“ Kristján Runólfsson leggur orð í belg: Yljar vanga blíður blær, blómin anga á velli. Saman stanga stökur tvær, stuðla fanga í hvelli. Orðin falla rétt í rím, rembist kall við stökur, er ég snjall að yrkja flím, eftir svall og vökur. Þegar Þóra Gylfadóttir sagðist ekki yrkja vísur, þá greip Skúli Pálsson það á lofti: Ekki segist yrkja Þóra, aðra hefur kosti stóra, eitursnjöll í orði og gjörðum, ágætust af bókavörðum. Loks Einar Baldvin Pálsson: Létt er oss á dýrðardegi, dæmalaus var ógnin slík. Við Júróvisjón unnum eigi og ekkert gýs í Krýsuvík. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Boðnarmiði, einsemd, bókaverði og gosleysi G æ sa m a m m a o g G rí m u r G re tt ir S m á fó lk H ró lf u r h ræ ð ile g i F er d in a n d MÝS ERU GJÖRSAMLEGA GAGNSLAUSAR! *HVÍSL* *HVÍSL* *HVÍSL* BRJÁNN BORÐAÐI EINU SINNI 5000 OSTBITA Í EINU ÉG HEF ALDREI Á ÆVINNI VERIÐ SVONA STRESS- AÐUR Í KVÖLD ÆTLA ÉG AÐ BIÐJA SÆTU STELPUNA AÐ GIFTAST MÉR VIÐ GETUM SKAUTAÐ SAMAN Í GEGNUM LÍFIÐ ÓSKAÐU MÉR GÓÐS GENGIS! HRÓLFUR, HVERNIG VAR Í VINNUNNI Í DAG? BARA EINS OG VENJULEGA... ...SATT BEST AÐ SEGJA EF EINHVER BYÐI MÉR EFTIRLAUN ÞÁ HELD ÉG AÐ ÉG MYNDI BARA SETJAST Í HELGAN STEIN VILT ÞÚ HITTA JÓLA- SVEININN HEFURÐU TEKIÐ EFTIR ÞVÍ AÐ FLEST ÞESSARA LEIKFANGA ERU FRAMLEIDD Í KÍNA? ÆTLI JÓLASVEINNINN VITI AF ÞESSU? HERRA JÓLASVEINN, VISSIR ÞÚ AÐ FLEST ÖLL ÞESSARA LEIKFANGA ERU FRAMLEIDD Í... AFSAKIÐ ÞETTA VAR HEIMSKULEG SPURNING... Víkverja rak í rogastans þegarhann sá að Sókrates hafði sloppið naumlega þegar réttað var yfir hon- um í Aþenu fyrir guðleysi, undirróður og að spilla grískum æskulýð, en sá svo að um var að ræða endurupptöku málsins tæpum 2400 árum eftir að heimspekingurinn var dæmdur til dauða og látinn drekka eitur. Árið 399 fyrir Krist bar Sókrates vitni, móðgaði dómarana kinnroðalaust og óskaði þess að fá makleg málagjöld. Kviðdómur mörg hundruð Aþeninga dæmdi hann sekan. x x x Að þessu sinni kváðu tíu dómararupp dóm. Fimm vildu sakfella og fimm sýkna og taldist hann því ekki sekur í samræmi við lög í Aþenu til forna. Aðferð Sókratesar fólst í að spyrja í sífellu spurninga og efast um viðteknar hugmyndir, hvort sem þær snerust um stjórnmál, trúarbrögð eða siðferði. Platón og aðrir læri- sveinar hans héldu aðferð hans á lofti, en Sókrates aflaði sér einnig óvina með ágengum spurningum sínum. Aðstandendur réttarhaldanna sögðu við hæfi að þau færu fram nú, á ólgu- tímum í Grikklandi. x x x Sókrates kemur hingað og þykistauðmjúkur, en sýnir hroka,“ sagði Loretta Preska, dómari frá New York, sem fór fyrir dómnum fyrir helgi og úrskurðaði hann sekan. „Hann er hættulegur undirróðurs- maður.“ x x x Franski lögmaðurinn Patrick Simonvarði Sókrates. „Skoðun er ekki glæpur. Sókrates leitaði sannleik- ans,“ sagði hann. „Skjólstæðingur minn hefur einn galla: hann hefur gaman af að gera grín og er mjög kaldhæðinn. Með því að sýkna hann munuð þið sýna hversu traust og áreiðanlegt lýðræðið er.“ x x x Víkverji áttar sig á að útkoma rétt-arhaldanna í Aþenu fyrir helgi breytir litlu fyrir Sókrates, en honum finnst þó hughreysting í því að hann hefði ekki hlotið sömu örlög á okkar tímum. Heldur fannst honum þó mjótt á munum. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Biðjið og yður mun gef- ast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7.) Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | brynja@brynja.is Opið virka daga frá 9-18 og lau frá 10-16 Lykilverslun við Laugaveginn frá 1919 Tilboð á viðarvörn frá Flügger í 3l dósum. Verð frá 3.490

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.