Morgunblaðið - 30.05.2012, Síða 13

Morgunblaðið - 30.05.2012, Síða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2012 Færeyski kútterinn Westward Ho er nú á siglingu til Íslands og er væntanlegur til Akraness á morgun þar sem hann verður til sýnis. Til Reykjavíkur verður siglt á laugar- dag og verður skipið um hádegisbil í gömlu höfninni. Koma hans teng- ist Hátíð hafsins og sjómannadeg- inum. Í áhöfn nú eru átta Færeyingar og átta Íslendingar, þar af tvær konur. Sömu Færeyingar sigla skipinu út og átta aðrir Íslend- ingar. Við komuna til Þórshafnar verður Íslandsdagskrá, en sama tíma er menningarnótt í Þórshöfn. Kútterinn var smíðaður í Grimsby árið 1884 og er í eigu Þórshafnar, en rekinn af félagi sem nefnist Sluppvinir. Koma skipsins nú bygg- ir á samkomulagi Þórshafnar í Færeyjum og Faxaflóahafna um að auka samstarf milli Íslands og Fær- eyja á sviði menningar- og ferða- mála. Westward Ho kom hingað fyrir tveimur árum og vakti koma kúttersins mikla athygli. Í samkomulaginu er gert ráð fyr- ir að hann komi hingað til lands hér eftir á þriggja ára fresti. aij@mbl.is Seglum þöndum Westward Ho verður til sýnis á Akranesi og í Reykjavík. Gamall færeyskur kútter í heimsókn  Kemur á þriggja ára fresti hér eftir Svarið við spurningu dagsins NÝ HEIMASÍÐA Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar@fylgifiskar.is - fylgifiskar.is Kíktu við og sjáðu rétti dagsins, finndu þér uppskrift eða veltu fyrir þér veislunni sem þú ætlar að halda í sumar Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í fjögur ár hafa tvö fiskiskip með rússneskum nöfnum legið í Sunda- höfn og eru nánast orðin eins og kennileiti nálægt aðstöðu Viðeyjar- ferjunnar. Annað skipið er í eigu Þórarins S. Guðbergssonar, skipa- miðlara í Reykjanesbæ, og við- skiptafélaga hans. Að sögn Þórarins voru þrjú svona skip byggð fyrir ellefu árum og voru hluti af styrkjum Vestur-Þjóðverja til Rússa eftir að Þýskaland samein- aðist. Þau átti að gera út á Kaspía- hafi þar sem fyrirhugað var að veiða uppsjávarfisk, líkan loðnu. Notast átti við gamla aðferð, sem byggist á því að setja ljós í vatnið og dæla fiskinum síðan um borð þegar hann dregur sig að ljósinu. Veiðarnar gengu ekki upp og var eitt skipið aldrei notað. Hin tvö voru keyrð 1.800 og 5.000 tíma á aðalvél, en algengt er að íslensk fiskiskip séu keyrð um sjö þúsund tíma á að- alvél á ári. Mýmörg verkefni tengd olíuleit Upphaflega keyptu Þórarinn og félagar hans öll skipin þrjú, en ann- að skipið sem er í Sundahöfn var fljótlega selt norsku fyrirtæki. Það heldur væntanlega úr höfn á næstu mánuðum. Þriðja skipið var á Kanaríeyjum og var selt í vetur. Ásett verð á skipið, sem enn er í eigu félaganna, er um fjórar millj- ónir evra eða sem nemur um 700 milljónum króna. „Okkur liggur ekkert á og bíðum eftir réttum kaupanda,“ segir Þórarinn. Hann segir óskiljanlegt að Ís- lendingar skuli ekki grípa tækifærið og nota skip eins og þessi til að- stoðar við olíuleit á norðurslóðum eða annars staðar í heiminum. Verkefnin séu mýmörg og til dæmis hafi Norðmenn og Færeyingar gripið þessi tækifæri. Þá séu bátar sem þessir kjörnir til línuveiða við Ísland og ekki sé vanþörf á að endurnýja línuveiðiflotann. Hann segist þó hafa skilning á því að menn haldi að sér höndum meðan togstreita og óvissa er um fisk- veiðistjórnun. Kaspíaskipin eins og kennileiti í Sundahöfn  Liggur ekki á og bíðum eftir kaupanda segir einn eigenda Morgunblaðið/RAX Við bryggju Skipin líta vel út og hafa lítið verið notuð. Þau hafa legið í Sundahöfn í fjögur ár, en eigendur bíða eftir réttum kaupanda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.