Morgunblaðið - 30.05.2012, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2012
Hinn alkunni mannasættir BjörnValur Gíslason hefur nú kynnt
„sáttatillögu“ í atvinnumálanefnd
þingsins. Sættirnar eiga að því er
virðist að ganga út á að heldur færri
útgerðarfyrirtæki
fari á hausinn næsta
árið en gert var ráð
fyrir í frumvarpi
sjávarútvegsráð-
herra. Litlum hluta
vandans á með þessu
að fresta um ár.
Á þeim tíma á aðstarfa „veiði-
gjaldanefnd“ til að
viðhalda óvissunni
og freista þess að
knýja fram hærri
álagningu síðar.
Svona „sátta-tillögur“ geta aðeins komið frá
jafn alræmdum mannasætti og
Birni Vali. Aðeins sá sem efnir hvar-
vetna til ófriðar gæti látið sér detta í
hug að sættir næðust um slíka til-
lögu.
Breytingartillaga Björns Vals erviðurkenning á að sjávarút-
vegsfrumvörp Steingríms J. Sigfús-
sonar eru ónothæf og óboðleg eins
og þeir sem umsagnir hafa veitt eru
sammála um.
Slík frumvörp verða ekki nothæfvið það eitt að draga fram
„sáttatillögu“ á síðustu dögum
þingsins og ætlast til að hún fáist af-
greidd með þeim skaða sem hún
augljóslega mundi valda efnahag
landsins.
Lagasetning Alþingis getur ekkiverið prúttmarkaður fyrir
óprúttna stjórnmálamenn. Stórkost-
leg hækkun skatta verður ekki
skapleg við það að hækkunin kunni
að vera heldur minni en óboðleg
frumvörp gerðu ráð fyrir.
Björn Valur
Gíslason
Prúttað um
fjöreggið
STAKSTEINAR
Steingrímur J.
Sigfússon
Veður víða um heim 29.5., kl. 18.00
Reykjavík 10 skýjað
Bolungarvík 13 heiðskírt
Akureyri 11 heiðskírt
Kirkjubæjarkl. 11 skýjað
Vestmannaeyjar 8 skýjað
Nuuk 15 heiðskírt
Þórshöfn 9 skýjað
Ósló 12 heiðskírt
Kaupmannahöfn 12 léttskýjað
Stokkhólmur 12 heiðskírt
Helsinki 12 heiðskírt
Lúxemborg 25 heiðskírt
Brussel 22 léttskýjað
Dublin 15 skýjað
Glasgow 17 alskýjað
London 21 léttskýjað
París 25 heiðskírt
Amsterdam 17 léttskýjað
Hamborg 17 léttskýjað
Berlín 20 heiðskírt
Vín 24 léttskýjað
Moskva 21 heiðskírt
Algarve 22 heiðskírt
Madríd 30 heiðskírt
Barcelona 23 léttskýjað
Mallorca 25 léttskýjað
Róm 22 léttskýjað
Aþena 20 skýjað
Winnipeg 6 skúrir
Montreal 20 skýjað
New York 28 heiðskírt
Chicago 24 skýjað
Orlando 24 skúrir
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
30. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:26 23:26
ÍSAFJÖRÐUR 2:47 24:14
SIGLUFJÖRÐUR 2:28 23:59
DJÚPIVOGUR 2:46 23:05
Í tilefni af 60 ára afmæli Krabba-
meinsfélags Íslands verður Heilsu-
hlaupið haldið á morgun, 31. maí.
Ræst verður frá húsi Krabbameins-
félagsins að Skógarhlíð 8, kl. 19:00.
Hægt er að hlaupa 3 km og 10 km.
Veitt verða verðlaun fyrir efsta sæti í
karla- og kvennaflokki, auk þess sem
verðlaun verða veitt hlaupara af
handahófi. ,,Það geta allir hlaupið 3
kílómetra. Hvort sem það er með
barnavagn eða eitthvað annað. Hver
hefur sín markmið sem gerir þetta
mjög skemmtilegt,“ segir Sigurður P.
Sigmundsson, hlaupastjóri Heilsu-
hlaupsins. Sjálfur er Sigurður hlaup-
ari og átti Íslandsmetið í maraþon-
hlaupi í 26 ár þar til Kári Steinn
Karlsson sló metið síðastliðið haust.
Nokkur skipulagning er í kringum
hlaupið og 30 manns koma að vinnu í
kringum það. Í fyrra mættu 400
manns og vonast Sigurður eftir því að
fleiri verði með í ár. ,,Krabbameins-
félagið vill vekja athygli á gæðum
hreyfingar með þessu móti og það
geta allir tekið þátt,“ segir Sigurður.
Veðurspáin er mjög góð fyrir
fimmtudag. ,,Í gegnum tíðina hefur
hlaupið farið fram í ýmsum veðrum
en það lítur út fyrir flottan dag núna,“
segir hann.
Skráning fer fram á www.hlaup.is
eða hjá Krabbameinsfélagi Íslands,
Skógarhlíð 8, í síma 540 1900 og net-
fanginu krabb@krabb.is. Þátttöku-
gjald er 1.000 krónur.
Hver með sín markmið í heilsuhlaupinu
Heilsuhlaup Krabbameinsfélags
Íslands á morgun Veðurspá góð
Morgunblaðið/Golli
Heilsuhlaup Hlaupið á morgun.
Í bókun sem samþykkt var á fundi
bæjarráðs Vesturbyggðar í gær er
mótmælt harðlega þeirri ákvörðun
Landsbankans að loka útibúi sínu á
Bíldudal.
„Enn og aftur er vegið að grunn-
stoðum veikari samfélaga í kringum
landið og er það gert í nafni sam-
félagslegrar ábyrgðar hjá bank-
anum. Samfélagsleg ábyrgð er að
mati Landsbankans að loka af-
greiðslustöðum sem „ekki bera sig“
og segja upp fólki sem ekki á í önnur
störf að venda. Til að bíta höfuðið af
skömminni eru engar áætlanir hjá
bankanum um að setja upp hrað-
banka á svæðinu til að þjónusta nú
vaxandi samfélag á Bíldudal en íbú-
um hefur fjölgað töluvert sl. ár. Íbú-
ar þurfa því að aka ríflega 30 km
leið, um tvo hættulega fjallvegi, til
að taka út peninga og borga reikn-
inga,“ segir m.a. í bókuninni.
Bæjarráð Vesturbyggðar skorar á
stjórnvöld að grípa til aðgerða til að
verja þjónustu við íbúana, „í nafni al-
vöru samfélgslegrar ábyrgðar sem
ríkisbankinn Landsbankinn telur sig
ekki þurfa að stunda“, eins og segir í
bókun bæjarráðs Vesturbyggðar.
Landsbankinn kynnti nýverið lokun
nokkurra útibúa á landsbyggðinni,
einkum á fámennari stöðum en einn-
ig einu útibúi í Reykjavík.
Mótmæla
lokun á
Bíldudal
Lyftarar og staflarar í yfir 600 útgáfum
EINSTAKT - hillulyftari sem getur líka unnið úti
▪ Rafdrifnir brettatjakkar með eða án palls. Allt að 5.350 mm lyftihæð
og 3.000 kg lyftigeta
▪ Tínslu- og þrönggangalyftarar með allt að 14.250 mm lyftihæð
▪ Rafmagns- og dísellyftarar með allt að 9.000 kg lyftigetu
▪ Hillulyftarar með allt að 12.020 mm lyftihæð