SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 4
4 19. ágúst 2012 „Það er að koma í ljós eins og reyndar flestir vissu að við erum ekkert að semja heldur að samþykkja allt sem Evrópusambandið krefst af okkur,“ segir Jón Bjarnason, þingmaður VG og fyrverandi sjávar- útvegs- og landbúnaðaráðherra, en hann segir það ekki í myndinni að Íslandi fái sérstakar undanþágur frá almennum reglum ESB. „Þetta hefur Evrópusam- bandið alltaf sagt og var skýr stefna frá sambandinu í þeim viðræðum sem ég átti við fulltrúa sambands- ins sem ráðherra. Allar undaþágur sem menn eru að tala um hafa fyrst og fremst verið tímabundnar og minniháttar. Það er hin almenna regla og ESB hefur ekki vikið frá henni.“ Viðræðurnar snúast um það hverju Ísland þarf að breyta til að verða meðlimir segir Jón. Að auki bendir Jón á að viðræður Íslands við ESB séu í raun og veru viðræður við 27 ríki ESB. „Fáist einhver minniháttar undanþága er hún háð samþykki allra 27 ríkjanna. Þess vegna vildi ég hafa skilyrta umsókn frá upphafi en svör ESB voru skýr um það. Ísland er að sækja um aðild að ESB, ekki ESB um aðild að Íslandi,“ segir Jón. Óraunhæft að tala um varanlegar undanþágur frá reglum ESB Jón Bjarnason, þingmaður VG, segir undanþágur ekki mögulegar fyrir Ísland. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Skulda- og efnahagskrísa aðildarríkja Evr-ópusambandsins auk áforma um auknasamþættingu innan bandalagsins í kjölfarevrukreppunnar er að mati margra þing- manna VG ástæða til að endurskoða aðild- arviðræður Íslands við sambandið. Katrín Jak- obsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður VG, sagði í vikunni að forsendur hefðu meðal ann- ars breyst vegna efnahagserfiðleikanna innan Evr- ópusambandsins. Þá væri óvíst hvert sambandið stefndi pólitískt. Hún sagði að fara þyrfti yfir málið með samstarfsflokki VG í ríkisstjórn, Samfylking- unni. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra tók í sama streng. Átta af tólf þingmönnum Vinstri grænna vilja þar með endurskoða aðildarviðræð- urnar við ESB áður en gengið verður til þingkosn- inga næsta vor. Afskrifað sem kosningaskjálfti Samfylkingin er eina stjórnmálaaflið á Íslandi sem hefur skýra stefnu um aðild Íslands að Evrópusam- bandinu en vegferðin inn í ESB er að kröfu Sam- fylkingarinnar í ríkisstjórnarsamstarfinu við Vinstri græna. Breytt viðhorf þingmanna VG hafa því kall- að á viðbrögð innan úr Samfylkingunni og hefur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylk- ingar, sagt að afstaða meirihluta þingmanna VG bendi til kosningaskjálfta. Þá sagði Árni Páll Árna- son, þingmaður Samfylkingar, í samtali við Morg- unblaðið í vikunni að engar trúverðugar hug- myndir hefðu komið fram til að tryggja aðkomu Íslands að sameiginlegum Evrópumarkaði nema með Evrópusambandsaðild. Þá telur Jón Bjarnason, þingmaður VG og fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að orðum eigi að fylgja efnd- ir. „Stefna VG er skýr í þessu máli en stór hluti þingmanna flokksins vék frá stefnu flokksins. Nú kemur í ljós hvort þeir snúi til baka og styðji stefnu flokksins.“ Samfylkingin að einangrast rétt fyrir kosningar „Það var illa farið af stað, hluti annars stjórn- arflokksins hefur unnið gegn aðildarviðræðunum frá upphafi og viðræðurnar eru ekki lengur á áætl- un. Viðræður um sjávarútvegskaflann hafa til að mynda stöðvast vegna makríldeilunnar og rík- isstjórninni tekst ekki að ljúka sínum viðræðum fyrir þingkosningar,“ segir Ragnheiður Elín Árna- dóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, en að hennar mati á að stöðva viðræðurnar og leyfa þjóðinni að ákveða hvort þeim verður haldið áfram. „Það er ekki pólitískur vilji og það er ekki almennur vilji fyrir þessari umsókn og þess vegna eigum við að leggja umsóknina til hliðar og leyfa þjóðinni að kjósa um það meðfram alþingiskosningum hvort við eigum að halda umsóknarferlinu áfram.“ Sam- fylkingin er því að mati Ragnheiðar að einangrast í afstöðu sinni til ESB og viðræðnanna. Breytt afstaða þingmanna VG til málsins getur því orðið til þess að nýr meirihluti myndist um málið á Alþingi í haust. „Stefna Sjálfstæðisflokksins er skýr í þessu máli og við munum styðja þær til- lögur sem miða að því að stöðva umsóknarferlið og leyfa þjóðinni að kjósa um það hvort því verður haldið áfram eða hætt,“ segir Ragnheiður. Aðildarumsókn ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur virðist vera að sigla í strand vegna efnahagsörðugleika í Evrópu og breytts pólitísks landslags. Morgunblaðið/Ernir Viðræður við ESB að sigla í strand Forsendur breyttar að mati þingmanna Vinstri grænna Vikuspegill Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálf- stæðisflokksins, segir Samfylkinguna að einangrast. Morgunblaðið/Sigurgeir S. EXPRESS SYSTEM Sterkar neglur á aðeins 4 vikum

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.