SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 42
Óperan Evgený Ónegin eftirrússnenska tónskaldið PjotrTsjajkovskíj við sögu Pú-skins verður frumsýnd í
Hljómahöllinni í Reykjanesbæ 24. ágúst
nk. Óperufélagið Norðuróp stendur að
sýningunni og er mikið í hana lagt.
„Sýningin er sett upp á mjög ný-
stárlegan hátt, fyrri hlutinn er settur
upp í fokheldri skólabyggingu og þegar
sögurþráðurinn fer til Pétursborgar í
Rússlandi færist sýningin yfir í
Hljómahöllina þar sem salurinn er
skreyttur sem höll og mikið lagt í leik-
mynd. Áhorfendur eru nálægt söngv-
urum og þeir fá að vera nokkuð með í
atburðarásinni,“ segir Jóhann Smári
Sævarsson leikstjóri.
Leikstjóri, leikmynd og einsöngvari
Við erum með Antoniu Hevesi frá Ís-
lensku óperunni sem sér um tónlistar-
stjórn ásamt stórvalaliði söngvara,“
segir Jóhann Smári, en það eru 14 ein-
söngvarar í uppsetningunni og 26
manna kór ásamt hljómsveit. Af ein-
söngvörum má nefna Viðar Gunn-
arsson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson,
Bylgu Dís Gunnarsdóttir, Sigurjón Jó-
hannesson og Rósalind Gísladóttir.
Jóhann Smári leikstýrir sýningunni
ásamt því að vera framkvæmdastjóri
Norðurós og listrænn stjórnandi sýn-
ingarinnar. Þá gerir Jóhann Smári leik-
myndina og syngur titilhlutverkið í
óperunni. „Það má
segja að ég sé allra
handa. Þetta er félagið
mitt og ég geri eins
mikið og ég get sjálfur.
Svo er þetta rosalega
gaman,“ segir Jóhann
Smári.
Ástir, vinátta
og afbrýðisemi
Óperan fjallar um ástir, vináttu og af-
brýði sem endar með einvígi þar sem
Ónegin drepur vin sinn Lenskíj.
„Sagan hefst í sveitasælu í Rússlandi
eins og fyrr greinir í fokheldu hús-
næði, þar erum við á heimili Larínu
fjölskyldunnar og eru þar tvær heima-
sætur sem eru býsna ólíkar. Önnur
þeirra er bókaormur, rómatísk og hlé-
dræg á meðan hin er sú lífsfjöruga.
Ónegin er hefðarmaður frá Pétursborg
sem er glaumgosi og lifir óheilbrigðu
lífi. Hann erfir síðan sveitasetur við
hliðina á Larínu fjölskyldunni. Tatjana,
önnur heimasætan, verður ástfangin af
honum, en hann vill ekki vera í sam-
bandi með henni.
Lenskíj vinur hans fær hann í veislu
þar heimasæturnar eru, Ónegin reiðist
og reynir við kærustu hans sem er
systir Tatjönu sem endar með því að
Lenskíj skorar Ónegin á hólm þar sem
Lenskíj deyr.
Tveim árum seinna er sagan komin
Nýstárlegur
Tsjajkovskíj í
Hljómahöllinni
Norðuróp setur upp Evgený Ónegin í Hljómahöll-
inni í Keflavík á nýstárlegan hátt. Jóhann Smári
Sævarsson leikstýrir og Antonia Hevesi sér um
tónlistarstjórn. Óperan fjallar um ástir, vináttu
og afbrýðisemi sem endar með einvígi.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is
Jóhann Smári
Sævarsson
42 19. ágúst 2012
Nöfn og heiti hafa alltaf skiptmáli. Sagt er að fjórðungibregði til nafns og því ernokkuð undir því að foreldrar
vandi sig þegar þeir velja börnum sínum
nöfn. Það gera þeir líka og nota til þess
ýmsar aðferðir. Sumir nefna börn í höf-
uðið á ömmum eða öfum, frænkum eða
frændum, systkinum, vinum, sögu-
persónum eða þjóðþekktum ein-
staklingum. Þannig ganga kvenmanns-
nöfn og karlmannsnöfn aftur og aftur og
þegar rennt er yfir nöfn Íslendinga er ljóst
að þeir eru bæði konur og karlar.
Algengt er að bæjar- og staðarnöfn
dragi nafn sitt með einum eða öðrum
hætti af umhverfinu. Þannig heiti eru oft
nokkuð gagnsæ og fólk getur vel ímyndað
sér hvernig stendur á nafngiftinni. Sem
dæmi um þesskonar nöfn mætti nefna
Breiðdalsvík, Hvalfjörð, Sólheima og
Brekku. En stundum draga bæir og staðir
nafn sitt af fólki eða persónum. Þannig
mætti til dæmis nefna Egilsstaði, Bárð-
ardal, Patreksfjörð og Þórsmörk.
Á ferð um landið fékk ég spurningu frá
einni tíu ára úr aftursætinu: „Eru ekki til
neinir bæir sem heita konunöfnum?“
Þetta var þegar við höfðum keyrt fram hjá
nokkrum Einarsstöðum og Halldórs-
stöðum. Satt að segja varð mér svarafátt
og fór að hugsa málið. Mjög óvísindaleg
rannsókn leiddi þó í ljós að það væri
fremur sjaldgæft að bæir hétu eftir kven-
mönnum. Og það hlýtur að kalla á skýr-
ingu. Getur verið að ábúendur á bæjunum
hafi verið einsetukarlar sem þótti þá eðli-
legt að nefna bæ sinn eftir sjálfum sér?
Það verður að teljast fremur ólíkleg skýr-
ing. Getur verið að húsbóndanum á bæn-
um hafi þótt eðlilegt að nefna bæinn að-
eins eftir sér en ekki til dæmis
húsmóðurinni? Og ef svo er hvernig
stendur á því? Eins og lesendur vita er það
gömul saga og ný að karlar eru fyrirferð-
armeiri í sögunni, afrek þeirra þykja
merkilegri en afrek kvenna. Ef þú lesandi
góður ert ekki sannfærður skaltu til
dæmis prófa að fletta kennslubók í mann-
kynssögu.
Svona hefur þetta verið lengi eða allt frá
landnámi. Ýmis kennileiti og bæir kennd
við landnámskarla eru til og nægir að
nefna höfða kennda við þá kappa Ingólf
og Hjörleif, Eiríksstaðir og Grímsgil. En
fáar landnámskonur eru nefndar og ein sú
frægasta þeirra, Auður djúpúðga, bjó í
Hvammi, af hverju ekki Auðarstöðum?
Þegar götum eru gefin nöfn gilda að
nokkru aðrar reglur. Þannig eru til að
mynda götunöfn í hverfum Reykjavíkur
nokkuð úthugsuð. Þannig hafa nöfn goða
og örfárra gyðja til dæmis ratað í Þing-
holtin og nöfn persóna, einkum karlper-
sóna, úr Íslendingasögum í Norðurmýr-
ina. Í þessum hverfum eru kvenkyns-
persónur í miklum minnihluta og þær
sem þó hafa hlotið náð fyrir augum nafn-
gjafanna eru upp til hópa nokkuð „við-
urkenndar“ persónur. Það vekur til
dæmis furðu mína að liðleskjan Gunnar
fái heila braut kennda við sig en Hall-
gerður kona hans er ósýnileg í götu-
nöfnum úr Njálu. Ekki er hægt að bera því
við að Hallgerðargata sé óþjálla götuheiti
en til dæmis Skarphéðinsgata. Skemmst
er svo að minnast uppþotsins sem varð
þegar breyta átti nöfnum á nokkrum göt-
um í borginni og nefna átti eina þeirra
Bríetartún. Á því sáu margir öll tormerki.
Í nýjum hverfum borgarinnar hafa
kvenmannsnöfn verið ögn meira áber-
andi. En þau hverfi eru vel að merkja í
jaðri borgarinnar. Þar má finna norrænar
gyðjur sem ekki hafa þótt nógu góðar í
miðborgina þótt sumar þeirra gegni
merkilegu hlutverki í Snorra-Eddu.
Kannski að ég fari næst í bíltúr í þessi
hverfi til þess að aftursætisfarþeginn sjái
að konur eru líka þess verðar að götur séu
nefndar eftir þeim.
Ég legg það til að þegar Vatnsmýrinni
verður breytt í hverfi fyrir fólk inni í
miðri borg verði allar götur nefndar eftir
konum. Þannig verða þær ekki jaðar-
settar eins og rík tilhneiging er til. Til að
auðvelda verkið get ég stungið upp á
Hallgerðarbraut, Sölkustíg, Þórustræti,
Steinunnarveg og Gerðarhaga.
Hallgerðarbraut
’
Á ferð um landið fékk
ég spurningu frá
einni tíu ára úr aft-
ursætinu: „Eru ekki til
neinir bæir sem heita kon-
unöfnum?“ Þetta var þegar
við höfðum keyrt fram hjá
nokkrum Einarsstöðum og
Halldórsstöðum.
Ekki skortir Karlagötur á Íslandi, en fer minna fyrir götuheitum sem tengjast konum. Í jaðri
borgarinnar má þó finna norrænar gyðjur sem ekki hafa þótt nógu góðar í miðborgina.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Tungutak
Halldóra Björt Ewen
hew@mh.is
Lesbók
Þ
að er einn af þessum yndislegu
sumardögum. Einn af þessum
dögum á ruslahaugunum.“
Þannig hefst þriðji kaflinn í
skáldsögunni Ég læðist framhjá öxi þar
sem fjallað er um unga stúlku, Lýdíu,
og fjölskyldu hennar sem gerir sér það
til gagns og gamans í sumarsólinni að
safna nýtilegum hlutum á sorphaug-
unum. „Einn daginn á maður svo
marga hluti að ekkert verður sárt,“
segir Lýdía.
Þetta er fjölskylda
sem bindur ekki bagga
sína sömu hnútum og
aðrir. Faðirinn er at-
vinnulaus sveimhugi
og móðirin fyrrverandi
píanóleikari með
brostnar vonir. Börnin
eru alls sjö og oft er þröngt í búi.
Krakkaskarinn minnir stundum á unga
sem skrækja og tísta í sífellu í hreiðr-
inu vegna þess að þeir eru alltaf glor-
soltnir. Ungamamman reynir að metta
hópinn, skammtar öllum jafnt. Líka
pabbanum sem fær aldrei nóg að éta og
hnuplar mat frá ungunum.
Lýdíu hungrar og þyrstir eftir um-
hyggju og athygli foreldranna en þeir
Af furðufuglum og
Bækur
Ég læðist framhjá öxi
bbbbn
Skáldsaga eftir Beate Grimsrud sem fæddist í
Noregi 1963 en hefur búið í Svíþjóð frá 1984.
Hjalti Rögnvaldsson þýddi. Salka, 2012. Kilja,
259 bls.