SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 11
19. ágúst 2012 11
10.00 Vakna á þunnri dýnu á gólfi í svefn-
poka í sumarhúsi á Djúpavogi með slefandi
Border Collie að nafni Tinna standandi yfir mér.
Ekki dæmigerð byrjun á degi i lífi mínu. Ég
klappa hundinum og fer á fætur. Borða múslí,
flatköku og drekk kaffi ásamt frændfólki og
vinum. Daginn áður fór ég á hreindýraveiðar
ásamt þeim í Fossárdal á Austfjörðum. Það var
svartaþoka svo við dorguðum í höfninni á
Djúpavogi og grýttum máva í staðinn. Eitthvað
þurfti að drepa.
11.00 Legg af stað á Höfn þar sem ég á
pantað flug í bæinn. Nenni ekki að keyra.
14.00 Fer í loftið. Flugvélin er lítil og
stendur sig vel. Flugmaðurinn er ungur en fyrir
aftan hann situr snoðaður, feitlaginn maður
með krumpaðan hnakka og headphones. Þeir
virka á mig sem traust teymi svo ég halla mér
aftur og les bókina Engan þarf að öfunda eftir
Barbara Demick sem fjallar um Norður-Kóreu.
Frábær bók um stórmerkilega sturlun.
15.00 Lentur í bænum og um leið er hringt
í mig þar sem ég er beðinn um að mæta á æf-
ingu fyrir barnasögutónverkið Fjörkálfur sem
verður flutt á Menningarnótt í Norræna húsinu.
Ég játa því og stekk upp í strætó númer 19.
Hann er troðfullur af krökkum á aldrinum 7-9
ára.
16.00 Búinn að henda af mér töskunum
heima, skelli mér í sturtu og borða gúllassúpu
úr dós ásamt hrökkbrauði með hnetusmjöri og
hunangi. Fæ í magann og ég gruna gúllasið.
Ætla að drífa mig niður í bæ og skella mér á
kaffihús og sitja við tölvuna í smá tíma. Sé ekki
hjólið í geymslunni en finn það svo standandi í
svefnherberginu mínu. Það er eitthvað bogið
við þennan dag.
18.00 Ég tala í símann við Þór, bekkj-
arbróður minn í leikaranáminu í Listaháskól-
anum. Hann er í vinnunni. Ræðum um tilfinn-
ingar, tónlist og hvað við hlökkum til að byrja í
skólanum á mánudaginn. Kemst að því í lok
samtalsins að hann er búinn að vera að lyfta 20
tonna gámi á gríðarstórum lyftara á meðan við
töluðum saman. Ég er snortinn og heiti því að
fara aldrei aftur á trúnó nema að lyfta ein-
hverju þungu á meðan. Það fær allt miklu
meira vægi.
18.15 Hitti slóvenskan vin minn, Jure og
kærustuna hans. Fáum okkur núðlusúpu á No-
odle Station. Við skellum okkur í Bíó Paradís
þar sem við hittum hljómsveitarmeðlimi mína í
The Heavy Experience. Jure er ljósmyndari og
myndatökumaður og við ræðum við hann um
að taka upp myndband við lag af nýju plötunni
okkar, Slowscope, sem kemur í búðir á næstu
dögum. Ég fæ fyrsta eintakið mitt í hendurnar
og klappa því blíðlega og kyssi. Loksins! Loks-
ins! hrópa ég.
20.00 Jure og kærastan kveðja okkur og við
sannfærðir um að sigra listina með þessu
myndbandi. Við tekur skipulagning á næstu
tónleikum hjá okkur á Menningarnótt. Þá ætl-
um við að opna æfingahúsnæðið okkar á
Hólmaslóð 2 úti á Granda ásamt öðrum vin-
ahljómsveitum okkar, bjóða upp á súpu, spila
músík og sýna myndlist. Held að þetta verði
safarík stund.
21.37 Sambýliskona mín hringir. Hún hefur
gist hjá foreldrum sínum síðustu vikur og segist
ekki ætla að koma aftur heim nema ég játi ást
mína á henni. Ég skelli á.
22.00 Fer á létt pöbbarölt með sænskum
vinkonum mínum. Sitjum á Bakkusi með einn
bjór og látum það duga. Fylgi þeim heim og fer
sjálfur heim í rúmið og horfi á Apocolypse
Now: directors cut. Ég næ að heyra Lieutenent
Kilgore segja „I love the smell of Napalm in the
morning“ áður en ég játa mig sigraðan og sofna
með bros á vör og annað augað opið. Og auð-
vitað með nýju plötuna mína í fanginu.
Dagur í lífi Odds Júlíussonar, leiklistarnema
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Dómsdagur
í lífi Odds
N K M L Æ Ó K A D E
Q Í A Ö L Á B N K M
Í A Ö L Á B N K M L Æ
Z I F Q Í A Ö L Á B N
R S U C X Ð G H P O
J N R M Z I F Q Í A Ö
B N K M L Æ Ó K A D
D E W Ý R S U C X Ð
Q Í A Ö L Á W Ý R S U
Z I F Q Í A Ö L Á B N
S U C X Ð G H P O É
K A D E W Ý R S U C
A D E W Ý R S U C X
L Æ Ó K A D E W Ý R
Á B N K M L Æ Ó K A
X Ð G H P O É J N R M
K M L Æ Ó K A D E W
Ð G H P O É M L Æ Ó
C X Ð G H P O É J N
M Z I F Q Í A Ö L Á B
G H P O J N R M Z I F
C X Ð G H P O É J N R
K M L Æ Ó K A D E W
Ý R S U C X Ð G H P
N R M Z I F Q Í A Ö
www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu
FJÖLSKRÚÐUGT
ÍSLENSKT
MÁL
• Uppfærð útgáfa
• Um 48 þúsund uppf lettiorð
Ómissandi hjálpargagn
hverjum þeim sem skrifa vill
auðugt og blæbrigðaríkt mál
LOKSINS
FÁANLEG
Á NÝ!
Rússneska óeirðalögreglan tek-
ur mótmælanda hálstaki í mót-
mælunum gegn sakfellingu
meðlima rússnesku pönksveit-
arinnar Pussy Riot. Mótmælt
hefur verið víða um heim.
Veröld
Mótmæli í Rússlandi
AFP