SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 18
18 19. ágúst 2012
Milli Vestfjarðakjálkans ogSnæfellsness liggur stór oggrunnur fjörður, Breiða-fjörður. Fjörðurinn er um-
kringdur voldugum fjöllum en í honum er
aragrúi eyja. Lífríkið er fjölskrúðugt,
kannski það líflegasta á landinu, en þar má
finna háhyrninga, hnísur og seli í sjó en
lunda, erni og toppskarfa í lofti, svo eitt-
hvað sé nefnt.
Skipið Baldur flytur fólk og farangur
milli Stykkishólms og Brjánslækjar með
viðkomu í eyjunni Flatey. Eyjarnar í
Breiðafirði hafa verið í byggð frá landnámi
en þar nam land Þrándur mjóbein. Í byrj-
un 20. aldarinnar var fólksfjöldinn mestur
en þá var búið í sjö eyjum. Þegar leið á
öldina fóru bændur að bregða búi og flytja
til meginlandsins. Af þeim eyjum sem áð-
ur voru í byggð er í dag einungis búið allt
árið í Flatey. Þar er bú á bæjunum Kráku-
vör, bú Magnúsar Arnar Jónssonar og
Svanhildar Jónsdóttur, og í Læknishúsi,
bú Hafsteins Guðmundssonar og Ólínu
Jónsdóttur.
Hið fullkomna sveitaheimili
Skipið Baldur skilar hópi ferðalanga í
höfnina í Flatey. Eftir gömlum malarvegi
tölta ferðalangarnir af stað í átt að þorp-
inu. Eitt af fyrstu húsunum er hvítt og girt
af með rauðri trégirðingu. Við veginn situr
fjórtán ára drengur við sölubás. Á borðinu
eru miklar gersemar; hálsfestar úr hvala-
hrygg, hnappar úr kindahornum og se-
laskinn ásamt öðru góssi sem orðið hefur á
vegi hans. Það ískrar í rauða hliðinu þegar
gengið er inn á lóðina. Á fallegu útskornu
skilti stendur Læknishús. Hjónin Haf-
steinn og Lína koma út á hlað og taka hlý-
lega á móti blaðamanni. Þau kynna unga
sölumanninn, Hilmar, en hann er dótt-
ursonur þeirra hjóna og býr hjá þeim í
Flatey á sumrin.
Hjónin bjóða blaðamanni inn og leiða
veginn að hjarta heimilisins, eldhúsinu. Á
borðið raðar húsfreyjan alls konar kræs-
ingum. Læknishús er hið dæmigerða ís-
lenska sveitaheimili, ómögulegt verður að
sleppa héðan svöng.
Gutti í selalögnum
Hafsteinn sem er fæddur árið 1935, var á
tíunda ári þegar hann fluttist til Skáleyja í
Breiðafirði. Lína, konan hans, er tveimur
árum eldri en hún ólst upp í eyjunni Hval-
látrum. Á þeim tíma bjuggu tvær fjöl-
skyldur í báðum eyjunum. Hjónin hafa
fróðlega sögu að segja eftir rúmlega hálfrar
aldar búsetu í firðinum.
„Það var ágætt að alast hér upp. Það var
hópur af krökkum í Skáleyjum. Við vorum
sex systkinin en á hinu heimilinu voru sjö
börn. Krakkar fundu sér alltaf eitthvað að
gera,“ segir Hafsteinn. „Við vorum alltaf
eitthvað að prakkarast,“ bætir Lína við.
„Strákarnir að slást eins og gengur og svo
var spilað og lesið á kvöldin. Oft lásu
margir sömu bókina og svo var rætt um
hana.“
Hjónin segja að eyjabúar hafi reynt að
koma saman eins oft og mögulegt var.
„Mig minnir að um jólaleytið hafi alltaf
verið farið einu sinni til Skáleyja og þau
komu einu sinni yfir til okkar í Hval-
látrum. Þá var dansað í kringum jólatréð,
mikið sungið og auðvitað borðað,“ segir
húsfreyjan.
Hjónin gengu bæði í barnaskóla. Kenn-
ari ferðaðist milli eyjanna og kenndi börn-
unum. Krakkarnir hófu nám níu ára
gamlir og lærðu í þrjá mánuði á ári. Þegar
nemendurnir luku fullnaðarprófi um
fermingaraldur tóku þeir afstöðu til þess
hvort þeir hygðu á framhaldsnám en þá
urðu þeir að flytjast annað.
„Krakkarnir fóru svo að hjálpa til strax
og þeir gátu. Ég hef sennilega verið svolít-
ið bráðþroska en tíu ára var ég farinn að
hjálpa til við selalagnir. Við sigldum á ára-
bát fjórir saman. Ég fór þó ekki ef það var
verra veður því ég var ekki nógu sterkur á
árinni,“ segir Hafsteinn. Selalagnir er þeg-
ar net er lagt fyrir seli, en skinnið var mikil
markaðsvara og kjötið gott til matar.
Jafnframt hjálpuðu krakkarnir til við
búskapinn. „Það þurfti að safna fénu sam-
an á vorin og flytja það til meginlandsins í
sumarbeit. Síðan voru eyjarnar heyjaðar. Í
lok september voru kindurnar fluttar til
baka,“ segir húsbóndinn. Í dag eru kindur
í eyjunum en hestar og kýr heyra sögunni
til.
Eftir sauðburð á vorin tóku leitir við.
Leitir er þegar æðardúnn er tíndur. Lína
segir æðarvarpið hafa verið grunnstoð í
lifibrauði eyjaskeggja. „Kollunum líkar að
láta dútla við sig. Þær finna til öryggis í
nærveru mannsins.“
Húsfreyjan útskýrir verklag í leitum og
hvernig gengið er í röðum til þess að finna
örugglega öll hreiðrin. „Það verður að
passa upp á að hreiðrin séu ekki blaut og
að eggin séu á lífi. Egg eru skyggnd móti
sólu til þess að sjá hvort það sé lifandi,
dautt eða fúlegg. Ef kollan liggur lengi á
dauðu eggi getur það sprungið og þá yf-
irgefur hún hreiðrið.“ Eftir leitir skiptu
bændur dúninum á milli sín, verkuðu
hann og seldu til útlanda.
Síðasti barnaskólinn
Hafsteinn og Lína fluttust frá Breiðafirð-
inum árið 1955 til Grundafjarðar en þar
gerðist Hafsteinn sjómaður. Eftir tíu ára
fjarveru var leitað til þeirra og þau beðin
að snúa aftur í Breiðafjörðinn. Þá fluttust
þau í Læknishús í Flatey. „Það vantaði
mann á flutningabát. Það var áður en
vegagerðin var komin með vegi, stór
svæði á meginlandinu voru ekki í neinu
Drauga-
þorp og
sæskrímsli
Fyrir rúmum hundrað árum var blómlegt líf í
Flatey á Breiðafirði en þá bjuggu rúmlega tvö
hundruð manns í eyjunni. Í dag standa tvö bú
eftir, þar á meðal bú Hafsteins og Línu í Lækn-
ishúsi. Í viðtali segja þau Sunnudagsmogganum
frá draugaþorpinu á veturna, barnæskunni í
Breiðafirðinum og heimsóknum furðuvera.
Ingibjörg Friðriksdóttir if@mbl.is
Hafsteinn Guðmundsson
og Ólína Jónsdóttir í
Læknishúsi í Flatey.
Læknishús að vetri til.