SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 39
19. ágúst 2012 39
Gamall vinur minn, saklaus á sál og líkama og sér-deilis alþýðlegur, vissi ei hvaðan á hann stóð veðr-ið í liðinni viku, þar sem hann grandalaus bograðiyfir bláberjalyngi og var við það að fylla sína krús,
er undir honum titraði jörðin og til eyrna bárust drunur svo
miklar að hann leit upp frá verkinu og sá sér til þó nokkurrar
skelfingar að aðvífandi kom hófaljón og gerði sig líklegt til að
vaða yfir hrúgaldið. Skepna þessi kom æðandi í átt að honum
og undan hófum hennar tættust upp þúfurnar í kraftmiklum
stökkum. Sjónarhorn hins varnarlausa og berjatínandi vinar
míns var upp undir hestinn og sá hann hvers kyns var, hreðj-
ar heldur stórvaxnar hentust til og frá í náranum. Ekki var um
að villast, þetta var graðhestur grjótharður og lítt til þess lík-
legur að skeyta nokkru um það sem á vegi hans yrði, hann átti
jú brýnt erindi við hryssu í látum,
sem stödd var þarna í fjarskanum
og beið þess að fá í sig böllinn.
Með þandar nasir og blindaður af
blóðsins þrá, flaug hann yfir allt
sem fyrir varð og engu líkara en
þarna væri kominn hinn áttfætti og
gammvakri Sleipnir Óðins.
Ekki var laust við að sjón þessi
vekti vott af fortíðarþrá í beygðu
brjósti vinar míns, hann fann fyrir
sætum söknuði frá þeim árum þeg-
ar hann sjálfur óð um sviðið með ólgu í æðum, rekinn áfram af
æskuþrótti og friðlaus af hamslausri holdsins reisn. Hann
hristi af sér blámann í sálinni og strauk snöggt yfir höfuð
hugsandi, ekki tjóaði að liggja í lynginu lamaður.
Í ljósi þess hve geyst hann fór yfir, fákurinn, var svigrúm til
umhugsunar af skornum skammti fyrir vininn minn berja-
bláa, en þó tók hann sér augnablik til að íhuga stöðu sína:
Átti hann að liggja sem dauður væri í þeirri veiku von að
folinn fótfrái færi hjá án þess að skaða hann, eða átti hann að
rísa upp til varnar, baða út öllum öngum, öskra af lífs og sálar
kröftum?
Heldur þótti honum hláleg sú tilhugsun að finnast hálf-
dauður milli þúfna, niðurtroðinn af hófum, líkastur geldum
klár með horfið hungur í augum. Hann spratt því upp eins og
stálfjöður og ákvað að horfast í augu við gandinn.
Eins og títt er um fólk sem telur sig vera að mæta endalok-
um sínum, sá vinur minn líf sitt sem í hendingu, og þá kom
hún yfir hann eftirsjáin, að hafa ekki nýtt þær til fulls stund-
irnar með stúlkunum. Nú var of seint að grípa allar þær gæsir
sem gáfust. „Ég hefði átt að liggja hana Línu. Og hví drakk ég
ei af kossaþyrstum vörum Viggu? Hvers vegna elti ég ekki
uppi augun hennar Ástu sem loguðu af losta?“
Hvinurinn frá hestinum stælta sem þaut framhjá honum
fnæsandi, skall á honum. Hann lyppaðist niður líkt og ný-
tæmdur lókur og huggaði sig með berjunum bláu og bústnu.
Gott ef glitti ekki í tár á hvarmi. Vissulega var hann feginn að
vera á lífi, en hann grét öll sín glötuðu tækifæri.
Graðhestur
í berjamó
’
Með
þandar
nasir og
blindaður af
blóðsins þrá.
Stigið í
vænginn
Kristín Heiða
khk@mbl.is
í röð; fyrst sr. Ólafur Skúlason og síðar sr. Karl Sigurbjörnsson sem
sat á biskupsstóli fram á þetta sumar. Fyrir fáum árum hefði líklega
þótt nánast fjarstæða að kona yrði nokkru sinni valin biskup. Á út-
mánuðum í ár fór hins vegar svo að „öll vötn féllu til Dýrafjarðar“ og
á vettvangi þjóðkirkjunnar var stemning fyrir því að kjósa konu. Fór
svo að í embættið var kjörinn prestur Bolvíkinga, sr. Agnes M. Sig-
urðardóttir. Hún er dóttir Margrétar Hagalínsdóttur og Sigurðar
Kristjánssonar Ísafjarðarprests sem bjuggu – vel að merkja – á Pól-
götu 10. Þar er æskuheimili Agnesar. Hvar annars staðar?
Pétur Sigurgeirsson sigraði Ólaf Skúlason í umdeildum bisk-
upskosningum. Fljótlega féll þó allt í ljúfa löð og sr. Pétur sigldi lygn-
an sjó sem andlegur og veraldlegur leiðtogi þjóðkirkjunnar. Markaði
ef til vill engin kaflaskil í sögu kirkju og kristni en komst vel frá sínu.
Í viðtali við kirkjuritið Víðförla við starfslok sagðist hann hafa lagt
áherslu á hlutverk kirkjunnar sem friðarhreyfingar, m.a. á þann veg
að fólk kæmist af hvað við annað. Og þótt Pétur hefði látið af embætti
lét hann til sín heyra fram undir það síðasta. Í nóvember 2008, fáum
vikum eftir hrun, skrifaði hann grein í Morgunblaðið og gerði krepp-
una að umfjöllunarefni:
„Sé leitað að rótum hennar kemur kapítalisminn fyrst til greina.
Peningarnir geta aldrei orðið takmark í sjálfu sér. Þá er hættan á
næsta leiti að þeir verði að fíkn. Þetta er önnur neikvæða opinber-
unin. Hver er þá hin jákvæða? Það er kristindómurinn. Það er þessi
röð orðanna: mitt er þitt, það er að segja kristindómurinn. Eftir því
sem meir er hugsað um núverandi ástand … er þar eina vonin til
lausnar, sagði Pétur sem lést sumarið 2010.
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
’
Það er að segja
kristindóm-
urinn. Eftir því
sem meir er hugsað
um núverandi
ástand … er þar eina
vonin til lausnar
Agnes M.
Sigurðardóttir
hafi verið tekið á móti henni í bænum þó það hafi
tekið tíma fyrir hana og Johnson að ná saman en
sú síðarnefnda var ekki vön því að þurfa að deila
athygli þjálfara síns mikið.
Hún hefur mikla líkamlega hæfileika og hefur
verið nefnd „fljúgandi íkorninn“ en til að ná ár-
angri á heimsvísu þarf að þjálfa andlegu hliðina
líka. Á því sviði hefur Chow unnið mikið með
henni, að auka andlegt úthald og styrk.
„Hún sannaði það í dag að hún þolir þvílíka
pressu,“ sagði Chow eftir að nemandi hans hafði
betur í baráttunni við þær rússnesku Victoriu Ko-
movu og Aliyu Mustafinu í fjölþrautinni.
Douglas mætti í sjónvarpsviðtal hjá Jay Leno í
vikunni og játaði þar að hún hefði fagnað sigrinum
með því að fá sér skyndibita. Forsetafrúin Michelle
Obama var einnig gestur þáttarins. „Þú vinnur
gegn mér Gabby,“ sagði hún í léttum dúr en
Obama er talskona heilbrigðs lifnaðarháttar.
Leno spurði síðar hvort það að vinna gull á
Ólympíuleikunum hefði verið eins og hana
dreymdi um. „Þetta var allt öðruvísi en ég hélt og
þegar ég segi „öðruvísi“ meina ég bara betra. Mér
datt til dæmis aldrei í hug að ég yrði í þætti með
forsetafrúnni eða þér, Jay.“
Framundan er líka viðtal við Opruh Winfrey og
hún er komin á forsíðu tímaritsins People þannig
að frægðarsól hennar skín skært eftir leikana.
Nú þegar meðalaldur keppenda í fimleikum á
Ólympíuleikunum fer hækkandi má vona að
Gabby komi sterk til leiks á leikunum í Ríó í
Brasilíu árið 2016.
Gabby á fljúgandi siglingu á Ólympíuleikunum í London.
AFP
’
Þetta var allt öðruvísi en ég
hélt og þegar ég segi „öðru-
vísi“ meina ég bara betra.
Yfirmaður í bandaríska sjóhern-
um ætlaði sér að fara heldur
óvenjulega leið til að losna út úr
framhjáhaldi sínu og sviðsetti
dauða sinn til að losna úr sam-
bandinu. Maðurinn, sem er 43
ára og giftur með börn kynntist
23 ára konu í gegnum stefnu-
mótasíðu í október síðast-
liðnum. Maðurinn sagði henni
að hann væri skilinn og ynni við leynileg sérverkefni. Í
júlí fékk ástkonan síðan tölvupóst frá „Bob“ sem
sagði að því miður væri maðurinn „farinn“ og „allt
hefði verið gert að bjarga honum“ en hann gæti ekki
sagt meir. Konan varð auðvitað algjörlega miður sín,
fór heim til hans og komst þá að því að fyrrverandi
elskhugi hennar væri sprelllifandi. Hann var bara
fluttur til Connecticut þar sem hann var orðinn yf-
irmaður á kafbáti. Þetta endaði illa fyrir manninn sem
missti í kjölfarið vinnuna, vegna „skorts á trausti“.
Sviðsetti dauða sinn
Maðurinn þurfti að
hætta í hernum.
Komið hefur í ljós að ónotuð neð-
anjarðarlestargöng, sem Mussolini
fyrirskipaði að yrðu byggð á fjórða
áratugnum í Róm, voru notuð til að
rækta kannabisplöntur. Lögreglan
komst á snoðir um þessa ólöglegu
framleiðslu þegar lögregluþjónn
fann lyktina berast úr innganginum.
Meirihluti ganganna var notaður til
að rækta löglega sveppi en innst leyndust kannabis-
plöturnar. Þetta er einhver stærsti kannabisfundur Ítal-
íu en lögreglan lagði hald á um 340 kíló af efninu.
Sannkölluð
neðanjarðarstarfsemi