SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 45
19. ágúst 2012 45 Lesbók Það bar til tíðinda í vikunni að þríleikur E.L. James umástarfjötra Anastasiu Steele, Fifty Shades of Grey-röðin,varð mest selda bók Bretlandssögunnar. Víða hefur komiðfram að þær bækur eru ættaðar frá bók sem höfundurinn skrifaði upp úr öðrum þríleik, Twilight-röð Stephenie Meyer, og hefur orðið mörgum uppspretta fabúleringa um það sem kallast „fan fictor“ upp á ensku, en má kannski snara sem hermiskrif. Hermiskrif eru ekki nýtt fyrirbæri í bókmenntasögunni, því höfundar hafa notað hugmyndir og minni frá öðrum höfundum og úr sameig- inlegum sagnaarfi frá örófi. Verald- arvefurinn hefur aftur á móti gert slíkar bækur sýnilegri og rafvæðing bóka að sama skapi auðveldara að selja hermisögur. Þeir sem vafra um bóka- síður sér til skemmtunar hljóta og að hafa tekið eftir því til að mynda hve mjög hefur fjölgað bókum sem byggj- ast á skáldverkum Jane Austen, þar sem skemmst er að minnast bókar P.D. James, Death Comes to Pember- ley sem kom út í desember. Á vefsetri Wikipediu má lesa að fyrsta hermibókin sem byggðist á Jane Austen hefði komið út fyrir tæpum hundrað árum, Old Friends and New Fancies – an Imaginary Sequel to the Novels of Jane Austen hét sú bók og höfundurinn Sybil Brinton. Þar kemur einnig fram að um aldamót hafi hermibækurnar verið á ann- að hundrað og hefur fjölgað talsvert frá þeim tíma. Það gefur augaleið að margar bókanna eru ekki upp á marga fiska, þó að maður getið dottið niður á skemmtilegar bækur eins og Death Comes to Pemberley sem er framúrskarandi. Obbinn er þó klénn, klám- og glæpasögur algengar, en líka loðmollulegar soðgrýlur þar sem persónum úr öllum bókum Austen ægir saman í svo miklu kraðaki að maður þakkar fyrir að hún skuli ekki hafa skrifað meira en sex skáldsögur. Þeir sem þannig skrifa kunna bækur Austen greinilega utan að, en ekki örlar á skilningi. Hermiskrif sigra heiminn ’ Obbinn er þó klénn, klám- og glæpasögur al- gengar, en líka loðmollulegar soðgrýlur þar sem persónum úr öll- um bókum Austen ægir saman í svo miklu kraðaki að maður þakkar fyrir að hún skuli ekki hafa skrifað meira en sex skáldsögur. Orðanna hljóðan Árni Matthíasson arnim@mbl.is B reski ellilífeyrisþeginn Harold Fry fær bréf frá gamalli vin- konu sinni, þar sem hún segist liggja fyrir dauðanum. Hann skrifar henni snubbótt svarbréf og fer út úr húsi sínu árla dags til að póstleggja það. Þegar hann kemur að næsta póst- kassa, ákveður hann að leggja bréfið frekar í þann næsta, en þegar þangað er komið finnst Harold skynsamlegast að fara á pósthúsið. Þegar hann er kominn þangað heldur hann göngunni áfram. „Eitthvað var farið af stað og hann vissi ekki hvað það var“ (17). Samtal við ung- lingsstúlku á bensínstöð verður honum hugljómun og hann ákveður að fara sjálfur með bréfið til vinkonu sinnar, yf- ir þvert og endi- langt England. Vanbúinn til slíkrar langferðar; létt- klæddur, símalaus og í mokkasíum, hvorki með kort né áttavita og án þess að láta kóng eða prest vita af fyr- irætlunum sínum. Harold telur nefnilega að með göng- unni takist honum að lækna vinkonuna. Á göngunni rifjar hann upp líf sitt, tekst á við brostnar vonir, mistök, sorgir og gleði. Við fyrstu sýn virðist líf hans heldur viðburðasnautt, en sjaldan er allt sem sýnist, því undir tiltölulega sléttu og felldu yfirborði leynist svo ótalmargt. Stundum verður upprifjunin honum um megn, en hann kemur sterkari á leið- arenda, hafandi gert yfirbót og hreinsað til í lífi sínu því það er jú tilgangur píla- grímagöngu. Margt gerist á göngunni. Harold verð- ur landsfrægur og eignast fjölda aðdá- enda. Hann kynnist skrautlegum kar- akterum sem játa fyrir honum ýmsa bresti sína, sem eru svo sem hvorki meiri né minni en gerist og gengur hjá mannskepnunni og hann fer að sjá sjálf- an sig og sína nánustu í nýju ljósi eftir því sem hann upplifir meira. Þýðing Ingunnar Snædal er kapítuli út af fyrir sig. Henni tekst að ná þeim inni- lega tón sem höfundur leggur upp með. „Ung manneskja sem mætti Rex á götu sæi aðeins hjálparvana gamlan mann, úr tengslum við raunveruleikann, búinn að vera. Undir fölu hvítu hörundi hans, inni í þéttvöxnum líkamanum, barðist samt hjarta jafn heitt og ákaft og í ung- lingi.“(207) Fengur væri að því ef Ing- unn legði þýðingar fyrir sig í meiri mæli. Hér er aldrei langt í húmorinn, per- sónur allar sem ein sérlega vel skrifaðar og sagan er í raun aldrei fyrirsjáanleg, þó að ljóst sé hvert leið Harolds liggur. Undirtónninn er vissulega alvarlegur, það lífshlaup, sem Harold rifjar upp á göngunni er fremur sorglegt, en inni- leiki og einlæg fyndni gerir það að verk- um að sagan verður aldrei væmin. Ekki of mikið af neinu og heldur ekki of lítið af einhverju öðru. Allt eins og það á að vera í þessari óvenjulegu sögu. Fyndin og óvenjuleg pílagrímsganga Bækur Hin ótrúlega pílagrímsganga Harolds Fry bbbbn Eftir: Rachel Joyce. Bjartur. 2012. 310 blaðsíður. Anna Lilja Þórisdóttir Rithöfundurinn Rachel Joyce. LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar Listasafn Reykjanesbæjar MILLILANDAMYNDIR 45 verk eftir ýmsa listamenn Síðasta sýningarhelgi Bátasafn Gríms Karlssonar 100 bátalíkön Byggðasafn Reykjanesbæjar VERTÍÐIN Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Rokkabillý á Menningarnótt laugardaginn 18. ágúst Spennandi dagskrá allan daginn Kvikmyndasýning sunnudaginn 19. ágúst kl. 15: Björgunarafrekið við Látrabjarg Fjölbreyttar sýningar, spennandi safnbúð og Kaffitár Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga kl. 10-17. Síðasta abstraktsjónin Eiríkur Smith 1964 - 1968 Hús Hreinn Friðfinnsson Sunnudaginn 19. ágúst kl. 15 - Leiðsögn, Ólöf K. Sigurðardóttir Síðasta sýningarhelgi Sýningunni lýkur þann 19.ágúst Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 - Aðgangur ókeypis Húsið á Eyrarbakka í borðstofu: Sunnlendingar á Ólympíuleikum sumarsýning Byggðasafns Árnesinga Sjóminjasafnið á Eyrarbakka Draumur um bát sýning í forsal Opið alla daga kl. 11-18 Sími 483 1504 www.husid.com SAGA TIL NÆSTA BÆJAR Úrval íslenskrar vöruhönnunar Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Verslunin KRAUM í anddyri. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is NAUTN OG NOTAGILDI myndlist og hönnun á Íslandi Kaffistofa – Leskró – Barnakró Opið alla daga kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði ÖLVUÐ AF ÍSLANDI 19.5. - 4.11. 2012, DÁLEIDD AF ÍSLANDI 19.5. - 4.11. 2012 HÆTTUMÖRK 19.5. - 31.12. 2012, „SJÁLFSTÆTT FÓLK“ 19.5. - 2.9. 2012 SAFNBÚÐ, Listaverkabækur, kort og gjafavara. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 10-17,lokað mánudaga. Allir velkomnir! www.listasafn.is SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, BERGSTAÐASTRÆTI 74 FORNMENN OG UMHVERFIS LANDIÐ Á FÁEINUM ÁRATUGUM OPIÐ 10-14 ALLA VIRKA DAGA TIL 1. SEPTEMBER MENNINGARNÓTT Í LISTASAFNI ÍSLANDS OG SAFNI ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Dagskrá á www.listasafn.is Opið í Listasafni Íslands kl. 10-22 og í Safni Ásgríms Jónssonar kl. 10-20 Ókeypis aðgangur í bæði söfnin frá kl. 16

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.