SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 16
16 19. ágúst 2012 Ég er fæddur á Ísafirði og uppal-inn þar til 11 ára aldurs en þáfluttu foreldrar mínir tilReykjavíkur. Faðir minn Ragn- ar Jóhannsson var skipstjóri á Ísafirði á nýsköpunartogaranum Ísborgu, en hann missti heilsuna um fertugt, og varð að hætta til sjós. Þau fluttu þá til Reykjavík- ur og faðir minn keypti litla raftækja- verslun sem hann kallaði Lampann og rak á Laugaveginum í ein 30 ár.“ Bragi Ragnarsson var því í æsku hvorki ókunnugur sjómennskunni né rekstri. „Ég var einnig til sjós á sumrin á skóla- árunum“. En þú ætlaðir aldrei að vera sjómaður? „Nei, einhvern veginn kom það alls ekki til greina. Hugur minn beindist frekar að viðskiptum og eftir að ég tók landspróf fór ég í Samvinnuskólann á Bifröst og útskrifaðist þaðan 1962 og hef verið í einhvers konar rekstri síðan.“ Ég hef heyrt að þú sért sprækur fjalla- garpur og skíðamaður. Segðu mér aðeins frá þeim áhugamálum. „Ég er eins og ég hef sagt alinn upp á Ísafirði og þar var skíðamennskan svo sjálfsagt mál. Ég hef alla tíð verið mikið á skíðum, sérstaklega á seinni árum, og farið reglulega í Alpana og fjórum sinn- um tekið þátt í Vasa-göngunni sem er 90 km löng. Nú síðast tók ég þátt í henni á 70 ára afmælinu mínu og náði þá besta tímanum mínum,“ segir hann og brosir. „Ég hef líka gaman af annarri útivist og fjallaferðum og stofnað í því skyni eigin ferðaskrifstofu árið 2006, BR Tours sem sinnir móttöku erlendra ferðamanna og þjónustu við þá á Íslandi. Ég býð ein- göngu upp á skraddarasaumaðar ferðir með litla hópa og legg áherslu á að fá fólk sem hefur áhuga á gönguferðum um náttúru Íslands. Þessi rekstur sameinar því ágætlega starfið og áhugamálin.“ Lífssýnin breyttist í Tanzaníu En svo fórstu í þróunarstörf til Tanzaníu 1981-1983? „Það var eiginlega af rælni. Íslendingar tóku þá þátt í samnorrænum þróun- arverkefnum og voru nokkrir Íslend- ingar ráðnir í þessi verkefni. Ég og mágur minn heitinn, Gunnar Gissurarson, ákváðum að sækja um þegar þetta var auglýst á öllum löndum Norðurlanda 1980 og við vorum báðir ráðnir eftir langt og strangt umsóknarferli og vorum á samningi við dönsku þróunarstofn- unina Danida. Ég var þá reyndar að gera annað, ég rak eigið fyrirtæki, sem ég hafði gert í nokkur ár. Þetta var mjög skemmtilegt fyrirtæki sem gekk ljóm- andi vel, hét Handíð og var með tóm- stundavörur. Konan mín og ég settum verðmiða á fyrirtækið og ákváðum að ef við gætum fengið þetta verð þá færum við til Tanzaníu og það gekk eftir. Við vorum í Tanzaníu í tvö og hálft ár.“ Hvernig var ástandið í Tanzaníu þá? „Það var dálítið erfitt, þetta var rétt eftir átökin í Úganda og Tanzaníumenn höfðu blandað sér í þau og sent her inn í landið. En þarna var þessu að ljúka og herinn kominn til baka og það fór tals- vert fyrir honum á þessum tíma. Ég held að hermennirnir hafi ekki alltaf fengið greitt á réttum tíma eða greitt yfirhöfuð og var svona hálfgerð skálmöld í kring- um það. Þarna var – og er enn mikil fá- tækt en Tanzanía er að mörgu leyti gós- enland, ríkt af náttúrauðlindum og ágætt til matvælaframleiðslu og ég held að þeir hafi alla burði til að standa sig vel í fram- tíðinni. Þarna hefur ríkt friður frá því þeir fengu sjálfstæði á sjöunda áratug síðustu aldar og stjórnarfar hefur verið nokkuð stöðugt. Mín vinna fólst í því að aðstoða við að koma á fót ýmiskonar at- vinnustarfsemi úti í þorpunum. Þetta gat verið að stofna verslun, kaupa þreski- myllu, traktor eða vörubíl. Verkefnið var að kenna starfsfólkinu undirstöðuatriði í rekstri og fjármálum og þjálfa í starfi, en ég veit að margt lifði minn dag í Tanz- aníu.“ En hvaða áhrif hafði þessi reynsla á þig. Hafði þetta áhrif á lífsviðhorf eða lífssýnina? „Já, það gerði það, þetta var svo gíf- urlega ólíkt því sem maður hafði áður þekkt, mikil örbyrgð og erfið lífsbarátta. En líka mikil lífsgleði og nægjusemi og auðvitað gjörólík menning og lífs- viðhorf.“ Menningarmunur í viðskiptum Þú hófst störf hjá Eimskip 1986 og hefur meðal annars unnið sem stjórnandi fyrir fyrirtækið í Rotterdam, Riga og Rúss- landi. Er ólíkt að vinna á þessum stöð- um? „Já, það er það, viðskiptaheimurinn er svo gjörólíkur í Austur-Evrópu og Rúss- landi eða Vestur-Evrópu eins og Rotter- dam. Þá hef ég líka átt viðskipti við Bandaríkin, Kanada og Asíu, þótt ekki sé hægt að setja öll lönd þar undir einn hatt, og hver hefur sinn háttinn á. Ég hef haft gaman af því að velta fyrir mér þessum menningarmun í viðskiptum. Það er erfitt að lýsa þessu í örfáum orð- um en ég get tekið dæmi af Rússlandi þar sem er mjög erfitt að stofna til viðskipta. Það getur verið mjög erfitt að átta sig á því hver tekur ákvarðanirnar og þú verður að koma þér í ákveðið vinfengi við þá sem eru í kringum ákvörð- unartökurnar. Þú ert gjarnan afvega- leiddur fyrst, telur þig kannski vera að tala við þann sem tekur ákvörðunina en svo er ef til vill ekki. Það getur verið mjög tímafrekt að komast að þeim sem tekur ákvörðunina ef maður kemst nokkuð að honum.“ Er hættulegt að eiga viðskipti í Rúss- landi? „Já, nú eru nokkur ár síðan ég var þarna en eins og ég kynntist því þá gat það verið hættulegt. Það voru ákveðnar greinar sem voru hættulegri en aðrar og stjórnað var af rússnesku mafíunni eða öðrum álíka blokkum. Það var verið að bjóða vernd gegn fé en það var ef til vill engin þörf fyrir það. Þetta gátu verið bara einkaframtaksmenn sem voru að bjóða verndina en þú fékkst þá ef til vill enga vernd. Samningaviðræður gátu verið óskaplega erfiðar á þessu svæði og mikill tími fór í að ræða um hluti sem komu samningunum ekkert við og svo er ekkert endilega staðið við samninga jafnvel þótt það sé búið að skrifa undir.“ En er þetta samt svæði tækifæra fyrir okkur Íslendinga? „Já, ég held að þarna séu ýmis tækifæri og ef rétt er haldið á málum er ekkert síður hægt að gera viðskipti þarna heldur en annars staðar. En ef við tökum svo til dæmis Japan, en ég hef átt töluverð viðskipti við þá í gegnum tíðina, þá er mjög gott að treysta mönnum þar og þeir líta svo á að við undirskrift samnings sé komið á nokkurs konar „partnership“. Lendi mótherjinn í vandræðum eru þeir til í að koma til móts við hann og hjálpa honum. En það er sama hvar er, alltaf þarf að vera til staðar ákveðinn skilningur á menningu og siðum þar sem ætlunin er að stunda viðskipti og menn þurfa að laga sig eftir þeim.“ Hætt og snúið aftur til Eimskips En svo hættir þú hjá Eimskip árið 2006. Hvers vegna? „Það urðu breytingar á eignahaldi og yfirstjórn Eimskips, sérstaklega á árinu 2005 þegar Avion Group eignaðist Eim- skip og sameinaði flugrekstri Atlanta. Þá var mikil og örlagarík breyting gerð á fé- laginu og því sett markmið sem að mín- um dómi voru ekki raunhæf. Þar sem mér hugnuðust ekki þær breytingar sem þá urðu á félaginu og þeim verkefnum sem ég hafði fengist við ákvað ég að segja starfi mínu lausu.“ Á miðjum uppgangstímum? „Já, enda reyndist djörf og ómarkviss útrás Eimskips á árunum 2006-2008 fé- laginu um megn og endaði með því að félagið sem átti að sigra heiminn var við það að fara í þrot á miðju ári 2008.“ En svo snerirðu aftur? „Já, en það var ekki að mínu frum- kvæði. Stjórn félagsins, þá undir forystu Sindra Sindrasonar og nýs forstjóra Gylfa Sigfússonar fóru í mikla uppstokkun, ákváðu að halda vörð um kjarnastarfsemi félagsins og með lykilstjórnendur sér við hlið og starfsfólk að baki var farið í nauðasamninga. Þegar ljóst var að að þeir voru í höfn og rekstur félagsins tryggður var haft samband við mig og óskað eftir að ég tæki að mér stjórnarfor- mennsku í félaginu. Þar sem ég þekkti vel til félagsins og helstu lykilstjórn- endur þess þótti mér þetta áhugavert verkefni sem ég tók fúslega að mér.“ Og hvernig stendur félagið núna? „Það stendur ágætlega. Samningarnir sem farið var í 2009 voru mjög skyn- samlegir og kröfuhafar eignuðust félagið. Félagið var gert mjög rekstrarhæft og kröfuhafar eiga nú möguleika á að ná aftur eignum sínum.“ En nú er annar stærsti hluthafi Eim- skips bandaríska fjárfestingafélagið Yu- caipa sem var fyrst með 32% hlut en er nú með 25% eftir að hafa selt hlut til Líf- eyrissjóðs verslunarmanna á dögunum. Finnst þér ekkert sárt að þetta óskabarn þjóðarinnar, sem upphaflega var í eigu 15% íslensku þjóðarinnar skuli vera að Hann hélt upp á sjötugsafmælið sitt sl. vetur með því að taka þátt í 90 km langri skíðagöngu, „Vasa-göngunni“, í Svíþjóð. Bragi Ragnarsson kallar ekki allt ömmu sína. Fyrir utan að vera skíðagarpur eru fjallgöngur og útivist meðal helstu áhugamála hans. Hann hefur gegnt ýmsum ábyrgð- arstöðum í íslensku viðskiptalífi, bæði hérlendis og erlendis í um 40 ár og gegnir nú starfi stjórnarformanns Eimskips sem er að fara á markað í Kauphöllinni með haustinu. Unnur H. Jóhannsdóttir uhj@simnet.is Bragi Ragnarsson segir Eimskip standa ágæt- lega: „Samningarnir sem farið var í 2009 voru mjög skynsamir og kröfuhafar eignuðust félagið. Félagið var gert mjög rekstr- arhæft og kröfuhafar eiga nú möguleika á að ná aft- ur eignum sínum.“ „Umhverfið að mörgu leyti fullt af tækifærum“

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.