SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 12
12 19. ágúst 2012
Miðvikudagur
Steinþór Helgi Arn-
steinsson Í gær fór
ég á mína fyrstu
kúluvarpsæfingu.
Það var mjög erfitt
og í dag er mér illt í olnboganum
og með harðsperrur á skrýtnum
stöðum. Ég fékk í raun engin svör
við helstu spurningunum mínum,
og þess vegna ekki neitun heldur.
Leiðin á Ríó 2016 er allavega haf-
in …
Bragi Valdimar
Skúlason Af hverju
er þessum stjórn-
endalufsum aldrei
boðið í hvalveiði, er
þetta laxasprikl ekki frekar veim-
iltítulegt?
Fimmtudagur
Örn Úlfar Sævarsson
Las Lars aldrei
Tinnabækurnar?
Hversu fyndið væri það að gera
Kolbein að fyrirliða?
Sigrún Inga Hrólfs-
dóttir hvað er
tumblr? hvað gerist
þar? hvað gerir það?
Fésbók
vikunnar flett
Sviðsljósið sem var á bragðarefnum Flavor Flaver orðið heldur daufara en það var. Almenn-ingsóvinurinn hefur þó haft í ýmsu að snúastog hefur hann meðal annars snúið sér mikið
að sjónvarpi.
William Jonathan Drayton jr. fæddist hinn 16. mars
árið 1959 í New York. Hann tók ungur ástfóstri við
tónlist og varð sjálflærður á mörg hljóðfæri; hann gat
spilað á 15 hljóðfæri. Fljótt fór þó að halla undan fæti
hjá kauða og sat hann um nokkra stund í fangelsi fyrir
innbrot og þjófnað. Hann kveikti einnig óvart í húsi
þegar hann var lítill strákur en að sögn var það óvart.
Hann útskrifaðist úr matreiðsluskóla árið 1978 og hóf
vinnu sem kokkur.
Flavor Flav hitti komandi hljómsveitarmeðlim sinn,
Chuck D, í Adelphi-háskólanum á Long Island. Þeir
fóru fljótt að búa til tónlist saman og úr varð rapp-
sveitin Public Enemy. Chuck D sá þá aðallega um að
rappa en Flavor tók við kefli svokallaðs stuðnings-
manns, eða „hype man“. Hann rappaði því lítið en
veitti Chuck þann stuðning sem hann þurfti á að
halda. Def Jam Records fékk þá til að skrifa undir hjá
sér árið 1986 og vildi upphaflega bara fá Chuck D
vegna þess að stjórnendur þar á bæ skildu ekki alveg
hlutverk Flavors. Chuck þráaðist þó við og neitaði að
skrifa undir nema Flavor fengi að vera með og sú varð
raunin.
Sveitin sló í gegn og varð mjög vinsæl í lok níunda
áratugarins. Hún hvarf þó af sjónarsviðinu þegar tók
að líða á tíunda áratuginn og lítið spurðist til þeirra
félaga. Flavor var í sífelldum vandræðum og var meðal
annars kærður fyrir að ráðast á fyrrverandi kærustu
sína. Árið 1993 var honum einnig stungið í fangelsi
fyrir tilraun til manndráps en hann skaut úr byssu í
átt að nágranna sínum. Hann barðist við mikla eitur-
lyfja- og áfengisfíkn.
Upp úr aldarmótunum fór Flavor Flav þó að end-
urheimta forna frægð í gegnum raunveruleikasjónvarp.
Hann tók þátt í sjónvarpsþættinum The Surreal Life
sem einblínir á stjörnur sem voru eitt sinn frægar. Í
þeim þætti komst hann í kynni við Brigitte Nielsen og
með þeim tókust ástir. Í kjölfar þess fengu þau sinn
eigin þátt sem bar nafnið Strange Love. Þar var sýnt
frá sambandi þeirra skötuhjúa sem endaði því miður
ekkert alltof vel. Sambandið entist ekki lengi og slitu
þau sambúð innan árs með því að Brigitte ákvað að
taka saman við fyrrverandi eiginmann sinn. Flavor
fékk þá sinn eigin þátt sem hét Flavor of Love. Sá
þáttur gekk út á leit Flavors að ástinni. Hún varð á
vegi hans og eignaðist hann barn með konu sem hann
hitti reyndar á meðan ekki var verið að taka upp.
Síðan þá hefur hann komið fram í nokkrum þáttum.
Auk þess gaf hann út sólóplötu árið 2006. Flavor hefur
alltaf vitað hvað klukkan slær en enn þann dag í dag
ber hann einkennismerki sitt um hálsinn, risastórt
klukkuhálsmen. Flavor lætur sér ekki að nægja að vera
með fasta dagskrá í sjónvarpi heldur hefur hann rekið
nokkra veitingastaði. Sá nýjasti, Flavor Flav’s Chicken
& Ribs, var opnaður nú í sumar.
davidmar@mbl.is
Hvað varð um …
Flavor Flav?
Flavor Flav er hér til vinstri með klukkuhálsmenið fræga. Með honum á myndinni er félagi hans úr Public Enemy, Chuck D.
Hér er kappinn með þátttakendum í raunveruleikaþættinum Flavor of Love. Kjafturinn á Flavor er rándýr.