SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 30
30 19. ágúst 2012
H
vað þýðir sá titringur innan
Vinstri grænna, sem birtzt
hefur að undanförnu, aðal-
lega í fréttum RÚV og á síðum
Morgunblaðsins vegna aðildarumsókn-
arinnar að Evrópusambandinu?
Það eru meiri líkur en minni á því að
nánast samhljóma umsagnir ráðherranna
tveggja, Katrínar Jakobsdóttur, sem jafn-
framt er varaformaður VG, og Svandísar
Svavarsdóttur, endurspegli einhvers kon-
ar umræður í innsta hring flokksins, með-
al ráðherra og nánustu samverkamanna
þeirra í þingflokki. Það sem styður þessa
skoðun er annars vegar, að Árni Þór Sig-
urðsson, formaður utanríkismálanefndar,
talar í mjög svipuðum dúr og þær tvær og
hins vegar að ólíklegt er að þær Katrín og
Svandís, sem hafa stutt formann flokks-
ins, Steingrím J. Sigfússon, samvizku-
samlega, mundu hætta sér út á þennan
hála ís, ef þær hefðu ekki beint eða óbeint
samþykki formanns flokksins fyrir því.
Hvað hafa þau sagt?
Þau hafa sagt að eðlilegt væri í ljósi
breyttra aðstæðna að viðræður hefjist
milli stjórnarflokkanna um stöðuna.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra,
hefur að vísu svarað því á þann veg, að um
ekkert væri að tala en auðvitað er ljóst að
forystumenn Samfylkingar geta ekki neit-
að að tala við samstarfsflokk sinn í rík-
isstjórn um málið. Þess vegna verður að
teljast líklegt að á næstu vikum fari fram
einhvers konar samtöl milli stjórn-
arflokkanna um aðildarumsóknina og
stöðu hennar.
Hvað getur komið út úr slíkum
viðræðum?
Það er flóknara mál. Samfylkingin hefur
forræði á málinu, þar sem það er vistað í
utanríkisráðuneytinu eins og vera ber og
eina beina aðkoma Vinstri grænna er í
tengslum við makríldeiluna. Hluti VG
hefur gert sér vonir um að Steingrímur J.
Sigfússon muni nota þá stöðu til þess að
sprengja aðildarumsóknina í loft upp, svo
að notuð séu sterk orð, með því að standa
fast á hagsmunum Íslendinga í makríl-
deilunni. Það mundi án frekari aðgerða
VG eða Steingríms J. setja keng í aðild-
arviðræðurnar, vegna þess að sum aðild-
arríki ESB eru æf út af viðhorfi okkar til
makrílveiðanna. Þar eru Írar fremstir í
flokki og samkvæmt heimildum er ekki
ofmælt að írski sjávarútvegsráðherrann sé
trylltur í málinu.
En einmitt vegna þess hve flókin staðan
er innan ESB eru aðrir hópar innan VG
þeirrar skoðunar að Steingrímur J. eigi að
semja um makrílinn og hafa hugmyndir
um að það eigi bara að mætast á miðri leið.
Þeir sem þannig hugsa gera sér ekki grein
fyrir því, að af hálfu þeirra ríkja innan
ESB, sem eiga hagsmuna að gæta er slík
lausn ekki til umræðu af því að þau telja,
að hún væri of hagstæð Íslendingum en
hún mundi þar að auki valda mikilli ólgu
hér heima fyrir.
En það væri jafnframt mjög vondur
kostur frá pólitísku sjónarmiði fyrir Stein-
grím J. og VG að gefast bæði upp í við-
ræðum við ESB um makrílinn og líka að
játa sig sigraðan í viðræðum við Samfylk-
inguna um aðildarumsóknina. Hann hefur
að vísu sýnt að hann hefur getað teygt
flokkinn með sér mjög langt í samskiptum
við Samfylkinguna vegna aðildarumsókn-
arinnar en nú er komið svo nærri kosn-
ingum að þingmenn VG hljóta að vera
farnir að huga mjög að stöðu sinni í ein-
stökum kjördæmum og hið sama hlýtur
að eiga við um virka flokksmenn.
Steingrímur J. getur auðvitað ákveðið
að láta slag standa og segja við Samfylk-
inguna hingað og ekki lengra: aðildar-
viðræðunum verður hvort sem er ekki
lokið fyrir kosningar og þar af leiðandi
engu tapað fyrir ykkur með því að skjóta
þeim á frest fram yfir kosningar. Að sumu
leyti væri þó sjálfsagt betra fyrir hann að
hleypa viðræðunum í loft upp með
makrílinn að vopni en í beinni störu-
keppni við Samfylkinguna.
Gæti þessi staða leitt til haustkosninga?
Sagan sýnir að stjórnarflokkar eru alltaf
tregir til haustkosninga, þegar horft er
fram til þingkosninga að vori. Alþýðu-
flokkurinn kom í veg fyrir haustkosningar
1970 og Framsóknarflokkurinn haustið
1977.
Hins vegar gæti Steingrímur J. átt ann-
an leik, sem yrði til þess að fara mundi um
Samfylkinguna. Hann gæti sagt sem svo:
ef þið fallizt ekki á að leggja aðildar-
viðræðurnar til hliðar með einum eða
öðrum hætti mun ég leita eftir því við
stjórnarandstöðuna, að hún verji minni-
hlutastjórn undir mínu forsæti falli fram
að kosningum næsta vor. Slík minni-
hlutastjórn mundi í fyrsta umgangi setja
aðildarumsóknina ofan í skúffu. Fyrir VG
væri þetta góður kostur að því leyti til að
Steingrímur J. gæti gefið fleiri þingmönn-
um sínum færi á að prófa sig í ráðherra-
störfum, sem mundi styrkja þá í sínum
kjördæmum fyrir kosningar. Jafnframt
mundi forsæti hans í slíkri stjórn undir-
strika stöðu hans, sem hins raunverulega
forystumanns í íslenzkum þjóðmálum um
þessar mundir.
Annað mál er hvort Sjálfstæðisflokk-
urinn gæti hugsað sér að gefa „komm-
unum“ slíkt tækifæri. Rökin fyrir því
væru þau að ýmsu væri hægt að fórna til
þess að koma aðildarumsókninni út úr
myndinni. Að auki gæti Sjálfstæðisflokk-
urinn krafizt þess að hafa eitthvað um það
að segja hver yrði utanríkisráherra í slíkri
stjórn. Þeir menn eru til í röðum VG, sem
sjálfstæðismenn gætu treyst fyrir því
ráðuneyti.
Rétt er að taka fram, að þetta eru eigin
hugleiðingar, sem tengjast á engan hátt
umræðum meðal stjórnmálamanna. Þær
eru hins vegar settar hér fram til að varpa
ljósi á þá flóknu stöðu, sem nú er komin
upp á hinum pólitíska vettvangi.
Og kannski ekki úr vegi að minna á, að
árið 1972 hafði forystusveit Sjálfstæð-
isflokksins óformlega gefið fyrirheit um
að verja minnihlutastjórn Hannibals
Valdemarssonar falli, en einn nánasti
samstarfsmaður hans þá var Björn Jóns-
son, sem lengi var virkur flokksmaður í
Sameiningarflokki alþýðu-Sósíal-
istaflokki.
Hverjir eru valkostir Vinstri grænna?
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Forsíða Morgunblaðsins sætti miklum tíðindum áþessum degi fyrir 53 árum en þá birtust í fyrstaskipti símsendar fréttaljósmyndir í dagblaðihérlendis. Myndirnar voru teknar síðdegis dag-
inn áður á landsleik Dana og Íslendinga í knattspyrnu á
Idrætsparken í Kaupmannahöfn. Landssímastöðin var
þarna nýbúin að taka í notkun nýtt og vandað tæki sem
gat tekið á móti ljósmyndum símleiðis. Tækið sem fyrir
var og stöðin hafði að láni gat aðeins sent myndir en ekki
tekið við þeim. Höfðu fréttamyndir fyrir vikið áður verið
sendar úr landi, fyrst er sænsku konungshjónin voru
stödd hér á landi í opinberri heimsókn.
Mikil spenna var í loftinu í herbúðum Morgunblaðsins
og Landsímstöðvarinnar kvöldið áður enda loftskeyta-
samband ekki verulega gott fram eftir kvöldi. „... það var
ekki fyrr en laust fyrir miðnætti í nótt að góð mynd kom í
móttakarann, eftir langt og strangt strit þeirra, sem að
móttökunni unnu,“ sagði í frétt Morgunblaðins 19. ágúst
1959. Harðsnúið lið stóð vaktina og fagnaði innilega er
myndirnar voru í höfn. Úr því að að þessum tímamótum
var stefnt hefðu það orðið mikil vonbrigði hefðu mynd-
irnar ekki skilað sér í ásættanlegum gæðum.
Myndirnar úr landsleiknum á forsíðunni voru tvær og
vöktu mikla athygli og lukku enda nýmæli að íslenskur
fréttamiðill gæti birt ljósmyndir frá svo nýlegum viðburði
á erlendri grundu. Á efri myndinni sést Friðrik Danakon-
ungur heilsa upp á leikmenn íslenska liðsins í fylgd Björg-
vins Schram, formanns Knattspyrnusambands Íslands.
Leikmennirnir á myndinni eru Örn Steinsen (sem kon-
ungur er að heilsa), Þórður Jónsson, Sveinn Teitsson og
Sveinn Jónsson.
Á neðri myndinni hefur Helgi Daníelsson, markvörður
íslenska liðsins, hlaupið út og gripið knöttinn. Aðrir á
myndinni eru Hreiðar Ársælsson, Árni Njálsson, danski
sóknarmaðurinn Ole Madsen og Sveinn Teitsson.
Mörgum þótti skemmtilegt að þessar merku ljósmyndir
skyldu vera úr landsleik gegn gömlu herraþjóðinni, Dön-
um, og ekki spillti fyrir að Ísland náði jafntefli, 1:1. Þóttu
það óvænt úrslit. Danir og Íslendingar höfðu mæst sex
sinnum á sparkvellinum fram að þessu og þeir fyrrnefndu
jafnan haft betur. Sveinn Teitsson skoraði mark Íslands í
leiknum, kom liðinu yfir í fyrri hálfleik, eftir undibúning
Þórólfs Beck. Það var þó samdóma álit manna að maður
leiksins hefði verið Helgi Daníelsson markvörður. „Þetta
er bezti markmaður sem ég hef séð,“ sagði Erik Jensen,
einn reyndasti leikmaður Dana.
Enda þótt Danir réðu ferðinni lengst af var marktæki-
færum nokkuð jafnt skipt og fyrirliði Dana, Paul Petersen,
hafði á orði við Morgunblaðið eftir leikinn að það hefðu
verið erfiðustu mínútur lífs hans þegar Íslendingar skor-
uðu og hefði hann vart getað hreyft sig fyrst á eftir.
Henning Enoksen, sem jafnaði leikinn og tryggði Dön-
um þar með rétt til þátttöku í aðalkeppni Ólympíu-
leikanna í Róm árið eftir, var himinlifandi að leik loknum.
„Þetta er mikilvægasta mark, sem ég hef skorað – gerði
það með mínum síðustu kröftum.“
Dómarinn, sem kom frá Hollandi, hafði líka skoðun á
gangi mála. „Ég bjóst við engu af Íslendingum – og varð
hissa.“
orri@mbl.is
Fyrstu
símsendu
myndirnar
Forsíða Morgunblaðsins 19. ágúst 1959.
’
Mikil spenna var í loftinu í her-
búðum Morgunblaðsins og
Landssímstöðvarinnar kvöldið
áður enda loftskeytasamband ekki
verulega gott fram eftir kvöldi.
Ríkarður Sumarliðason, fulltrúi á Radíótæknideild símans,
Valdemar Einarsson varðstjóri og Karl Eiríksson verkfræð-
ingur bíða eftir myndunum góðu.
Á þessum degi
19. ágúst 1959