SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 35
19. ágúst 2012 35 undir skemmdum í áravís uns félag um varðveislu þeirra var stofnað árið 1998. Gott og mikið starf hefur verið unnið í þágu þess að sýna minningu og arfleifð Samúels tilhlýðilegan sóma og gaman er að sjá hversu vel hefur tekist til. Að utan er íbúðarhúsið sem og kirkjan ný- máluð og skínandi fín, en meðal hinna mörgu handa sem unnið hafa létt verk við endurreisnina eru sjálfboðaliðar frá samtökunum Seeds. Þá verður að geta þáttar þýska myndhöggvarans Ger- hards König en hann var á staðnum við vinnu sína þegar hópurinn átti leið hjá. Hér er komið annað dæmi þess að varðveisla og virðing fyrir því sem eldra er kveikir áhuga yngri kynslóða því einu virtist gilda þó að Selárdalur væri jafn afskekktur og hann er; stans- laust rennsli áhugasamra gesta var meðan undirritaður spókaði sig á vett- vangi listamannsins með barnshjartað. Staðurinn verður líka þeim mun áhrifameiri að heimsækja þegar maður veltir fyrir sér köllun listamannsins, innblæstri og harðfylgi sem samanlagt gerði honum kleift að iðka list sína á stað jafnfjarri alfaraleið. Með það í huga er ekki fjarri lagi að kalla Selárdal hálfgerðan draumheim eða undraver- öld. Fegursta fallvatnið Það er ekki ofsagt að á Íslandi sé að finna ótal fallega fossa. Nægir í því sambandi að nefna Goðafoss, Selja- landsfoss, Dettifoss, Skógafoss og vita- skuld Gullfoss. Ekkert framangreindra vatnsfalla hefur þó orkað jafnsterkt á undirritaðan og Dynjandi fyrir botni Arnarfjarðar, þar sem hann steypist af stöllum fram, tindrandi og tilkomu- mikill. Himnasmiðurinn hefur verið í ham þegar hann hannaði fossinn þann og það sem kemur mest á óvart er stærð hans. Dynjandi er nefnilega heilir 100 metrar á hæð og maður finnur til auðmjúkrar smæðar andspænis þessu einstaka náttúruundri. Alkunna er að rokkhundarnir í Led Zeppelin sömdu hinn myljandi slagara „Immigrant Song“ um land vort og þjóð í kjölfar heimsóknar hingað með tónleikahaldi árið 1970. Ef einhver segðist vita til þess að þeir fjórmenningar hefðu skot- ist vestur á firði í skoðunarferð við það tækifæri, séð fossinn og samið í kjöl- farið „Stairway To Heaven“ myndi ég ekki rengja það eitt augnablik. Dýrindis veður við Djúpið Ekki var eftirvæntingin í ferðinni minnst fyrir því að koma loks til höf- uðstaðarins, Ísafjarðar. Skemmst er frá því að segja að Ísafjarðarkaupstaður er indælis bær á alla vegu, og þarf talsvert til að jafn forhert malbiksbarn og sá sem hér ritar finni sig svo vel utan höfuðborgarsvæðisins. Það er einhver stemning í loftinu sem gerir bæinn dæmalaust heillandi, og ekki spillti veðursældin fyrir; um miðjan júl- ímánuð var sannkallað „útlandaveður“ við Djúpið; heiður himinn dag eftir dag, rjómalogn og hitastigið svo mynd- arlegt að líta þurfti tvisvar á mælinn, og einu sinni til, bara svo viðstaddir fengju trúað eigin augum. Það var heldur ekki amalegt að ganga um bæ- inn og skoða það sem fyrir augu bar í annarri eins blíðu. Fyrsta verkefni var að vitja reisulegs húss sem stendur við Túngötu númer 3. Þar bjó langafi undirritaðs, Jón Guð- jónsson, bæjarstjóri á Ísafirði til áratuga og þar áður skrifstofustjóri Eimskipafj- elags Íslands, í aldarfjórðung. Yfir hús- inu er embættismannsbragur og vel fer á því að forseti lýðveldisins leigði íbúð í kjallarum á sínum tíma. Ekki kann ég deili á núverandi íbúum og lét því vera að ónáða þá í þessu sambandi. Enda kom ég aldrei heim til langafa og lang- ömmu, Kristínar Salóme Kristjáns- dóttur, meðan þau bjuggu fyrir vestan, og því engra minninga að vitja innan- dyra. En húsið er ákaflega fallegt og snyrtilegt að sjá, og vel um það hugsað. Góðu heilli er sömu sögu að segja um mörg gömul hús sem heyra til Ísafjarð- arkaupstaðar. Það er hrein unun að ganga um götur á borð við Brunngötu og Tangagötu þar sem húsin eiga það langflest sammerkt að vera orðin ald- argömul en um leið skínandi falleg að sjá. Hús sem hugsað er um af til- hlýðilegri virðingu eldast eins og eð- alskoti, svo mikið er staðfest af gömlu götunum á Ísafirði. Ætli hugmyndir séu uppi um að valta þessar gersemar niður í svaðið og reisa hótel í staðinn til að taka við síauknum fjölda ferðamanna? Um það veit ég ekkert, en ég leyfi mér að draga það í efa; enda myndi að- dráttaraflið fyrir ferðamenn snögg- minnka ef gömlu húsanna nyti ekki við og plottið því í grundvallaratriðum meingallað. Ef perlurnar víkja fyrir hótelum missa ferðamenn áhugann á að koma. Hús sem þessi eru órjúf- Það er ævintýralegt að litast um á Rauðasandi. Sandbreiðan er gríðarmikil og appelsínuguli liturinn á sér vart hliðstæðu. ’ Ætli hugmyndir séu uppi um að valta þessar gersemar niður í svaðið og reisa hótel í staðinn til að taka við síauknum fjölda ferðamanna?

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.