SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 19

SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 19
19. ágúst 2012 19 sambandi á veturna. Við fluttum því til bændanna vörur sjóleiðis,“ segir Hafsteinn. Börnin sín þrjú ólu þau upp í Flatey. Þá hafði íbúum fækkað mikið og enginn barnaskóli var starfandi. „Það var mikið mál að fá kennara en það gekk upp að lok- um,“ segir Lína. Fyrstu tvö árin var kennt á heimili þeirra hjóna. Þegar mest var voru átta nemendur í bekknum. „Kennararnir voru ungar, voða indælar stúlkur sem voru nýútskrifaðar úr kennaranámi. Þær létu sig hafa það að vera hér, aumingja stelpurnar,“ segir Lína. „Ein mætti með lítinn son sinn sem var ekki nema um þriggja mánaða þegar hún kom. Ég leit eftir honum á daginn á meðan hún var að vinna. Hann var alveg eins og ljós þessi drengur.“ Hanna Júlía, yngsta dóttir þeirra, og tvær aðrar stúlkur voru síðustu nemend- urnir í skólanum í Flatey. Þrátt fyrir að barnabörnin hafi einnig alist upp í eyjunni var ekki komið til móts við þau. Því urðu foreldrarnir að flytjast til meginlandsins þegar börnin komust á skólaaldur. Óþekktar furðuverur Hvalir eru ekki sjaldséðir í Flatey. Fyrir nokkrum vikum urðu hjónin og barna- barn þeirra, sölumaðurinn Hilmar, vör við háhyrningavöðu. Hafsteinn segist hafa talið sjö hvali en þeir voru aðeins þrjá metra frá ströndinni. Þeir komu að eyj- unni við bryggjuna þar sem hugaðir ferðamenn eiga það til að dýfa sér í sjóinn. Þar fundu þeir makríl til að gæða sér á. Þegar selur synti að hlaðborðinu gerðu hvalirnir sér lítið fyrir og fleygðu flykkinu í burtu. Í slíku lífríki hljóta að kvikna sögusagn- ir. Hafsteinn rifjar upp: „Eitt sinn höfðu menn trú á því að stökkull, sem er hvala- tegund, væri að reyna að sökkva bát- unum. Þessu trúðu margir en það var aldrei sannað.“ Hann segir að fólk hafi jafnan haldið sig í fjarlægð ef það þekkti ekki dýrin. „Amma mín bjó í Svefneyjum. Eitt kvöldið, í björtu tunglsljósi, horfði hún og öll fjölskyldan á tvö dýr við sjóinn sem þau ekki þekktu. Ekkert þeirra þorði að koma nálægt þeim. Dýrin voru þarna um nokkurn tíma en svo hurfu þau og sáust aldrei meir.“ Hafsteinn segir að ómögulegt sé að vita hvaða dýr hafi verið þarna á ferð en segir þetta svipað og sögu- sagnir um sæskjaldbökur. „Það var talið að þær kæmu ekki hingað til lands þangað til ein fannst dauð í Húnaflóa fyrir um fjörutíu árum. Draugasögur benda til að þær hafi komið og skriðið upp í fjöru. Sjálfsagt hafa þær gert það eitthvað alla tíð þó fæstar hafi sést.“ Sæskjaldbökur eru ekki einu furðuver- urnar því Hafsteinn fann rostungstönn í eyjunni fyrir sautján árum. „Það var mikill sjógangur þetta ár. Ég fann þessa einu tönn sem ég tel víst að sé einhverra þús- und ára gömul,“ segir Hafsteinn og bendir á fleiri heimildir máli sínu til stuðnings. „Í máldaga Skálholtskirkju segir í leigumála með jörðum að rostungakjötið megi land- eigandi nýta en hann verði að skila tönn- unum.“ Bóndinn telur þó ólíklegt að ís- birnir hafi heimsótt fjörðinn þrátt fyrir að eyjarnar Hvítabjarnareyjar séu við Stykk- ishólm. Lifnar við á sumrin Á sumrin lifnar þorpið í Flatey við. Húsin í þorpinu eru að miklu leyti í eigu afkom- enda eyjaskeggjanna. „Þetta eru orðnar stórar fjölskyldur sem skipta húsunum á milli sín,“ segir Hafsteinn. Á veturna má líkja þorpinu við drauga- þorp því þá standa húsin auð að mestu leyti. Fólksfækkunin truflar ekki hjónin en þau segjast aldrei finna fyrir einmana- leika. Þau benda á að bættar samgöngur geri lífið mun auðveldara en Baldur siglir sex sinnum í viku yfir fjörðinn með við- komu í eyjunni ef þess er óskað. Í barnæsku þeirra var ekki sjónvarp, út- varp né klósett. Hafsteinn hlær við þegar hann hugsar til baka og segir svo: „Öll breyting sem orðið hefur á Íslandi frá landnámi hefur gerst á síðustu níutíu árum.“ Ljósmyndir/Rán Magnúsdóttir ’ Eitt kvöldið, í björtu tunglsljósi, horfði amma mín og öll fjölskyldan á tvö dýr við sjóinn sem þau ekki þekktu. Ekkert þeirra þorði að koma nálægt þeim. Dýrin voru þarna um nokkurn tíma en svo hurfu þau og sáust aldrei meir.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.