SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 33
19. ágúst 2012 33
dæmi um gervigreind eru andlits-
skynjun í stafrænum mynda-
vélum, sem stillir fókusinn eftir
því hvað er langt í næsta andlit og
ýmiss konar árekstrabúnaður í
bílum sem grípur jafnvel inn þeg-
ar stefnir í óefni. „Við erum að
leita að almennum aðferðum til að
gera vélar sveigjanlegri og leita að
möguleikum til að gera fleiri ferla
sjálfvirkari.“
Að kenna tölvunni að tala
Eitt af rannsóknarverkefnum
Kristins, og rannsóknarsvið sem
vitvísindamenn telja mikilvægt
greindum vélum framtíðarinnar,
eru kerfi sem hafa til að bera til-
finningu fyrir eigin tilvist og um-
hverfi. Slíkt kerfi gæti hugsanlega
lært tungumál og myndi því auka
sjálfstæði sitt gífurlega. „Við höf-
um unnið að því í mörg ár að
kenna tölvum að tala en það er
langt í land. Þær aðferðir sem við
erum að þróa eru enn of einfaldar
og slaga ekkert í mannlega færni
hvað varðar nám tungumáls,“
segir Kristinn en að hans mati eru
miklir hagkvæmir möguleikar
fólgnir í því að tölvur geti skilið
tungumál betur. „Þetta snýst ekki
bara um að breyta hljóði í orð því
skilningurinn liggur ekki í orð-
unum heldur hvernig við tengjum
þau við umhverfið og markmið
þess sem talar þau og þar liggur
hundurinn grafinn.“ Kristinn
hefur þó verið að vinna að þróun
öflugra kerfis þar sem tölvan lærir
m.a. út frá sýnidæmum. „Við
munum sjá verulegar framfarir
vegna kerfisins sem er í þróun hjá
okkur núna, á næstu árum en það
er rétt að skríða núna út úr gervi-
greindarsetrinu. Verkefnið er
styrkt af Evrópusambandinu og
telur sex háskóla og fyrirtæki
víðsvegar í Evrópu. Hlutverk
sumarskólans er meðal annars að
kynna niðurstöður þess. Þar sem
kerfið og aðferðafræðin sem við
höfum þróað er mjög ólíkt því
sem aðrir eru að beita og mun það
taka að minnsta kosti tvö ár að
koma út vísindaefni sem lýsir
þessu verkefni í kjölinn,“ segir
Kristinn að lokum.
Morgunblaðið/Ómar
’
Áhyggj-
ur af
gervi-
greind eru því
ástæðulausar
að mati Krist-
ins
Laxveiðimenn hafa margir hverjir verið þungir á brún það semaf er sumri. Veiðin hefur verið mjög treg, árnar vatnslitlar,lítið af laxi og hann smár. „Ég mann ekki eftir þessu svonaslæmu,“ sagði ágætur veiðimaður sem ég hitti í Búðardal og
hann hélt áfram.
„Ég hef verið hérna í Laxánni nú í ein fjögur ár, þetta hefur aldrei
verið svona slappt,“ sagði veiðimaðurinn og hélt áfram að dæla olíu á
bílinn sinn. Já, menn eru fljótir að gleyma, við sem stundað höfum
laxveiðar í áratugi vitum mætavel að það eru miklar sveiflur í laxveið-
inni eins og í öðrum veiðum. Laxveiðar undanfarin ár hafa gengið
einstaklega vel. Árið 2008 var metár, en þá veiddust 84.214 laxar, það
er gríðarlega mikil veiði ef það er haft í huga að meðalveiðin í íslensk-
um ám er líklegast um 46.000 laxar. Í fyrra veiddust 55.706 laxar,
2010 74.961 laxar og árið 2009 var
veiðin nánast sú sama eða 74.408
laxar. Í þessu sambandi er rétt að
minna á að árið 1990 veiddust að-
eins 29.443 laxar, árið 2000, 27.257
laxar.
Undanfarin ár hefur laxveiði
breyst talsvert hér á landi, farið er
að veiða meira á flugu en var gert
bara fyrir svona 10 árum, árið
1996 byrjuðu veiðimenn að veiða
og sleppa laxi og er sú þróun í
sókn.
Þá veiðast æ fleiri laxar í svokölluðum hafbeitarám, í því sambandi
mætti nefna Rangárnar.
Að mörgu er því að hyggja í þessum efnum, en sérfræðingar og
vanir veiðimenn eru þó sammála um að það eru skilyrði í hafinu sem
hafa úrslitaþýðingu hvað varðar vöxt og viðgang laxins. Í ár er laxinn
frekar rýr og smár, þá er talið að veiðin sé líklegast um 40% minni nú
en í fyrra. Skilyrði í hafinu hafa því verið laxinum erfið, við bætist svo
kalt vor og þurrkar. Þegar veiði er treg ræða veiðimenn það gjarnan
sín á milli hverjar séu helstu ástæðurnar fyrir tregari veiði.
Meðal þess sem tínt hefur verið til er aukin makrílgengd hér við
land.
Ekki eru þó neinar vísbendingar um að svo sé enda var frábær lax-
veiði hér í fyrra þrátt fyrir ekki minni makrílgengd við strendur
landsins er nú er. Hlýindin í sumar og vatnsskortur á auðvitað sinn
þátt í tregari veiði. Það er hinsvegar laxinum lífsnauðsynlegt að ganga
í árnar, hann brýst því upp árnar þó að vatnslitlar séu. Ef hann kemst
alls ekki upp ána bíður hann í ósnum þar til vatn vex í ánni. Ágæt
laxveiði hefur oft verið undanfarin ár þó svo að hlýtt hafi verið í veðri
og árnar vatnslitlar, í því sambandi mætti nefna síðastliðið sumar. Þá
hafa augu manna beinst að netaveiðinni, sem kunnugt er eru engar
netaveiðar heimilaðar í sjó hér við land og er því öll laxveiði í net í
ferskvatni. Í fyrra veiddust tæplega 8.500 laxar í net, flestir voru
veiddir í Þjórsá eða 4.945 laxar. Laxveiðar í net eiga í vissum tilfellum
fyllilega rétt á sér, það er að segja ef veiðarnar eru sjálfbærar og ekki
er auðvelt að koma við stangaveiðum á svæðinu.
Hentugt er því að stunda netaveiðar í Þjórsá, hinsvegar er það vafa-
mál hvort rétt sé að stunda netaveiðar í Hvítá – Ölfusá. Allavega væri
rétt að leggja ekki net í þessar ár fyrst á veiðitímanum til að gefa
stórlaxinum tækifæri að ganga upp árnar. Mikil eftirspurn er eftir
villtum laxi í verslunum og á veitingahúsum, brýnt er því að villtur
lax sé á markaðnum, það stuðlar meðal annars að því að veiðimenn
verða frekar fúsir til að sleppa veiddum laxi aftur í ána.
Laxveiði í net hefur verið afar treg það sem af er sumri, það treg að
netaveiðibændur hafa hætt veiðum. Það er því bitur staðreynd að það
er miklu minna af laxi í ám landsins en undanfarin ár. Við gætum
jafnvel átt von á að það yrði treg veiði í íslenskum ám næstu fjögur til
fimm árin. Við þessu er lítið að gera, svona eru nú duttlungar náttúr-
unnar, við þekkjum þetta hvað varðar aðra vinsæla bráð, rjúpuna.
Áleitin spurning er hinsvegar hvaða áhrif minnkandi veiði næstu ár
muni hafa á sölu veiðileyfa. Veiðileyfi hafa hækkað talsvert í verði á
undanförnum árum, veiðileyfasalar hafa boðið ótrúlegar fjárhæðir í
bestu árnar, það háar upphæðir að flókið er að átta sig á því hvernig
dæmið geti gengið upp. Þá eru byggð íburðarmikil veiðihús sem oft á
tíðum er erfitt að sjá hvort nokkur þörf sé fyrir. Lágt gengi krónunnar
hefur auðveldað sölu veiðileyfa í íslenskar ár. Horfur eru því á að
minnkandi veiði, hækkað gengi krónunnar, lækkandi gengi evrunnar
og lítill hagvöxtur í Bandaríkjunum geti orðið til þess að verulega
dragi úr sölu veiðileyfa til erlendra veiðimanna. Til lengri tíma litið
gæti það orðið til þess að verð á veiðileyfum í betri laxveiðiár landsins
ætti eftir að lækka.
Leyndardómar
laxveiðanna
’
Hentugt er því
að stunda neta-
veiðar í Þjórsá,
hinsvegar er það
vafamál hvort rétt sé
að stunda netaveiðar
í Hvítá – Ölfusá.
Lax
Sigmar B. Hauksson