SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 40
40 19. ágúst 2012
Þá er komið að Menningarnótt þegar Reykjavík
fyllist af iðandi skemmtilegu menningarlífi.
Menning í borg
Þá er víst komið að því að reyna aðvera dálítið menningarlegur umhelgina. Eða enn menningarlegrien ella vil ég meina. Nokkrum
kvöldum hef ég nú eytt í að skoða dagskrá
Menningarnætur og valið nokkra væna bita
sem mér hafa sýnst hvað safaríkastir.
Menningarnótt hefur mér fundist
skemmtileg síðastliðin ár og viss sjarmi að
kveðja sumarið í borginni sinni og upplifa
síðsumarkvöld þar sem loftið fyllist af
glitrandi flugeldum.
Á Menningarnótt er gott að hafa nokkur
atriði í huga. Í fyrsta lagi er náttúrlega
mikilvægt að borða góðan morgunmat
áður en lagt er af stað. Enda ómögu-
legt að ætla að reyna að melta menn-
ingu á fastandi maga. Í öðru lagi þýðir
ekki að vera með skópjatt þennan dag.
Skórnir verða að vera svo þægilegir að
þú getir gengið borgina þvera og endi-
langa í það minnsta í fimm tíma. Svo er að
muna eftir vökvunarstöðvunum. Því
Menningarnótt er jú dálítið eins og mara-
þon. Maður verður að halda líkamanum í
jafnvægi og hafa næga orku. Það er samt
ekkert víst að hægt sé að setjast niður á
kaffihúsi en þá er bara að taka með sér
drykk og meðlæti og njóta úti. Eða bara
inni á skemmtilegum viðburði ef það skyldi
nú rigna. Plan skiptir líka máli til að missa
ekki af einhverju sem mann langar til að
sjá. Ég mæli með plani í bland við óskipu-
lag. Þannig nær maður að láta koma sér á
óvart líka.
Það er fínt að hugsa Menningarnótt dá-
lítið eins og maður sé í útlöndum. Best er
að taka strætó eða ganga í bæinn ef kostur
er. (Eða fá einhvern til að skutla sér sem
ætlar ekki í bæinn.) Síðan er að þræða
borgina og upplifa hana á nýjan hátt í
gegnum skemmtilega viðburði. Líkt og
þegar maður sér glænýja og spennandi
hluti í útlöndum. Svo er fínt að vera jafnvel
með lítinn bakpoka og pakka ofan í hann
auka peysu, regnhlíf og vatnsflösku. Þetta á
sérstaklega við ef þú ætlar að halda út yfir
mestallan daginn. Þá er ómögulegt að þurfa
að fara heim út af einhverju veseni.
Á Menningarnótt ætla ég að hlusta á tón-
list, skoða hönnun og ljósmyndasýningar,
smakka te og fá mér eitthvað gott að borða.
Ég get ekki betur séð en veðurguðirnir ætli
að vera ljúfir við okkur borgarbúa og því er
ekkert eftir nema að reima á sig þægilegu
skóna og halda af stað í skipulagða menn-
ingarferð um borgina sína. Gleðilega
Menningarnótt, lesandi góður!
Lífið og
tilveran
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is’
Í öðru lagi þýðir ekki að
vera með skópjatt
þennan dag. Skórnir
verða að vera svo þægilegir
að þú getir gengið borgina
þvera og endilanga í það
minnsta í fimm tíma.
Lífsstíll
Í spilaranum
Þessa dag-
ana er Cat Po-
wer ein þeirra
sem syngur
mig í gegnum
daginn. Hún er
flott söngkona
sem semur góða texta um lífið
og tilveruna. Tónninn er popp-
aður og dálítið rokkaður í bland.
Í ofninum
Bláberjaæði hefur ríkt á heim-
ili mínu síðustu vikur. Eftir að
hafa uppgötvað hversu skemmti-
legt er að tína
ber svo ekki sé
talað um að
búa til eitthvað
úr þeim hef ég
verið óstöðv-
andi. Bláberja-
múffur og pæ,
bláber í kaldan
hafragraut. Ég er óstöðvandi í
bláberjatilraunum þessa dag-
ana.
Í farvegi
Gaman er að láta hugann
reika og blása reglulega rykið af
öllum hugmyndunum í kollinum.
Ekki láta þær gleymast í hvers-
deginum. Haltu þeim ferskum og
frískum. Einn daginn áttu eftir
að geta framkvæmt þær!
Kistan
Ég beini hæfileikum mínum til alls sem vekur mér
ánægju; til dæmis tónlist, myndlist, dans og skrif.
Í vinnunni get ég leyft hæfileikum mínum og
getu að njóta sín og um mig streymir starfsgleði.
Ég losa um allar hömlur sem varna því að ég gefi
sköpunargáfu minni fullkomlega lausan tauminn.
Ég geri eitthvað nýtt eða að minnsta kosti öðru-
vísi á hverjum degi.
Hugsanir stjórna reynslunni, það er lykillinn að
listsköpun. Ég nota þennan lykil að hverjum kima lífs
míns.
Úr bók Louise L. Hay, Ég get það, útgáfa Salka
Morgunblaðið/Kristinn
Jákvæðar staðfestingar til að vekja sköpunargáfu
Nýjasta nýtt úr smiðju
danska hönnuðarins
Malene Birger var sýnt
á dögunum á tískuvik-
unni í Kaupmannahöfn.
Hönnun hennar er seld
hér á landi og er Mal-
ene því mörgum Íslend-
ingum kunn.
Nýjasta línan frá
hönnuðinum þótti enn
og aftur koma á óvart
og heillaði aðdáendur
hennar víða um heim.
Nýjasta línan er sögð
fáguð og kynþokkafull
með skörpum und-
irtóni. Malene hefur
hlotið fjölda viðurkenn-
inga fyrir hönnun sína
en er einnig stoltur
fulltrúi UNICEF í Dan-
mörku. Sem slíkur hef-
ur hún hannað sér-
staka stuttermaboli og
töskur sem söluágóð-
inn rennur til bág-
staddra barna í heim-
inum. Malene Birger er
þekkt víða um heim
jafnt í Evrópu og
Bandaríkjunum sem og
víðar. Vert er að fylgj-
ast með því nýjasta úr
hennar smiðju.
Dönsk fágun