SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 36
36 19. ágúst 2012 á Suðureyri við Súgandafjörð svo og sundlauginni í Bolungarvík. Hann er sá að hafa vagn eða borð til hliðar uppi á bakkanum þar sem sundlaug- argestir geta fengið sér kaffibolla milli sundferða. Hver þarf „kaldan á kantinum“ þegar hægt er að fá „kaffisopa á kantinum“? Silkimjúk sjóstangveiði Það hefur færst í vöxt hin seinni ár að fólk geri sér ferð á Vestfirðina til að renna fyrir fisk í Djúpinu. Einkum hefur sjóstangveiði vaxið fiskur um hrygg sem aðdráttarafl fyrir erlenda ferða- menn. Slík ferð hafði verið pöntuð með nokkrum fyrirvara og því mikið gleðiefni þegar dagur veiðiferðarinnar rann upp, sólbjartur og fagur. Ekið var um hádegisbil til Bolungarvíkur og það- an farið út á tveimur bátum. Stundum er sagt að þegar sjóstangveiði sé ann- ars vegar liggi kjarni skemmtunarinnar ekki síst í biðinni eftir að fiskurinn taki. Að dúa á hafflet- inum og njóta víðáttunnar meðan spennuhroll- urinn gerir reglulega vart við sig. Eins og veðrið anlegur hluti bæjar og bæjarbrags og ber að um- gangast sem slík. Sú nálgun hefur því miður ekki alltaf átt upp á pallborðið hjá yfirvöldum í höf- uðborginni, þar sem hvert dýrindið á fætur öðru hefur safnast til feðranna á handónýtum for- sendum. Það sem verra er, ekki virðist mikið hafa lærst í þessum efnum þegar mið er tekið af fyrirætlunum sem á borðinu eru varðandi miðbæinn, ekki síst ónefnt hús við Austurvöll, einatt kennt við Geimvísindastofnun Bandaríkj- anna. Viss kaldhæðni það, þar sem varðveisla gamalla bygginga er engin geimvísindi. Gamla – og góða – bakaríið Ekki verður hjá því komist að minnast á Gamla bakaríið á Ísafirði sem stendur við Aðalstræti. Á þessum síðustu og verstu bakkelsistímum, þegar ótal bakarí, að því er virðist, stytta sér leið með því að kaupa frostvöru frá útlöndum og þíða svo eða baka svo upp sem eigin framleiðslu er leitun að bakaríi sem sker sig úr með vöruvali sínu. Alls staðar virðast vera sömu pekanhnetustykkin, sömu kleinuhringirnir, sama sætabrauðið, sama sagan. Sjálfsagt felst í þessu sparnaður, en stund- um er það nú svo að þegar aurinn skal sparaður er krónunni um leið kastað, eins og þar stendur. Sá sem hins vegar bragðar hlemmstóra kleinu- hringina, frönsku vöfflurnar, Napóleonskökurnar eða hvað annað sem er á boðstólum, sannfærist samstundis um að hér er bakað á staðnum, refja- laust. Brauðið er á sömu bókina lært, slíkt hnoss- gæti að fjölskyldan tók með sér tvo hleifa til að hafa með suður yfir heiðar. Vert er þá að geta þess að bakarinn og hans fólk er býsna slungið í markaðssetningu; fyrir utan stendur nefnilega gljáfægður fornbíll, nánar tiltekið sendibifreið merkt bakaríinu, sem trekkir áhugasama að og vekur áhuga allra sem leið eiga hjá. Býsna snjallt, og bakaríinu til sóma, rétt eins og bakkelsið. Og fyrst við erum að tala um góðan viðurgern- ing má ekki láta hjá líða að minnast á góðan sið sem tíðkast í sundlaugum á Vestfjörðum, eða svo fékk föruneytið alltént að reyna í sundlaugunum Dynjandi er um margt einstæður foss og ber nafn með rentu. Það verður enginn svikinn af því að vitja þessa tilkomumikla vatnsfalls fyrir botni Arnarfjarðar. Kirkjan hans Samúels í Selárdal er sem ný enda hafa þar vaskar hendur komið að end- urbótum undanfarin ár. Félagið sem stofnað var um varðveisluna hefur lyft Grettistaki. Gamli bakarísbíllinn vekur óskipta athygli þeirra sem leið eiga um Silfurtorg á Ísafirði. Betra „auglýsingarskilti“ er vandfundið og erfitt að standast inngöngu í framhaldinu. Íbúðarhúsið að Arngerðareyri var miðstöð verslunar og viðskipta um langa hríð. Húsið má í dag muna sinn fífil fegurri en góðu heilli horfir til betri vegar; uppgerð stendur yfir.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.