SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 6
6 19. ágúst 2012 Fram hefur komið að Arsenal var óljúft að selja Robin van Persie til Manchester United enda afleit sparkpólitík að veikja eigið lið um leið og keppinauturinn er styrkt- ur. En staðan var erfið. Van Persie átti bara eitt ár eftir af samningi sínum og neitaði að rita undir nýj- an. Fyrsta hugsun Arsenal var að selja hann úr landi en hvorki spænsku stórveldin né hið nýríka Paris St. Germain í Frakklandi virtust hafa áhuga. Það hafði Ju- ventus á Ítalíu hins vegar en þangað vildi leikmaðurinn einfald- lega ekki fara. Þá voru tveir kostir uppi, báðir vondir: Að selja van Persie núna til United fyrir við- unandi verð eða horfa upp á hann fara þangað að ári án greiðslu. Fé- laginu þótti fyrri kosturinn aug- ljóslega illskárri. Meiðslasaga van Persies hefur verið til umræðu í vikunni og fyrir liggur að hann kom aðeins við sögu í 64% deildarleikja Arsenal á þeim átta árum sem hann var hjá félaginu. Áhætta United er því nokkur en á móti kemur að hann hefur nú verið við hestaheilsu í hálft annað ár. Og verið bullsjóð- andi heitur á þeim tíma, gert hvorki fleiri né færri en 59 mörk. Tveir kostir, báðir vondir Bjart er yfir Sir Alex Ferguson, stjóra Man. United, þessa dagana. AFP Merkileg sala átti sér stað í enskuknattspyrnunni fyrir helgi þegarRobin van Persie, fyrirliði Arsenal,gekk í raðir Manchester United. Hún undirstrikar enn og aftur þá gjá sem myndast hef- ur milli ríkustu og sigursælustu liðanna í Englandi á umliðnum árum, Manchester City og United og Chelsea annars vegar og liðanna sem berjast á hæl og hnakka við að elta þau uppi, Arsenal, Liverpool og Tottenham Hotspur hins vegar. Fyrir fáeinum árum hefði verið óhugsandi að erkisparkendur Arsenal, svo sem Thierry Henry, Dennis Bergkamp og Patrick Vieira hefðu gengið til liðs við Manchester United. Þeir þurftu þess einfaldlega ekki, Arsenal var að vinna titla, þar á meðal sjálfan meistaratitilinn. Nú er öldin önnur, átta ár eru síðan Arsenal varð síðast meistari og van Persie treystir sér ekki til að bíða lengur. Hann er orðinn 29 ára og þráir að vinna deildina sem hann hefur sett sterkan svip á með einstökum hæfileikum sínum undanfarin átta ár. Það er að dómi spegilritara mun líklegri skýring á vista- skiptum Hollendingsins en kaupið sem hann kemur til með að fá hjá United. Nógu vont þótti áhangendum Arsenal að missa Gaël Clichy og Samir Nasri til Manchester City í fyrra (þeir fögnuðu einmitt sínum fyrsta Eng- landsmeistaratitli í vor) en þetta er hálfu verra. Van Persie var kominn á stall á Emirates og farinn að narta í hælana á kónginum sjálfum, Henry. Fall hans er nú hátt á þeim bænum en líklega kærir van Persie sig kollóttan um það komi hann til með að spóka sig með meistaramedalíu um hálsinn næsta vor. Ekki er nema hálft annað ár síðan sambærilegur gjörningur átti sér síðast stað, þegar Liverpool varð að láta Fernando Torres fara til Chelsea. Ein- hvern tíma hefðu þau viðskipti verið óhugsandi. Á ýmsu hefur gengið hjá Torres greyinu í Lundúnum en hann er alltént búinn að vinna Meistaradeild Evrópu. Fyrir ári fór Raul Meireles sömu leið. Tottenham þekkir þetta líka, hefur þurft að horfa á eftir mönnum á borð við Michael Carrick og Dimitar Berbatov til Manchester United. Við þau skilyrði sem nú eru uppi í ensku úrvals- deildinni eru viðskipti með leikmenn milli Man- chester-liðanna og Chelsea nær óhugsandi. Ein- hver kann að tilgreina Carlos Tévez, sem fór frá United til City fyrir tveimur árum. Það mál var hins vegar afbrigðilegt fyrir þær sakir að þriðji að- ili átti leikmanninn, íranski kaupsýslumaðurinn Kia Joorabchian. Leigði hann bara til United. Owen Hargreaves var maður sem enginn sá eftir. Þetta er vitaskuld óþolandi staða fyrir sögufræg félög eins og Arsenal og Liverpool sem samtals hafa unnið 31 meistaratitil í Englandi. En hvernig geta þau komist fyrir þessa þróun? Svarið er ein- falt: Farið að vinna titla! Gjáin breikkar Salan á van Persie hnykkir á valdahlutföllum í Englandi Robin Van Persie kampakátur með nýju keppnistreyjuna sína í gær. AFP Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Síðasti leikmaðurinn sem skipti úr Arsenal yfir í Man- chester United var enski landsliðsbakvörðurinn Viv Anderson sumarið 1987. Enn stærri var þó salan á írska miðherjanum Frank Stapleton árið 1981. Af mönnum sem farið hafa í hina áttina má nefna Brian Kidd 1974 og Mikaël Silvestre 2008. Sá fyrsti í aldarfjórðung Frank Stapleton NUTRILENK GOLD „Fyrir u.þ.b. einu ári kynntist ég Nutrilenk Gold og fann ég mjög fljótt fyrir breytingum og er ég allt önnur í dag. Verkirnir í bakinu og mjöðminni eru sama sem horfnir og öxlin er öll önnur. Ég er komin í ræktina og get lyft lóðum sem var nánast óhugsandi fyrir einu ári.“ Ólína Sverrisdóttir HEILBRIGÐARA LÍF ÁN LIÐVERKJA NUTRILENK GOLD inniheldur vatnsmeð- höndlað brjósk úr fiskbeinum sem er öflugt byggingarefni fyrir liði og bein. NUTRILENK GOLD er framleitt á einstakan hátt svo að líkaminn þinn nýti betur virku efnin í NUTRILENK svo bestur árangur verði. NUTRILENK GOLD viðheldur heilbrigði liða og beina, svo þú getur lifað heilbrigðari lífi án verkja og eymsla. FÆST Í APÓTEKUM, HEILSUBÚÐUM OG HEILSUHILLUM STÓRMARKAÐANNA - GENGURVEL.IS

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.