SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 22
22 19. ágúst 2012 Óvænt hafa tekið sig upp fréttir um þávenju sem tíðkast hefur frá fyrstadegi lýðveldis að handhafar valdsforseta Íslands fylgi forsetanum á flugvöll þegar hann á erindi utan og þeir fara á meðan með vald hans. Um það sagði í pistli Evr- ópuvaktarinnar: „Þegar fréttastofa ríkisútvarps- ins gengur fram á þann veg sem gert hefur verið í þessu máli er yfirleitt fiskur undir steini. Í þessu tilviki ræður óvild Jóhönnu Sigurðardóttur í garð Ólafs Ragnars Grímssonar ferðinni. Margítrekað hefur verið sagt frá því í fréttum ríkisins að Jó- hanna ráði hvaða háttur sé á að kveðja forsetann. Hún vilji að handhafarnir komi ekki að málinu og embættismenn hennar nota þau undarlegu rök að „skráning“ á utanferðum forseta verði auð- veldari verði lögreglustjóranum á Suðurnesjum falið að kveðja forsetann. Á meðan forsætisráðuneytið getur ekki sett fram betri rök er augljóst að einungis er um óvild Jóhönnu að ræða. Sérkennilegast við málið er að hvað eftir annað er haft eftir ráðuneytinu að Jó- hanna vilji leysa þetta mál í samkomulagi og þar sem Ólafur Ragnar sé ósammála forsætisráðherra verði ekkert gert í málinu. Í sjálfu sér er frétt að Jóhanna vilji leysa mál með samkomulagi, frétta- stofan vekur hins vegar ekki athygli hlustenda sinna á því.“ Feilskot í fréttamennsku Fréttameðferð Ríkisútvarpsins um þetta mál, sem hún virðist hafa fundið upp hjá sjálfri sér að gera hátt undir höfði, hefur ekki verið upp á marga fiska. Tvennu má um kenna. Frétta- mennskunni sjálfri, sem var vond og vilhöll, og að hluta til makki fréttastofunnar við forsæt- isráðuneytið þar sem jafnvel embættismenn sýndu af sér óvönduð vinnubrögð og leituðu ekki til þeirra sem best þekktu til áður en spurningum var svarað með ófullnægjandi hætti, svo ekki sé fastar kveðið að. Í svari ráðuneytisins segir m.a.: „Framkvæmd fylgdarinnar hefur þó ekki verið í föstum skorðum undanfarna tvo síðustu áratugi tæpa. M.a. voru gerðar ýmsar breytingar um miðjan tíunda áratug síðustu aldar sem fólu með- al annars í sér að í stað þess að forseta væri fylgt af öllum þremur handhöfum forsetavalds var gerð sú breyting að einungis einn handhafi fylgdi forseta í hvert sinn, og þá aðeins ef um embætt- isferðir væri að ræða. Var þó áfram gert ráð fyrir því að allir þrír handhafar forsetavalds skyldu fylgja ef um opinbera heimsókn forseta væri að ræða. Fáum árum eftir þessar breytingar festist sú venja í sessi að einungis forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar önnuðust fylgdina en for- sætisráðherra var undanskilinn og hefur svo jafnan verið síðan.“ Spuni sem heldur ekki Þarna gætir vissulega mikillar ónákvæmni. Hún skýrir að nokkru en afsakar þó ekki að fréttastof- an fullyrti hvað eftir annað að forsætisráðherra hefði ekki tekið sinn þátt í þessari athöfn sl. 20 ár! Ekki er fótur fyrir þeirri fullyrðingu. Ef hún væri rétt þá þýddi það t.d. að bréfritari hefði far- ið sínar sennilega rúmu 200 ferðir til og frá Keflavík af þessu tilefni allar á sínu fyrsta starfs- ári af rúmlega 13! Hitt er annað mál að þegar nokkuð var liðið á forsetatíð fjórða forseta lýð- veldisins og einkum þó með þeim fimmta, sem embættinu gegnir, fjölgaði ferðum forsetans mjög úr landi og gátu þær náð tugum á hverju ári. Fyrri forsetar höfðu farið utan einu sinni eða tvisvar á ári hverju og þeim var þá iðulega fylgt niður að Gullfossi sem lá við bryggju í göngufæri frá vinnustað handhafanna. Að sjálfsögðu er ekk- ert að því að handhafarnir fylgi forseta til brott- farar við svo einstök tækifæri. Í opinberar heim- sóknir fóru fyrstu forsetarnir ekki nema hafa áður fengið til þess samþykki ríkisstjórnarinnar. Og a.m.k. til loka starfa bréfritara í forsætisráðu- neytinu komu erlendir þjóðhöfðingjar ekki til Ís- lands í boði forseta nema ríkisstjórnin hefði áður samþykkt það. Þegar ferðum tók að fjölga var um það rætt við núverandi forseta að þegar utanför væri af hreinum persónulegum ástæðum eða af litlu sem engu opinberu tilefni yrði ekki talin ástæða til að allir handhafar forsetavalds fylgdu á flugvöll eða tækju á móti, og eins helst alls ekki þegar forseti kæmi vestan yfir haf og flugvél hans lenti í Keflavík um miðja nótt. Gerði forseti enga athugasemd við þá tilhögun. Einn af forsetum Hæstaréttar hafði það sjónarmið að handhafar forsetavalds hefðu ekki sérstaka lögskipaða til- veru einir og sér, heldur aðeins er þeir væru allir saman á fundi eða ígildi fundar. Þetta eru vissu- lega gild sjónarmið. En á móti var á það bent að handhafar kæmu aldrei saman til að undirrita lög, úrskurði eða embættisveitingu, heldur gerðu það hver í sínu horni. Sú var orðin venjan og hlyti að mega vísa til þess fordæmis um fylgd handhafa við forseta. Forsætisráðherra var auð- vitað ekki undanþeginn því að taka sinn þátt í skiptingu á fylgd við forseta þegar það átti við. Og þegar forseti fór í formlegar opinberar heim- sóknir fylgdu handhafarnir allir á flugvöll og auk þess sendiherrar eða ræðismenn móttökurík- isins, sem í hlut átti. Ekki er útilokað að forsætis- ráðherra tímabilsins 1991-2004 hafi mætt eitt- hvað sjaldnar í fylgd allra síðustu ár en aðrir handhafar vegna anna, en undanþeginn því var hann ekki og óskaði ekki eftir því sérstaklega. En öruggt er að enginn handhafi hafi oftar fylgt og tekið á móti forseta, enda enginn gegnt hand- hafastarfinu lengur. Sé forsætisráðherra nú orðið undanþegin skyldum hinna handhafanna hefur einhver annar tekið slíka ákvörðun og ætti þá að kannast við hana. Skrítnar skráningarafsakanir Í hinni sérkennilegu skýrslu forsætisráðuneyt- isins til fréttastofunnar segir að sitjandi forsætis- ráðherra hafi haft frumkvæði að því að „fyr- irkomulag fylgdarinnar hefur verið tekið til endurskoðunar af hálfu forsætisráðuneytisins. Segir ráðuneytið tilgang breytingartillagna þess- ara „m.a. að koma skráningu upplýsinga um brottfarir og komur forseta Íslands, hvort sem hann er í embættiserindum eða einkaerindum, í fastari og öruggari farveg en tímamark á tilfærslu forsetavalds frá forseta Íslands til handhafa for- setavalds samkvæmt stjórnarskrá sem og til- færsla þess aftur til forseta þegar hann kemur til baka til landsins miðast við þær. Enn sem komið er hefur ekki tekist samkomulag um þessar breytingar“. Bréfritari ræddi þetta fyrirkomulag við forseta í tíð Vigdísar Finnbogadóttur og lagði hún áherslu á þýðingu þess handtaks sem fram færi þegar handhafar forsetavalds kveddu forseta við brottför eða heilsuðu við komu fyrir formlegan flutning valdsins. Ráðuneytið benti hins vegar á að koma og brottför forseta og valdsumboð handhafa væri auglýst í stjórnartíðindum við Reykjavíkurbréf 17.08.12 Hvað býr að baki þegar byrjað er

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.