SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 23
19. ágúst 2012 23
komu og brottför forseta og aldrei hefði risið
spurning um valdmörk þessara aðila á milli. Í yf-
irlýsingu Ólafs Ragnars Grímssonar vegna fram-
angreindrar umræðu nú nýlega eru sömu sjón-
armið uppi og voru hjá Vigdísi Finnbogadóttur.
Stundum hefur verið um það rætt að finna
þyrfti annað fyrirkomulag fyrir staðgengil eða
staðgengla forseta í forföllum hans en nú er.
Auðvitað er ekkert að því að skoða slíkt. En þó er
það svo að aldrei hafa komið fram neinir ann-
markar, svo vitað sé, á núverandi skipan og fyrst
svo er, því þá að hringla með það? Nóg er nú
hringlið. Svarið, sem stundum er gefið, um að
menn geri þetta einhvern veginn öðru vísi í út-
löndum, er venjulegt svar á útsöluprís.
Óhjákvæmilegt að yfirfara starfshætti
Á hinn bóginn er nauðsynlegt að taka upp ýmis
atriði er snerta forsetann undir þeim formerkjum
sem nú eru talin gilda. Vel má vera að vegna vax-
andi krafna um formfestu í stjórnsýslu sé örugg-
ara að handhafar undirriti forsetaskjöl á sameig-
inlegum fundi, en ekki með þeim losaralega
hætti sem hefur tíðkast. En önnur atriði eru þó
þýðingarmeiri. Þannig hlýtur niðurstaða Lands-
dóms, sem óvænt dæmdi sök vegna umgengni
við 17. grein stjórnarskrárinnar, að hafa nú þegar
áhrif á umgengni við 16. grein, sem er nákvæm-
lega eins orðuð og sú 17. Ráðherrarnir, sem fengu
Geir H. Haarde dæmdan vegna umgengni hans
við 17. grein, þar sem hann var þó örugglega í
góðri trú, eru eftir landsdóminn ekki í góðri trú
haldi þeir áfram tíðkaðri umgengni við 16. grein.
Forseti lagadeildar Háskóla Íslands hefur áréttað
slík sjónarmið, enda er enginn annar skýr-
ingakostur til eftir niðurstöðu Landsdómsins.
Þótt forsetinn sé ábyrgðarlaus af stjórnar-
athöfnum hefur hann naumast frítt spil í þessu
máli heldur. Hann hefur lýst því að hann líti ekki
síst svo á sitt háa embætti að sá sem því gegni
hafi tekið að sér varðstöðu fyrir stjórnarskrána.
Þótt landsdómsákæra vofi ekki yfir honum, eins
og núverandi ráðherrum, er siðferðisleg ábyrgð
hans mikil. Alþjóð veit að forseti Íslands öðlast
ekki sitt vald, þrátt fyrir kosningaúrslit, fyrr en
hann hefur undirritað eiðstaf um að hafa stjórn-
arskrána í öndvegi síns embættis og starfs. Það
segir alla söguna.
Morgunblaðið/Ómar
að hræra?
Ég sá drauginn!“Ungur blaðamaður hér á ritstjórninni, Davíð Már Stefánsson, stóð skyndilega and-spænis mér og krosslagði hendur. Af svipnum að dæma var honum fúlasta alvara, honumstökk alltént ekki bros.
Hvað er maðurinn að fara? hugsaði ég og allt hringsnerist í höfðinu á mér. Hefur hann séð draug-
inn? Hvernig má það vera? Sjálfur hef ég starfað hér á blaðinu í tæpa tvo áratugi en aldrei orðið svo
frægur að berja kauða augum.
Hef eigi að síður aldrei efast um tilvist hans, frekar en aðrir sem hér vinna. Hvers vegna heldur
þú, lesandi góður, að Morgunblaðið hafi flutt svona oft búferlum á undanförnum tveimur áratug-
um? Aðalstræti, Kringlan, Hádegismóar. Menn eru að reyna að hrista af sér drauginn. Það er op-
inbert leyndarmál.
Ekki var að sjá að þessi voðalega lífsreynsla hefði komið Davíð Má úr jafnvægi. Flestir eru með
böggum hildar eftir að hafa séð draug – jafnvel felmtri slegnir – en hann virkaði sultuslakur. Því-
líkur töffari, hugsaði ég með mér. Svo slakur var Davíð Már raunar að ég fór að velta fyrir mér hvort
hann væri að tala um eitthvað allt annað en Moggadrauginn. Davíð Már er elskur að kvikmyndum,
þannig að ég fór ósjálfrátt að spá í hvort hann væri mögulega að tala um bíómynd. „Ég sá Draug-
inn!“ Gat þó í fljótu bragði ekki munað eftir mynd með því nafni í umferð, hvorki í kvikmynda-
húsum né á dé vaff dé.
Nei, hann hlaut að vera að tala um Moggadrauginn.
Til allrar hamingju urðu þessar vangaveltur ekki lengri. Davíð Már sá tómleikann í augum mér –
ekki sá fyrsti um dagana – og las hárrétt í aðstæður. „Nei, ekki drauginn,“ sagði hann yfirvegaður
og af nærgætni, „heldur drögin.“ Áherslan var á ö-ið.
Jaaaaaaaaaaaáááááááá, varð mér að orði, eins og majórnum forðum. Hann er að tala um drögin,
ekki drauginn. Það hlaut að vera, fyrst hann var svona afslappaður.
En sá misskilningur.
Drögin sem um ræðir eru sumsé drög að efni í þessu blaði, Sunnudagsmogganum, sem ég hafði
sent útvöldum hópi manna stundarkorni áður í tölvupósti, þeirra á meðal Davíð Má. Tiltekið efnis-
atriði þeirra draga hafði sumsé valdið honum heilabrotum og þess vegna var hann kominn að finna
mig og mælti eins og ekkert væri eðlilegra: „Ég sá drögin!“
Mér var létt.
Það breytir þó ekki því að draugurinn leikur ennþá lausum hala!
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Ég sá drauginn!
Rabb
„Jafnvel þó að stjórnendur N1 hafi
gert sér grein fyrir því að félagið
hefði burði til að lækka verðið þá
bar okkur líka skylda til þess að
virða ákveðið ástand sem var á
markaðnum, þ.e. að félögin voru
misvel sett. Það hefði verið mjög
auðvelt að hjóla af stað með verð-
stríð og valda einhverjum sam-
keppnisaðilanum miklum
skaða.“
Hermann Guðmundsson, fyrrverandi for-
stjóri olíuverslunar N1, í Viðskipta-
blaðinu.
„Maður finnur svo mikið til
sín í þeim.“
Ástralska ofurfyrirsætan Miranda Kerr um
hnéhá stígvél.
„Stuðmenn upplifa sig sem
þróttmikla æskumenn.“
Jakob Frímann Magnússon en hljóm-
sveitin hyggst halda tvenna tónleika
sama kvöldið, 5. október.
„Þetta var eins og við fæðingu
hjá konu.“
Jóhannes Jónsson kaupmaður um viðtökur
fólks við nýju versluninni hans, Iceland.
„... öll umgjörð er með þeim
hætti að það róa allir í sömu átt.“
Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrirliði knatt-
spyrnuliðs Skagamanna, sem eru allir að
hressast í Pepsideildinni.
„Hér finn ég írska sál.“
Írski Íslandsvinurinn Finbarr Murphy.
„Hann er huggulegur mað-
ur en ekki tæknilega fal-
legur.“
Gissur Sigurðsson fréttamaður á Bylgj-
unni um Pál Magnússon útvarps-
stjóra.
„Þetta var kannski gult
spjald en ekki annað gult og
þar með rautt.“
Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis um brott-
rekstur miðherja síns, Bjarna Gunn-
arssonar, gegn Víkingi.
„En ef karlmaður vandar sig
við það smáa, til að gleðja þig,
það er það dýrmæta. Það þarf
ekki að vera annað en að færa
þér uppáhaldssúkkulaðið þitt,
þar er einlæg hugsun að baki.“
Úkraínsk-bandaríska leikkonan Mila Kunis.
Ummæli vikunnar
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Stofnað 1913
Útgefandi: Óskar Magnússon
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal