SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 38
38 19. ágúst 2012 Sagan endurtekur sig oft í sérstökum birtingarmyndum.Stundum kristallast þetta í dagsetningum, persónum, til-svörunum í bókmenntum og þannig mætti áfram telja. Ogjafnvel geta hús verið dæmi um endurtekningar þar sem sumt gengur mann fram af manni. Víkur með þessum orðum sög- unni vestur á Ísafjörð, kaupstaðinn á eyrinni við Skutulsfjörð. Pólgata 10 var lengi prestsbústaður á Ísafirði. Þar bjuggu á sínum tíma hjónin Guðrún Pétursdóttir og sr. Sigurgeir Sigurðsson, sókn- arprestur á Ísafirði. Hann var kjörinn biskup Íslands árið 1938 en hafði þá verið prestur í höfuðstað Vestfjarða í tuttugu ár. Eftir Sig- urgeir, sem lést 1953, komu tveir biskupar; fyrst Ásmundur Guð- mundsson og síðar Sigurbjörn Einarsson, sem lét af embætti 1981. Í hans stað valdist í embætti æðsta embættismanns kirkjunnar Pétur sonur Sigurgeirs biskups, uppalinn við Pólgötuna vestra. Pétur hafði þá verið sóknarprestur Akureyringa í áratugi og vígslubiskup í Hóla- stifti um langt skeið. Biskupsdómi gegndi Pétur til 1989. Eftir hann komu tveir biskuparPétur Sigurgeirsson á vettvangi á biskupsárum sínum með Sólveigu Ásgeirsdóttur, eiginkonu sinni. Myndasafnið 1982 Prestarnir af Pólgötunni Fimleikastelpan Gabrielle Christina Victoria „Gabby“ Douglas kom sá og sigraði á Ólympíu-leikunum í London. Hún fékk gull í liðakeppninni og hreppti eftirsóttustu verðlaun fimleikanna,gull í fjölþraut kvenna. Hún er fyrsta bandaríska fimleikakonan sem hlýtur þessi tvennu verð-laun á sömu Ólympíuleikunum og hefur enginn samlanda hennar slegið jafn rækilega í gegn í þessari keppni frá því að Mary Lou Retton lét til sín taka svo eftirminnilega á leikunum í Los Angeles 1984. Gabby, sem er aðeins 150 cm á hæð, fæddist 31. desember árið 1995 í Virginia Beach í Virginíu í Banda- ríkjunum og er því 16 ára gömul. Foreldrar hennar eru Timothy Douglas og Natalie Hawkins og á hún þrjú systkini. Hún byrjaði að æfa fimleika þegar hún var sex ára gömul eftir að eldri systir hennar Arielle sann- færði móður hennar um að hún ætti að fara að æfa fimleika. Fyrsta titilinn vann hún tveimur árum síðar. Blöð hafa vakið athygli á því eftir leikana að þegar stöfunum í eftirnafni hennar sé endurraðað sé út- koman USAGOLD og ýja að því að örlögin hafi gripið í taumana. Örlög eða ekki örlög, ljóst er að mikil vinna liggur að baki þessum árangri. „Hún stóð sig alveg frábærlega, ótrúlega vel,“ sagði Nadia Comaneci, fimleikagoðsögnin frá Rúmen- íu sem hreppti þrenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Montréal árið 1976. Douglas vann fjölþrautina líkt og landa hennar Carly Patterson gerði í Aþenu árið 2004. „Eftir þá leika sagði Gabby – ég ætla að gera þetta einn daginn, mamma, ég verð í þessum sporum,“ sagði Natalie móðir hennar við BostonGlobe.com. Hún vissi ekki hvernig hún átti að bregðast við þessum ummælum. „Þú vilt ekki drepa drauma barns þíns. Það er hægt að gera það sem maður einsetur sér að gera,“ segir Natalie sem var á sama tíma að hugsa um hversu fáir nái að afreka eitthvað eins og þetta. „Svo hugsaði ég, einhverjum tekst þetta, af hverju ekki henni?“ Þegar hún var 12 ára var ljóst að Gabby ætti mikla möguleika. „Ég vann allar keppnir sem ég tók þátt í. Litlar stelpur komu til mín og báðu um eiginhandaráritum og myndir með mér,“ segir hún og bætir við að henni hafi fundist þetta ótrúlegt en hún hafi aðeins verið að gera það sem hún átti að vera að gera og var búin að æfa fyrir í keppnunum. Áður en langt um leið var Douglas orðin of góð fyrir fimleikafélagið sitt í Virginíu. Hún fluttist búferlum til Iowa og fór þar að æfa hjá þjálfaranum Chow Liang, þjálfara Shawn Johnson, sem hlaut fern verðlaun í Beijing. Martha Karolyi, sem hefur séð um síðustu fjögur Ólympíulið Bandaríkjamanna í fimleikum, segir þetta hafa verið frábæra ákvörðun hjá hinni 14 ára gömlu stúlku. „Hún var í prógrammi sem var ekki á heimsklassa og vissi að hún gæti gert betur.“ Flutti að heiman 14 ára Það var hins vegar erfitt fyrir móður hennar að leyfa barni sínu að flytja langa leið í burtu til að elta Ólympíudrauminn. „Þetta er erfiðasta ákvörðun lífs míns. Ég er einstæð móðir og hafði engan til að hjálpa mér. Þetta var erfitt. Ég vissi ekki hvort að þetta myndi borga sig.“ Chow sagði mæðgunum að þær hefðu líkast til komið of seint til hans en hann myndi hjálpa eins og hann gæti og það gekk svo sannarlega upp. Douglas flutti til fósturfjölskyldu í West Des Moines og fannst að vonum erfitt í fyrstu að vera svo langt frá móður sinni og systur en faðir hennar er í bandaríska hernum og er staðsettur í Afganistan. Hún segir það hafa hjálpað mjög hversu vel Ný fimleikastjarna kom í heiminn á Ólympíuleikunum í London þar sem hin bandaríska Gabby Douglas sló ræki- lega í gegn. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Frægð og furður Gabrielle Douglas vann eftirsóttustu verðlaun fimleik- anna, gull í fjölþraut. AFP Fljúgandi íkorninn

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.