SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 21
19. ágúst 2012 21
einu sinni hver gjaldmiðillinn var. Veðrið
er að sjálfsögðu ekki endilega eins og best
verður á kosið en það er bara hluti af
staðsetningu landsins. Borgin er dýr, en
þú býst við því þegar þú kemur. Það er
þekkt að Ísland sé dýrt land,“ segir
L’chelle. Stöllurnar eru þó sammála um
að Reykvíkingar séu almennt viðkunn-
anlegir.
„Mér finnst fólkið í Reykjavík ekki
vera frábrugðið fólkinu í smærri bæj-
unum úti á landi. Það eru allir vinalegir
og þægilegt andrúmsloft alls staðar. Ég er
náttúrulega búinn að vera hér í fjórtán
mánuði og mér líkar mjög vel við borg-
ina. Ef ég á að vera hreinskilin þá held ég
held að það sé ekkert mikið dýrara að búa
hérna heldur en í Suður-Englandi,“ segir
Siobhan.
Vinkonurnar hafa einnig fundið fyrir
erfiðleikum þegar kemur að því að bóka
gistingu en að sögn endaði L’chelle á því
að gista í íbúð Siobhan.
„Við þurftum að finna hótelherbergi
fyrir einstakling fyrir skemmstu og það
var nánast ómögulegt,“ segir Siobhan að
lokum.
Austurríska parið Alexander og Bar-
bara eru aðallega hrifin af verslunar-
möguleikunum sem Reykjavík hefur upp
á að bjóða.
„Við erum bara á ferðalagi. Við höfum
verið hérna í tvær og hálfa viku og ferðast
í kringum landið. Reykjavík var ekki að-
alástæða ferðar okkar, við erum aðallega
að skoða náttúruna og litlu sveitaþorpin.
Reykjavík er lítil og ung á austurrískan
mælikvarða, hún er engu að síður við-
kunnanleg. Við erum vön dýru verði frá
Austurríki. Við erum bara að versla í dag
og á morgun munum við fara í Bláa lónið.
Búðirnar hér eru mjög góðar, aðallega
fatabúðirnar,“ segir Alexander.
Náttúrufegurðin er ókeypis
Parið Fabio og Susanna ferðaðist til
Reykjavíkur frá Róma á Ítalíu ásamt syn-
inum Damian og höfðu þau margt að
segja.
„Við erum bara hérna í fríi. Við leigð-
um bíl og ferðuðumst um allt landið. Við
erum ekki á Íslandi til að heimsækja
Reykjavík, það er bara millistopp á leið-
inni um landið,“ segir Susanna.
Reykjavík er mjög frábrugðin Róm.
Borgin er ágætlega stór en engu að síður
mjög hljóðlát og róleg. Þögul og þægileg
borg,“ segir Fabio. „Við urðum líka agn-
dofa yfir þeirri fegurð sem mætti okkur
þegar við komum hingað, og það á við
um allt. Fólkið hér er til dæmis einkar
fagurt,“ bætir hann við.
Parið sammæltist um hátt verð í
höfuðborginni.
„Reykjavík er mjög dýr borg. Það góða
er hinsvegar að náttúran á Íslandi, sem
við kynntumst á ferð okkar um landið, er
ókeypis. Það þarf ekki að greiða aðgangs-
eyri til að fá að sjá fossana og fjöllin,“ seg-
ir Susanna. Aðspurð út í ferðaáætlanir
þeirra segjast þau reyna að vera eins mik-
ið á eigin vegum og hægt er.
„Við erum hér á okkar eigin vegum. Við
útbjuggum okkar eigin ferðaáætlun og
höfum því verið nánast laus við alla
ferðaþjónustu. Við gerum bara það sem
við viljum,“ segir Susanna.
„Ferðaþjónustan og leiðsögumennirnir
eru alltof yfirþyrmandi. Þeir eru alls stað-
ar og skipa manni nánast að ganga í ein-
faldri röð hvert sem maður fer. Þeir eru
nánast eins og herstjórar að stjórna her-
mönnum sínum, alltof skipulagt. Þetta er
í mikilli andstöðu við villta náttúruna,“
segir Fabio.
„Við höfum aðallega verið að ferðast
um litlu sveitaþorpin og þegar við kom-
um til Reykjavíkur þá var okkur frekar
brugðið yfir öllum bílunum og stóru
byggingunum, samanber aðra bæi á land-
inu. Ef maður ber borgina saman við Róm
þá er hún hinsvegar eins og áður segir
mjög róleg og falleg. Það er örugglega
mjög fínt að búa hérna,“ segir Susanna að
lokum.
Hallgrímskirkja hefur ætíð
verið vinsæll viðkomu-
staður ferðamanna.
’
Það góða er hins-
vegar að náttúran
á Íslandi, sem við
kynntumst á ferð okkar
um landið, er ókeypis.
Það þarf ekki að greiða
aðgangseyri til að fá að
sjá fossana og fjöllin.
Vinsælt er meðal ferðamanna að fara í hvalaskoðun.
Að sögn rápa ferðamenn mikið um Reykjavík, þ.á m. um Austurvöll.
Veitingahúsin við gömlu bryggjuna í Reykjavík eru mjög vinsæl.