SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 17
19. ágúst 2012 17
hluta í eigu erlends fjárfestingafélags?
„Nei, alls ekki. Það var í tengslum við
sölu eigna sem þetta öfluga, bandaríska
fjárfestingafélag kom til sögunnar en þeir
keyptu frystigeymslurekstur Versacold
Atlas sem á hvíldi stærsti hluti skulda
Eimskips. Þeir komu jafnframt inn með
nýtt hlutafé og urðu að lokum annar
stærsti hluthafi félagsins, á eftir gamla
Landsbankanum sem var stærsti kröfu-
hafinn. Með aðkomu þeirra varð til nýr
blær á félaginu og það hefur verið bæði
lærdómsríkt og ánægjulegt að vinna með
þeim í stjórn Eimskips. Þeir hafa lagt
áherslu á að styrkja kjarnastarfsemi fé-
lagsins og skapa félaginu festu og sterkan
efnahag. Við erum nú með yfir 60% eig-
infjárhlutfall og höfum lagt áherslu á að
minnka skuldir og styrkja sjóðsstöðu. Ég
er stoltur af að hafa fengið að taka þátt í
endurreisn þessa frábæra fyrirtækis sem
Eimskip er og er sannfærður um að það
muni eftir sem áður sinna mikilvægu
hlutverki í þjóðarbúskap Íslendinga.“
Umdeildir kaupréttarsamningar
Mig langar aðeins, í framhaldi af þessu,
að ræða um kaupréttarsamninga félags-
ins sem hafa verið í fréttum.
„Markmiðið með þeim er að tengja
saman hagsmuni hluthafa og lykilstjórn-
enda og tryggja með þeim hætti starfs-
krafta þeirra til lengri tíma,“ segir Bragi.
Í samræmi við það ákvað stjórnin að
leggja til við hluthafa að gerðir yrðu
kaupréttarsamningar við helstu stjórn-
endur félagsins og var áætlun þar að lút-
andi samþykkt á aðalfundi félagsins í
mars 2010. Kaupréttina skyldi veita á
næstu fjórum árum og innlausn fara fram
á næstu þremur árum frá veitingu, að því
tilskildu að kaupréttarhafar væru enn við
störf hjá félaginu yfir sjö ára tímabil.
Innlausnarverð hlutanna hefur verið
ákveðið á þeim tíma þegar kaupréttirnir
hafa verið veittir og taka mið af mark-
aðsverði hlutanna á hverjum tíma. Jafn-
framt er ákveðið að félagið mun ekki að-
stoða kaupréttarhafa við fjármögnun
kaupanna eins og tíðkaðist áður.
Braga þykir miður sú neikvæða um-
ræða sem átt hefur sér stað um þessi mál
og um kaupréttarsamninga almennt.
„Vissulega er hægt er að benda á dæmi
þess að slíkir samningar hafi farið úr
böndum, leitt til óeðlilegrar áhættusækni
eða markaðsmisnotkunar. En það þýðir
ekki að slíkir samningar geti ekki átt rétt
á sér, enda hafa þeir tíðkast um langa
hríð og í langflestum tilfellum skilað því
sem að var stefnt, traustum og hag-
kvæmum rekstri, þar sem langtímahags-
muna allra hluthafa er gætt. Í fréttum
hefur jafnvel verið ýjað að því að við-
komandi stjórnendur muni geta eignast
hluti í Eimskip án nokkurrar greiðslu.
Því fer víðs fjarri, stjórnendurnir verða
að greiða það verð sem upphaflega var
ákveðið við veitingu kaupréttanna og sjá
sjálfir um fjármögnun þeirra kaupa.
Jafnframt þurfa þeir að standa skil á
sköttum af ábatanum, sem samkvæmt
núgildandi skattalögum er skattlagður
sem launatekjur.“
En hvað finnst þér um erlenda fjár-
mögnun í íslensku atvinnulífi?
„Mér finnst bara eðlilegt að erlendir
aðilar og fjárfestar sýni íslenskum fyr-
irtækjum áhuga og séu þátttakendur í ís-
lensku atvinnulífi. Það er að mörgu leyti
áhugavert að vinna með þessum aðilum
eins og Yucapia. Það er meiri ögun og
önnur sýn á hlutina heldur en við erum
oft með. Það er hugsað lengra fram í
tímann.“
Þá komum við að því því að þið eruð
að undirbúa skráningu Eimskips í ís-
lensku Kauphöllina. Hafið þið næga trú á
Eimskip og íslensku Kauphöllinni til
þess?
„Já, við höfum það. Félagið er mjög
rekstrarhæft og skilar hagnaði og ég
vona að fjárfestar og almenningur sjái
tækifæri í að fjárfesta í fyrirtækinu. Það
er ljóst að það er fullt af fjármagni í land-
inu sem er að leita eftir tækifærum til
ávöxtunar. Þau fyrirtæki sem hafa verið
að fara á markað hafa gengið ágætlega.
Þannig að ég hef fulla trú á því að Eim-
skip verði vel tekið þar.“
Hvernig líst þér svo á framtíðina í ís-
lensku samfélagi?
„Það er góð spurning,“ segir Bragi og
brosir. „Það er náttúrlega ljóst að það er
ýmislegt sem hefur gengið okkur í hag-
inn og umhverfið er að mörgu leyti fullt
af tækifærum. En það sem ég hef áhyggj-
ur af er að við nýtum þessi tækifæri ekki
nægjanlega vel. Mörg erlend fyrirtæki
hafa t.d. áhuga á að fjárfesta hérna, það
eru tækifæri í vatnsafls- og jarð-
varmageiranum svo dæmi séu tekin en
umræðan í kringum þau er afskaplega
neikvæð. Ég er nú náttúruverndarsinni
en ég tel að þar eigum við þó ýmsa
möguleika og í rammaáætlun um nýt-
ingu auðlindanna eru nefndir nokkrir
áhugaverðir kostir. En það er eins og ef
einn lítill hópur byrjar að mótmæla þá sé
hægt að stöðva sjálfsagðar framkvæmdir
og ekki verður neitt úr neinu.
Það má ýmislegt tína til; það er mín
skoðun að of varlega hafi verið farið í að
auka þorskkvótann og um leið finnst
mér að svokallaðar strandveiðar mættu
missa sig. Margir þeirra sem þær stunda
eru búnir að selja frá sér kvótann og fá
þarna gjafakvóta á silfurfati. Þetta eru
„ólympískar“ veiðar, þannig að mest
berst að fyrstu daga hvers mánaðar,
verðfall verður á markaði og lítið fram-
boð þegar líður á hvert tímabil. Það eru
hátt í þúsund bátar sem stunda þetta og
þetta er mjög óhagkvæmt. En margt hef-
ur verið vel gert og víða áhugaverð tæki-
færi, t.d. í upplýsingaiðnaði, móttöku
ferðamanna og þjónustu við þá og ef rétt
er haldið á spilunum hef ég engar
áhyggjur af framtíðinni. En ég hef
áhyggjur af því að margir virðast ekki
gera sér grein fyrir því að velferð okkar
byggist á verðmætasköpun, án hennar
verður ekki haldið uppi velferðarkerfi og
þeirri samfélagsþjónustu sem flestir kalla
eftir.“
Morgunblaðið/Eggert
’
Ég hef líka gaman af
annarri útivist og
fjallaferðum og stofn-
að í því skyni eigin ferða-
skrifstofu árið 2006, BR To-
urs sem sinnir móttöku
erlendra ferðamanna og
þjónustu við þá á Íslandi.