SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 31
19. ágúst 2012 31 Ína Ólöf Sigurðardóttir grunnskólakennari opnarmyndaalbúmið sitt að þessu sinni. Ína fæddist 15.október 1976 í Reykjavík en ólst upp í Mosfellsbæ.Hún útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands árið 2005 og starfar nú sem grunnskólakennari við Lækjarskóla í Hafnarfirði. Á menntaskólaárunum kynntist hún Árna Sigurðarsyni eiginmanni sínum og hafa þau verið saman í 18 ár. Fyrir tveimur árum greindist hann með heilaæxli og hefur fjöl- skyldan staðið í baráttu við sjúkdóminn síðan. Það sem hefur hjálpað henni í ferlinu er meðal annars að fara út að hlaupa. Í fyrra hljóp hún 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu ásamt góðum vini þeirra hjóna, Ingva Snæ Einarssyni. Þau hlupu til styrktar KRAFTI sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein. Í júlí sl. greindist Árni með fjórða heilaæxlið og ákváðu vinir, ættingjar og vinnufélagar að hlaupa/skokka/ganga saman 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu honum til heiðurs. Hópurinn safnar áheitum fyrir KRAFT og hefur söfnunin farið vel af stað. Þessi sameining hefur gefið hópnum ótrú- lega mikinn kraft og finnst öllum gott að fá að vera með og leggja sitt af mörkum. Ína trúir því og treystir að bjartari tímar séu framundan og þetta framtak veiti Árna og öllu þeirra fólki styrk í baráttunni. Þeim sem vilja leggja hópn- um lið í söfnuninni er bent á að fara inn á hlaupastyrk.is – Áfram Árni og er áheitanúmer hópsins 2454. Ína Ólöf á sínum yngri árum. Ína er hér ásamt bræðrum sínum. Um síðustu jól gat fjölskyldan ekki verið saman þar sem Árni þurfti að fara í skurðaðgerð í Bandaríkjunum. Áfram KRAFTUR. Það er styrktarfélagið sem hópurinn hleypur fyrir. Árni og dóttirin Selma Lind í Barcelona. Myndin er tekin í júlí rétt áður en hann greinist aftur. Hlaupið hjálpar Ína Ólöf Sigurðardóttir hleypur í dag Reykjavíkurmaraþon til styrktar KRAFTI. Brúðkaupsdagurinn 7. ágúst 2004. Hópurinn fór saman í fylkingu og kom Árna á óvart með yfirvofandi hlaupi. Barcelona í sumar. Horft á úrslitaleikinn í sjónvarpinu: Spánn-Ítalía. Feðgarnir Árni og Sigurður Bjarmi á góð- um degi á milli meðferða. Ína og Ingvi Snær vinur þeirra hjóna en hann hljóp með henni í Reykja- víkurmaraþoninu í fyrra. Ína og Árni í brúðkaupsveislu góðra vina. Myndaalbúmið Árni og systkini hans. Þau systkinin eru einstaklega náin og hafa reynst hvert öðru vel.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.