SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 32
32 19. ágúst 2012 Í byrjun þessa mánaðarhófst áhugaverður ogfróðlegur sumarskóli hjágervigreindarsetri Há- skólans í Reykjavík. Skólann sækja vísindamenn, dokt- orsnemar og nýdoktorar frá níu löndum, svo sem Rússlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Ástralíu og Indlandi. Skólinn er að sögn Kristins R. Þórissonar, dósents og umsjónamanns skólans, átak til að snúa aftur að upprunalegu hugmynd manna um hlutverk gervigreindar og möguleika hennar á að skýra hvað greind í raun er. „Skólinn hjá okkur hefur þá sérstöðu að hann beinir sjónum manna á almenna gervigreind, frekar en nýtingu gervigreindartækni til sértækra lausna. Þróunin hefur verið sú innan sviðsins að menn hafa einblínt um of á hagnýt- ingu gervigreindar og gleymt upprunanum, sem er að vinna að því að búa til kerfi sem nálg- ast náttúrulega greind, og jafn- vel skáka henni. Það má segja að við séum að fara að rótum gervigreindar, sem er að stefna að mannlegri greind og jafnvel lengra,“ segir Kristinn en markmið skólans sem lauk á miðvikudaginn var að nem- endur og kennarar reyni að svara spurningunni hvernig hægt sé að skapa almenna greind. Allir menn vilja hugsa sjálf- stætt og draumurinn um að vera frjáls hefur brotið hlekki alræðisstjórna og einræðisherra um allan heim í gegnum sög- una. Markmið þeirra sem vinna að gervigreind er að gera vélar færar um að taka sjálfstæðar ákvarðanir og þannig á vissan hátt að frelsa þær frá einföldum skipunum. „Gervigreind er í raun og veru öll sú starfsemi sem miðar að því að gera vélar færar um að vinna flókin verk sem við látum þær fá. Mark- miðið er að ná öllum helstu þáttum mannlegrar greindar að mestu leyti inn í vélina, svo sem skynjun og skilningi á umhverfi og hæfileikanum til að verða stöðugt betri í því sem tekist er á hendur. Ef það tekst erum við með mjög öflugt verkfæri í höndunum,“ segir Kristinn en hann segir lokamarkmiðið vera að búa til vélræna greind sem getur hjálpað okkur, eða á eigin spýtur, hannað næstu útgáfu af sjálfri sér. „Ef okkur tekst þetta eru við búin að skapa hringrás sem ekki sér fyrir endann á. Í þessu felst gífurlegur kraftur og við viljum geta beislað hann okkur í hag.“ Óþarfi að óttast gervigreindina Flestir hafa séð kvikmyndir eða sjónvarpsþætti þar sem tölvur og vélmenni reyna að taka yfir eða hafa vit fyrir mönnum. Því hljóta margir að spyrja sig hvort skyn- samlegt sé að gera tölvur greind- ari og sjálfstæðari en þær eru nú þegar. „Þetta er alltaf fyrsta og önnur hugsun sem skýtur upp kollinum hjá fólki þegar ég segi því hvað ég geri og að hverju við stefnum. Í raun og veru erum við bara að framleiða verkfæri eins og hamar eða vélsög, hvorugt þessara verkfæra hefur tekið yfir heiminn enn þrátt fyrir að vera fjöldaframleitt og dreift um allar jarðir,“ segir Kristinn. En hvorki hamarinn né vélsögin hefur sjálfstæðan vilja. „Það hafa ekki vélarnar okkar heldur, að minnsta kosti ekki í þeim skiln- ingi sem flestir myndu leggja í það hugtak. Þetta eru í raun verkfæri. Þær eru til dæmis allar háðar rafmagni og batteríin myndu klárast fljót ef þær ætla að taka yfir heiminn. Jafnframt er mjög auðvelt að sjá fyrir hvað okkar vélar gera, eins og í raun hegðun tölva almennt. Áhyggjur manna eru áratugum ef ekki hundruðum ára á undan sér. Til að setja þetta í samhengi við ógnir nútímans má nefna líf- færði, þar sem orsakasamhengi þess að hleypa erfðabreyttri plöntu út í náttúruna skapar miklu meiri óvissu en nokkurn tíman hegðun vitvélar inni á rannsóknarsetri hjá okkur.“ Áhyggjur af gervigreind eru því ástæðulausar að mati Kristins Gervigreind í daglegu lífi Fæst gerum við okkur grein fyrir því að gervigreind gerir okkur lífið léttara á hverjum degi og þáttur þess í lífi okkar er að aukast hægt og bítandi með hverju árinu. „Augljóst dæmi er t.d. ryksugan sem ryksugar íbúðina okkar sjálf á meðan við erum í vinunni. Það má líka finna gervigreind í þvottavélum þar sem vélin ákveður sjálf hversu mikið þarf að gera. Þá hefur bílaiðnaðurinn tileinkað sér gervigreind t.d. í abs- bremsubúnaði en þar skynjar kerfi í bílnum hegðun brems- anna og dekkjanna.“ Nýjustu Að gefa tölvum mannlega greind Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík vinnur að því að gefa tölvum mannlega greind til að leysa flóknari verkefni og auðvelda manninum lífið. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Kristinn R. Þórisson dósent við Háskólann í Reykjavík. Grunnur að góðu lífi :: 535_1000 Fasteignasala • Íbúðarhúsnæði • Skúlatún 2, 105 Rvk EINSTÖK EIGN – MIKLIR MÖGULEIKAR Vonarland við Sogaveg Til sölu virðulegt og fallegt 581 fm. einbýlishús á stórri skógi vaxinni lóð með skemmtilegri aðkomu miðsvæðis í borg- inni. Í húsinu eru nú stórar og fallegar stofur, eldhús, 3 baðherbergi, fjölmörg herbergi, íþróttasalur, heitur pottur, gufa, mikið geymslurými, þvottahús o.fl. Húsið stendur á 2.300 fm skógi vaxinni lóð og því fylgir einnig önnur samliggjandi 3.700 fm lóð, einnig skógi vaxin. Hægt væri að skipta húsinu upp í nokkrar íbúðir. Lóðin er einstök með tilliti til staðsetningar og stærðar og býður upp á ýmiskonar tækifæri til uppbyggingar. Hugmyndir að skipulagsbreytingum til að fá að byggja á lóðinni, t.d. íbúðir eða gistihús, hafa fengið jákvæðar undirtektir hjá skipulagsyfirvöldum borgarinnar. Þetta er eign sem býður upp á mikla möguleika fyrir stórfjölskylduna, fjárfesta, byggingaverktaka, félagasamtök, sendiráð ofl. Upplýsingar gefur Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali: GSM 893 2495 - adalheidur@stakfell.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.