SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 28
28 19. ágúst 2012 Bragi Bergþórsson er fastráðinnvið óperuna í Stralsund og ná-grenni, Theater Vorpommern.Hann er búinn að vera heilan vetur í þessum fallega 60.000 manna hafnarbæ í norðurhluta Þýskalands. Hann er þar ásamt eiginkonunni Júlíu Mogensen sellóleikara og tveimur börn- um þeirra, Marsibil, fjögurra ára og Ólafi sem er tæplega sex mánaða. Hann fékk til að byrja með ellefu mánaða samning en hefur nú verið ráðinn til tveggja ára til viðbótar. Eftir að hafa menntað sig í söng við hinn virta Guildhall-skóla í London flutti Bragi til Berlínar, eftir að hafa haft viðkomu á Íslandi, og fór þar í einka- tíma í söng. Á þessum tímapunkti var hann ekki viss hvað hann ætlaði sér en ákveðið ferli fylgir því að sækja um stöðu hjá óperuhúsi í Þýskalandi. Þegar staða losnar eru leikhúsin með áheyrn- arprufur, svokallaða fyrirsöngva, en nauðsynlegt er að vera boðið í þá til að komast að og þá getur borgað sig að hafa umboðsmann. „Ég er bara þannig gerður að ég get ekki dembt mér út í eitthvað svona án þess að ég sé í fyrsta lagi viss um að ég geti það og 100% viss um að ég vilji það. Það tók mig tíma að átta mig á því að þetta væri örugglega það. Þá dembdi ég mér í verkið eftir jól í fyrra, hringdi í umboðsmenn og sendi fjölda bréfa. Ég fékk strax þrjá umboðsmenn,“ segir Bragi en söngvari má hafa eins marga umboðsmenn og hann vill en það skipt- ir auðvitað máli að halda góðu sam- bandi við þá. Hann fékk fjóra fyr- irsöngva og leist vel á alla nema þennan í Stralsund. „Ég tók lestina frá Berlín, sá sveitina hér á leiðinni og hugsaði, hvað er ég að fara út í!“ En fyrirsöngurinn gekk vel, Bragi hefur síðan meira en tekið Stralsund í sátt, lofar vinnustað- inn og segir ennfremur gott fyrir fjöl- skyldufólk að búa þarna en fjölskyldan er búsett í bjartri og fallegri íbúð í gamla bænum. Sannfærandi sem Þjóðverji „Ég fékk strax góða tilfinningu þegar ég mætti til vinnu. Þetta er allt saman frá- bært fólk og leikhúsið er nýuppgert og fallegt.“ Sýningarnar í vetur hafa verið mjög vel sóttar en Bragi, sem er lýrískur ten- ór, hefur verið í fjórum uppfærslum auk margra smærri verkefna. „Mér finnst Þjóðverjar áhugasamir um menningu. Hér er rík hefð og al- menningur er ótrúlega vel menntaður í músík og áhugasamur,“ segir hann en tiltölulega óþekktar sýningar fá líka mikla aðsókn. Hann hefur hingað til sungið mestallt á þýsku eins og þarlend hefð segir til um en segir þetta vera að færast á upp- runalegu tungumálin í meira mæli. „Mér finnst fínt að byrja í litlu húsi, ég er með vinnu og hef það gott í augnablikinu. Ég veit að ef ég stend mig vel þá á ég eftir að vaxa í mínu starfi. Ég fæ góð tækifæri, stend alltaf á svið- inu í burðarhlutverkum og það er ótrú- lega góð reynsla, sem skiptir miklu máli. Ég krefst ekki hárra launa eða frægðar og frama. Að syngja er það sem mig langar að gera. Ég krefst þess hins- vegar að ég og fjölskylda mín getum lif- að af því. En ég er ekki að biðja um neitt mikið meira í augnablikinu.“ Á næsta ári tekur við ný stjórn í hús- inu og því fylgja oft breytingar. „Ég veit hlutverkin mín á næsta ári og þau eru strax meira spennandi fyrir mig og gefa mér meira til lengri tíma litið. Það sem ég lærði hvað mest á í vetur voru allir þessir þýsku díalógar. Ég hef fengið mikil viðbrögð við þeim, að það sé ekki hægt að heyra að ég sé ekki Þjóðverji og það er frábært. Þetta er lærdómur þessa vetrar. En um leið og þú spjallar við mig heyrirðu að ég er með orðaforða á við tólf ára barn en á sviðinu er ég auð- vitað með tilbúinn texta. Svo fæ ég stærri hlutverk næsta vetur, Rigoletto, Don Giovanni og einhver fleiri.“ Hann segir ekki mikla peninga vera í því að vera fastráðinn óperusöngvari. „Bransinn byggir mikið á lausamennsku og þar liggja öll launin. Þá bíðurðu eftir því að þú hafir einhver hlutverk sem þú kannt og getur sungið og stokkið í þeg- ar kallið berst eins og þegar einhver er veikur,“ segir Bragi. Stralsund er ekki besta staðsetningin fyrir þessi verkefni en borgir eins og Berlín, Frankfurt og Hamborg eru með þéttara net óp- eruhúsa í kringum sig. Talið berst að því hvernig Bragi hafi áttað sig á því að hann vildi verða söngvari. „Ég sagði engum að ég vildi syngja. Ég var búinn að eyða allri æv- inni í að segja: Ég verð aldrei eins og mamma og pabbi. Ég ætla aldrei að verða söngvari,“ segir Bragi sem var með fyrirmyndirnar fyrir framan sig alla tíð. „Já og leikhúslífið var líka fyrir framan mig. Það er ekkert nýtt fyrir mér hérna. Þetta er bara eins og að koma heim. Lyktin og allt!“ Kórinn var vendipunkturinn Vendipunkturinn var hjá Braga þegar hann stundaði nám við Menntaskólann við Hamrahlíð og fór í kórinn hjá Þor- gerði Ingólfsdóttur. „Þá áttaði ég mig á því að ég vildi bara vera í þessu. Það er ólýsanleg tilfinning að standa inni í svona þéttum hljómi.“ Eftir menntaskóla var hann samt ekki alveg tilbúinn til að velja sér líf lista- mannsins en hann hafði alla tíð jafn- framt haft gaman af stærðfræði og raunvísindum yfirhöfuð. „Það blundar í mér vísindamaður. Ég ákvað að prófa það sem ég vissi að ég gæti en var ekki viss um að mig langaði til að gera,“ segir Bragi en öryggisnetið hans var að fara að læra verkfræði í Háskóla Íslands. „Ég ákvað að gefa þessu eitt ár. Mér gekk vel á fyrstu önninni, náði öllu en fannst mjög leiðinlegt. Fólk sem þekkti til sagði mér að slaka á, að næsta önn yrði miklu betri. Svo kom hún og mér fannst ennþá leiðinlegt svo ég hætti í mars, apríl á vorönninni. Hugsaði með mér: Jæja, þá er ég búinn að prófa þetta. Þangað til þá hafði mér alltaf þótt svo erfitt að hætta í einhverju sem ég var byrjaður á.“ Þannig að það hefur verið gott að prófa verkfræðina? „Já, algjörlega. Þá þarf ég líka aldrei að sjá eftir því að hafa ekki gert þetta. Ég tala oft um þetta sem bestu ákvörð- un lífs míns, að hafa farið í verkfræði. Það allavega beindi mér á rétta braut. Ef ég hefði farið beint í sönginn hefði verið auðveldara að gefast upp ef það hefði alltaf verið eitthvað annað að toga í mig,“ segir hann en við tók tveggja ára nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og svo þriggja ára nám við Guildhall. „Aftur á móti var ég ekki viss um eft- „Það blundar í mér vísinda- maður“ Bragi Bergþórsson ætlaði sér aldrei að verða óp- erusöngvari eins og foreldrarnir, Bergþór Páls- son og Sólrún Bragadóttir. Eftir að hafa þráast við og farið í nám í verkfræði, sem hann segir bestu ákvörðun lífs síns, var framtíðin ráðin. Við tók söngnám og starfar Bragi nú sem óperu- söngvari í Þýskalandi. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is „Fólk heldur stundum að maður standi bara upp og syngi, gerir sér ekki grein fyrir þessari skiptingu á nótunum og öllu hinu. Þú ert ekki bara að lesa nótur, það getur verið tilfinninga- legur rússíbani að æfa eitthvað stykki. Það getur falið sér andlega tiltekt og lætur mann horfast í augu við eitthvað í sjálfum sér,“ segir Bragi Bergþórsson. ’ Mér finnst fínt að byrja í litlu húsi. Ég veit að ef ég stend mig vel þá á ég eftir að vaxa í mínu starfi. Ég fæ góð tækifæri, stend alltaf á sviðinu í burðarhlut- verkum og það er ótrúlega góð reynsla. Ég krefst ekki hárra launa eða frægðar og frama.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.