SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 27
Fjallaleiðsögumaðurinn Ingimundur Þór Þor- steinsson lét draum sinn rætast og smíðaði eitt fullkomnasta farartæki landsins til að sinna væntingum og þörfum ferðamanna sem vilja upplifa það sem Ísland hefur upp á að bjóða. Texti: Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Myndir: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is Stubbahús fyrir reykingamenn Ingimundur notar tölvutæknina við leiðsögn. Morgunblaðið/Golli Ingimundur Þór Þorsteinsson fjalla-leiðsögumaður kemur ekki af fjöll-um þegar hann er spurður umferðamennsku. Í aldarfjórðung hef- ur hann leitt ferðamenn um íslenska náttúru hvort heldur á vinsæla ferða- mannastaði eða um fáfarnar leiðir á öræf- um landsins. Til verksins hefur Ingi- mundur nú yfir að búa einu fullkomnasta farartæki landsins sem hann kallar Drífu Nú. „Mér fannst viðeigandi að gefa bíln- um kvenmannsnafn til mótvægis við þá karlmennsku sem fylgir jeppum enda er ég í raun ekki mikill bílaáhugamaður. Bíllinn er mér hjálpartæki til að veita er- lendum ferðamönnum þá sterku upp- lifun sem skerið okkar býður þeim upp á.“ Selur upplifun ekki bíltúra „Leyniuppskriftin í ferðaþjónustunni er upplifun. Drífa Nú og svona stórir jeppar eru oftast „show business“ að hluta með öðru. Það er nefnilega alveg kominn tími á að Íslendingar átti sig á að sterkasta upplifunin felst allt eins vel í auðn og óbyggðum, einum sólargeisla í svörtu skýjakófinu, svörtum sandi, þögn, hraunflákum og bara náttúrunni í heild sinni nákvæmlega eins og hún er. Ef Drífa Nú væri togari þyrfti 200 mílna land- helgi, hafnir, hafrannsóknir, landhelg- isgæslu, kvóta o.fl. En af því að ég er í ferðaþjónustunni og hef smíðað mér bíl þá geri ég út á landið sjálft og get gert það í 11 aldir til. Annars er ég alltaf að bíða eftir að kvótakerfið verði heimfært á ferðaþjónustuna,“ segir Ingimundur og brosir. Nokkrar af fjölmörgum breytingum sem Ingimundur hefur gert á bílnum eru stærri rúður, tvöfalt gler, þægilegri sæti, fjölnota hljóðkerfi og stórar tröppur. Að auki má nefna harðviðar gangbretti, tölvustudda leiðsögn og öxi á kaf í hlið bílsins „Bíllinn á aldrei að valda óþæg- indum t.d. þannig að það sé vont að sitja í honum eða vond belti, þungt loft, vont að ganga um hann eða móða á gluggum. Þá er bíllinn farinn að vera óþægilegur hlutur. Farartækið á frekar að vera eins og töfrateppi þar sem umhverfið eitt skiptir máli.“ Væntingar þeirra sem sækja landið heim eru misjafnar og upplifunin sem hver og einn sækist eftir því ein- staklingsbundnar. Þó að Gullfoss og Geysir séu stórkostleg sjón getur auðnin, mannlífið eða menningin verið sterkari upplifun fyrir marga ferðamenn sem koma til að upplifa Ísland.. „Gott dæmi um þetta er þegar ég keyri með fólk um Bláa lónið og Grindavík sem er nútíma sjávarþorp sem við getum verið stolt af því að sýna en þegar komið er að Þór- kötlustöðum þar sem ægir saman grænu grasi, rómantískum gömlum stein- görðum, ónýtum girðingum, traktorum, hestum, kríum, gömlum frystihúsum og togurum fyrir utan við veiðar. Þá vilja ferðamennirnir komast út úr bílnum til þess að upplifa umhverfið og andartakið og taka myndir. Ferðamenn þurfa ekki að vera vandamál Aukinn fjöldi ferðamanna setur óneit- anlega meira álag á umhverfi okkar. Ábyrgð ferðaþjónustunnar hlýtur því að vera þó nokkur. „Ég hef mikla trú á land- búnaði á Íslandi í framtíðinni til fram- leiðslu á matvælum með raunverulega grænan uppruna. Reyndar hef ég mikla trú á Íslandi inn í framtíðina og sér- staklega ef við höfum vit á að bíða í 100 ár með inngöngu í Evrópusambandið. Ég nefni þetta til að benda á að enginn at- vinnuvegur hefur breytt eins mikið um- hverfi okkar og landbúnaðurinn. Skurð- ir, tún, byggingar, girðingar og vélar er nú allt tekið sem gefinn hlutur af um- hverfi okkar. Mun ferðaþjónustan um- turna umhverfi okkar með sama hætti. Því getum við stýrt mikið. Eitt sinn var Gullfoss ósnortinn foss en hann hefur verið tekinn undir ferðþjónustuna og það er allt í lagi því við getum hætt því á morgun. Skiptir þá í raun nokkru hvort þangað koma 100 þúsund eða milljón manns á ári. Ef Hafrahvammagljúfur hefði verið 100 km frá Rvík hefði Kára- hnjúkavirkjun aldrei orðið til. Við þurf- um bara að ákveða hvaða staði við tökum undir ferðaþjónustuna og búa þá undir það. Ég kalla þetta títuprjónatúrisma. 99% af fólki stoppa á sama horninu við Tjörnina í Reykjavík ef það skýrir málið. Fólkið getur labbað í burtu en það verður erfiðara að taka ráðhúsið í burtu. Ég þarf slóða fyrir Drífu Nú því ekki keyri ég utan vega. Hvar og hvenær eiga vondir að vera og hver er vondur: jeppar, ferðamaður, mótorhjól, bóndi, hesta- maður, gangandi maður. Í vegagerð þurfum við samt að vanda okkur allra mest því ekki hylur sjórinn það sem er tortímt með vegagerð.“ Umræðu um öll þessi mál telur Ingi- mundur megi ekki vera öfgakennd. „Ferðaþjónusta er atvinnuvegur sem getur nýtt landið skynsamlega og án öfga. Því fleiri sem njóta landsins því meiri landvernd, því meiri tekjur.“ Ég er ekki bílaáhuga- maður Bíll Ingimundar er búinn nýjustu græjum sem auðvelda honum alla leiðsögn. Ein aðal græjan er bjórkælirinn sem er ómissandi í lengri ferðir. 19. ágúst 2012 27

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.