SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 15
19. ágúst 2012 15
ekki þá, sá það bara eftir á, hvernig þvarr móður og inn-
blástur og ég er svo þakklátur fyrir það að hafa látið gott
heita með þessa gerð tónlistar á þeim tíma. Ég hætti þó
ekki að spila djass, en önnur músík yfirgnæfði hann um
tíma. Þegar ég bjó í Bretlandi frá 1991 fór ég aftur að mús-
ísera á þessum nótum, tók upp slatta og spilaði reglu-
bundið. Lógíska framhaldið var svo Made In Reykjavík
með nokkuð stórborgarlegum elecktrónískum töktum
sem kom út 2001. Inn í þessar pælingar mínar fellur
verkefni eins og Human Body Orchestra sem við Ragn-
hildur Gísladóttir gerðum þar sem hljóðheimurinn er
ísóleraður við mannslíkamann. Í beinu framhaldi af því
var hljóðheimurinn takmarkaður við ramma slaghörp-
unnar á Piano sem kom út 2005. Síðan er ný músík í fæð-
ingu þar sem slagharpan og önnur instrúment koma við
sögu og þéttriðnar harmóníur í fjölrödduðum söng eru
dálítið einkennismerki.“
Paradísarheimt, en ekki -missir
Alls var Jakob sjö vetur úti í Los Angeles, því sumrunum
eyddi hann alltaf á Íslandi. Snar þáttur í því að hann sneri
aftur til Íslands var að kvikmyndin Með allt á hreinu varð
til þess að Stuðmenn náðu áður óþekktri velgengni í ís-
lenska hljómsveitabransanum sem Jakob segir að hafi
verið erfitt að fúlsa við.
Eins og Jakob lýsir árunum ytra voru þau para-
dísarheimt, en hann er ekki á því að það hafi verið para-
dísarmissir að halda heim til Íslands. „Ég hefði örugglega
verið miklu lengur í Ameríku og væri þar kannski enn ef
bíóbakterían hefði ekki orðið til þess að með Allt á hreinu
varð til og Stuðmenn urðu svo dómínerandi í mínu lífi og
Ragnhildur þar með. Ég hef aldrei horft til baka til Los
Angeles því innst inni leiddist mér þar. Víst var dásam-
legt að búa þarna, yndislegt líf og tækifæri til að gera allt
en þessi undiralda sem er í íslenskum mannssálum,
húmorinn og dirfskan, ferskleiki andans og kúltúrinn yf-
ir höfuð var svo skammt á veg kominn þarna í borg sem
var nýbyggð í eyðimörkinni. Hún er allt öðruvísi í dag og
ég elska að koma til Los Angeles. Ég hugsa til þessara sjö
vetra eingöngu með hlýju og gleði og glaður yfir að hafa
átt þennan tíma. Það sem ég lærði þar og kynntist og það
sem ég gerði er nesti sem ég er enn að nærast á og rækta.
Mér mun alltaf finnast óskaplega skemmtilegt að semja
og fást við sönglög og lög sem fólk elskar að hlusta á og
læra að syngja með, en mesta svölunin músíklega er í
þessari tónlist, þessum, getum við sagt, kraumandi heimi
rafdjassins sem er mér núna innblásinn að nýju.“
Ljósmynd: Saga Sigurðardóttir, hár: Magni Þorsteinsson, stílisti: Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir, förðun Ísak Freyr Helgason.
Jack Magnet, 1981. Made in Reykjavik, 2001. Piano, 2005.
Horft í roðann, 1976. Special Treatment, 1979.Jobbi Maggadon, 1978.