SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 43
’ Það er mikil og góð stemning í mann- skapnum að koma þessu á fjalirnar og við hlökkum mikið til að sýna verkið til Pétursborgar og hefur fært sig um set í Hljómahöllina. Þar endar sýningin á hátíðlegu balli Gremins fursta sem hefur þá gifst Tatjönu. Ónegin verður þá ástfanginn af henni og þau játa ást sína á hvor öðru en Tatjana segist ekki geta verið með honum þar sem nú sé hún gift. Óperan endar á Ónegin blóta örlögum sínum,“ segir Jóhann Smári þegar hann lýsir sýningunni sem virðist mikilfengleg, þá segir hann tónlistina stórfenglega, rómantíska og lagræna. Óperufélagið Norðurós var stofnað á Akureyri 1998 undir stjórn Jóhanns Smára Sævarssonar. Þegar Jóhann Smári flutti suður tók hann félagið með og setti félagið upp fyrstu óp- eruna sína í Reykjanesbæ fyrir ellefu árum síðan þegar félagið sýndi Gianni Schicci eftir G. Puccini og Sálumessu eftir Sigurð Sævarsson. Í fyrra var félagið með vel heppnaða uppfærslu á óperunni Toscu eftir Gia- como Puccini í Keflavíkurkirkju. Þá kom upp sú hugmynd að stofna til ár- legrar sumar óperuhátíðar í Reykja- nesbæ og bjóða því núna upp á stærri óperufærslu og hyggjast halda því áfram. Þá hefur félagið verið með sýn- ingar sem hafa ferðast um landið ásamt tónleikum. Félagið byggir á söngv- arakjarna frá Suðurnesjunum en fær til sín aðra söngavara með og oft marga unga og efnilega. „Það er mikil og góð stemning í mannskapnum að koma þessu á fjal- irnar og við hlökkum mikið til að sýna verkið,“ segir Jóhann Smári að lokum. 19. ágúst 2012 43 eru oft langt í burtu, finnst henni. Í öðrum kafla bók- arinnar er stúlkan að leita að mömmu sinni á heimili þeirra og finnur hana ekki. Seinna í bókinni segir Lýdía að pabbi hennar og mamma eigi ekki heima í húsi fjölskyldunnar. „Þau eiga eiginlega heima ann- ars staðar.“ Sagan er sögð frá sjónarhorni Lýdíu sem lýsir ljúfsárum upp- vaxtarárum sínum, frá fyrstu minningu og þar til hún kemst á unglingsaldur. Frásögnin er ýmist í fyrstu eða þriðju per- sónu, jafnvel í sömu máls- greininni. „Ég, Lýdía, er bæði sú sem segir frá og sú sem sagt er frá,“ segir hún. Þegar frá- sögnin er í þriðju persónu er atburðunum lýst út frá hugar- heimi Lýdíu. Eins og titill bókarinnar ber með sér þarf stúlkan að læðast fram hjá hættum sem steðja að henni. Í fyrstu minningunni fer hrollur um hana því hún „er í gogg- inum á hættulegum fugli“. Þegar pabbi hennar er glaður er hann „hættulega glaður“ og hönd hans er stundum hættu- leg. Lýdía býr yfir frjóu ímynd- unarafli og finnur leiðir til að flýja þegar henni finnst lífið of þungbært. Meðal annars á hún það til að stroka foreldra sína út í huganum og hún æfir spretthlaup af ofurkappi til að flýja veruleikann. Þótt undirtónninn sé alvar- legur er skáldsagan meinfyndin á köflum. Hjalti Rögnvaldsson þýddi bókina ágætlega. Skáld- sagan kom út á frummálinu ár- ið 1998 og hún var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs árið 2000 fyrir Sví- þjóð. Ellefu árum síðar var önnur skáldsaga eftir Grims- rud, En dåre fri, tilnefnd fyrir Svíþjóð og Noreg en Gyrðir Elí- asson fékk þá verðlaunin. Gaman væri að lesa þá bók í þýðingu Hjalta. soltnum ungum Þó undirtónn skáldsögu Beate Grimsrud, Ég læðist framhjá öxi, sé al- varlegur er sagan meinfyndin á köflum Bogi Þór Arason Fjórtan einsöngvarar eru í uppfærslu Norðuróps á Evgený Ónegin sem sett er upp í Reykjanesbæ. Ljósmynd/Eyþór Sæmundsson V

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.