SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 8
8 19. ágúst 2012 Asíuríki eru efst á listanum yfir þau hagkerfi, sem eru í mestri hættu vegna náttúruhamfara á borð við jarðskjálfta, flóð og fár- viðri samkvæmt úttekt breska áhættumatsfyrirtækisins Maplec- roft, sem birt var á miðvikudag. Lagt var mat á stöðu 197 ríkja. Meðal þeirra tíu ríkja, sem við- kvæmust voru fyrir nátt- úruhamförum, voru sex í Asíu. Bangladesh, Filippseyjar og Búrma eru efst á listanum og eru talin veikust fyrir ásamt Dóm- iníska lýðveldinu. Síðan koma Ind- land, Víetnam, Hondúras, Laos, Haítí og Níkaragúa. Í greiningunni var tekið tillit til legu landanna og styrks hagkerfis þeirra til að takast á við nátt- úruhamfarir. Tjón gæti víða orðið meira, en þar væri meira bolmagn til að rétta úr kútnum. Veikust fyrir Filippseyingar önduðu léttar þegar felli-bylurinn Kai-tak hvarf á haf út áfimmtudag. Milljónir manna hafa orðiðfyrir barðinu á gríðarlegum mons- únrigningum undanfarinn hálfan mánuð. Talið er að 109 manns hafi látist vegna veðurs og flóða, sem meðal annars settu allt á annan endann í höfuðborginni Manila og landbúnaðar- héruðunum í kring. Manila er ein af mörgum asískum stórborgum í örum vexti. Þróunarbanki Asíu skoraði í vik- unni á þjóðir í álfunni að verja borgirnar fyrir flóðum og öðrum náttúruhamförum og hafa hraðar hendur. Í skýrslu bankans sagði að gríð- arlega fjárfestingu þyrfti í innviðum og auka þyrfti útsjónarsemi í skipulagsmálum borga með áherslu á græn svæði. Það væri eina leiðin til að draga úr áhrifum náttúruhamfara á ört vaxandi stórborgir. „Fjölgun íbúa í borgum í Asíu hefur verið for- dæmalaus og henni hefur fylgt gríðarlegt álag á umhverfið,“ er haft eftir Changyong Rhee, yf- irhagfræðingi bankans, á heimasíðu hans. „Nú er brýnt að marka stefnu, sem mun snúa þeirri framvindu við og ýta undir þróun grænnar tækni og grænnar borgarvæðingar.“ 80% af Manila fóru undir vatn eftir storm, sem gekk þar yfir í síðustu viku og þurfti hálf milljón manna að flýja heimili sín. Í júlí létu tugir manna lífið í flóðum í Peking. Í fyrra fóru hlutar Bangkok á kaf í miklum rigningum. Þróun- arbanki Asíu segir að þetta séu merki um að stórborgir í Asíu ráði ekki við áhrif loftslags- breytinga og geti ekki verndað íbúana. Telur bankinn að ástandið eigi að öllum lík- indum eftir að versna eftir því sem asísk hagkerfi stækka og fólk heldur áfram að streyma í millj- óna vís til hinna svokölluðu „ofurborga“ þar sem búa tíu milljónir manna eða fleiri. Rúmlega helmingur slíkra borga er í Asíu. Milli 1980 og 2010 fjölgaði um milljarð manna í borgum Asíu og spáir bankinn því að árið 2040 muni hafa fjölgað um milljarð manna til viðbótar í borgum álfunnar. Segir í skýrslunni að árið 2025 verði rúmlega 400 milljónir manna í hættu vegna flóða í borg- um, sem liggja að hafi, og 350 milljónum manna muni þá stafa hætta af flóðum inni í landi. Vandi stórborganna einskorðast ekki við nátt- úruhamfarir. Þessari miklu fjölgun fylgja loft- mengun, aukinn útblástur koltvísýrings, um- ferðarteppur, vatnsskortur, hreinlætisvandi, glæpir, fátækt, misskipting og hreysahverfi og álagið á innviðina í borgunum er gríðarlegt. Hagfræðingurinn Rhee segir að í Asíu hafi miklu fé verið varið í innviði, en ekki nóg til að vernda fólk. „Við höfum einbeitt okkur að magni … en höfum ekki þann munað að geta varið peningum í gæði,“ segir hann og bendir á vegi, sem hafi verið lagðir með óviðunandi nið- urföllum sem dæmi um ófullnægjandi þróun- arstarf. Í skýrslu greiningarfyrirtækisins McKinsey um vöxt borga frá því í júní segir að til þess að anna þessum öra vexti þurfi á næstu 13 árum að reisa jafn margar byggingar fyrir fólk og fyr- irtæki og nú eru til í heiminum. Það þarf að út- vega meira vatn og rafmagn, reisa hafnir og leggja vegi. Hversdagslegir hlutir eins og rafmagn geta orðið að gríðarlegu vandamáli. Um mán- aðamótin fór rafmagnið af hjá 640 milljónum manna á Indlandi og velta menn fyrir sér hvort það hljóti ekki að vera einhvers konar met. Síðan 1951 hefur Indverjum ekki tekist að ná settum markmiðum um raforkuframleiðslu. 300 millj- ónir manna hafa ekki aðgang að rafmagni í land- inu. Samkvæmt fyrirtækinu McKinsey mun íbú- um borga á Indlandi fjölga úr 340 milljónum árið 2008 í um 590 milljónir árið 2030. Þá munu 68 borgir á Indlandi vera með milljón íbúa eða meira og sex borgir yfir tíu milljóna íbúa mark- inu, þar af tvær á meðal fimm fjölmennustu borga heims, Múmbaí og Delí. Talið er að Ind- verjar muni þurfa að leggja út 1,2 billjónir dollara til að bæta innviði borganna. Í Múmbaí einni þurfi 220 milljarða dollara. Mikið þarf til eigi það að nást. Í skýrslunni er þó sérstaklega varað við böl- sýni þegar kemur að ört stækkandi borgarsam- félögum og bent á að þótt vöxtur borga valdi álagi á alla innviði sé framleiðni fólks meiri í þéttbýli en dreifbýli auk þess sem ódýrara sé að sjá fyrir þörfum fólks í borgum en sveitum. Þá muni fjárfesting í innviðum á borð við íbúðir, skóla, sjúkrahús og vegi verða aflvaki hagvaxtar. Ofur- borgir á ystu nöf Vaxandi borgar- samfélög valda ýmsum vanda Stúlka stendur með vatn upp á miðja kálfa í anddyri veitingastaðar í Apalit í útjaðri Manila í flóðunum í liðinni viku. AFP Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Eymdin á evrusvæð- inu mun hrjá okkur enn um sinn. Þrauta- gangan við að koma fjármálum Bretlands mun einnig halda áfram. En þótt þessi mál skipti okkur gríð- arlegu máli eru þau smávægileg í stærra samhengi hlutanna. Þegar saga fyrstu ára- tuga þessarar aldar verður skrifuð mun sviðsljósið fremur beinast að því hvern- ig athafnasemi hefur færst til Asíu og hinni hröðu borgarvæðingu heimsins. Hamish McRae í grein í The Independent fyrr í sumar. Hið rétta samhengi? Nóg járn á meðgöngu Hvernig er best að viðhalda járnþörf líkamans eðlilegri? Ef þú þjáist af járnskorti á meðgöngu þá þarftu að borða mikið af járnríkum mat til að leiðrétta það. Mörgum ófrískum konum finnst erfitt að borða það magn sem þarf til að hækka og viðhalda járnbirgð- um líkamans. Þá þurfa þær önnur ráð, Floradix hágæða járnbætandi blanda getur hjálpað til að ná upp járnbirgðum líkamans hratt. Floradix inniheldur járn sem frásogast auðveldlega í líkamanum ásamt C-vítamíni, ávaxta- og jurtaþykkni til að bæta enná upptökuna. Þessar sérstöku blöndur innihalda mýkjandi jurtir sem hjálpa til að halda meltingunni góðri og koma í veg fyrir harðlífi sem járntöflur geta valdið. Mikilvægt er að nýbakaðar mæður haldi áfram að taka Floradix eftir fæðingu til að viðhalda góðum járnbúskap og byggja upp orku og kraft. Því litla barnið þarfnast þess að eiga mömmu sem er full af orku og áhuga. Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.