SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 44
44 19. ágúst 2012 George Orwell – Homage to Catalonia bbbbb Óður George Owells til Katalóníu er frábær bók. Orwell fór 1937 til að fylgjast með borgarastyrjöld- inni á Spáni og fór svo að hann barðist með lýð- veldissinnum gegn herjum fasista. Orwell skrifar af hreinskilni og leitast við að lýsa hlutunum um- búðalaust þótt ljóst sé hvar hjarta hans liggur. Þeg- ar hann kemur til Barselónu ríkir andi jöfnuðar og allir klæðast eins og alþýðumenn. Er hann snýr aft- ur frá vígstöðvunum er andrúmsloftið breytt og yf- irstéttin gengur um prúðbúin á ný. Óður til Katalóníu er ekki lýsing á hetjudáðum. Hermennirnir eru illa búnir, skjóta yfirleitt framhjá og lúsin, fylgifiskur hermanna í öllum stríðum, helsti óvinurinn. Friðarsinnar gerðu vel að nýta lúsina í áróðri gegn stríði, segir hann. Manuel Vazquez Montalban – Off Side bbbbn Montalban fékk að dúsa í dýflissum Francos við Via Laeitana í Barselónu og mátti þola pyntingar hinna illræmdu Creix–bræðra. Hann skrifaði skáldsögur, ljóð og þjóðfélagsrýni. Reyfarar hans um matgæð- inginn og einkaspæjarann Pepe Carvalho veita inn- sýn í spillingu og valdabaráttu í Barselónu á árum áður. Í Off Side koma nýir framherjar til liðs við tvö lið í borginni, annað þeirra er í röð hinna bestu, hitt berst við fall og fasteignaspekúlantar vilja helst að liðið þurrkist út til að ná í verðmætar lóðir. Þegar hótanir berast um að sóknarmaður verði drepinn um sólarlag er Pepe kallaður til. Manuel Vazquez Montalban – An Olympic Death bbbmn Ólympíuleikarnir í Barselónu eru í aðsigi og allir vilja maka krókinn. Mitt í írafárinu birtist hið klassíska tálkvendi ótal leynilögreglusagna á skrif- stofu Pepes Carvalhos í leit að manni sínum. Einka- spæjarinn fellur kylliflatur fyrir skjólstæðingi sín- um. Lesandinn fellur hins vegar fyrir Barselónu Pepes, borg með margar ásjónur þar sem ekkert er gefið. Eins og Montalbans er siður er bókin bæði reyfari og þjóðfélagsrýni og lesandinn þvælist með honum um undirheima þessarar heillandi borgar. Karl Blöndal kbl@mbl.is Erlendar bækur 29. júlí - 11. ágúst 1. Iceland Small World - Sigurgeir Sig- urjónsson / Portfolio 2. Grillréttir Hagkaups - Hrefna Rósa Sætran / Hagkaup 3. Hin ótrúlega pílagrímsganga - Rachel Joyce / Bjartur 4. Annar er rauður en hinn er ... - Stephanie Calmenson / Bókaútgáfan Björk 5. Eldar kvikna - Suzanne Coll- ins / JPV útgáfa 6. Heilsuréttir fjölskyldunnar - Berglind Sigmarsdóttir / Bókafélagið 7. Iceland Small World - Sig- urgeir Sigurjónsson / Portfol- io 8. Little book of the Icelanders - Alda Sigmundsdóttir / Vaka- Helgafell 9. Hungurleikarnir - Suzanne Collins / JPV útgáfa 10. Kortabók MM 2012 - Ýmsir höfundar / Mál og menning Frá áramótum 1. Heilsuréttir fjölskyld- unnar - Berg- lind Sig- marsdóttir / Bókafélagið 2. Heilsuréttir Hagkaups - Sólveig Eiríks- dóttir / Hagkaup 3. Iceland Small World - Sig- urgeir Sigurjónsson / Portfol- io 4. Englasmiðurinn - Camilla Läckberg / Uppheimar 5. Grillréttir Hagkaups - Hrefna Rósa Sætran / Hagkaup 6. Hungurleikarnir - Suzanne Collins / JPV útgáfa 7. Snjókarlinn - Jo Nesbø / Upp- heimar 8. Eldar kvikna - Suzanne Coll- ins / JPV útgáfa 9. Konan sem hann elskaði áð- ur - Dorothy Koomson / JPV útgáfa 10. Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf - Jonas Jonasson / JPV útgáfa Bóksölulisti Lesbókbækur Skannaðu kóð- ann til að lesa bóksölulistann Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar, Bóka- búðinni Eskju, Bókabúðinni Hamra- borg, Bókabúðinni Iðu, Bókabúðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu- stúdenta, Bónus, Hagkaupum, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum- Eymundssyni og Samkaupum. Rann- sóknasetur verslunarinnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda. Borgir eiga sér margar ásjónur, sem höndverður tæplega á fest í stuttri heimsókn.Barselóna virðist ferðamanninum þrótt-mikil, þéttbyggð borg, iðandi af lífi. Merki atvinnuleysis og kreppu blasa einkum við í fyrirsögnum blaða, þau sjást ekki á götum úti nema maður gangi í flasið á kröfugöngu eins og gerðist einn fimmtudag á Vía Laietana, einni aðalgötu borgarinnar, þegar þrjú hundruð þúsund manns mótmæltu niðurskurði og aðhaldsaðgerðum. Í þessari sömu götu voru í tíð einræðisherrans Francescos Francos dýflissur þar sem andófsmenn voru pyntaðir. Það sést ekki heldur með berum augum. Ramblan er líka á sínum stað, gatan sem Federico Lorca sagði að væri sú eina í heiminum, sem hann vildi að aldrei tæki enda. Ferðalangurinn sér engin merki um reimleika á Römblunni. Það er erfitt að ímynda sér götuvígin og bardagana, sem George Orwell lýsir á Römblunni í bók sinni Óður til Katalóníu frá tímum borgarastyrjaldarinnar á Spáni. Það er líka erfitt að gera sér í hugarlund þann heim vændis og eiturlyfja neðst á Römblunni, sem Manuel Vazquez Montalban lýsir í reyfurum sínum um Pepe Carvalho frá því fyrir rúmum tveimur áratugum, þótt sá heimur muni víst ekki alveg vera horfinn. Þessar bækur voru meðal þess veganestis sem ég hafði með mér í heimsókn til Barselónu fyrr í sum- ar. Gagnlegust var þó til að kynnast Spáni og Spán- verjum og um leið borginni bókin Ghosts of Spain eða Draugar Spánar eftir breska blaðamanninn Gi- les Tremlett, sem er búsettur á Spáni ásamt fjöl- skyldu sinni. Í upphafi bókar lýsir Tremlett því hvað það sé auðvelt að vera blaðamaður á Spáni. Fólk sé alltaf tilbúið að tjá sig, segja eitthvað krassandi um allt milli himins og jarðar. En svo komst hann að því að Spánverjar eru ekki opinskáir um allt þegar hann fór í kringum aldamótin að fylgjast með tilraunum afkomenda og ættingja fórnarlamba dauðasveita Francos til að opna fjöldagrafir frá borgarastyrjöld- inni. Þegar Franco féll frá var lýðræði komið á með því skilyrði að veitt yrði almenn sakaruppgjöf. Talað er um hinn óskráða sáttmála gleymskunnar, el pacto del olvido. En þótt þessi kafli spænskrar sögu hafi legið í þagnargildi eru sárin enn galopin og engin sátt um hvernig sagan skuli sögð þótt ásjóna Fran- cos og nafn hafi verið þurrkuð út í borgum og bæj- um á Spáni. Lýðveldissinnar og vinstrimenn frömdu einnig sín ódæðisverk í styrjöldinni, en Tremlett sýnir fram á að glæpir sveita Francos hafi verið mun markvissari. Markmið hans hafi einfaldlega verið að útrýma kommúnistum. Meira að segja afkom- endur þeirra voru útskúfaðir í valdatíð einræð- isherrans. Tremlett lýsir hinu erfiða og ókláraða uppgjöri við fortíðina af mikilli íþrótt og notar sögur ein- staklinga til þess að varpa ljósi á efnið. Persónur og leikendur verða ljóslifandi fyrir lesandanum. Þótt draugar borgarastyrjaldarinnar og valdatíðar Francos leiki stórt hlutverk í bók Tremletts lætur hann ekki staðar numið þar. Hann reynir að grafast fyrir um ástæðurnar að baki blóðugri sjálfstæð- ishreyfingu Baska, rýnir í sígaunamenningu og rætur flamenco-tónlistar og fjallar um það þegar bikiníið bjargaði Spáni. Hann leitar einnig að sérstöðu Katalóna, sem tala sitt eigið tungumál og hampa sínu þjóðerni, og bendir á að skáldin hafi átt upptökin að hinni kata- lónsku vakningu, en ekki stjórnmálamennirnir, sem skýri ef til vill hvers vegna menningin og tungan hafi verið sett á oddinn, en ekki byssukúlan og sprengjan. Niðurstaða Tremletts er hins vegar sú að aðeins sé á færi innfæddra að átta sig á hvað geri þá að Katalónum, ekkert síður en hvað geri Spánverja að Spánverjum. Félagar í hópnum Castellers de Gracia mynda turn í hverfinu Gracia í Barselónu á miðvikudag. Árlega er haldin hátíð í hverfinu, Festa major de Gracia, og rík hefð er fyrir því að fólk stilli sér upp í slíka turna. AFP Reimleikar á Römblunni Nútíminn væri ekki beysinn án fortíðar. Hún blasir ekki alltaf við glámskyggnum ferðalöngum, en þá getur grúsk í góðum bókum bjargað málum. Karl Blöndal kbl@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.