SunnudagsMogginn - 19.08.2012, Blaðsíða 14
14 19. ágúst 2012
Það ber meðal annars til tíðinda á JazzhátíðReykjavíkur, sem sett verður á Menningarnótt,að hljómsveit Jakobs Frímanns Magnússonar,Jack Magnet-kvintettinn, flytur nýja tónlist í
bland við eldra efni í Hörpu 25. ágúst næstkomandi. Nú
eru það ekki miklar fréttir að Jakob Magnússon troði
upp, en heiti kvintettsins vísar aftur á móti í hliðargrein
tónlistarflóru Jakobs sem hefur ekki farið hátt frá því
hann starfaði í Bandaríkjunum á áttunda og níunda ára-
tugnum með mörgum af helstu djassstjörnum þess tíma.
Djassgeggjarauppeldi
Jakob ólst upp á heimili þar sem menning og listir voru í
hávegum og foreldrarnir, sem búið höfðu í New York,
báðir miklir djassgeggjarar og áttu mikið safn af djass-
plötum. Hann fékk líka snemma mikinn áhuga á músík,
spilaði á píanó heimilisins og segir að frá því hann var tólf
til þrettán ára hafi hann verið „sjúkur í að geta músíserað
með öðrum“.
„Ég lærði heimilið af djassstandördum og spilaði þá
iðulega,“ segir hann, en bætir við að á fyrsta ári í skól-
anum hafi hann síðan smitast alvarlega af bítilæði og svo
rokkæði. „Tónlistin hrifsaði af mér allar hugmyndir um
að gera nokkuð annað en spila, en foreldrar mínir höfn-
uðu því algerlega að ég færi út í músík af þessu tagi. Þeim
hugnaðist sú hugmynd að ég yrði trompetleikari í Sin-
fóníunni en alls ekki að verða þorstlátur öldurhúsagutlari
eins og var allt of algengt að menn yrðu, grotnuðu niður á
hótelbörum. Það eina sem þau sættu sig við var lækn-
isfræði eða eitthvað í þá veru og ég samþykkti það þó að
ég héldi áfram að spila með hljómsveitum. Þegar ég svo
lauk við stúdentinn ári á undan mínum jafnöldum átti ég
inni eitt ár og þá samþykkti faðir minn að ég fengi þetta
eina ár til að spila músík svo fremi ég tæki anatómíuna úr
læknadeildinni með á tónleikaferðir til lesturs.“
Til liðs við Long John Baldry
Á þessum tíma var Jakob að spila með rokksveitinni Rifs-
berja með þeim Gylfa Kristinssyni söngvara, Þórði Árna-
syni gítarleikara, Tómasi Tómassyni bassaleikara og
breska trommuleikaranum Dave Dufort. Styr varð um
ráðningu Duforts og segja má að hljómsveitin hafi nánast
verið flæmd úr landi og til Englands þar sem þeir reyndu
fyrir sér með spilamennsku. Þegar utan var komið
kynntist Jakob ýmsum tónlistarmönnum, þar á meðal
söngvaranum Long John Baldry og gekk til liðs við
hljómsveit hans um tíma. Eftir hæfilega spilamennsku
með Baldry og mikið tónlistaruppeldi sneri hann svo aft-
ur heim til að fara í háskólann, í nýstofnaða félagsvís-
indadeild hjá Ólafi Ragnari Grímssyni, og var þar næstu
tvö árin. 1997 fékk hann svo kall frá Baldry um að koma
með honum í tónleikaferð um Bandaríkin sem átti að
standa í tvær vikur, en teygðist í þrettán vikur og lauk í
Los Angeles.
Í Englandi hafði Jakob kynnst verðandi eiginkonu
sinni, Önnu Björnsdóttur, fegurðardís og módeli, og hún
var með í Bandaríkjaferðinni. Í viðtali við tímaritið
People fyrir þremur áratugum sögðu þau svo frá að þegar
þau litu Los Angeles í fyrsta sinn í lok tónleikaferðarinnar
hafi þau þegar einsett sér að þar vildu þau búa. Anna leit-
aði í módelbransann og varð fljótlega frægasta fyrirsæta
Bandaríkjanna, en Jakob hélt af stað með sólóskífuna
Horft í roðann undir hendinni „og var kominn með
plötudíl áður en ég vissi af.
Dottið inn í himnaríki
„Þetta var eins og að detta inn í himnaríki, ég var kominn
í paradís, umkringdur snillingum. Ég var blúsrokkpían-
isti eftir að hafa spilað með Baldry, orðinn andskoti góður
í að spila á flygil svo að heyrðist í gegnum trommusettið,
en var nú kominn í nýjan heim og fór í það að læra eins
mikið og eins hratt og ég gat, fór í skóla og á námskeið og
í einkatíma. Það voru í raun tvö instrumental lög af Horft
í roðann sem opnuðu þessar leiðir og allt í einu var ég
með þann pálma í höndunum að ég fékk 250.000 dollara
til að gera tvær djassskotnar plötur eftir eigin höfði.“
Jakob segir að þau Anna hafi kunnað einkar vel við sig í
stjörnufansinum í Los Angeles og hann hafi notið þess að
umgangast alla þá framúrskarandi tónlistarmenn sem þar
dvöldu, snillinga eins og Freddie Hubbard, Stanley
Clarke og Jaco Pastorius sem urðu margir góðvinir hans
og samstarfsmenn. „Það væsti ekki um okkur og við lof-
uðum almættið á hverjum einasta morgni, vakin af fugla-
söng við opinn glugga.“
Jack Magnet verður til
Útgáfusamningurinn sem Jakob nefnir var við risafyr-
irtækið Warner Brothers og fyrsti afrakstur þess samn-
ings var platan Special Treatment sem hann tók upp 1978
og gefin var út 1979. Með honum á skífunni voru meðal
annars Tom Scott, Victor Feldman, Manolo Badrena,
Mikael Urbaniak, Larry Williams og Paul Brown, en tríóið
sem hann setti saman til tónleikahalds víða um Banda-
ríkin var skipað honum og bassaleikaranum Steve And-
erson og trommuleikaranum David Logeman, en síðar
tók Vinnie Colaiuta við kjuðunum.
Þegar búið var að gefa Special Treatment þann tíma
sem þótti rétt hélt Jakob aftur inn í hljóðverið að taka upp
næstu plötu, fékk hann í lið með sér meðal annars Jeff
Porcaro, Vinnie Coaliuta, Freddie Hubbard, Stanley
Clarke, Jerry Hey og Bill Champlin. Sú skífa fékk heitið
Jack Magnet og þaðan er komið nafnið á kvintettinn sem
getið er í upphafi greinarinnar.
Maður frá Arnarstapa
Jack Magnet varð til sem aukasjálf Jakobs í tónleikaferð
hans um Norður-Ameríku með hljómsveit Long Johns
Baldrys, eins og Jakob rekur söguna. „Í þeirri sveit voru
tveir húmoristar sem höfðu mjög gaman af orðaleikjum
með nafn mitt, eins og „I’ll meet you in the lobby,
Kobbi“, og í þeim leikjum varð til nafnið Jack Magnet. Ég
velti því fyrir mér að nota það sem listamannsnafn, en ég
skrifaði svo handrit að sögu um mann frá Arnarstapa sem
hefur þá eiginleika að geta sogað til sín málmhluti og beitt
hugaraflinu með ýmsum hætti. Hann fer að gera út á
þetta í Las Vegas undir nafninu Jack Magnet, en verður
ýmiskonar vammi að bráð, missir tökin og takið á geisl-
anum, krafturinn þverr og dvínar og hann þarf að drífa
sig heim á Arnarstapa að hlaða batteríin aftur. Þetta var
ekki ólíkt því sem ég hafði gert með Horft í roðann, þar
sem þriðjungur af plötunni var instrúmental og hitt í ein-
hverju samhengi, annars heims sagnfræði byggð á sönn-
um sögum frá Breiðafirði um mann sem drukknaði og
gekk aftur, en hún móðir mín sáluga brýndi mig til þess
að vera alltaf með konsept, setja upp ramma og eins og
hún sem einatt var með trönur og olíuliti að mála á
striga.“
Jack Magnet-kvintett
Þegar platan var tilbúin varð til frægt umslag hennar með
mynd af berum baksvip Jakobs. Hann segir svo frá að
Warner Brothers hafi sent á hann ljósmyndarann og
hönnuðinn Storm Thorgerson, sem gerði meðal annars
öll albúm fyrir Pink Floyd, og hann tók að sér umslags-
hönnun og þar sem Jack Magnet var myndaður nakinn
aftan frá, sú mynd blásin upp og stungið í hana göfflum. Í
stað þess að Jack Magnet laðaði að sér gafflana var þeim
bara stungið í hann eins og í pylsu.“
Jack Magnet-nafnið hefur loðað við Jakob eftir þetta,
þó að hann hafi ekki notað það aftur við gerð á plötu, og
margir hafa haldið að hann hafi notað það sem lista-
mannsnafn. „Karakterinn er þó til staðar og tekur á sig
nýjar og nýjar myndir og núna er Jack Magnet-kvintett
orðinn að alvöru tónleikabandi,“ segir Jakob, en kvin-
tettinn var kallaður saman að frumkvæði þeirra sem
stóðu að minningartónleikum um Kristján Eldjárn í vor.
„Jóel Pálsson og Einar Scheving brýndu mig í þetta sem
varð svo óskaplega skemmtilegt ævintýri. Í framhaldinu
hvöttu þeir mig óspart til að fara inn í stúdíó og við gerð-
um það og erum búnir að vinna núna slatta af efni. Svo
kom þetta til með Jazzhátíð Reykjavíkur og hinn nýi Jack
Magnet Quintet er ótrúlega skemmtilegur og rafurmagn-
aður hópur sem ég elska að spila með,“ segir Jakob, en
auk hans, Einars og Jóels skipa kvintettinn þeir Róbert
Þórhallsson og Guðmundur Pétursson auk óvæntra gesta.
„Síðan fagna ég því að fá með mér á svið á Jazzhátíð
Reykjavíkur velgjörðarmann minn og vin frá árum mín-
um í Los Angeles, gítarleikarann Paul Brown, sem jafn-
framt er einn þekktasti upptökustjóri jazztónlistar í
Bandaríkjunum.“
Hætti ekki að spila djass
Eins og getið er kom Special Treatment út 1979 og Jack
Magnet 1981 og þá var samningi Jakobs við Warner lokið.
Næsta sólóplata, Tvær systur, sem kom út 1982, var því
gefin út af öðru fyrirtæki, en þá segir Jakob að sér hafi
þótt vera nóg komið. „Mér fannst ég vera búinn að segja
mitt síðasta orð í þessari gerð tónlistar og líka vegna þess
að þetta var gríðarlega tímafrekt og gríðarlega kostn-
aðarsamt, þó að þetta hafi auðvitað fullnægt öllum mín-
um löngunum og þrám í tónlist.“
Þegar Jakob hættir að fást við rafdjassinn voru líka
tímamót framundan á því sviði þar sem hann vék fyrir
nýrri gerð tónlistar. „Djassinn hefur gengið í gegnum
ýmsar breytingar frá því að hann varð til í New Orleans á
síðustu öld og þegar rafdjassinn tók við af proggrokkinu
fékk djassinn auka fimmtán ár af krafti. Maður vissi það
Músíkleg svölun
Á Jazzhátíð Reykjavíkur, sem sett er um helgina, er Jack
Magnet Quintet meðal helstu atriða, en þar stendur í brúnni
Jakob Frímann Magnússon, sýslumaður svuntuþeysanna.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
’
Þetta var eins og að detta inn í
himnaríki, ég var kominn í
paradís, umkringdur snillingum.
Jakob Frímann Magnússon ,
leiðtogi Jack Magnet Quintet.