Morgunblaðið - 22.09.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Það eru rúmlega níutíu dagar til
jóla og hvort sem okkur líkar betur
eða verr fer jóladótið smátt og
smátt að láta meira á sér kræla.
Verslunin Kúnígúnd auglýsti í vik-
unni að jólaóróinn 2012 frá Georg
Jensen væri kominn.
Að sögn Jóhönnu Ingimundar-
dóttur, starfsmanns í Kúnigúnd,
kemur óróinn alltaf svona snemma
og ástæða sé fyrir því. „Það eru
margir forsjálir og dreifa jólainn-
kaupunum yfir nokkra mánuði,
sumir eiga ekki leið í þessar búðir
nema endrum og sinnum og svo eru
óróarnir líka keyptir í afmælis- eða
tækifærisgjafir, þeir eru ekki endi-
lega bara jólagjöf.“
Jólaóróar Georgs Jensens hafa
komið út árlega frá því 1984. Jó-
hanna segir mjög marga safna þeim
og sumir eigi þá alla frá upp-
hafi. „Þetta er virkilega
skemmtilegt og fallegt safn
og þeir elstu eru nú orðnir
ófáanlegir.“
Þrátt fyrir að verslunin
hafi auglýst eitt stakt jóla-
skraut segir Jóhanna jólaversl-
unina ekki byrjaða sem slíka.
Sumir hugsa um jólin allan
asta vori. Þá voru 1.955 lántakendur
lífeyrissjóðanna í yfirveðsettum
eignum yfir 110% af markaðsvirði
fasteignanna. 758 þessara lántak-
enda eru í fasteignum sem eru með
meira en 150% yfirveðsetningu en
það eru tæp 39% hópsins.
Samkvæmt svörum við fyrirspurn
Eyglóar Harðardóttur þingmanns á
síðasta löggjafarþingi myndi niður-
felling lánanna niður að 110% kosta
11,3 milljarða en þar af er hlutur
lánsveða 7,9 milljarðar.
Meðalfjárhæð afskrifta yrði 10,7
milljónir fyrir hjón, en um átta millj-
ónir fyrir einstaklinga.
Lánsveðshópurinn er eini hópur
lántakenda sem ekki hefur getað
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Helga Jónsdóttir hjá atvinnuvega-
ráðuneytinu segir að fulltrúar lífeyr-
issjóða og ráðherra muni funda á
næstu vikum um skuldavanda fólks
sem nýtti sér lánsveð til þess að fjár-
magna íbúðarkaup fyrir bankahrun.
„Menn vilja fara í eina lokayfirferð
með lífeyrissjóðunum á næstu vikum
til að sjá hvort þeir telji sig geta tek-
ið þátt í kostnaði við niðurfellingu
með einhverjum hætti,“ segir Helga
sem er í forsvari fyrir samráðsteymi
um skuldavanda fólks með lánsveð.
Niðurstaða um umfang vanda
lánsveðshópsins liggur fyrir frá síð-
sótt um niðurfellingu lána sem tekin
voru til fasteignakaupa.
Þórey S. Þórðardóttir, fram-
kvæmdastjóri Landssamtaka lífeyr-
issjóða, veit ekki hvað mun verða
rætt á fundinum. Hún gagnrýnir
málflutning stjórnvalda í málinu.
Hún segir þau hafa látið í veðri vaka
að lífeyrissjóðirnir gætu sjálfir
ákveðið að veita lánaniðurfellingu.
„Þetta hefur verið sett upp á þann
hátt að hér séu lífeyrissjóðirnir að
berjast gegn því að hópur fólks fái
réttlætinu fullnægt. Sannleikur
málsins er hins vegar sá að það er
skýrt í lífeyrissjóðslögum að stjórnir
lífeyrissjóðanna hafa ekkert vald til
þess að gefa þessar eignir sjóðfélaga
sinna eftir,“ segir Þórey.
Fulltrúar stjórnvalda unnu í sam-
starfi við fulltrúa frá lífeyrissjóðun-
um við að leita lausna á vandamálinu.
Þeirri vinnu lauk síðasta vor. Þar
buðu lífeyrissjóðirnir stjórnvöldum
að kaupa öll lánsveð á fullu verði.
Heildarkostnaður við slíkt er metinn
á um 14 milljarða króna. Þar af eru
7,9 milljarðar króna sem falla fyrir
utan 110% af markaðsvirði eignanna.
Fram kom í máli Sigurðar Erlings-
sonar, framkvæmdastjóra Íbúða-
lánasjóðs, í vor að sjóðurinn myndi
ekki kaupa lánsveðin. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins hefur
þessi útfærsla þó ekki endanlega
verið slegin út af borðinu.
Fundað um lánsveðin
Lokayfirferð um það hvort lífeyrissjóðir geti tekið þátt í kostnaði við niðurfellingu
lánsveða Kostar 14 milljarða að kaupa lánsveð 7,9 milljarðar eru umfram 110%
Íbúðalán og lánsveð
hjá lífeyrissjóðum
Afskrift á
lánsveði
Heildarsafn Fjöldi (ma. kr.)
Skuldir
umfram 150% 758 3,9
Skuldir
umfram 140% 1.035 4,9
Skuldir
umfram 130% 1.340 6
Skuldir
umfram 125% 1.510 6,6
Skuldir
umfram 120% 1.675 7,1
Skuldir
umfram 115% 1.822 7,6
Skuldir
umfram 110% 1.955 7,9
Heimild: Ríkisskattstjóri og efnahags- og
viðskiptaráðuneyti
Þegar blaðamaður ræddi við Anne klukkan ellefu í gærmorgun voru um
fimmtán útlendingar í búðinni. Hún segir að mest sé að gera fyrir hádegi
yfir sumartímann og því sé hún með opið frá kl. 9 til 21. „Ferðamennirnir
koma á morgnana, fara í ferðir um miðjan daginn og koma svo aftur
seinnipartinn. Það hefur háð búðum á Laugaveginum að vera ekki
opnaðar fyrr en kl. 11 á sumrin. Ferðamenn koma hér inn og spyrja
hvers vegna það sé ekki búið að opna búðirnar. Fólk vill nýta tímann
vel á ferðalaginu.“
Minnst er að gera í jólabúðinni frá febrúar til apríl. Anne segir
ágætt að gera í janúar því töluvert sé af ferðamönnum í kringum jól
og áramót. „Það er samt aldrei svo að það komi ekki fólk inn.“
Mest að gera fyrir hádegi
ÁRRISULIR FERÐAMENN
ársins hring en í Litlu jólabúðinni á
Laugavegi er mikið að gera yfir
sumartímann. „Ferðamennirnir
koma aðallega á sumrin en Íslend-
ingarnir koma ekki fyrr en í októ-
ber eða nóvember,“ segir Anne Hel-
en Lindsay, eigandi búðarinnar.
Ferðamennirnir kaupa nærri ein-
göngu íslenskt jólaskraut. „Þeir eru
að kaupa íslenska handverkið sem
minjagrip og hengja það svo á jóla-
tréð. Jólasveinarnir og Grýla eru
mjög vinsæl og þeir hafa gaman af
sögunum af þeim.“
Anne segist aðallega vera með
hefðbundið og gamaldags jóla-
skraut því það seljist best. „Ég
hleyp ekki á eftir tískunni enda fáir
sem vilja eitthvað trendí. Flestir
fara í gamaldags skrautið. Norð-
menn hafa t.d. mikið verið að kaupa
jólakort, alls konar pappírsskraut
og annað gamaldags, þeir sækja í
slíkt skraut því það fæst ekki í Nor-
egi, segja þeir.“
Spurð hvort jólahugur sé kominn
í fólk segir hún það aðeins byrjað,
fólk sé að spá en ekki byrjað að
kaupa, það skelli svo á með hvelli í
lok október.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Jólahugur Anne Helen Lindsay í Litlu jólabúðinni á Laugavegi selur ferðamönnum mikið af jólaskrauti á sumrin.
Farnir að heyra
klukknahljóminn
Jólaskraut selst allt árið Jólahugur aðeins kominn í fólk
Boð um þátttöku í norrænu
portrettsamkeppninni:
Brygger J.C. Jacobsens-
verðlaunin
Samkeppnin er opin
öllum myndlistarmiðlum
Skráning í síðasta
lagi 20/12 á portraet.nu
BESTA PORTRETT
NORÐURLANDA
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Samið hefur verið um launaleiðrétt-
ingar til handa leikskólakennurum
sem starfa hjá sveitarfélögunum. Er
það hluti af endurskoðun kjara-
samningsins sem Kennarasamband
Íslands gerði fyrir hönd Félags leik-
skólakennara (FL) við samninga-
nefnd Sambands íslenskra sveitarfé-
laga (SNS) í ágúst í fyrra. Gilti sá
samningur til ársins 2014.
Að sögn Haraldar Freys Gísla-
sonar, formanns FL, er leiðréttingin
samanlagt metin á 4,43% hækkun
launa, sem skiptist með mismunandi
hætti eftir starfsheiti. Bætist leið-
réttingin við það sem kjarasamingur
kvað á um. Á samningstímanum
hafa leikskólakennarar því fasta í
hendi 20,9% hækkun launa, sem er
8,54 prósentustigum umfram það
sem samið var um á almenna mark-
aðnum.
Núna 1. september sl. var launa-
taflan hækkuð um 0,8%. Þá hækk-
uðu starfsheitin leikskólakennari og
leikskólasérkennari um tvo launa-
flokka og aðrar stöður um einn
flokk. Hinn 1. september 2013 mun
launataflan hækka um 0,7% og byrj-
unarlaun allra starfsheita hækka um
tvo launaflokka.
„Við erum ekkert að skála sér-
staklega yfir þessari niðurstöðu en
hún er þó í rétta átt. Ósamið er um
þriðja skref leiðréttingarinnar sem á
að fara fram haustið 2014, eða fjór-
um mánuðum eftir að nýr kjara-
samningur hefur tekið gildi,“ segir
Haraldur en þá verða kjör leikskóla-
kennara skoðuð aftur í samanburði
við t.d. grunnskólakennara og aðra
sambærilega hópa.
Verður að hækka launin
„Mörg stór mál standa út af en
ósamið er ennþá um öll starfskjara-
málin. Við bindum miklar vonir við
lokaskrefið. Það verður að hækka
laun leikskólakennara til að fjölga
fólki í náminu. Fækkun sem þar hef-
ur orðið er bara vegna launanna. Í
öðrum starfsstéttum, þar sem kraf-
ist er fimm ára menntunar, vantar
ekki fólk,“ segir Haraldur Freyr.
Launin verða
hækkuð um 4,43%
Leikskólakennarar fá leiðréttingu
Fækkun í námi bara vegna launanna
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Kátir Skrúðganga leikskólabarna.